Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „BÍDDU nú við, hver er þessi þarna í klarinettunum?“ Einhvern veginn þannig hefst grein í New York Times í gær, þar sem blaðamaður ræðir við Osmo Vänskä hljómsveitarstjóra, sem stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands um nokkurra ára skeið fyrir aldamótin. Tilefni viðtalsins er tónleikar á Mostly Mozart tónlistarhátíðinni, en þar tók blaðamaðurinn eftir kunn- uglegu andliti í klarinettustól; það var ekki um að villast, þarna var kominn hljómsveitarstjórinn, sem í dag tilheyrir stóru nöfnunum. Það virðist á fárra vitorði í Ameríku, að Vänskä er góður klarinettuleikari auk þess að hafa hljómsveitarstjórn svo vel á valdi sínu. Osmo er gestur Mostly Mozart há- tíðarinnar, og vissulega kemur hann þar fram sem hljómsveitarstjóri. En hann sýnir sig líka sem hljóðfæra- leikara, og verkið sem blaðamað- urinn heyrði, og Osmo lék í á tvenn- um tónleikum með félögum sínum var Serenaða í c-moll fyrir blásara- oktett eftir Mozart. Þetta er í annað sinn sem hann kemur fram á hátíð- inni, bæði sem klarinettuleikari og hljómsveitarstjóri. Um klarinettuleikinn segir Osmo í viðtalinu: „Klarinettan gefur mér tækifæri til að beintengjast tónlist- inni. Þegar ég er á stjórnandapall- inum, þarf ég að fá aðra til að spila, en þegar ég er með klarinettuna, þá er það bara ég. Það er tónninn minn, vondur eða góður, falskur eða hreinn. En fyrst og fremst er það mín eigin leið inn í tónlistina.“ Ekki bara fiðla og píanó Blaðamaðurinn segir að flestir hljómsveitarstjórar eigi fortíð sem ýmist fiðluleikarar eða píanóleikarar, minnist þó tveggja sem spiluðu á önnur hljóðfæri, trompetleikarans Gerards Schwarz, sem nú er aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Seattle, og Edo de Wa- art, forvera Osmos á stjórnandapalli Sinfóníuhljómsveitarinnar í Minne- sota, en hann er óbóleikari. Í viðtalinu í New York Times spyr blaðamaðurinn nánar út í klarinettu- leik hljómsveitarstjórans. Osmo var tíu ára þegar hann byrj- aði að læra á hljóðfærið og dreymdi þá um að verða klarinettuleikari í stórri hljómsveit. Fáum árum síðar keyptu foreldrar hans græjur, og í þeim heyrði hann Leonard Bern- stein stjórna Sinfóníu nr. 2 eftir Brahms. Osmo minnist þess í viðtal- inu að honum hafi þótt gaman að því þá að hlusta á og stjórna með, með blýanti. „Ég man ennþá hraðavalið í hverjum einasta þætti upptök- unnar,“ segir Osmo. Krossaði fingur Hann var 18 ára árið 1971, og ennþá nemandi í Síbelíusarakademí- unni þegar hann prufuspilaði fyrir Fílharmóníuhljómsveitina í Turku, og var boðið starf fyrsta klarinettu- leikara. Sex árum síðar fór hann aft- ur í Akademíuna til að læra hljóm- sveitarstjórn, en að námi loknu bauðst honum að spila með Fílharm- óníusveitinni í Helsinki og hann þáði boðið. Fimm árum síðar ákvað hann að söðla um og láta reyna á hljóm- sveitarstjórahæfileika sína. „Það var mikil áhætta fyrir mann í góðu starfi, en ég varð að taka þessa ákvörðun. Ég krossaði bara fingur og vonaði að eitthvað myndi gerast.“ Og það gerðist. begga@mbl.is Stjórnaði með blýanti Osmo Vänskä í New York Times Morgunblaðið/Jim Smart Klarinettuleikarinn Osmo Vänskä. NÁMSKEIÐ verður haldið í Njálusafninu á Hvolsvelli á morgunn klukkan tólf. Þar segir Pétur Hall- dórsson segir frá rann- sóknum sínum sem birtust í bók hans Stærð veraldar og David Crookes flytur er- indi um tölvísi heims- myndar. Á námskeiðinu verður jafnframt fjallað um rannsóknir Péturs og Einars Pálssonar á heims- mynd Rangárvalla. Einar taldi mörg íslensk mið- aldarit gegnskotin tölfræði pýþagórea og platón- ista. Farið verður frá Njálusafni að Hofi og að Steinkrossi. Ferðinni líkur kl. 18. Fræði Rýnt í heimsmynd Rangárvalla Stærð veraldar GRÁLIST – engin smá list, er yfirskrift samsýn- ingar Grálistahópsins í Deiglunni á Akureyri sem hefst í dag kl. 14. 14 meðlimir í Grálist sýna verk sem öll eru metri eða meira, en með því er sýningin spegilmynd sýningar hópsins í desember 2007, þar sem smá- listin var í öndvegi. Í hópnum eru m.s. Steinn Kristjánsson, Karen D. Kristjánsdóttir, Guðrún Vaka, Dögg Stefánsdóttir, Sveinbjörg Ásgeirs- dóttir, Inga B. Harðardóttir, Margeir Sigurðsson, Sigurlín Grétarsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Unnur Óttarsdóttir, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Ása Óladóttir og Dagrún Matthíasdóttir. Myndlist Grálist er engin smálist ÞAÐ er hinn þekkti sænski organisti Mattias Wager sem leikur á síðustu helgi norrænu orgelhátíðarinnar í Hallgríms- kirkju. Mattias hefur tekið sér- stöku ástfóstri við Ísland því á undanförnum árum hefur hann oft komið til Íslands bæði til að leika á tónleikum og að kenna orgelleik og spuna. Tónleikarn- ir sem hann leikur að þessu sinni verða kl. 12 á hádegi í dag og annað kvöld kl. 20. Með efnisskrá sinni gefur Mattias Klais-orgeli Hallgrímskirkju tækifæri til að sýna hvað í því býr. Þar eru verk frá Bretlandi, Frakklandi, Sví- þjóð, Bandaríkjunum og Danmörk sem gefa inn- sýn í þróun orgeltónlistar 20. aldar. Tónlist Mattias Wager lokar Orgelsumrinu Mattias Wager Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAÐ vildi þannig til að Suhrkamp- forlagið hafði samband við mig fyrir um tveimur árum, og spurði hvort ég væri til í að skrifa fyrir þá bók um sagna- og söguslóðir á Íslandi. Þetta er bókaflokkur sem þeir gefa út og heitir Literarische Reisebegleiter og er bók- menntalegur leiðarvísir um lönd og þjóðir,“ segir Arthúr Björgvin Bolla- son um bók- menntalegt ævintýri sitt í Þýskalandi um þessar mundir; æv- intýri sem áður en langt um líður ber hann þó til Íslands við sjötta mann. Bækurnar í flokknum eiga það sammerkt að þar feta höfundar í spor sagna- og skáldsagnapersóna og leiða lesandann inn í heim sagn- anna. „Í sumum þessara bóka hefur verið einblínt á stórskáld sem hafa ferðast um borgir og lönd. Tökum sem dæmi Róm. Það er varla til það stórskáld sem hefur ekki sagt eitt- hvað ódauðlegt um Róm. En þegar var farið að kanna málið, kom í ljós að stórskáld veraldarinnar hafa sjaldan lagt leið sína til Íslands. Þar var um fátæklegan garð að gresja.“ Arthúr Björgvin tók strax þann pól í hæðina að byggja bók sína á okkar eigin sögum og sagnaarfi. Hún er því bókmenntalegur leið- arvísir um slóðir okkar helstu Ís- lendingasagna, og seinni tíma skáld- verka, hvort sem það er Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Gunnar Gunnarsson, Hallgrímur Pétursson, eða skáld okkar daga. „Ég var beðinn að hafa ítarlegan kafla um Reykjavík í bókinni, og þó að hún sé yngri en Róm hafa mörg samtímaskáld skrifað um hana. Ég rek mig um landið þvert og endi- langt – fer rangsælis, er með allan þennan litteratúr í farteskinu, segi frá, tvinna saman og spjalla við les- endur.“ Þaulkunnugur sagnaslóðum Vinnan við bókina var afar skemmtileg að sögn Arthúrs Björg- vins, enda var hann ekki alveg ókunnugur efninu; þaulkunnugur sagnaslóðum á Íslandi eftir vinnu við leiðsögn og ferðaþjónustu og dagskrárgerð fyrir útvarp og sjón- varp þar sem fornar hetjur hafa ver- ið í öndvegi. „Ég leyfi líka einstaka mönnum að njóta sín í bókinni, mönnum sem sýndu mér þessa staði á sínum tíma. Þar nefni ég til dæmis verkstjóra á Snæfellsnesi, sem fór með mér um slóðir Eyrbyggju og bréfbera í Fljótshlíðinni sem ólst upp á Hlíðarenda, Oddgeir Guð- jónsson í Tungu, sem kenndi mér margt um Njálu á sínum tíma og rafvirkja í Dýrafirði sem þekkir slóðir Gísla sögu út og inn. Þessa heiðursmenn set ég inn í bókina og leyfi þeim að segja frá, og reyndar marga fleiri.“ Í inngangi bókarinnar vitnar Arthúr Björgvin í rússneskan fræði- mann, Igor Krupnik sem hafði skemmtilega sýn á sagnaslóðir Ís- lands. „Hann sagði: „Það er svo magnað með Ísland, að á meðan það tekur tvo til þrjá tíma að komast á milli sögustaða víðast hvar á norður- slóðum, tekur það bara tvær til þrjár mínútur á Íslandi.“ Hann sagði að það væri eins og að þétt rið- ið sagnanet lægi yfir landinu.“ Bók Arthúrs Björgvins er skrifuð á þýsku. Hún átti upphaflega að vera 180 síður, en fyrir náð og mis- kunn fékk hann að lengja hana í 230 síður, vegna þess hvað efniviðurinn var umfangsmikill og Ísland sögu- ríkt land. „Það fór þó margt undir hnífinn, og bókin hefði getað orðið miklu lengri.“ Þýska sjónvarpið á sagnaslóðir Bók Arthúrs Björgvins kemur út um næstu mánaðamót, en orðspor hennar er þegar farið að berast um þýskan bókaheim. „Það kom mér svo sannarlega á óvart, þegar Denis Scheck sem er gríðarlegur gúrú í þýska bók- menntaheiminum hafði samband við mig. Hann er gúrú þýska sjónvarps- ins í bókmenntum og er með eina bókmenntaþáttinn þar – upphefur skáld og slátrar á víxl, en nýtur þó mikillar virðingar því hann er bæði lærður og klár. Öll forlög og allir höfundar vilja komast í þáttinn hans því hann hefur mikinn slagkraft og áhrifamáttur þáttarins er mjög mik- ill. En fyrir einhverjar tilviljanir sá hann bókina mína í kynningarriti frá Suhrkamp-forlaginu, hafði samband og vildi senda fimm manna hóp sjón- varpsfólks með mér í tveggja daga ferð til Íslands um slóðir bókar- innar. Þetta er mjög ánægjulegt, en heiðurinn eigna ég landinu. Hann sagði að sér þætti verkefnið ákaf- lega spennandi og fannst það ný- stárlegt og skemmtilegt að fara á þessar slóðir.“ Þannig standa málin nú og í lok mánaðarins kemur Arthúr Björgvin heim með tökuliðið frá ARD-sjón- varpinu. En í nógu öðru er að snúast því þegar hafa honum borist fjöl- margar beiðnir um viðtöl um bókina. „Bókinni virðist vera sýndur miklu meiri áhugi en forlagið þorði að vona og ég er sannfærður um að sú at- hygli á eftir að geta hjálpað okkur í ferðaþjónustu og við almenna land- kynningu.“ Þess má svo geta að eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu verður Ísland heiðursgestur Bókastefn- unnar í Frankfurt árið 2011, en Frankfurtarstefnan er stærsta bókastefna í heimi. Vinna er þegar hafin við þýðingar jafnt á Íslend- ingasögum og samtímaskáldskap, en stefnt er að því að allar Íslend- ingasögurnar komi út í nýjum þýsk- um þýðingum fyrir stefnuna. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þær eiga eftir vekja feiknarlega athygli.“ Heiðurinn eigna ég landinu  Arthúr Björgvin Bollason gefur út bókmenntalegan leiðarvísi um Ísland  Þýska sjónvarpið fer með Arthúri um sagnaslóðir á Íslandi Sagnamaður Arthúr Björgvin Bollason í Sögusetrinu á Hvolsvelli, þar sem hann var forstöðumaður. Arthúr Björgvin segir að áhugi á sögunum okkar og sagnaferðum sé gríðarlega mikill í Þýskalandi. „Ég get nefnt sem dæmi, að hjá Icelandair í Þýskalandi, þar sem ég vinn, erum við að undirbúa ferð fyrir ferðaheildsala til Ís- lands í samráði við ferðaþjón- ustuaðila á Vesturlandi sem ætla að selja sögutúra um slóðir Íslendingasagna. Sölufólkið okk- ar ætlaði að fá nokkra til að fara í þessa ferð – það er erfitt að fá ferðaheildsala í svona ferðir, því þeir eru í stöðugum ferðum út um víða veröld. En reyndin varð sú að sölufólkið hefur ekki haft undan að segja „nei“ og tugir manna sem hefðu viljað fara, komast ekki með. Það liggur eitt- hvað í loftinu. Þetta var algjör sprenging sem kom okkur mjög svo á óvart. Áhuginn á sagnaarfi okkar er miklu meiri meðal Þjóð- verja en mig hafði nokkurn tíma grunað. Þeir hafa gróinn áhuga á þessum germanska menningar- arfi og Íslendingasögurnar, sem áttu undir högg að sækja eftir stríð, eiga nú aftur upp á pall- borðið og fólk er farið að lesa þær.“ Gríðarlegur áhugi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.