Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Í fundarherbergi á skrifstofu Framsóknarflokksins á Hverfisgötu hefur verið tússað grænu letri á töflu: „Hugsjónir / raunhyggja“ og „Lífsbarátta / lífsgæði“. Kannski lýsandi fyrir þá togstreitu sem er viðfangsefni stjórnmálamanna á hverjum degi. Framsókn er komin á ný í meiri- hlutasamstarf í borginni. Og fundað er í hverju horni. Samt er Óskar Bergsson afslappaður þegar hann heilsar blaðamanni, augnaráðið beint, röddin djúp. Frami hans hef- ur verið skjótur á kjörtímabilinu. Færa má rök fyrir því að sem for- maður borgarráðs sé hann orðinn valdamesti framsóknarmaður lands- ins. Sami maður hafnaði fyrir aðeins tveimur árum í þriðja sæti í harðvít- ugu prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík. Anna Kristinsdóttir, sem lenti í öðru sæti, hafnaði sæti á listanum og Óskar hikaði við að þiggja sætið. „Ja, hvað var það, tveir dagar,“ segir hann og brosir. „Það má ekki gera of mikið úr því. Þessa tvo daga nýttum við Björn Ingi Hrafnsson til að fara yfir samskipti okkar í milli, hvort við treystum okkur til að vinna saman. Þó að það liti þannig út að ég tregðaðist við, þá nýttum við tímann til að gera upp málin, hvort heppilegra væri fyrir okkur og flokkinn að við tækjum höndum saman eða ég viki sæti. Niðurstaðan varð sú að við tækjum höndum sam- an og aldrei hefur borið skugga á það samstarf.“ Alinn upp á hestbaki Óskar er fæddur í Reykjavík í september árið 1961 og hefur búið á mörgum stöðum í borginni, í Hlíð- unum, Árbænum, á Kleppsvegi og í Breiðholtinu. „Ég bý í Breiðholtinu núna og það er einn veðursælasti og fallegasti staður í borginni.“ Eig- inkona hans er Jóhanna Björns- dóttir grunnskólakennari og eiga þau tvo syni, en hann á einnig þrjá syni af fyrra hjónabandi. – Þú ert kominn með hálft fót- boltalið? „Já, hátt í það. Enda spila ég ennþá sjálfur.“ Og tómstundirnar eru fleiri, þó fyrst og fremst hestamennskan. „Ég er alinn upp á hestbaki og fjöl- skyldan á í kringum níu hesta,“ seg- ir Óskar. „Ég hef einnig gaman af allri útivist og hef verið náttúruunn- andi frá fyrstu tíð.“ – En þú hefur beitt þér fyrir Bitruvirkjun? „Ég hef sannfæringu fyrir því að við getum bæði nýtt endurnýj- anlegar orkuauðlindir þjóðarinnar og gengið vel um náttúru Íslands. En það hefur ekki alltaf verið gert. Ég var til dæmis í því hlutverki árið 2005, sem formaður samvinnu- nefndar miðhálendis Íslands, að leggjast gegn virkjunaráformum Landsvirkjunar í Þjórsárverum, sem varð til þess að Norð- lingaölduveita var slegin af. Tillaga okkar í samvinnunefndinni gekk í raun og veru ekki svo langt. Við töldum að hægt hefði verið að virkja og ná um 70% af orkuvinnslugetu þeirrar tillögu sem Landsvirkjun lagði fram og hlífa þannig verunum. Landsvirkjun hafnaði þeirri tillögu og er sennilega búin að missa af öllu saman. Bitra er einmitt virkjunarkostur sem mér finnst skólabókardæmi um það þegar umræða um umhverfis- og orkumál fer úr böndunum. Á há- hitasvæði landsins eru mörg gríð- arlega falleg og ósnortin svæði. Við getum nefnt Kverkfjöll, Hveravelli og Kerlingarfjöll sem dæmi um ein- staka staði. Og flestir geta verið sammála um að við eigum frekar að nýta þá undir náttúruvernd og ferðaþjónustu. En Bitruvirkjun er á Hellisheiði, nánast undir háspennu- línunum, og ef við getum ekki virkj- að þar, þá veit ég ekki um neinn stað á Íslandi þar sem við getum borað eftir heitu vatni.“ Afi lánaði bíl og mömmu Óskar er alinn upp á mjög póli- tísku heimili, sonur Bjargar Hjálm- arsdóttur og Bergs Óskarssonar, sem var erindreki Framsóknar í kringum 1950. „Framsóknargenin standa að mér í báðar ættir,“ segir hann. „Enda kynntust foreldrar mínir í kosningabaráttunni. Afi lán- aði bíl og bílstjóra í kosningabar- áttu, sem var móðir mín, og pabbi var starfsmaður flokksins. Hann sá um að sækja fólk og hafa ofan af fyrir því í bílnum sem mamma keyrði. Þannig að flokkurinn hefur verið ríkur þáttur í mínu lífi alveg frá upphafi.“ Félagsmálaáhuginn kviknaði í gegnum verkalýðshreyfinguna, þar sem Óskar var virkur í Trésmiða- félaginu. „Þar með var ég kominn í pólitík,“ segir hann. „Ef maður starfar í félagsmálum er maður inn- an um fólk og lærir að tjá sig. Þá þarf lítið til að færa sig á yfir í stjórnmálin.“ Og það gerðist fyrir kosningarnar vorið 1991. „Ég var mikill aðdáandi Steingríms Her- mannssonar. Þetta var eftir að þjóð- arsáttarsamningarnir voru gerðir, tímamótasamningar þar sem Stein- grímur lék lykilhlutverk, og á þeim tíma fannst mér mjög auðvelt að velja mér stjórnmálaflokk.“ Óskar varð strax mjög virkur, varð þátttakandi í aðdraganda Reykjavíkurlistans og á fyrsta framboðslista hans árið 1994. „Ég hef verið í borgarmálunum meira og minna síðan þá. Reyndar var ég ekkert á kjörtímabilinu 2002 til 2006 og nýtti þann tíma til að hefja há- skólanám.“ Aðdáandi timburhúsa Óskar tók þátt í opnu prófkjöri Reykjavíkurlistans árið 1998 og hafnaði þá í fjórða sæti af fram- sóknarmönnum á eftir Sigrúnu Magnúsdóttur, Alfreð Þorsteinssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Hann varð varaborgarfulltrúi ásamt Guðrúnu, formaður byggingarnefndar Reykjavíkur og varaformaður skipulagsnefndar. „Síðan hef ég starfað mikið að skipulags- og bygg- ingarmálum borgarinnar,“ segir hann. – Þau hafa einmitt verið mikið í umræðunni? „Áður en ég get svarað því, þá vil ég lýsa aðdáun minni á gömlum ís- lenskum timbur- og bárujárns- húsum. Það eru einhver fallegustu hús sem ég veit um, í öllum sínum ólíku litum, og sterkt einkenni fyrir Reykjavíkurborg. Það eru klárlega húsagerðir og byggðamynstur sem við eigum að halda í þar sem við mögulega getum. Annað gildir um gömul hús, sem eru búin að fara í gegnum alla hefðbundna skoðun með eindreginni niðurstöðu um að það eigi að rífa þau, en ekki friða. Mér blöskraði þegar húsin á Lauga- vegi 4 og 6 voru keypt fyrir 580 milljónir. Þar greinir á milli hóf- legrar verndunarstefnu og öfga- stefnu sem kom í veg fyrir eðlilega uppbyggingu verslunar og þjónustu við Laugaveg.“ – Hvað um götumyndina? „Laugavegurinn hefur aldrei haft einkenni 19. aldar götumyndar, þar eru örfá hús frá seinni hluta 19. ald- ar eða byrjun 20. aldar, annars er þetta fyrst og fremst 20. aldar gata verslunar og þjónustu. Laugavegur hefur verið helsta verslunargata borgarinnar í áratugi og verður það ekki áfram nema verslun fái að þróast með eðlilegum hætti. En að sjálfsögðu finnst mér að menn eigi að gæta að því að byggja sig eins mikið inn í byggðamynstrið og mögulegt er.“ Þarf að örva atvinnulífið Óskar segir nýjan meirihluta koma að góðu búi. „Við byggjum á grunni gamla málefnasamningsins og yfirskriftin er „Höldum áfram“, sem er táknrænt fyrir okkur. Hann stendur algjörlega fyrir sínu, en hinsvegar hefur ýmislegt breyst í samfélaginu. Efnahagsumhverfið er annað í dag en vorið 2006 og mál- efnaáherslur nýs meirihluta munu taka meira mið af efnahags- og at- vinnumálum en fyrri málefnasamn- ingur gerði ráð fyrir.“ – Í hverju felst það? „Við þurfum að fara yfir hvernig koma má í veg fyrir samdrátt og at- vinnuleysi í byggingariðnaði. Það er nokkuð sem á eftir að útfæra. En við stefnum að því að finna leiðir til þess að örva atvinnulífið í borginni.“ Fjallað hefur verið um það í fjöl- miðlum að Marsibil Sæmund- ardóttir styðji ekki nýjan meiri- hluta, hún sætti sig ekki við vinnubrögð sjálfstæðismanna, en Óskar segir að enginn klofningur sé innan flokksins. „Framsóknarmenn funduðu í dag [föstudag] vegna nýja meirihlutasamstarfsins,“ segir hann. „Þar var lýst yfir eindregnum stuðningi við mig og þá vinnu sem hafin er að ljúka málefnasamningi. Einnig var mikilvægt að Marsibil mætti á fundinn og gerði grein fyrir sinni afstöðu. Niðurstaða fundarins var að sú við Marsibil yrðum í góðu sambandi og fyndum bestu lausn á því máli sem komið er upp. Aðal- atriðið er að þetta var opinn og ein- lægur fundur og það er ágætt sam- band á milli okkar.“ Þarf að eyða óvissu Óskar hefur gert fleira í sumar en að mynda nýjan meirihluta. Þau hjónin byrjuðu á því að fara til Austurríkis með vinafólki og fóru svo á landsmót hestamanna á Hellu. „Að því loknu gengum við Lauga- veginn með tvo yngstu strákana, sem eru 10 og 12 ára, í dásamlegu veðri.“ – En það var rigning á lands- mótinu? „Bæði og,“ svarar hann hressi- lega. „Maður gleymir alltaf rigning- unni þegar sólin fer að skína. Það reyndar blés hressilega og tjöldin fuku. En það er góða veðrið sem stendur eftir í minningunni og öll góðu hrossin. Hestamennskan er í raun og veru lífsstíll. Þetta er krefj- andi íþrótt og ekkert skemmtileg nema henni sé sinnt vel. Og maður hreinsar algjörlega hugann innan um hrossin. Svo fór fjölskyldan í hestaferð á hálendinu, á Einhyrn- ingsflatir á Fljótshlíðarafrétti, og eyddi verslunarmannahelginni þar.“ En nú er alvaran tekin við. Mesta áskorunin á kjörtímabilinu verður að eyða óvissunni sem verið hefur í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, að sögn Óskars, ásamt því að takast á við efnahags- og atvinnumálin. „Við þurfum að hafa kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir í fjárhags- áætlanagerð í haust. Það er alveg ljóst að sjálfstæðismenn hefðu aldr- ei komist í gegnum slíkar ákvarð- anir í meirihlutasamstarfi við Ólaf F. Magnússon.“ – Var þetta eina leiðin? „Já, það er augljóst. Það er búið að gera tvær aðrar tilraunir. Þegar fyrri meirihluti okkar með sjálf- stæðismönnum var myndaður vorið 2006, var búið að reyna að mynda annan meirihluta með fulltrúum Reykjavíkurlistans og Ólafi F. Magnússyni. Þær viðræður enduðu með því að Ólafur fór í mat og kom aldrei úr því matarhléi. Þar með var samstaðan rofin í það skipti. Þá var myndaður meirihluti sem sprakk í REI-málinu, sem var í raun og veru synd, því það var samdóma álit manna, að þar færi mjög starfhæfur meirihluti. Þeir meirihlutar sem síð- an hafa verið myndaðir með odda- atkvæði Ólafs F. Magnússonar hafa báðir sprungið á aðeins 300 dögum. Það blasir því við að til þess að mynda starfhæfan meirihluta í borgarstjórn, þá er rökrétt að taka upp það samstarf sem lagt var af stað með í upphafi kjörtímabils.“ Lærði af REI-málinu – Hvað fór úrskeiðis í REI- málinu? „Ég held það hafi verið tíma- leysi,“ segir Óskar og kemur á hann hik. „En nú er ég kominn í samstarf við sjálfstæðismenn … ég hefði nú alveg vitað hvernig ég átti að svara þessari spurningu í gær!“ segir hann og skellihlær. „Það er spurn- ing hvaða tillitssemi ég sýni þeim!“ Hann hugsar sig um. „Ég skal svara því hvað flokkana greindi á um. Framsókn var mjög í mun að fara í orkuútrás og taldi að þarna væri góð blanda af því að dreifa áhættu með framlagi OR og fjármagni frá einkaaðilum. En sjálf- stæðismenn voru ekkert spenntir fyrir því að OR færi í útrás og vildu frekar að OR sinnti kjarnastarfsem- inni.“ – Síðan kom ýmislegt í ljós? „Mikill hraði var á öllu málinu, ýmiskonar samningar við starfs- menn og annað sem vakti úlfúð og reiði í samfélaginu. Ég lærði mikið á þessu. Það hljómar nú kannski ekki sannfærandi að ekki eigi að vinna hratt, því atburðarásin var hröð í gær. En ég held að ég hafi einnig lært sem stjórnmálamaður og manneskja að það má aldrei tak- ast svo hart á í stjórnmálum að maður geti ekki litið til baka og tek- ið í höndina á þeim sem maður tekst á við. Og ákvörðun mín að taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eft- ir það sem á undan er gengið og fyrir þau að vinna með mér, það styrkir og þroskar okkur öll, eftir harðvítug átök sem í raun fóru úr böndum. Sú ágjöf sem Björn Ingi varð fyrir í þeirri atburðarás allri var aðgangsharðari en ég hef áður orðið vitni að og þess vegna er það mér mjög mikilvægt að stuðnings- menn Björns Inga hafa stutt mig eindregið í þeim viðræðum sem ég hef átt í við sjálfstæðismenn.“ Maður gleymir alltaf rigning- unni þegar sól- in fer að skína Morgunblaðið/Golli Bitruvirkjun „… ef við getum ekki virkjað þar, þá veit ég ekki um neinn stað á Íslandi þar sem við getum borað eftir heitu vatni,“ segir Óskar Bergs- son, verðandi formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Í HNOTSKURN »Óskar Bergsson er mennt-aður húsasmíðameistari og starfaði sem iðnaðarmaður. »Hann tók fyrstu skrefin ífélagsmálum í verkalýðs- hreyfingunni í tengslum við Trésmiðafélag Reykjavíkur. »Hann bætti við sig tveggjaára viðskiptafræðinámi á háskólastigi, „menntun sem nýtist vel í störfum fyrir Reykjavíkurborg“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.