Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STANGVEIÐI Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is EINAR Sigfússon, sem er með Haffjarðará og Víkurá í Hrútafirði, er einn þeirra veiðimanna sem er laginn við að veiða stórlaxa. Í fyrrasumar veiddi hann 104 cm hrygnu í Sandá í Þistilfirði og nú í vikunni bætti hann um betur er hann veiddi 105 cm langa hrygnu í sömu á, á rauðan Frances. „Hrygnan var feiknarlega þykk og mikil,“ sagði Einar. „Hún var skráð 11,5 kíló samkvæmt viðmið- unarkvarðanum en ég held að hún hafi örugglega verið 25 eða 26 pund.“ Hann sagði veiðina annars hafa gengið vel. 33 laxar veiddust á 3 stangir á fjórum dögum. „Við sáum nokkra sem voru klárlega yf- ir einum metra. Einn félaginn veiddi hæng sem mældist 101 cm.“ Rúmlega 250 laxar hafa veiðst í Sandá til þessa, mest stórir fiskar en smálax er byrjaður að sýna sig. Einar sagði veiðina ganga vel í Víkurá, þótt vatnið væri orðið lítið. Þannig veiddust 12 laxar á eina stöng í ánni á sunnudaginn var og þar af vó einn 21 pund. Í Haffjar- aðará hafa 1.330 laxar veiðst, um 150 löxum meira en allt sumarið í fyrra. Einar segir laxa í öllum veiðistöðum og svo er talsvert af sjóbirtingi, meira en í mörg ár. Það kryddi veiðina ánægjulega. Margir stórlaxar Miklir boltar og talsvert margir um eða yfir 20 pundin hafa verið að veiðast í Aðaldalnum síðustu vikur. Þar eins og víða annars staðar fyrir norðan er mun meira af stórlaxi en síðustu ár. Ekki þarf alltaf að veiða á dýrum laxasvæðum til að glíma við stóra fiska. Hópur sem var á sil- ungasvæðinu í Vatnsdalsá, veiddi hátt í 20 laxa á þremur dögum og aðallega stóralaxa, 11 til 18 pund. Vikið úr Norðurá Samkvæmt heimildum var tveimur veiðimönnum, er deildu stöng í Norðurá í vikunni, vikið úr ánni vegna gruns um að þeir hefðu notað maðk. Einungis er heimilt að veiða á flugu á þessum tíma og hef- ur svo verið um árabil. Morgunblaðið/Einar Falur Maríulaxinn Jón Björn Njálsson glímir við fyrsta laxinn á silungasvæði Vatnsdalsár í vikunni. Fín laxveiði er á svæðinu og mikið um stórlaxa. Stórlaxar í Þistilfirði  Mikið af stórum laxi, um og yfir 20 pundin, veiðist í ánum fyrir norðan og á norðausturhorninu  Veiðimönnum vikið úr Norðurá vegna maðkaveiða                   ! " #     $ %  &'( ( )(*+, '(*&' -(+.& -(.)+ &(*.+ &('/+ &(''. &(-). &(&,- 0+)                        &(/,+ -(,-' ,.& &(',) +.. +*0 *+. &('.) /*/ ,*/ &+( (              12%   &, &* &) &) ,3&- ,3&. * *3, )3* &-               *( (       Á FUNDI um- hverfis- og sam- gönguráðs fyrr í vikunni kenndi ýmissa grasa en eitt þeirra mál- efna, sem tekin voru fyrir, sneri að sparnaðartil- lögum Strætó bs. Lagði minnihlut- inn til að í stað fyrirhugaðs niðurskurðar vegna 300 milljón kr. kostnaðarauka myndi Reykjavíkurborg leggja fram aukið fjárframlag til að mæta auknum kostnaði á þessu ári. Tillögur komnar frá Strætó bs. Í bréfi sem Þorleifur Gunnlaugs- son, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sendi fjölmiðlum segir að það sé með ólíkindum að á sama tíma og meiri- hlutinn leggi til framkvæmdir við Geirsgötu og Mýrargötu sem kosti á annan tug milljarða til úrlausna fyrir einkabílinn sé verið að leggja til nið- urskurð á þjónustu Strætó bs. upp á 300 milljónir. Einn strætisvagn mengi á við fjóra einkabíla og því sé ótrúlegt að meirihlutinn stefni að lausnum sem muni auka mengun í borginni. Um- hverfis- og lýðheilsusjónarmið, hækkandi olíuverð o.fl. ætti að verða til þess að borgaryfirvöld legðu meira upp úr ódýrum samgöngu- kostum líkt og strætisvögnum. Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að meirihlutanum hafi tekist að efla almenningssamgöngur verulega og fjölga farþegum um milljón á ári en það hafi ekki tekist áður. „Þær hug- myndir að sparnaði sem stjórnendur Strætó hafa lagt fram fyrir stjórn fyrirtækisins eru ekki hugmyndir pólitískra fulltrúa um að minnka framlög til Strætó heldur hugmyndir stjórnenda fyrirtækisins um að hag- ræða í leiðakerfinu. Tillögurnar sem þeir komu með miða að því að minnka akstur á leiðum þar sem far- þegar eru kannski tveir á klukku- tíma kvöld eftir kvöld.“ ylfa@mbl.is Mótfallinn niður- skurði Mæta ætti auknum kostnaði Strætó bs. Gísli Marteinn Baldursson ÁKVÖRÐUN Landbúnaðarstofn- unar frá 15. október 2007 um að hafna umsókn um flutning holdagripa úr Flóanum austur í Skaftárhrepp hefur verið felld úr gildi. Það gerði ráðu- neyti landbúnaðar- og sjávarútvegs- mála með úrskurði 29. júlí sl., að því er segir á heimasíðu Landssambands kúabænda. Kærendur málsins fluttu úr Flóa- hreppi í Skaftárhrepp í fyrra og ósk- uðu eftir heimild stofnunarinnar til að flytja gripina með sér. Umsókninni var hafnað á grundvelli umsagna hér- aðsdýralækna í Vestur-Skaftafells- umdæmi og Suðurlandsumdæmi og sérfræðings í sauðfjár- og nautgripa- sjúkdómum. Þeir voru allir starfs- menn Landbúnaðarstofnunar. Ráðuneytið telur það til fyr- irmyndar að Landbúnaðarstofnun leitaði sjónarmiða þeirra starfs- manna sem best þekktu staðháttu. Kærendum hafi hins vegar ekki verið gefið færi á að kynna sér umsagn- irnar áður en ákvörðun var tekin. „Þegar um er að ræða skerðingu á mikilsverðum stjórnarskrárvörðum réttindum líkt og eignar- og atvinnu- réttindum, eins og hér um ræðir, þá verður að gera ríkar kröfur til máls- meðferðar, þ.m.t. til þess að aðilar máls eigi kost á því að kynna sér gögn máls og tjá sig um þau, áður en ákvörðun er tekin,“ segir m.a. í úr- skurði ráðuneytisins. gudni@mbl.is Flytja má holdagripi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.