Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is FLEST áherslumál fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks í borginni hafa gengið í gegn á síðustu árum. Engu að síður á enn eftir að taka stórar ákvarðanir, t.d. um skipulag Vatnsmýrar og framtíð- arstaðsetningu Reykjavík- urflugvallar. Þetta kemur fram ef skoðaður er málefnasamningur flokkanna frá 2006, sem ber heitið Hugsum stórt, horfum langt og byrj- um strax. Að gefnu tilefni eru nokkr- ar málefnaáherslur frá 2006 rifjaðar upp hér og sagt frá árangrinum. Nokkrar stórar ákvarðanir bíða úr eldri málefnasamningnum Mörg áherslu- málefni hafa samt gengið eftir Morgunblaðið/Sverrir Reykjavíkurborg Þrátt fyrir þann óróa sem verið hefur í kringum borgarstjórnarmálin á kjörtímabilinu virðast mörg áherslumál fyrsta meirihlutans hafa náð fram að ganga. Enn á þó eftir að taka ákvörðun um t.d. flugvöllinn. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu rannsakar nú mannslát eftir að sjötugur karlmaður fannst látinn á fimmtudag í Kópavogi. Lögreglan handtók karl og konu í fyrradag og tók af þeim skýrslu vegna málsins, en þeim var sleppt að loknum skýrslutökum og eru þau ekki grunuð um aðild að andláti manns- ins. Þá telur lögreglan ekki að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Rannsóknin heldur hins vegar áfram með krufningu. Mannslát til rannsóknar STUTT BETUR fór en á horfðist á tísku- sýningu Munda á skemmtistaðnum Nasa í gærkvöldi. Á staðnum var stærðarinnar fiskabúr og svo illa vildi til að sprungur tóku að myndast á búrinu og lak nokkurt vatn á gólfið. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn og hreinsaði það vatn af gólfinu og tæmdi fiska- búrið. Talið er að skemmdir á staðnum séu litlar og hélt tískusýn- ingin áfram að aðgerðum loknum. Fiskar á Nasa SVEITARSTJÓRN Þingeyjarsveit- ar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að sveitar- stjórnin hefur ákveðið að ganga til samninga við Tryggva Harð- arson um ráðn- ingu hans í stöðu sveitarstjóra Þingeyj- arsveitar. Þetta kemur fram á vefnum skarp- ur.is. Tryggvi var einn af tólf um- sækjendum um starfið. Hann hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar þar sem hann býr og einnig starfað sem sveitarstjóri á Seyðisfirði. Tryggvi ráðinn sveitarstjóri Tryggvi Harðarson Í ÞESSUM málaflokki ætluðu sjálf- stæðis- og framsóknarmenn að taka ákvörðun um framtíðarstaðsetn- ingu innanlandsflugvallar á kjör- tímabilinu. Sem kunnugt er hefur það enn ekki verið gert en flokk- arnir hafa tæp tvö ár til að taka ákvörðunina. Flokkarnir ætluðu líka að taka ákvörðun um legu Sundabrautar árið 2006 og hefja framkvæmdir í kjölfarið. Sú ákvörðun lá ekki fyrir fyrr en á þessu ári og enn bólar ekkert á framkvæmdunum. Loks ætluðu flokkarnir að ljúka framkvæmdum vegna mislægra gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á kjörtímabilinu. Þær framkvæmdir hafa ekki hafist. Hins vegar má m.a. benda á að staðið var við loforð um að auka framboð lóða og var lóðauppboð af- numið sem almenn regla í nýbygg- ingarhverfum. Skipulag og samgöngur RÉTT eins og var lofað í málefna- áherslunum lækkuðu leikskólagjöld um 25% í byrjun september 2006 og innleidd var sú regla að fjölskylda greiddi einungis fyrir eitt barn. Hins vegar ákvað Tjarnarkvartett- inn að hækka gjaldið um 2,5%. Þá voru frístundakortin innleidd og eiga nú öll börn yngri en 18 ára rétt á 25 þúsund króna styrk til tómstundaiðkunar. Gert er ráð fyr- ir að styrkurinn hækki og hefur verkefnið hlotið athygli erlendis. Þá var gengið til samninga við dagforeldra og rekstrargrundvöll- ur þeirrar þjónustu tryggður. Í málefnaáherslunum var líka til- tekið að grunnskólum skyldu kynntir kostir skólafatnaðar. Ekk- ert hefur heyrst um árangur þeirra kynningarmála. Þá var einnig ráð- gert að opna gæsluvelli að nýju í áföngum en af því hefur ekki orðið nema í takmörkuðum mæli. Fjölskyldu- málin Á KJÖRTÍMABILINU ÁTTI að hefja undirbúning að byggingu 300 nýrra leigu- og þjónustuíbúða. Þessar íbúðir er verið að hanna og undirbúa og má t.d. nefna að samið var við Hrafnistu og Eir um bygg- ingu og rekstur þjónustu- og örygg- isíbúða fyrir eldri borgara í Spöng í Grafarvogi og við Sléttuveg. Þjónustuíbúðir er einnig verið að skipuleggja við Gerðuberg í Breið- holti og er þar gert ráð fyrir um 120 íbúðum. Þá bárust á dögunum fréttir af því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fjölga hjúkrunarrýmum á kjör- tímabilinu en á skrá yfir málefnaá- herslur var einmitt undirbúningur að „umtalsverðri fjölgun hjúkr- unarrýma á kjörtímabilinu.“ Þá hefur samráðshópur um mál- efni eldri borgara tekið til starfa, en sérstaklega var minnst á þennan samráðshóp í málefnaskránni. Málefni eldri borgara SÍÐASTI liðurinn ber heitið um- hverfistengd verkefni. Fyrst af öllu var borgarbúum lof- að hreinsunar- og fegrunarátaki í júlí 2006. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, þáverandi borgarstjóri, setti herferðina af stað með því að þrífa veggjakrot í Efra-Breiðholti. Þá var staðið við að gefa ákveðnum hópum frítt í strætó, en síðasta vetur fengu framhalds- og háskólanemar ókeypis í vagnana. Þá stendur til að halda verkefninu áfram og útvíkka það. Loks átti að fjölga tækifærum íbúa til útivistar. Hér má benda á loforð framsóknarmanna um að koma á fót vatnagarði í Reykjavík. Óskar Bergsson lagði fram fyr- irspurn í mars 2008 þar sem hann vakti athygli á því að í fyrirliggj- andi auglýsingu um deiliskipulag útivistarsvæðis Úlfarsárdals væri ekki gert ráð fyrir vatnagarði. Umhverfis- verkefni „AÐ sjálfsögðu væri ég mjög lík- lega að fara í nefndarfor- mennsku og störf innan ráða á veg- um meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, en þar sem ég hef ekki lýst yfir stuðningi við meirihlutann þá er ljóst að ég er ekki að fara að taka þátt í slíkum störfum á vegum hans,“ segir Marsi- bil Sæmundsdóttir varaborgar- fulltrúi sem skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokksins. Í viðtali við mbl.is í gær sagði Ósk- ar Bergsson verðandi formaður borgarráðs að afstaða Marsibil myndi í byrjun „fipa“ samstarf Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Sjálf segist Marsibil ekki hafa sérstakan hag af því að koma höggi á Fram- sóknarflokkinn. „Þarna var komin einfaldlega upp staða sem ég gat ekki fellt mig við og gat engan veg- inn tekið þátt í því sem til stóð að gera. Ósk mín er að fá að standa við mína sannfæringu en það felur ekki í sér að ég sé að reyna að klekkja á öðrum. Þótt þetta sé á sinn hátt ein- falt er þetta einnig erfitt. Í viðtalinu fyrrnefnda sagði Óskar að meirihluti Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks héngi ekki á því að hann héldi heilsu, þegar hann var spurður að því hvað myndi gerast ef hann veiktist. Kæmi Marsbil þá inn og felldi meirihlutann? Ekki kvað Óskar svo vera frá degi til dags, þar sem málaflokkar fremur en sæti á framboðslista réðu því hvernig fólk af listanum veldist inn á borgar- stjórnarfundi ef hann væri sjálfur fjarverandi. Hinsvegar, ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir hann væri Marsibil varamaður hans. Skýrt er tekið fram í sveitastjórn- arlögum að ef borgarfulltrúi [hér Óskar] forfallast leysir varamaður [hér Marsibil] hann af. orsi@mbl.is Er ekki á leiðinni í nefndarformennsku Marsibil vill ekki klekkja á öðrum Marsibil Sæmundsdóttir SKÓLAÁRIÐ 2008-2009 er nú handan við hornið og ekki seinna vænna fyrir kennara að hefja und- irbúning skólastarfsins. Sam- kvæmt tölum frá mennta- málaráðuneytinu hefja um 4.100 nemendur nám í fyrsta bekk í grunnskólum landsins í haust. Er þetta svipað og síðastliðin ár en á liðnu skólaári sátu 4.134 nem- endur fyrsta bekk. Á landsvísu eyddi 43.841 nemandi síðasta vetri á skólabekk í skólum landsins. Í Grandaskóla verður skólasetn- ing 22. ágúst eins og víða ann- arsstaðar. Er undirbúningsvinna því í algleymingi hjá Berki Víg- þórssyni skólastjóra og samstarfs- fólki hans, Höllu Magnúsdóttur, Sigrúnu Ólafsdóttur, Ingu Sigurð- ardóttur og Þorsteini Stefánssyni. Þau vinna hörðum höndum að því að allt verði tilbúið fyrir átök vetrarins. 30 börn hefja nám í fyrsta bekk við skólann í haust og nú vill svo skemmtilega til að jafn- margar stúlkur og drengir skipa þann hóp. Í Grandaskóla voru samtals 290 nemendur við nám á liðnum vetri. skulias@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Óðum styttist í byrjun skólaársins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.