Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Útsölulok
Allt á að seljast
Komdu og prúttaðu
NÝJAR
VÖRUR
Bæjarlind 6
Opið 10-15 Laugardag
Úthlutun rannsóknarstyrkja skal byggjast á faglegu mati á gæðum rannsóknarverk-
efna, færni og reynslu umsækjenda við rannsóknir og aðstöðu þeirra til að sinna
verkefnunum. Í umsókn um styrk skal koma fram heiti rannsóknarverkefnis og mark-
mið, ábyrgðarmenn og samstarfsaðilar ef einhverjir eru, staða þekkingar umsækj-
anda á sviði rannsóknarinnar og hvernig verkefninu er ætlað að auka við þá þekk-
ingu. Veita skal upplýsingar um upphaf og áætluð lok verkefnisins, fjárhagslegt um-
fang og annan fjárstuðning. Sé ætlunin að óska eftir styrk við hluta af stærra verkefni
skal koma fram til hvaða þáttar sótt er um. Styrkþegi skal geta þess, að rannsóknar-
verkefni hans hafi hlotið styrk frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands í inngangi
eða formála, þegar rannsóknin er birt opinberlega.
Rannsóknarmiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is
MANNRÉTTINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS
Auglýsir lausa til umsóknar þrjá styrki til rannsókna á
mannréttindum, hver að fjárhæð kr. 200.000.
Umsóknarfrestur er til 10. september 2008.
Rannsóknamiðsöð Íslands annast úthlutun úr sjóðnum.
Umsóknareyðublöð er að finna á vefslóðinni www.rannis.is.
Eftir Andrés Þorleifsson
andresth@mbl.is
ÓLAFUR F. Magnússon kaus að tjá
sig ekki við fjölmiðla um meirihluta-
skiptin fyrr en í gærdag. Ljóst er af
viðbrögðum hans að hann telur sig
illa svikinn af Sjálfstæðisflokknum,
en hann taldi sig hafa góðar trygg-
ingar fyrir því að flokkurinn væri
ekki að nota meirihlutasamstarfið við
F-listann til að sprengja upp Tjarn-
arkvartettinn.
Taldi sig hafa góðar tryggingar
„Orð Dags B. Eggertssonar þegar
meirihlutinn var myndaður um að
verið væri að blekkja Ólaf F. Magn-
ússon til samstarfs í þeim tilgangi
einum að sprengja Tjarnarkvartett-
inn hafa því miður reynst orð að
sönnu,“ segir Ólafur, en hann taldi
sig hafa búið rækilega um hnúta
þannig að ekki væri verið að nota
hann til þess eins að sprengja meiri-
hlutasamstarf F-lista, Framsóknar,
Samfylkingar og Vinstri grænna.
Ólafur fullyrðir að þær tryggingar
sem hann hafi haft hafi verið skýr lof-
orð og heitstrengingar Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar og Kjartans Magnús-
sonar um að þeir myndu aldrei henda
honum fyrir borð og taka upp sam-
starf við Framsóknarflokkinn.
Hann hefði aldrei efnt til samstarfs
við sjálfstæðismenn ef ekki hefði ver-
ið fyrir loforðin, málefnasamningur
flokkanna hefði verið það ótrúlega
góður.
„Þessi málefnasamningur og allt
samstarfið var grundvallað á síend-
urteknum og langvarandi tilraunum
Kjartans Magnússonar til að fá mig
til þessa samstarfs. Hann byrjaði að
hafa samband við mig þegar frá þeim
degi sem meirihluti Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks sprakk í októ-
ber. Ég hlustaði ekkert á þessa hluti
framan af en ítrekað kom hann og
bauð þessa hluti og fullvissaði mig
um heilindi og einlæga ósk sjálfstæð-
ismanna,“ útskýrir Ólafur og áréttar
að hefði hann ekki haft þessar trygg-
ingar hefði hann aldrei efnt til sam-
starfs. Það hafi ekki verið ætlun hans
að vera hafður að „ginningarfífli í
annað sinn á þessu kjörtímabili,“ eins
og hann kemst að orði.
Frétti af meirihlutaslitum
á fimmtudagsmorgun
Hann segir að eftir langan fund á
miðvikudag hafi þau Hanna Birna
skilið og ætlað að hittast aftur síðar
um kvöldið með málamiðlunartillög-
ur frá sér og gagntillögur. Í stað þess
að hitta sig hafi sjálfstæðismenn
sjálfir hist. Ólafur staðhæfir að hann
hafi ekki vitað af meirihlutaslitunum
fyrr en á fimmtudagsmorgun.
Ólaf hafi þó grunað í hvað stefndi
frá því að síðasta skoðanakönnun var
birt um helgina. Þá hafi Hanna Birna
talað um að gera þyrfti ákveðnar
breytingar og hafi það tal vakið grun-
semdir Ólafs.
„Það er alveg ljóst að þessar
ákvarðanir sem nú eru orðnar að
veruleika eru teknar fyrst og fremst
utan borgarstjórnarflokks sjálfstæð-
ismanna þegar mjög óhagstæð skoð-
anakönnun liggur fyrir um síðustu
helgi. Strax í kjölfar hennar fer ég að
heyra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
ýja að því að það þurfi að breyta
verkaskiptingu og samsetningu
þessa meirihluta. Þá varð mér þegar í
stað ljóst að það væri eitthvað alvar-
legt að gerast á bakvið tjöldin,“ segir
Ólafur, sem segir meirihlutaskiptin
einnig vera svik við kjósendur í
Reykjavík. Þau svik felist í því að láta
„aðila úti í bæ“ slíta þessum meiri-
hluta.
„Svo hefur það verið erfitt að Gísli
Marteinn Baldursson hefur stöðugt
talað gegn mér, jafnt innan sem utan
meirihlutans,“ segir Ólafur, en vill
ekki nafngreina aðra innan Sjálf-
stæðisflokksins sem hann telur hafa
unnið gegn sér. „Hann fór aldrei dult
með andúð sína á þessu samstarfi.“
Þá blæs hann á að hann hafi verið
ósveigjanlegur í samstarfi, vissulega
sé hann prinsippmaður en hafi haldið
sig við málefnasamninginn.
Svíður nafnlausar fullyrðingar
Ólafi svíður sérstaklega nafnlausar
fullyrðingar sem komið hafa fram
þess efnis að fjármálastjórn hans hafi
á einhvern hátt verið ábótavant.
„Mér er fullljóst að undirstaða þess
velferðarkerfis sem ég ber svo fyrir
brjósti byggist einmitt á agaðri og
vandaðri fjármálastjórn,“ segir hann
og telur engan hafa sinnt þessum
málum betur en hann sjálfan.
Heldur ótrauður áfram
„Ég er staðráðinn í því eftir þá sér-
stöku lífsreynslu sem ég hef orðið
fyrir sem borgarstjóri á undanförn-
um sjö mánuðum og þær hremming-
ar sem ég hef orðið fyrir, auk ótrú-
lega ómálefnalegrar umfjöllunar, að
sanna það fyrir Reykvíkingum að ég
er að vinna að málefnum sem eru
mjög þýðingarmikil fyrir borgarbúa
en virðast ekki hafa neina rödd nema
mína,“ segir Ólafur þegar hann er
inntur eftir hvað taki við hjá honum.
Hann segist taka skoðanakönnun-
um með miklum fyrirvara og er þess
fullviss að hann eigi eftir að marg-
falda fylgi sitt frá þeim. „Ég held ég
spyrji að leikslokum og er tilbúinn að
láta mín verk í dóm kjósenda í næstu
kosningum.“
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Áfram Ólafi svíður nafnlausar fullyrðingar sem birst hafa í fjölmiðlum. Hann hyggst halda ótrauður áfram.
Strax reynt að fá Ólaf
til samstarfs í október
Úr yfirlýsingu Ólafs F. Magn-
ússonar sem birtist í gær
„Þar sem borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa ekki bent á
nein mál sem kalla mætti stór í um-
kvörtunum sínum við mig, verð ég
að geta mér þess til, að með nýju
samstarfi við Framsóknarflokkinn
vilji sjálfstæðismenn virkja á kostn-
að náttúrunnar og byggja á kostn-
að gömlu götumyndarinnar í mið-
bænum. Í samstarfi mínu við
sjálfstæðismenn setti ég á oddinn
að verja náttúru- og menning-
arverðmæti fyrir ráðagerðum um
stundargróða. Þótt mikið hafi unn-
ist á undanförnum árum og augu
fjölda fólks opnast fyrir gildi þeirra
verndunarsjónarmiða, sem ég hef
lagt áherslu á allan minn stjórn-
málaferil, hafa andstæðingar
þeirra náð saman um nýtt meiri-
hlutasamstarf í Reykjavík. Það er
því mikilvægt að nýjum meirihluta
verði veitt ríkt aðhald, meðal ann-
ars í sölum borgarstjórnar. Það
hyggst ég gera.“
Veitir aðhald
Úr yfirlýsingu Ólafs F. Magn-
ússonar sem birtist í gær.
„Það voru ekki síður áherslur
mínar í velferðar- og réttlæt-
ismálum sem greindu á milli mín og
fyrrum félaga minna þegar ég gekk
úr Sjálfstæðisflokknum árið 2001.
Sá áherslumunur virðist enn til
staðar. Þegar framundan er sýni-
lega krappari staða í efnahags-
málum sem þrengja mun að fjöl-
skyldum og heimilum í Reykjavík,
er mikilvægt að forgangsraða í
þágu velferðar í borginni. Ráð-
deildarsöm og sterk fjármálastjórn
er forsenda þessarar velferðar, og
ég hef sannarlega unnið kapp-
samlega að vönduðum grunni í fjár-
málastjórn borgarinnar. Það hefur
hins vegar komið í hlut annarra
borgarfulltrúa meirihlutans að
beita sér fyrir milljarðaútgjöldum
til nýrra framkvæmda sem ekki
lúta að málefnasamningi F-lista og
Sjálfstæðisflokks. Slíkt lýsir ekki
ábyrgðartilfinningu, þegar um það
er rætt í fullri alvöru að skera niður
í velferðarþjónustu borgarinnar.“
Greindi á í velferðarmálum