Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 16
Eftir Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur | Nýr íslenskur bjór er að koma á markað hér á landi. Það er fyrirtæki í Stykkishólmi, Mjöður ehf, sem er farið að fram- leiða bjór sem hefur fengið nafn- ið Jökull. Eigendur fyrirtæk- isins eru systurnar Ragnheiður og Soffía Axelsdætur ásamt mökum sínum Gissuri Tryggvasyni og Björgvini Guðmundssyni. Tækin komu frá Japan Gissur, framkvæmdastjóri Mjaðar ehf., segir að hugmyndin að stofnun bruggverksmiðju sé ekki gömul. Það var sl. sumar sem hugmyndin kviknaði og eftir að hafa melt hana í nokkra daga var ákveðið að láta á það reyna að framkvæma hana. Í vetrarbyrjun var haldið til Þýskalands til að skoða tæki og tól. Þar komust þau í samband við þýskt fyrirtæki, BdB Bier-Know How, og gerður var samningur um kaup á framleiðslulínu, átöpp- unarvélum, aðstoð við hráefn- iskaup ásamt faglegri aðstoð við bjórframleiðslu. Fyrstu tækin og tankar komu alla leið frá Japan í byrjun mars og síðustu tækin komu frá Þýska- landi í júníbyrjun. Húsnæði keypt í desember Mjöður ehf. keypti húsnæði í desember á síðasta ári og á síð- ustu mánuðum hefur starfseminni verið komið þar fyrir. Gissur segir að þar liggi mikil vinna að baki. Húsnæðið sem er um 660 fermetr- ar að stærð, hefur verið end- urbætt til að uppfylla strangar kröfur um áfengisframleiðslu. Reiknað er með 300.000 lítra ársframleiðslu til að byrja með. Máttarstoð hvers bjórframleið- enda er góður bruggari. „Bruggarinn er og verður hjarta „Bruggarinn er og verður hjarta fyrirtækisins“  Nýr mjöður lítur dagsins ljós  Reiknað er með 300.000 lítra ársframleiðslu til að byrja með fyrirtækisins.“ segir Gissur fram- kvæmdastjóri, „Þann vanda leyst- um við vel með því að ráða til okk- ar Elísabetu Svansdóttur, sem mjólkurtæknifræðingur og hefur starfað lengi sem slíkur í Búð- ardal Hún hefur aflað sér mikillar þekkingar frá því hún byrjaði hjá okkur,“ segir Gissur. Jökull nefnist bjórinn sem kem- ur nú á markað frá Miði ehf. Nafnið hefur skírskotun til Snæ- fellsjökuls. „Því getur stór hluti þjóðarinnar bæði séð hann og haft hann í hendi samtímis,“ segir Gissur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Jökull Gissur Tryggvason framkvæmdastjóri, Elísabet Svansdóttir bruggari og Soffía Axelsdóttir stjórnarmaður. Elísabet Svansdóttir, bruggari hjá Miði, segir að mikill metnaður sé lagður í framleiðsluna. „Við verðum í samkeppni því á markaðinum eru fleiri fyrir. Við verðum að sanna ágæti okkar framleiðslu og bjóða upp á góðan bjór. sem fólk vill kaupa. Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni og fyrsta flokks vatn, því vitum að þessir þættir eru skil- yrði fyrir góðum árangri. Við búum í góðu umhverfi sem er vottað af Green Globe samtökunum. Jökull verður gæðabjór, léttur og ferskur, “ segir Elísabet. Nú er Jökuls- bjórinn að verða tilbúinn til dreif- ingar. Eigendur Mjaðar ehf vonast til þess að gestir á bæjarhátíðinni Dönskum dögum sem haldnir eru nú um helgina í Stykkishólmi geti fengið að bragða á fyrstu sending- unni á veitingahúsum bæjarins. Jökull til taks á Dönskum dögum 16 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HIN árlega kúmenganga í Viðey verður þriðjudaginn 19. ágúst. Verkefnastjóri Viðeyjar, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, mun leiða fólk á kúmenslóðir og segja frá því helsta sem fyrir augu ber á leiðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Kúmen vex villt um alla eyna og er núna full- þroskað og reiðubúið til tínslu. Þessar göngur eru með þeim vin- sælustu yfir sumartímann í Viðey og hefur ilmurinn af Viðeyjar- kúmeninu eflaust fyllt eldhús margra við brauðbakstur eða mat- seld. Áhugasamir eru beðnir að hafa með sér skæri og poka til tínsl- unnar. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15 og er miðað við að yfirferðin um eyna taki um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Gjald í ferjuna er 800 kr. fyrir fullorðna, 400 kr. fyrir börn 6-18 ára í fylgd fullorð- inna og frítt fyrir börn yngri en 6 ára. Þátttaka í göngunni er ókeypis og öllum heimil. Allir þátttakendur fá gefins Kristal frá Ölgerðinni. Kúmenganga í Viðey STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6–16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 200 börnum og fjölskyldum þeirra mögulegt að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Verndari Vildarbarna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Umsóknarfresturinn er til 1. september 2008. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag 25. október 2008. Þeir umsækjendur sem ekki hafa fengið úthlutað úr sjóðnum áður ganga fyrir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W YO RK REYKJAVÍK AKUREYRI ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 43 30 4 08 /0 8 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.