Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 23
L
jó
sm
.:
M
a
ry
E
ll
e
n
M
a
rk
stjóratitlar máli en titlar undir því
tiltölulega litlu. Í Bandaríkjunum
ákvað ég að allar skrifstofur fyr-
irtækisins ættu að vera jafnstórar,
en þar í landi fer stærð skrifstofu
eftir titli þess sem notar hana, því
hærri titill, því stærri skrifstofa.
Það eru engar hornskrifstofur hjá
Actavis í Bandaríkjunum, öll horn í
húsinu eru fundarherbergi. Ég inn-
leiddi þennan stjórnendakúltúr, sem
er kannski dálítið íslenskur, og ég
held að hann hafi skilað sér.
Ég hef haft það að markmiði að
koma til fólks og segja því sannleik-
ann. Ég held samstarfsmönnum
mínum upplýstum um hvað er í
gangi. Ég vinn með fólki, sest niður
með því og við reynum að komast að
sameiginlegri niðurstöðu. Ef það
tekst ekki þá á ég ekki í vandræðum
með að taka ákvörðun eftir að hafa
heyrt allar hliðar á málinu. Ég er
með frábært stjórnendateymi hér í
Actavis og við erum með sterkan
hóp tvö hundruð stjórnenda víðs
vegar um heim sem við eigum reglu-
lega símafundi við og ég hitti þá alla
á stórum fundi einu sinni á ári.“
Í hugum margra er forstjóri mað-
ur sem er alltaf á fundum. Finnst
þér gaman á fundum?
„Það er aðeins gegn mínu eðli að
sitja mikið af fundum en það er ekk-
ert vandamál fyrir mig og reyndar
nauðsynlegt þegar þarf að ná sam-
eiginlegri niðurstöðu með stórum
hópi. En fundir þurfa að gera gagn.
Hjá gamla fyrirtækinu mínu, Pfizer,
voru fundir allan daginn og enginn
gat unnið. Þá var gripið í taumana
og ákveðið að fundir yrðu einungis
ef brýna nauðsyn bæri til. Fólk yrði
að taka upp símann eða ganga inn á
næstu skrifstofu og leysa málin. Ef
ekki væri hægt að leysa málin þá
mætti kalla á fund. Þetta hafði af-
skaplega góð áhrif. Ári seinna voru
allir komnir aftur á fund.“
Björgólfur Thor Björgólfsson er
stærsti eigandi Actavis. Hvernig er
að vinna með honum?
„Það er mjög gott að vinna með
honum og hann ber hag Actavis fyr-
ir brjósti. Hann er ekki hér daglega
en ef eitthvað kemur upp á er alltaf
hægt að ná í hann í símann. Hann er
afskaplega klár maður, mjög
heillandi bisnessmaður, víðsýnn og
sér hluti sem aðrir koma ekki auga á
og það gefur honum forskot á flesta
aðra. Það er sagt að góðir skákmenn
sjái tíu leiki fram í tímann. Ég held
að Björgólfur Thor sjái að minnsta
kosti jafn marga leiki fram í tímann
í viðskiptum.“
Ísland skiptir máli
Skiptir Actavis máli fyrir Íslend-
inga?
„Já og Ísland er mikilvægt fyrir
Actavis þótt veltan á Íslandi nái ekki
einu prósenti af heildarveltu fyr-
irtækisins. Við fáum athygli erlendis
vegna þess að við erum frá litla Ís-
landi.Actavis selur þegar um 140
mismunandi lyf á Íslandi, en við er-
um eigi að síður að vinna í því í sam-
ráði við íslensk heilbrigðisyfirvöld
að koma enn fleiri lyfjum á markað
hér á landi. Þróunin hefur verið
þannig í flestum löndum heims að æ
meira er notað af samheitalyfjum og
ég held að sú verði einnig þróunin á
Íslandi. Það er hægt að spara heil-
mikið í heilbrigðisþjónustu með því
að setja fleiri samheitalyf á markað.
Auðvitað mun það leiða til aukinnar
samkeppni en ég held að það sé gott
fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Acta-
vis mun á næstu sex mánuðum setja
á markað nokkur ný krabbameinslyf
hérlendis og það mun lækka verð á
krabbameinslyfjum. Þannig að ég
tel að við skiptum sannarlega máli
fyrir Íslendinga.“
Hefurðu rætt þessi mál við heil-
brigðisráðherra?
„Ég hef hitt heilbrigðisráðherra
og hann vill lækka lyfjakostnað á Ís-
landi. Hann fékk breytt lyfjalög
samþykkt á Alþingi, og þær breyt-
ingar auðvelda okkur að lækka
lyfjakostnað. Það er til dæmis dýrt
að gera sérstakar pakkningar fyrir
þennan litla markað þannig að sam-
norrænar pakkningar myndu leiða
til verðlækkunar. Lítið atriði eins og
þetta lækkar framleiðslukostnað hjá
okkur og heilbrigðisyfirvöld og sjúk-
lingar munu njóta góðs af því. Á
sama tíma höfum við verið að hag-
ræða í framleiðslu. Íslenski mark-
aðurinn er lítill hluti af starfsemi
Actavis, en það er hérna sem hjart-
að í fyrirtækinu slær. Hjartað er
vissulega ekki stærsti hluti lík-
amans, en það er afskaplega mik-
ilvægt.“
Morgunblaðið/Ómar