Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 26
Nýju eigendunum varð ljóstað ýmsu þyrfti að breytaí húsinu, laga rafmagn ogaðrar lagnir, áður en hjónin og börnin fjögur gætu búið þar um sig til framtíðar. Strax var farið að kasta fram hugmyndum og láta hanna breytingar. Garðabæjarhúsið var byggt um 1970, hannað af Kjartani Sveinssyni, 200 fermetra L-laga hús. Í húsinu voru þrjú barnaherbergi, hjóna- herbergi og lítið vinnuherbergi, auk baðherbergis, eldhúss og stofu. Arkitekt hannaði breytingarnar Strax varð ljóst að bæta þyrfti við einu barnaherbergi og stækka eld- húsið sem var svo lítið að ekki var hægt að koma þar fyrir upp- þvottavél. Auk þess var þar ekki borðkrókur heldur bara borðplata sem borðað var við. Til hliðar við eld- húsið, sem var lokað, var borðstofan. Ósk kom fram um opið og miklu stærra eldhús og þægilega borð- stofu. Baðherbergið var stórt á þessa tíma mælikvarða en ákveðið var að stækka það. Á meðan fjölskyldan dvaldist er- lendis var Albína Thordarson arki- tekt fengin til að hanna breytingar á húsinu. Stóra eldhúsið varð að veru- leika með því að sameina búr, eldhús og borðstofu og nú var opið inn í eld- húsið á tveimur stöðum. Innréttingin er hvít og á eldhúsborðinu skiptast á samlímd eik og dökkt granít. Þegar eldhús og borðstofa sameinuðust urðu eldhúsgluggarnir tveir. Til þess að geta notið útsýnisins var gerður gólfsíður gluggi innst í eldhúsinu og þegar setið er við borðsendann er gaman að horfa út á grasflötina. Ekki eiginlegur borðkrókur Vissulega geta margir borðað við eldhúsborðið samtímis en Albína segist þó ekki hafa hugsað þennan hluta eldhússins sem borðkrók held- ur miklu fremur aukið vinnurými í eldhúsi þar sem oft eru margir að vinna samtímis. Segja má að hvort tveggja sé góður kostur, að fá sér matarbita við borðsendann eða sitja þar og hjálpa til við eldhússtörfin, eða fylgjast með því sem fram fer. Í fyrstu kom hugmynd um að byggja við húsið inni í kverkinni þar sem leggir L-sins koma saman. Frá því var fallið til að skemma ekki úti- aðstöðuna. Í staðinn var opnað út á yfirbyggða veröndina sem þar var og rennihurðir settar fyrir hana svo úr varð nýtt innra rými fyrir sjónvarpið. Ekki var þó endanlega fallið frá við- byggingu. Hún kom við enda stof- unnar og var í fyrstu hugsuð sem sól- stofa en breyttist fljótlega í „sólborðstofu“. Í þessari frábæru borðstofu borðar fjölskyldan alltaf á kvöldin og oftast um helgar, þ.e. þeg- ar ekki er borðað úti á pallinum. Hægt er að renna glerhurðum frá bæði til austurs og vesturs í borðstof- unni og borða fyrir opnum dyrum þegar veður leyfir. Sólpallurinn er líka mikið notaður enda er þar bæði upphitun og markísa. Dyr út úr svefnherberginu Í svefnherbergisálmunni fengu barnaherbergin að halda sér og gamla vinnuherberginu breytt í fjórða barnaherbergið. Hjóna- herbergið fékk andlitslyftingu með því að brotinn var veggur svo úr varð góður gluggi og tvöfaldar svaladyr. „Við vildum líka geta komist þarna út á pallinn og njótum þess að geta opn- að út,“ segir frúin. Baðherbergið var stækkað með því að færa endavegginn út um einn metra. Gerður var gólfsíður gluggi á herbergið, svipaður þeim sem áður var nefndur í eldhúsinu. Hornbað- ker, sturtuklefi og tveir flottir vaskar setja nýjan svip á baðherbergið. Óvenjuleg vinnuaðstaða Þar sem vinnuherbergið hvarf varð að huga að vinnuaðstöðu fyrir hjónin, sem gjarnan vinna heima þegar þess gerist þörf. Albína fann snjalla laus á þeim vanda. Þegar gengið er inn úr forstofunni hefur verið komið fyrir á hægri hönd nokk- uð háum, íbognum vegg sem gengið er meðfram og inn í vinnuaðstöðuna. Í gólfinu meðfram veggnum eru inn- felld halogenljós sem varpa birtu upp á vegginn þegar skyggir. Enn er veggurinn hvítur eins og aðrir veggir hússins en í ráði er að gefa honum meira vægi og setja á hann lit við hæfi. Húsráðendur segja ótrúlega þægilegt og um leið skemmtilegt að setjast niður við tölvuna bak við vegginn. Þar séu þau mitt í hringiðu heimilislífsins þótt eitthvað sé bauk- að handan við vegginn. Stórkostleg lausn sem tekur lítið pláss, en er þó býsna rúmgóð þegar betur er að gáð. Vel heppnaðar breytingar Það getur tekið drjúgan tíma að breyta húsi þótt það sé ekki nema um 200 fermetrar og verði um 240 að breytingum loknum, já og það þótt allar teikningar séu tilbúnir og fátt til fyrirstöðu. Það reyndu hjónin og börnin þeirra fjögur í Garðabænum. „Við enduðum heima hjá pabba og mömmu í gamla herberginu sem við byrjuðum í, nú fjórum börnum seinna,“ segir eiginmaðurinn. „Og þar vorum við í eina sex mánuði áður en við gátum flutt, en fengum reynd- ar annað herbergi að auki til yfirráða svo það voru þrír í hvoru herbergi þennan tíma,“ segir eiginkonan. Áreiðanlega hafa allir verið kátir þegar þeir fluttu í húsið sitt að lok- um, enda ekki í kot vísað. fridabjornsdottir@gmail.com Sólborðstofan Horft inn í borðstofuna sem var næstum orðin að sólstofu. Hér borðar fjölskyldan alltaf á kvöldin og oftast Flott Baðherbergið var stækkað og búinn til nýr gólfsíður gluggi eins og víðar í húsinu. Tveir vaskar, sturta og hornbaðker er m.a. á baðinu. Húsið lagað að þörfum fjölskyldunnar Vinnuherbergið Bak við þennan íbogna vegg leynist þægileg vinnuaðstaða. Fyrir nokkrum árum keypti sex manna fjölskylda hús í Garðabæ. Reyndar var ekki meiningin að flytja strax í húsið heldur leigja það þar til kaupendurnir, sem bjuggu erlendis, flyttu heim. Fríða Björnsdóttir skoðaði húsið. Opnar hillur Það er létt yfir endaveggnum í eldhúsinu sem nýtist vel. lifun 26 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.