Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR                     ! "   #   $$$%  %&'                    "   ( ) *+ , " "()   +  '- ./  (( + 0+ "  , ( 1+/ + 2  *"  31++  + 5  6 +" 7  *"/  8  7    " 2   5"   '9+    2   '  6 : + 2   ; .   2 . 2  "  !      " 5< '- ./ / +  #    $  "%& 5/"( 0 "+ =++ > '(  )   *   ) 6   )  ?'"+     + $    )   2 + 8     , -   *+ , " "()   2 @ @  A (   B  +  '       ' /+ "+)   !  "   +         DC +  +  (/-  +% E%  )+  +     ) /+ " '+% 6 / '    <  '- C  9 +    C ((    /   +   ! +  '   '     .  -/   -  B- ((+<  -  '  $$$%  %  1 -  2  3    $ ) ( (  $  - 4 1      2 !      + )  ((-    + PÁLL Guðjóns- son, fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu (SSH). Guðmundur Malmquist lætur af störfum vegna veikinda. Þrjátíu og sjö umsóknir bárust um starfið þegar það var auglýst. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ og formaður SSH, segir að Páll hafi orðið fyrir valinu vegna mikillar reynslu og innsýnar í stjórnsýslu og sveitarstjórnarmál, ekki síst skipulagsmál. Páll er 57 ára viðskiptafræðingur og starfar sem framkvæmdastjóri byggðaþróunarsviðs hjá Eykt hf. Hann var bæjarstjóri í Mosfellsbæ í tíu ár. helgi@mbl.is Nýr fram- kvæmda- stjóri SSH Skipulagsmálin meira á dagskrá Páll Guðjónsson Hrunamannahreppur | Góður árangur varð af rannsóknarholu sem Hita- veita Flúða og landeigendur létu bora í landi Kópsvatns í Hruna- mannahreppi. Holan er 1.500 metra djúp og gefur um 70 lítra á sekúndu af 111 gráða heitu vatni. Hitaveita Flúða hefur á undan- förnum árum unnið að rannsóknum á jarðhita í sveitarfélaginu, meðal annars með kortlagningu í svoköll- uðu auðlindakorti. Er hreppurinn fyrsta sveitarfélag landsins sem það gerir, að sögn Ísólfs Gylfa Pálmason- ar sveitarstjóra. Borunin í landi Kópsvatns er liður í þessum rann- sóknum. Vegna undirbúningsvinnunnar kom það Hannibal Kjartanssyni hitaveitustjóra ekki á óvart að góður árangur varð af boruninni. Heldur meira vatn kom þó upp en hann reiknaði með. Blásið var í holuna í fyrradag og hún hreinsuð og steig þá mikill gufumökkur upp. Hannibal segir að blásið verði aftur til að sjá hvort holan gýs þannig að vatnið fá- ist sjálfrennandi. Sveitarstjórinn og hitaveitustjór- inn segja ekkert ákveðið með nýt- ingu orkunnar enda tilgangurinn að rannsaka svæðið. Ísólfur Gylfi segir gott að vita af þessu heita vatni vegna garðyrkjunnar sem noti mikið vatn. Vatnið gæti dugað til að hita upp 840 íbúðarhús. helgi@mbl.is Heitt vatn á Kópsvatni Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Borun Gufa stígur úr holunni sem Jarðboranir boruðu á Kópsvatni.  Hrunamannahreppur rannsakar jarðhitann og lætur gera auðlindakort  Góður árangur af tilraunaborun SKRÁ Ríkisskattstjóra yfir álögð opinber gjöld á skattgreiðendur speglar enn og aftur þann mikla kyn- bundna launamun sem er látinn við- gangast, segir í ályktun stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. Nýleg- ar rannsóknir staðfesta einnig allt að 16% launamun sem verður eingöngu skýrður út frá kynferði. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að tekjuójöfnuðurinn gefi skýrt til kynna að enn sé langt í land hvað jafnrétti kynjanna varðar. „Launamunurinn er óviðunandi og skorar Kvenréttindafélag Íslands á ríkisstjórn, sveitarstjórnir og fyrir- tæki að leiðrétta þetta misrétti,“ segir ennfremur í ályktuninni. Skráin endurspeglar launamuninn SVO illa vildi til við Hnausa hjá Vatnsdalshólum í gær að hestur hljóp á mann og felldi. Slasaðist mað- urinn nokkuð við höggið og var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þá stöðvaði lögreglan á Blönduósi tíu ökumenn fyrir of hraðan akstur í gærdag. Sá sem greiðast ók mældist á 128 km/klst, en hinir óku á bilinu 115-128 km/klst. Þá handtók lögreglan á Akureyri tvo unga pilta, 14 og 16 ára, í fyrri- nótt. Eru piltarnir grunaðir um aðild að fjórum innbrotum í fyrirtæki í bænum og hafa þeir játað. Hestur hljóp á mann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.