Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mér líður einsog litlu barni sem lokar augunum og er full- visst um að enginn geti séð það. Ég kreisti aft- ur augun og vona að þegar ég loksins opna þau aftur þá verði allt betra. Ég bíð og bíð eftir að vakna upp af vond- um draumi en það er alveg sama hversu lengi ég bíð, ekkert gerist. Ég forðast blöðin af því ég vil ekki sjá dánartilkynninguna. Eins og hjá litlu barni í feluleik sem lokar augunum til að enginn sjái það, er eitthvað inní mér sem segir ef þú sérð hana ekki er hún ekki til. Ég veit að á endanum verð ég að opna augun, hætta í felu- leik þegar ég veit að allir sjá mig. En sársaukinn við að opna augun virðist óbærilegur svo ég loka þeim strax aftur. En ég veit að það svíður mest fyrst. Davíð og ég vorum alltaf mikir mátar, frá því að ég var kornabarn fór ég í pössun til ömmu Ingibjargar. Davíð var þá 15 ára og bjó hjá ömmu og afa. Við eyddum því mörgum stundum saman. Með honum tók ég mín fyrstu skref í viðskiptum. Í fjöl- skylduboði hjá ömmu Mæsu spurði hann litlu frænku sína hvort hann mætti fá snudduna hennar. Sú stutta horfði á hann smá stund og sagði svo: „Áttu pení?“ Davíð útvegaði sér 100 krónur og rétti þær fram. Hann fékk snuðið, ég peninginn og við vorum bæði alsæl. Mér þótti Davíð sitja óþarflega mikið við skrifborðið sitt og læra. Ég var sennilega sú eina sem kvartaði mikið yfir því að Davíð væri alltaf að læra þessa „dönsku“ og fannst líka undarlegt að mamma væri að hvetja hann til að sitja við þetta skrifborð. Það var nú samt alltaf svo notalegt með þau fimmmenningana, systkini mömmu, þau voru eins og lítill her sem reddað gat flestöllu. Ef einhver meiddi sig var hringt í Margréti, ef Davíð Héðinsson ✝ Davíð Héðins-son fæddist í Reykjavík 17. mars 1969. Hann lést á Landspítalanum 6. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafar- vogskirkju 13. ágúst. halda átti veislu var hringt í Magga, ef vantaði hjálp í tölvu- málum var það Emil og ef þurfti aðstoð við framkvæmdir af ein- hverri gerð var Davíð maðurinn. Mamma var svo til taks með hjálp við heimalærdóm eða „dönsku“. Það var stór dagur í lífi mínu sumarið 1992 þegar ég fékk þær merkilegu fréttir að Kristín væri með barn í maganum. Ég fékk að sjá sónar- mynd í fyrsta sinn og var ekkert lítið spennt yfir þessu öllu saman. Mér fannst nefnilega „við“ vera að fara að eignast barn. 7. janúar kom svo Grét- ar í heiminn, svona líka fullkominn og sætur, mér fannst ég auðvitað eiga mjög stóran hluta í honum og seinna meir í Gunna og Önnu Sigrúnu. Enn þann dag í dag finnst mér ég eiga heilan helling í þessum frábæru börnum Davíðs og Kristínar. Dauðsfall elsku frænda míns og vinar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og að fótunum væri kippt undan manni og hjartað brotið í litla mola. Sorgin er bugandi og engin orð fá henni lýst. Í öllu þessu má þó ekki gleyma þakklætinu sem ég ber í brjósti mér, ég veit að nú líður Davíð vel og fyrir það er ég mjög þakklát, ég gleðst yfir því að eiga allar þessu fallegu minningar af ljúfum stundum. Þegar ég hugsa til baka þá voru allar stundir með Davíð svo ljúfar, fylltar af gleði, ást, umhyggju og þessu fal- lega brosi, fyrir þetta er ég þakklát en fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa kynnst manni eins og Davíð. Ingibjörg María Þórarinsdóttir. Kær samferðarmaður og ná- granni, Davíð Héðinsson, hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Hans ótímabæra fráfall er þungbært og verður hans sárt sakn- að. Kynni okkar hófust á vettvangi skólamálanna. Af miklu innsæi stuðl- aði Davíð að uppbyggingu foreldra- samstarfs í nýjum Korpuskóla. Hann lét sig ekki muna um að bjóða heim öllum foreldrum þeirra hátt á þriðja tug barna sem hófu nám í fyrsta bekk í Korpuskóla haustið 1999. Hann var sannfærður um að það væri mikil- vægt að allir foreldrar kynntust. Ekki bara af því að það væri gott barnanna vegna heldur væri það líka bara svo skemmtilegt. Ég er sann- færð um að það er ekki síst honum að þakka að einstaklega góð kynni hafa tekist með foreldrum og höfum við átt margar góðar stundir og gott samstarf æ síðan. Davíð var fyrsti formaður for- eldraráðs Korpuskóla, sýndi ómælt frumkvæði og axlaði mikla ábyrgð. Hann var fremstur meðal jafningja í ráðinu, naut mikils trausts og hafði einstakt lag á að láta öllum líða vel í kringum sig. Hann kom eins fram við alla og var góður félagi. Hann studdi og hvatti skólastjórnendur, hrósaði þeim fyrir það sem vel var gert og var hreykinn af skólanum. Hans já- kvæðu viðhorf höfðu mikið að segja á mótunarskeiði nýs skóla. Þegar ljóst var að það bráðabirgðahúsnæði á Korpúlfsstöðum sem skólinn hóf starfsemi í stóð skólastarfinu fyrir þrifum hóf Davíð baráttuna fyrir byggingu skóla í hverfinu. Fundir voru haldnir, bréf voru skrifuð, und- irskriftum safnað. Þeirri baráttu lauk með sigri sem ekki síst er Davíð að þakka. Fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu barnanna í Staðarhverfi vil ég þakka og veit að ég mæli þar fyrir munn allra foreldra í hverfinu. Frá upphafi kynna minna af Davíð var ljóst að fjölskyldan var honum af- ar kær. Hann var stoltur af konunni sinni og börnunum þeirra og þau voru honum alltaf ofarlega í huga. Margir fundir voru haldnir á heimili þeirra hjóna og okkur var öllum ljóst að samheldni, hlýja og gleði var þar ríkjandi. Tengsl fjölskyldna okkar styrktust þegar eldri dóttir mín og systurdóttir Davíðs kynntust á skiptinemaári í Bandaríkjunum. Við skiptumst á fréttum af dvöl þeirra ytra og höfðum gaman af. Þar kom líka berlega í ljós væntumþykja Davíðs í garð allrar sinnar stóru fjölskyldu. Elsku Kristín, Grétar, Gunnar, Anna Sigrún, Mæja, Sigfús, Inga og fjölskyldan öll, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Megi allar góðu minningarnar styrkja ykkur og styðja. Guð blessi og varðveiti minningu Davíðs Héðinssonar. Bergþóra Valsdóttir og fjölskylda. Kveðja frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Látinn er Gunnsteinn Sigurðsson starfsmaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Vorið 1959 útskrifaðist Gunnsteinn Sólberg Sigurðsson ✝ Gunnsteinn Sól-berg Sigurðsson fæddist í Vallholti á Akureyri 21. júní 1940. Hann lést á Akureyri fimmtu- daginn 7. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Akureyrarkirkju 13. ágúst. Gunnsteinn sem bú- fræðingur frá Bænda- skólanum á Hólum og var þá um vorið ráðinn starfsmaður Sam- bands nautgriparækt- arfélaga Eyjafjarðar (SNE). Starfaði hann síðan samfellt fyrir ey- firska bændur, fyrstu árin einkum við bú- reksturinn á Búfjár- ræktarstöðinni á Lundi, en einnig við afleysingar í naut- gripasæðingum, ýmiss skrifstofustörf svo sem uppgjör á kúaskýrslum o.fl. Á áttunda ára- tugnum voru SNE og Búnaðarsam- band Eyjafjarðar (BSE) sameinuð og var Gunnsteinn eftir það starfs- maður BSE til hinsta dags, á seinni árum fyrst og fremst sem frjótæknir en einnig í skýrsluhaldi, hey- og jarð- vegssýnatöku ásamt ýmsu öðru er til féll. Gunnsteinn var hæglátur maður og traustur, skipti aldrei skapi en sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann var yfirvegaður, samvisku- samur og ósérhlífinn í störfum og naut virðingar jafnt samstarfsmanna sinna sem eyfirskra bænda. Marga þeirra hitti hann oft og naut ein- stakrar velvildar allra þeirra sem hann umgekkst. Það er ómetanlegt fyrir hvern sem er að hafa mann eins og Gunnstein í vinnu og hvað þá í hart nær hálfa öld. Það verður seint fullþakkað. Ég votta Ingu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum innilega sam- úð á erfiðum tímum. Sigurgeir B. Hreinsson, formaður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR í Eyrardal, Súðavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísafirði sem með frábærri umönnun og umhyggju gagnvart mömmu og pabba, Kjartani Jónssyni, létti þeim ævikvöldið síðustu árin þeirra þar. Guðlaug Ingvarsdóttir, Jóna McCarthy, Jósep McCarthy, Bjarni Kjartansson, Guðmundína Sturludóttir, Steinn Ingi Kjartansson, Rósa Ólafsdóttir, Guðmundur S. Kjartansson, Guðrún Eiríksdóttir, Guðjón M. Kjartansson, Dagbjört S. Hjaltadóttir, Kristín Lilja Kjartansdóttir, Þorsteinn Haukur Þorsteinsson, Bjarney Stella Kjartansdóttir, Einar Hálfdánarson, Daði Kjartansson, Stefán Haukur Kjartansson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför okkar ástkæru RAGNHILDAR KRISTÍNAR SANDHOLT Sérstakar þakkir til starfsmanna heimahlynningar og líknardeildar LHS í Kópavogi fyrir einstaka umönnun. Jón Eiríksson, Eiríkur Jónsson, Ásthildur Björnsdóttir, Íris Jónsdóttir, Einar Sigurðsson, Atli Már Jónsson, Lilja Dagbjartsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og hjálpsemi vegna andláts og útfarar yndislegs sonar og bróður, ARNAR SIGURÐARSONAR Granaskjóli 52, Reykjavík. Umhyggja ykkar hefur gefið okkur styrk í þungbærri sorg. Steinunn Sigurþórsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Þorgeir Sigurðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hlýhug vegna andláts OLGEIRS SIGURÐSSONAR, Kóngsbakka 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13G á Landspítala við Hringbraut. Ragnhildur Gísladóttir, Fritz H. Berndsen, Ásta Kristjánsdóttir, Halldór Olgeirsson, Svava Magnúsdóttir, Guðrún Olgeirsdóttir, Jens Arnljótsson, Þórunn Olgeirsdóttir, Haraldur Pálsson, Smári Olgeirsson, Sigríður Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA EIRÍKSDÓTTIR, Hæðargarði 33, áður Miðdal í Kjós, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á MS-félagið. Davíð Guðmundsson, Fanney Þ. Davíðsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson, Kristín Davíðsdóttir, Gunnar Rúnar Magnússon, Guðbjörg Davíðsdóttir, Katrín Davíðsdóttir, Sigurður Ingi Geirsson, Sigríður Davíðsdóttir, Gunnar Guðnason, Guðmundur H. Davíðsson, Svanborg A. Magnúsdóttir, Eiríkur Þ. Davíðsson, Solveig U. Eysteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON, Dalbraut 27, lést miðvikudaginn 13. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Dagmar Brynjólfsdóttir, Georg Jón Jónsson, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Jóna P. Brynjólfsdóttir, Gylfi Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.