Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Nei, nei, ekkert vottorð, Óskar minn.
VEÐUR
Fulltrúar vinstri flokkanna í borg-arstjórn, Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna, hafa verið duglegir
að kalla niðurstöður viðræðna milli
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks klækjastjórnmál.
Dagur B. Eggertsson sagði í Morg-unblaðinu í gær klækjastjórn-
mál felast meðal annars í því að láta
tilganginn helga
meðalið. Meiri-
hluti væri ekki
myndaður um
þau mál sem bor-
in væru fram í
kosningum.
Svandís Svav-arsdóttir not-
aði einnig orðið
klækjastjórnmál
þegar hún lýsti atburðarásinni í
samtali við RÚV í gærkvöldi.
Helgaði tilgangurinn ekki meðaliðþegar Dagur B. Eggertsson
gróf undan trausti milli Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks og
lokkaði Björn Inga Hrafnsson til
samstarfs? Klækjastjórnmál?
Voru það ekki klækjastjórnmálþegar Árni Þór Sigurðsson,
flokksbróðir Svandísar Svav-
arsdóttur, mætti í beina útsendingu
kvöldfrétta Sjónvarpsins í fyrra-
kvöld og lýsti því hvernig til stóð að
bola Ólafi F. Magnússyni út úr borg-
arstjórn til að endurvekja hinn svo-
kallaða Tjarnarkvartett?
Fulltrúar vinstri flokkanna ættu aðlíta sér nær þegar þeir taka
dæmi af hinum svokölluðu klækja-
stjórnmálum.
Samstarf Sjálfstæðisflokks ogFramsóknarflokks nú byggist á
sama málefnasamningi og gerður
var eftir síðustu kosningar. Það eru
varla klækjastjórnmál samkvæmt
skilgreiningu sjálfs Dags B. Egg-
ertssonar.
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Klækjastjórnmál
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
"# #"
# "# #
*$BC
! !" #$ % &
*!
$$B *!
$ %
&
%
' (!) (
<2
<! <2
<! <2
$'& * +, (-
DB
E
62
8
' ( ) % *
+ # *
B
' ( ) % *
+ # *
*
"
*
* !
#$ % &
./ (00 (! 1
( !(*
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
ÓMAR Ragnars-
son var kosinn
formaður stjórnar
Íslandshreyfing-
arinnar – lifandi
lands, sem fram
fór á fimmtudags-
kvöldið. Margrét
Sverrisdóttir var
kjörin varamaður.
Í stjórn eru auk
þeirra Baldvin Nielsen, Daníel Helga-
son, Hörður Ingólfsson, Snorri Sig-
urjónsson og Sólborg Alda Péturs-
dóttir. Í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segir m.a. að á nú hafi kom-
ið í ljós að stefna núverandi ríkis-
stjórnar sé hin sama og fyrri ríkis-
stjórnar, að á Íslandi rísi a.m.k. tvö ný
álver sem allra fyrst. „Með því eru
svikin kosningaloforð, sem gefin voru,
um hlé á stóriðjuframkvæmdum,“
segir í ályktuninni og jafnframt: „Í
staðinn er yfirlýst stefna ríkisstjórn-
arinnar að laða hingað þau stórfyr-
irtæki, sem þurfa mesta orku og
valda mestri mengun og náttúru-
spjöllum.“ Þá segir: „Aldrei hefur
verið eins mikil þörf og nú fyrir ís-
lenskt stjórnmálaafl sem hefur um-
hverfis- og náttúruverndarmál sem
megininntak stefnu sinnar.“
Ómar
kosinn
formaður
Umhverfismál megin-
inntak stefnunnar
Ómar Ragnarsson
KJÖTSALAN í júlí síðastliðnum var með besta
móti eða 9,1% meiri en í sama mánuði í fyrra. Þar
munar mest um 21,3% aukningu á sölu kindakjöts.
Einnig varð 17% aukning í sölu nautakjöts nú í júlí
miðað við júlí í fyrra. Sala hrossakjöts jókst um
58,4% í júlí nú miðað við sama mánuð í fyrra. Sala
alifuglakjöts og svínakjöts í júlí var næstum sú
sama og í sama mánuði í fyrra.
Í júlí sl. voru framleidd alls 1.557 tonn af kjöti.
Mest var framleitt af alifuglakjöti í júlí eða rúm
680 tonn, af svínakjöti tæp 550 tonn, rúm 290 tonn
af nautakjöti, sem var um 15,1% aukning frá júlí í
fyrra, og rúm 36 tonn af hrossakjöti. Undanfarna
tólf mánuði hefur framleiðsla á kjöti aukist um
3,8%, að því er fram kemur á heimasíðu Bænda-
samtaka Íslands.
Frá síðustu áramótum er búið að flytja inn tæp
779 tonn af kjöti. Þar vegur alifuglakjöt þyngst
eða 328 tonn og eru það um 7,1% af heildarsölu
þess miðað við söluna frá janúar til júní. Af nauta-
kjöti hafa verið flutt inn um 237 tonn, sem eru
10,2% af nautakjötssölu, og 203 tonn af svínakjöti
sem eru 5,8% af sölu á sama tímabili. Aðrar inn-
fluttar kjötvörur af fyrrtöldu eru 11 tonn.
Kjötsalan var með besta móti í júlí
Aukning í sölu kindakjöts var nú 21,3% og 17% í nautakjöti miðað við júlí í fyrra
Morgunblaðið/Þorkell
Lambakjöt Kjötsalan hefur aukist á milli ára.
Eftir Atla Vigfússon
Húsavík | Áhugi á sjóstöng hefur far-
ið vaxandi að undanförnu en á Húsa-
vík er það hvalaskoðunarfyrirtækið
Gentle Giants sem býður fólki upp á
að fara út á Skjálfandaflóa og veiða.
Almennt fara menn ekki erind-
isleysu á veiðarnar því nóg er að
gera að landa fiski á Lundeyjarsundi
enda alltaf gaman þegar það er á í
hverju kasti. Einkum er það ufsi og
þorskur sem fæst en einnig ýsa og
lýsa. Hildigunnur Jónsdóttir sem er
áhugamanneskja um veiðar var
mjög ánægð með túrinn nýverið og
fór heim með fullan bala af fiski og
sagði það vera gott búsílag á sínu
stóra heimili.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Sæl Hildigunnur Jónsdóttir og Hlynur Þór Birgisson með afla við Lundey.
Líflegt á Lundeyjarsundi
Í HNOTSKURN
»Sjóstangaveiði nýtur vax-andi vinsælda hér á landi.
»Ætla má t.d. að hátt í 3.000ferðamenn komi til Vest-
fjarða í sumar til þess að
stunda sjóstangaveiði.