Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 17 ERLENT BLÓMATEPPIÐ fræga á aðaltorg- inu eða Grand Place í Brussel blasir nú við gestum og gangandi í allri sinni dýrð. Er það sett saman annað hvert ár úr 800.000 begóníum auk annarra blómategunda og nær yfir 3.200 ferfet. Hófst sýningin í fyrra- dag og stendur fram á morgudag- inn en blómin eru lögð beint á stein- lagt torgið og eru ekki í neinni mold. Til þessa þykja begóníur mjög hentugar því að þær þola vel sólarbreiskju í nokkurn tíma án þess að visna. Þær eru því uppi- staðan í vefnaðinum en dalíur leggja til bláa litinn og gras þann græna. Brúni bakgrunnurinn er hins vegar kallaður fram með ýmiss konar trjáberki. Mynstrið er að þessu sinni sótt í franskt teppi frá því á 18. öld. Þá og allt frá því um 1600 var mikill blómatími í franskri teppagerð. svs@mbl.is AP Boðið upp á blómaveislu á aðaltorginu í Brussel ÍRASKAR morð- sveitir hafa að undanförnu verið í þjálfunarbúðum í Íran hjá Íranska byltingarverðin- um og liðsmönn- um Hizbollah- samtakanna í Líbanon. Var þetta haft í gær eftir ónefnd- um foringja í Bandaríkjaher í Írak en hann sagði, að „sérstakar sveitir“ sjíta hefðu verið þjálfaðar í morð- verkum og sprengjugerð í borgunum Qom, Teheran, Mashad og Ahvaz. „Við höfum fullar heimildir fyrir því, að þessar sveitir muni koma til Íraks á næstunni þar sem þær ætla að ráðast gegn erlenda herliðinu og íröskum borgurum,“ sagði embætt- ismaðurinn og bætti við, að írösk yfirvöld væru að kanna málið. Embættismaðurinn nefndi tvo hópa, sem hann sagði vera meðal annarra, sem tækju þátt í þessari hryðjuverkaáætlun. Væri annar Kitaib Hizbollah, sem hann kallaði glæpasamtök á snærum Íranska byltingarvarðarins, en hin hreyfing- in As Said al-Haq. Bandaríkjamenn segjast hafa vitneskju um þetta frá hryðjuverka- mönnum, sem hafa verið handteknir, en að þeirra sögn fóru fyrstu hóp- arnir til Írans í vor. Svo vill líka til, að í sumar hefur verið óvanalega lítið um svokallaðar vegsprengingar en efnið í sprengjurnar hefur einkum komið frá Íran. Voru þær 55 í mars en aðeins 18 í júlí. Á því kann að verða mikil breyting þegar fyrr- nefndir hópar snúa aftur til Íraks. Fá morðsveitir þjálfun í Íran? Ótti við aukna óöld í Írak á næstunni Hugað að særðum eftir hryðjuverk. AÐ undanförnu hefur rekið á fjörur í Englandi og Wales mar- glyttu eða hvelju, sem kölluð er portúgalska herskipið eða segl- hvelja og er ákaflega eitruð, stund- um baneitruð. Hefur það raunar gerst áður en aldrei jafnmikið og nú á þessu sumri. Seglhveljan lifir í suðrænum sjó en hagstæðar vindáttir og hugsan- lega einnig þær loftslagsbreyting- ar, sem þegar hafa orðið og eru að verða, hafa fært hana norður á bóginn. Búast breskir náttúru- fræðingar við, að hún eigi eftir að verða æ algengari við strendur landsins á næstu árum og hafa baðstrandargestir verið varaðir við að snerta hana. Dæmi um dauðsföll Peter Richardson hjá bresku hafrannsóknastofnuninni segir, að portúgalska herskipið sé ákaflega fallegt í sjónum en komi menn við það eða þræðina frá því veldur það mikilli brunatilfinningu og sárs- auka. „Dæmi eru um, að fólk hafi látist af völdum eitursins en það er þó fátítt. Þá er um að ræða svokallað ofnæmislost,“ sagði Richardson. Danir hafa fylgst með þessum fréttum af áhuga enda eru að verða í Danmörku sem víðar í norðurálfu ýmsar breytingar í náttúrunni með innrás suðlægra tegunda. Seglhvelja er ólík öðrum mar- glyttum að því leyti, að hún er ekki ein skepna, heldur sambýli nokk- urra lífvera. svs@mbl.is Portúgalska herskipið við strendur Bretlands Eitruð Hefur seglabúnað til að kom- ast ferða sinna á yfirborði sjávar. Umsóknarfrestur í báða sjóðina er til 1. október 2008 Rannsóknasjóður Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. október 2008: • Öndvegisstyrki • Verkefnastyrki • Rannsóknastöðustyrki Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2008 með áætlun um framhald á árinu 2009 skulu senda ársskýrslu til sjóðsins fyrir 10. janúar 2009 en þurfa ekki að endurnýja umsókn. Allar umsóknir og umsóknagögn skulu vera á ensku, svo að mögulegt sé að senda umsóknir í mat erlendis. Undanþágur eru veittar frá þessari meginreglu ef birtingar á viðkomandi fræðasviði einskorðast við íslenska útgáfu. Í þeim tilvikum skal umsækjandi fá leiðbeiningar hjá starfsmönnum Rannís. Allar umsóknir um öndvegisstyrki skulu vera á ensku, enda eru öndvegisverkefni ávallt metin af erlendum sérfræðingum. Tækjasjóður Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði til rannsókna. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs á hverjum tíma. Framlag Tækjasjóðs greiðir aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Heimilt er að sækja í Tækjasjóð 1. október ef umsækjendur er jafnframt með umsókn í Rannsóknasjóð eða markáætlun um öndvegissetur og klasa og tækið er til nota í því tiltekna verkefni. Stjórn Tækjasjóðs áskilur sér þó fullan rétt til þess að hafna umsókn þrátt fyrir að hún fái styrk úr Rannsóknasjóði eða markáætluninni. Athugið að auglýst verður aftur eftir umsóknum í Tækjasjóð með umsóknarfresti 1. febrúar 2009. Ítarlegar upplýsingar um Rannsóknasjóð og Tækjasjóð, styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Rannsóknarmiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is AUGLÝST ER EFTIR UMSÓKNUM Í RANNSÓKNASJÓÐ OG TÆKJASJÓÐ BARÁTTA sjónvarpsframleiðenda um markaðinn fyrir flatsjái er í algleymingi og er fyrsti ofurþunni flatskjár- inn frá Sony væntanlegur á næsta ári. Verður hann að- eins þriggja mm þykkur, myndin ofurskörp og raf- magnsnotkun miklu minni en í þeim flatskjám, sem nú eru notaðir. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að hann er að- eins 11 tommur en Sony er að ljúka við frumgerð af 27 tomma skjá. Flatskjáir, sem byggjast á sömu tækni, eru enn nokkuð dýrir en þeir kosta nú í Bandaríkjunum um 200.000 ísl. kr. Búist er við, að Samsung og Toshiba komi með sína ofurflatskjái á næstu tveimur árum. svs@mbl.is Aðeins 3ja mm flatskjáir „Gömlu“ gerðirnar af flatskjám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.