Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 30
- kemur þér við Ný 50 fanga eining í bígerð við Litla-Hraun Hýrast í húsbíl og langar áVog Þungir dómar fylla fangelsin 1200 umsóknir um félagslegt húsnæði bíða afgreiðslu Paparnir snúa aftur án lykilmanna Eyðir auði sínum til að hjálpa öðrum Hvað ætlar þú að lesa í dag? 30 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGT bendir til þess að stjórn SPRON hafi aldrei fallið frá þeirri ætlan sinni sem var samþykkt á fundi með yfirmönnum KB- banka í desember 2003, að láta KB-banka yfirtaka SPRON, þótt margoft hafi komið fram í viðtölum við yf- irmenn bankans að ástæða þess að breyta SPRON í hlutafélag væri að efla bankann og gera hann betur í stakk búinn til að keppa við stóru við- skiptabankana. Aldrei var minnst á að við- ræður væru í gangi við KB-banka (nú Kaup- þing) um yfirtöku. Ef í ljós kemur að yfirmenn SPRON hafi verið í við- ræðum við KB-banka á einhverjum tíma á meðan sala hlutabréfa eða stofnbréfa átti sér stað án vitneskju hlut- hafa eða stofnfjárfesta, hafa þeir brotið lög. Nú gæti einhver spurt hvort það væru ekki hags- munir stjórnenda SPRON að fá sem hæst verð fyrir bankann? Ekki endi- lega. Sumir stjórnarmanna eiga engin hlutabréf í SPRON og hafa því engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, aðrir hafa þegar selt stóra hluti í SPRON til almennings og leyst þannig út mikinn hagnað og svo vill einnig til að bæði forstjóri SPRON og stjórnarformaður eru nátengdir Exista, en þeir einu, sem munu sennilega hagnast verulega á þessari yfirtöku fyrir þetta smán- arlega verð, eru stærstu hluthafar Kaupþings sem er Exista, sem á tæplega 25% í Kaupþingi og því lægra verð sem Kaupþing yfirtekur SPRON á, því meiri verður hagn- aður Exista. Hagsmunaárekstrarnir eru augljósir. Margoft hefur komið fram í við- tölum við yfirmenn SPRON að bankinn standi vel, m.a. hefur hann hærra eiginfjár- hlutfall en allir stóru bankarnir. Þeir hafa fullyrt að bankinn sé vel undir það búinn að takast á við þá erf- iðleika sem framundan eru og eigi góða mögu- leika á að standa sterk- ur eftir, þegar erf- iðleikarnir í íslensku efnahagslífi eru að baki. Með þessari nauðungarsölu verða það þó ekki hluthafar SPRON sem njóta góðs af því. Hluthafar Kaupþings munu njóta góðs af bættri tíð og þá aðallega Exista sem stærsti hluthafi Kaupþings. Nú hefur verið sýnt fram á að það hefur verið vilji hjá stjórn- endum í SPRON í langan tíma til þess að sameina SPRON við KB-banka. Hvort þeir hafi unnið leynt að þessu markmiði er erf- itt að sanna, en það er öruggt að hagsmunir Exista liggja í Kaupþingi, en ekki í SPRON og bæði forstjóri og stjórnarformaður SPRON eru ná- tengdir Exista. Allur aðdragandi og umgjörð bendir þó sterklega til þess að öll at- burðarásin hafi verið fyrir fram tilbúin, eða hvers vegna er ákveðið að selja bankann núna á lægsta mögulega verði, sem af stórum hluta markast af mjög erfiðum aðstæðum á hlutabréfamarkaði, en tekur ekk- ert tillit til raunvirðis bankans eða þeirra hagsmuna Kaupþings að yf- irtaka og leggja niður skæðan keppinaut á markaðnum. Ekkert hefur komið fram um að yfirmenn SPRON hafi haft samband við aðrar fjármálastofnanir um yfirtöku, enda eins og bent hefur verið á, hefur Ex- ista mikla hagsmuni af því að selja SPRON til Kaupþings. Þegar almenningi var seldur hluti í SPRON í bankanum, var hann metinn á um 80-90 milljarða króna, en núna, nokkrum mánuðum seinna, er hann metinn á undir 20 milljarða króna. Margoft kom fram í viðtölum við yfirmenn bankans þegar hluta- bréf í SPRON voru seld almenningi að þeir töldu bankann vera á sann- gjörnu verði og að bankinn ætti mikla framtíð fyrir sér. Núna nokkr- um mánuðum seinna telja þessir sömu menn, sem þegar hafa selt al- menningi stóra hluti eigna sinna í bankanum, að tilboð Kaupþings sé mjög sanngjarnt, þótt munurinn sé um 60-70 milljarðar. Margir fyrr- verandi og núverandi stjórn- armanna og aðilar tengdir þeim hafa hagnast mikið á viðskiptum með hlutabréf í SPRON til almennings á sama tíma og venjulegt fólk, sem treysti yfirlýsingum yfirmanna SPRON, hefur tapað aleigu sinni. Aðilar í æðstu stöðum hjá SPRON og félög tengd þeim hafa haft mikla fjárhagslega hagsmuni að leyna mögulegum sameining- arviðræðum milli SPRON og Kaup- þings og hafa jafnframt mikla hags- muni af því að SPRON verði yfirtekið af Kaupþingi. Fjöldi manns hefur orðið fyrir miklum skaða, en hefur ekki möguleika á því að sækja rétt sinn, vegna kostnaðar og af þeirri staðreynd að allt þess sparifé er horfið vegna þessarar fjárfest- ingar í SPRON. Hið opinbera hefur allt aðra möguleika en almennur borgari til að rannsaka möguleg brot. T.d. hefði ekkert þýtt í raun fyrir almenning að krefjast bóta frá olíufélögunum vegna verðsamráðs, sem var staðfastlega neitað af tals- mönnum olíufélaganna að ætti sér stað, fyrr en Samkeppnisstofnun hafði komist að þeirri niðurstöðu að olíufélögin hefðu átt í raun í ólög- legu verðsamráði. Er ekki kominn tími til að þær opinberu stofnanir sem eiga að hafa hagsmuni almenn- ings í fyrirrúmi hefji rannsókn á allri málsmeðferð á sölu hlutabréfa og stofnbréfa í SPRON til almenn- ings og söluferlinu á SPRON til Kaupþings? Nauðungarsalan á SPRON Birgir Örn Steingrímsson » Aðilar í æðstu stöð- um hjá SPRON og félög tengd þeim hafa haft mikla fjárhags- lega hagsmuni af því að leyna mögulegum sameining- arviðræðum milli SPRON og Kaupþings … Birgir Örn Steingrímsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Í STAKSTEINUM Morgunblaðsins mánudaginn 11. ágúst sl. var fjallað um leið- sögn og fræðslu á Þingvöllum. Að gefnu tilefni vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ábendingar er varða störf okkar, sem njótum þeirra forréttinda að starfa fyrir þjóðgarðinn á Þingvöllum eru jafn- an vel þegnar. Þær eru af ýmsum toga sem eðlilegt er, enda þjón- ustan sem veitt er margvísleg og störfin fjölbreytt. Gestir þjóðgarðs- ins hafa mismunandi áhugasvið. Nefna má ferðafólk af ýmsu þjóð- erni, göngufólk, hestafólk, tjald- gesti, veiðimenn, kafara og alla þá sem heillast af sögu og/eða náttúru staðarins. Þingvellir eru á heims- minjaskrá UNESCO, viðurkenndir sem einstakur staður á heimsvísu. Talið er að yfir 600 þús. manns heimsæki þjóðgarðinn á ári hverju og samkvæmt talningu komu 180 þús. manns inn í Fræðslumiðstöð- ina á Hakinu á síðasta ári. Fastir starfsmenn í þjóðgarð- inum allt árið eru þjóðgarðsvörður, yfirlandvörður, fræðslufulltrúi og ritari þjóðgarðsins og Þingvalla- nefndar. Yfir sum- armánuðina vinna 10 landverðir að auki í þjóðgarðinum á tveim- ur vöktum, 5 á hvorri vakt, unnið er eina viku í senn. Tveir landverðir eru í fast- bundnu starfi, annar í Fræðslumiðstöðinni, hinn í Þjónustu- miðstöð. Það eru því þrír landverðir sem sinna öðrum störfum í þjóðgarðinum, þ.e. umhirðu tjaldsvæða (sem eru á þremur stöðum í þjóðgarðinum), veiðieftirliti meðfram vatnsbakk- anum (5 km strandlengja), umhirðu og umsjón með Þingvallakirkju, þátttöku í leiðsögn á ensku og ís- lensku og jafnframt fræðslu smærri og stærri hópa, t.d. leik- og grunnskólabarna, en um 2000 börn fá fræðslu um þjóðgarðinn á vori hverju. Um helgar er mesti annatíminn, enda heimsækja flestir íslenskir ferðamenn þjóðgarðinn um helgar og tjaldgestir og veiðimenn eru þá hvað flestir og þjónustan hvað mest og fjölbreyttust. Á laugardögum er í boði löng gönguferð í fylgd land- varðar. Gengnir eru stígar að eyði- býlunum í hrauninu og jafnframt eru aðrir áhugaverðir staðir skoð- aðir. Þeir sem slást í hópinn og eru enskumælandi fá einnig sína fræðslu. Á sunnudögum er forn- leifaskóli barnanna, afar vinsæll. Þá grafa börn af miklum áhuga í „gamla“ rúst og fornir munir eru fundnir, mældir og skrásettir á al- vöru eyðublöð. Athafnir í Þingvallakirkju eru margar um helgar, um síðustu helgi voru þær t.d. 5. Einnig þarf að sinna tjaldsvæð- unum, hirða rusl og undirbúa fyrir næstu vakt sem mætir að morgni mánudags. Um helgar standa land- verðir vakt á tjaldsvæðunum til kl. 2 eftir miðnætti. Af þessari upptalningu má sjá að í nógu er að snúast hjá landvörðum þjóðgarðsins; allt úrvals fólk og vel menntað og eru margir þeirra í vinnu hjá okkur ár eftir ár. Leiðsögn fyrir enskumælandi (helstu atriði um náttúru og sögu) hófst fyrir þremur árum og hefur hún tekist vel. Eftirspurn hefur aukist og stefnt er að því að unnt verði að veita þá þjónustu einnig um helgar næsta sumar. Landvarsla og fræðsla á Þingvöllum Sigurður K. Odds- son segir frá starf- semi í þjóðgarð- inum á Þingvöllum » Ábendingar er varða störf okkar, sem njótum þeirra forrétt- inda að starfa fyrir þjóð- garðinn á Þingvöllum eru jafnan vel þegnar. Sigurður Oddsson Höfundur er þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.