Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2008 37 Fyrstu kynni mín af Árna voru á hum- arvertíð 1985. Hann var útgerðarmaður og skipstjóri á bát sínum Akurey KE, ég að stíga mín fyrstu skref sem skipstjóri á bát föður míns Bergþór KE. Þetta fyrsta sumar sem skipstjóri var ógleym- anlegur tími, við rerum á sömu mið og vorum í miklu sambandi. Ég leit- aði óspart til hans og hann var allt- af tilbúinn að gefa mér upplýsingar úr sínum reynslubanka. Hann átti til að gera tilraunir og fara ótroðn- ar slóðir með humartrollið til að kanna hversu langt hann kæmist, en passaði vel að ég væri inni á öruggu svæði þar sem ekki væri hætta á að rífa trollið. Við nutum svo báðir góðs af og höfum oft minnst þessara tíma. Þarna hófst góður vinskapur, en örlögin höguðu því þannig að vináttuböndin áttu eftir að bindast fastar. 8. janúar 1988 var gott veður en spáði brælu er liði á daginn. Aðeins tveir bátar reru með línu þennan dag. Árni var í vafa hvort hann ætti að róa og lengi að gera það upp við sig, en eitthvað sem hann skildi ekki þá rak hann á sjó. Bátarnir voru að draga inn síðasta balann er suðvestan stormur skall á skyndi- lega með miklum þunga eins og hendi væri veifað, fyrr en áætlað var. Bergþór fékk á sig brotsjó og sökk á skömmum tíma. Ég og tveir skipsfélagar komumst í björgunar- bát við illan leik. Ég gleymi aldrei því augnabliki er ég skaut upp neyðarblysinu og hrópaði „Það vildi ég að Guð gæfi að Árni Vikarsson sjái þessa sól“. Ósk mín rættist, Árni var vel vakandi og athugull eins og ávallt og sá sólina. Hann keyrði strax til okkar og hann ásamt áhöfn sinn fann björgunar- bátinn og náðu okkur um borð í Ak- ureyna. Eftir þennan dag varð vinskap- urinn dýpri, við áttum þessa lífs- reynslu saman og einhver ólýsanleg bönd bundu okkur. Það leið varla sá dagur að við værum ekki í sam- bandi. Árni alltaf svo léttur og hress og enginn betri í að finna björtu hliðarnar hvað sem á gekk. Lundin var alltaf léttari eftir að hafa talað við Árna. Við vottum Hrefnu og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð, hug- ur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Kæri Árni, það er sárt að fá ekki að heyra í þér aftur. Takk fyrir það sem þú gerðir fyrir okkur, takk fyr- ir að fara á sjó 8. janúar 1988. Einar Þórarinn Magnússon, Bryndís Sævarsdóttir. Það var 6. ágúst síðastliðinn, sem Árni Vikarsson kvaddi þessa jarð- vist eftir nokkurra daga sjúkrahús- legu. Maður á besta aldri kveður okk- ur svo snöggt! Þetta líf er stundum alveg óskiljanlegt og oft á tíðum mjög óréttlátt. Ekkert stendur eftir annað en að halda áfram að lifa líf- inu lifandi. Árni var seinni maður Hrefnu Sigurðardóttur bestu vinkonu minnar síðastliðin 44 ár. Fyrri mann sinn, Kalla, besta vin okkar, missti Hrefna snögglega og á svip- legan hátt fyrir rúmum 2 áratug- um. Við vinirnir þekkjum engan sem hefur gengið í gegnum slíkar raunir sem Hrefna hefur mátt þola. Hún hefur alltaf getað risið upp aft- ur og er sterkasta kona sem ég hef þekkt. Árni var hennar stoð og ✝ Árni FriðjónVikarsson fædd- ist í Keflavík 20. september. 1948. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 16. ágúst. stytta í lífinu. Hann stóð svo þétt við hlið Hrefnu og dætra Kalla og Hrefnu, Kar- enar og Hönnu. Árni var einstakur maður, fannst allt já- kvætt sem Hrefnu datt í hug að gera. Hann var einstaklega fyndinn og hress í umgengni. Þegar hann var með okkur vinkonunum, ásamt Kristjáni mínum, þá sagði hann gjarnan: „Sjáðu Kristján, það stendur ekki hnífurinn á milli þeirra, svona er þetta alltaf þegar þær hittast!“ Árni var alltaf hann sjálfur og það var eiginlega það besta í fari hans. Það var eins og hann hefði tamið sér jákvæðan hugsunarhátt og skil- ið, að þannig mundi allt hið góða í lífinu laðast að honum. Þannig var það líka! Við fórum fjögur saman inn í Núpsstaðarskóg, í Skaftafell í Öræfum og gengum þar mikið. Hittumst reglulega, eins og vinir eiga að gera. Alltaf var það Árni sem hélt uppi fjörinu. Hann var svo hrifinn af Hrefnu sinni og svo góður við hana. Árni gæti hafa hugsað eitthvað á þessa leið: „Ást er … eitthvað sem ekki uppfyllir öll skil- yrði.“ Hann sagði oft eitthvað á þá leið, að okkar hlutverk hér á jörðinni væri að vaxa og dafna jákvætt, þá kæmumst við nær hamingjunni. Elsku besta Hrefna, vinkona mín, elsku Karen, Hanna og dætur Árna, reynum allar að vera eins já- kvæðar og Árni var alltaf, þá kem- ur bráðum betri tíð með blóm í haga. Gunilla. Hvað á þetta nú að þýða? Það var sko ekki kominn tími á Árna. Hann var nýsestur á skólabekk og var við það að hefja nýjan hluta ævinnar. Svona kallar eru bara ekki stopp- aðir svona auðveldlega og því er það þeim mun ótrúlegra að nú sé Árni allur. Hann er náttúrlega enn með okkur en bara ekki á þann máta sem við vildum hafa það. Hann á stóran stað í hjarta mínu og þar finnst mér gott að fá að geyma hann. Mér finnst afar vænt um að hafa fengið að eyða hluta ævinnar með Árna. Það átti bara að vera stærri hluti. Það var aldrei væl í Árna. Hann gafst aldrei upp og lagði árar í bát. Ég er sko ekki sjómaður og hef ekki í mínum beinum þá ósérhlífni sem þarf til að gegna svoleiðis starfi. Það var alltaf um mitt sumar við bestu skilyrði sem ég fór nokkr- um sinnum á handfæri með pabba í gamla daga. Meira til gamans en nokkuð annað enda starfaði pabbi ekki á sjónum. Ég man eftir sjó- veikinni sem iðulega helltist yfir mig í þessum róðrum. Einn túr fór ég á stærra fleyi en bátnum hans pabba en það var þegar ég fór í eitt skipti sem kokkur á Akureynni með Árna skipstjóra. Enn og aftur við bestu skilyrði. Sá túr veitti mér dá- litla innsýn í líf sjómanna og þeirra kjör. Ég öfunda þá ekki af þeirra hlutskipti og sé engum ofsjónum yf- ir þeim launum sem þeir fá. Þessi eini túr með Árna á Akureynni opn- aði mér dálítinn aðgang að Árna og hans sálarlífi. Áður en við rerum límdi Árni sjóveikiplástur bak við eyrað á mér til að ég þyrfti ekki að þola sjóveiki. Sjálfsagt hefði hann látið mig sjóast á gamla mátann ef til hefði staðið að áframhald yrði á minni sjósókn. Áhöfnin hamaðist í mér allan túrinn og vildi að ég tæki nú plásturinn af mér. Árni brást ókvæða við þegar hann heyrði af þessu og menn hættu strax þessum tilraunum til að kvelja kokkinn þeg- ar þeir sáu viðbrögð Árna. Hann þoldi engan veginn að menn væru að níðast á einum úr áhöfninni. Sem dæmi um hörkuna í Árni er þegar hann reri fyrir nokkrum ár- um til fiskjar. Hann var einn um borð. Eitthvað fór að versna veðrið þannig að hann ákvað að drífa sig í land. Svo ólánlega tókst til við frá- gang að Árni fékk krók í augað. Þetta gerist talsvert langt úti á sjó. Árni gerði sér grein fyrir ástandinu og skar línuna af króknum í aug- anu. Hann kom sér þessu næst inn í stýrishús og sigldi þriggja til fjög- urra tíma stím í land. Það er svo ekki fyrr en hann siglir í höfn að hann biður menn að redda sér sjúkrabíl. Einhver annar en Árni Vikarsson hefði hringt eftir hjálp úti á sjó. Árni hafði hrjúfar brúnir en mjúkan og hlýjan kjarna. Ylurinn sem frá honum stafaði mun fylgja mér út ævina, enda leitun á elsku- legri manni en Árna. Réttlætistil- finning hans var svo rík að það sveigði hann ekki nokkur maður ef honum fannst á sér eða sínum brot- ið eða að sínu réttlæti vegið. Ég vildi hafa helming þeirrar staðfestu og manngæsku sem prýddi Árna og væri ég þá bara nokkuð vel settur. Hrefnu og öllum þeirra börnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Missir okkar er mikill við þetta skyndilega fráfall. Ólafur Tr. Þorsteinsson og fjölskylda. Okkur samnemendur Árna frá Háskólanum á Bifröst langar að minnast trausts vinar. Frumgreinadeild Háskólans á Bifröst er fyrir margar sakir merkilegur staður. Þar kemur sam- an fólk á ýmsum aldri, hvaðan af landinu með ólíkan bakgrunn. Þó má segja að Árni hafi skorið sig þar talsvert úr. Árni var yfir meðalaldri samnemenda sinna, sjómaður sem hafði verið lengi frá skóla, reynslu- lítill í heimi nútíma tölvutækni. Árna var því ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir hann. Áratugum saman hafði það verið draumur hans að setjast aftur á skólabekk og þarna sótti Árni sitt tækifæri. Hann hafði stundum á orði að Bifröst væri hans litla ævintýri og ævin- týraljóminn skein úr augum Árna á hverjum degi í Norðurárdalnum. Ekki leið á löngu þar til Árni hafði sannað það fyrir okkur hinum að hann ætlaði sér alla leið, úr frumgreinadeild mundi hann út- skrifast. Það var engu líkara en að því meira sem mótlætið yrði því sterkari yrði Árni. Hann stappaði stálinu í okkur hin þegar á móti blés, hann lét álagið ekki á sig fá og sýndi afburða þrautseigju í öllu náminu. Árni kom til dyranna eins og hann var klæddur, hreinskilni hans og heiðarleiki snerti alla. Hann skildi eitthvað mikið eftir hjá okkur hinum. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans, dætrum og vinum. Ekki átt- um við von á að missa svo kæran vin frá okkur. Það er í minningunni um Árna sjálfan sem við finnum styrk til að takast á við missinn. Það var hann sem sýndi okkur að aðeins með því að skora ögranirnar á hólm getum við mælt styrk okkar. Við útskrift okkar úr frumgreina- deild sendi Árni samnemendum sín- um eftirfarandi ljóð. Gleym mér ei þú blómið litla fegurst blóma á foldu hér. Þetta blóm ég vil þér gefa geymdu það í hjarta þér. (Sleggjan.) Elsku Árni. Við munum þig allt- af. f. h. samnemenda úr Frum- greinadeild Georg Brynjarsson. Það var fyrir rúmum tveim ára- tugum síðan að við sáum Árna fyrst þegar Hrefna æskuvinkona okkar kynnti okkur fyrir tilvonandi eig- inmanni. Við samglöddumst Hrefnu mjög, en hún hafði verið ein með dæturnar síðan Sigurkarl maður hennar féll frá langt um aldur fram. Það var gaman að kynnast Árna. Hann var hress, hreinn og beinn og lá ekki á skoðunum sínum. Þar fór góður drengur og Suðurnesjamað- ur, sem gustaði af. Lengst af sínum starfsferli var hann útgerðarmaður og skipstjóri. Hann lagði einnig stund á önnur störf en síðustu tvo vetur tók hann sig til og fór í nám á Bifröst til að víkka sjóndeildar- hringinn. Það eru ekki margir sem skella sér í nám á þessum aldri og sýnir þetta vel kraft hans og áræði. Vinkonurnar hafa gegnum árin haft þann sið að halda glæsileg matarboð, þar sem eiginmenn fengu að vera með. Einnig skipu- lögðu þær ferðalög til Parísar, Boston, Rómar og Toscana, og Sik- ileyjar. Frá þessum ferðum eigum við ómetanlegar minningar um skemmtilegar samverustundir. Fráfall Árna var óvænt og ótíma- bært en þetta minnir okkur vissu- lega á að tími okkar hér er tak- markaður og enginn veit hvenær kallið kemur. Hrefna og Árni voru samhent hjón og studdu þau hvort annað af ráð og dáð og er hennar missir mikil. Hugur okkar er hjá henni og fjölskyldunni. Við viljum senda öllum ástvinum Árna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún (Dúa) og Snæbjörn, Hildur og Bergþór. Á 20 ára samleið hefur Árni Vik- arsson skapað minningar, sem ekki gleymast. Þegar hann kom inn í líf Hrefnu vinkonu okkar var hann hetja hafsins, karlmannlegur og myndarlegur. Hann hafði lagt hart að sér og byggt upp útgerðarfélag og rak það, auk þess að stjórna skipi sínu við margvíslegar veiðar. Útgerðin var ekki eintómt sældar- brauð og Árni lagði hart að sér við að láta reksturinn standa undir sér. Í þeirri baráttu varð að byggja á skýrum markmiðum og sjálfs- trausti, auk þess að láta engan troða niður af sér skóinn. Árni var auk þess gæddur óvenjulegri hrein- skilni, og þegar hann gekk inn í kurteislegt samfélag okkar sem tengjumst saumaklúbbi Hrefnu, gat hann því á köflum virst hornóttur og köntóttur. Hreinskilnin fylgdi honum alla tíð og honum var óger- legt að þola fals eða yfirdrepsskap. Hann skilur vafalaust eftir slóð særðra tilfinninga manna, sem hon- um fannst lítils virði. Á þeim tíma, sem liðinn er frá fyrstu kynnum, hafa tengslin við Árna orðið æ nánari og betri. Við minnumst margra gleðistunda í fé- lagsskap þeirra Hrefnu, bæði hér á landi og erlendis. Dætur okkar hafa litið á hann sem hluta af fjölskyldu sinni. Það kom fljótlega í ljós, að undir skrápnum leyndist gull af manni, kærleiksríkur heimilisfaðir, sem hafði af ótæmandi hlýju að gefa. Hann átti því til dæmis létt með að viðhalda góðu sambandi við allt það unga fólk, sem tengdist þeim hjónum. Vinum sínum var hann sannur vinur. Árna Vikarssonar verður sárt saknað, en það er gott að minnast góðs manns. Ólöf Magnúsdóttir og Kjartan Thors. Í dag verður jarðsettur minn besti vinur og skipsfélagi til margra ára Árni Vikarsson. Það var fagran vordag 1979 að ég rölti niður á bryggju í Keflavík og tók mann tali sem var þar að vinna í humartrolli og var það upphaf á löngum og farsælum kynnum okkar Árna. Byrjaði ég að róa með honum sem háseti og gegndi síðan öllum stöðum um borð og endaði með því að taka við bátnum þegar hann slasaðist í auga og treysti sér ekki til að róa lengur. Betri skipsfélagi og vinur er vandfundinn og síminn hringir ekki aftur og hrjúf röddin segir „hvað segir hetja hafsins og hermaður þjóðarinnar“, en það var einmitt það sem hann var, klett- urinn sem aldrei haggaðist hvað sem á gekk, nema kannski þegar kaffikannan bilaði og við sigldum í land og lengdum túrinn um sex klukkutíma. En þegar komið var á sjóinn skipti tíminn engu máli, heldur fiskiríið, máttaröflin, kaffið og sígarettan, það var sko lífið. Árni, við eigum eftir að taka það óklárt einhvern tímann þarna í ei- lífðinni. Árni Friðjón Vikarsson  Fleiri minningargreinar um Árna Friðjón Vikarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þín er sárt saknað af okkur fjöl- skyldunni í Narfakoti og þú gleym- ist aldrei. Elsku Hrefna og börn, við hugs- um til ykkar í sorginni. Halldór Hafdal, Dagmar, Kría og Ketill. Guðmunda vinkona okkar hringdi í mig frá Kanada og sagði mér frá andláti Árna vinar míns. Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að sumir eru eilífir í huga okkar, einhvern veginn var tilvera án Árna ekki til. Ég kynntist Árna Gullmola, eins og ég kallaði hann alltaf, fyrir 2 ár- um er við stunduðum saman nám á Bifröst. Eftir það og í dag finnst mér ég hafa þekkt hann alla ævi. Árni fór á Bifröst eftir að hafa gengið í skóla lífsins og eftir að hafa fengið þessa „vitfirrtu hug- mynd“ eins og hann nefndi viðveru sína á Bifröst. Hann var rauður og þrútinn á kinnum eftir veðurbarn- ing á sjó en jákvæðni sína, glettni og hagmælsku tók hann með sér af sjónum sem gott veganesti sem hann veitti okkur skólafélögunum hlutdeild í. Við bekkjarfélagar hans í bekkn- um „Fruma 07“ á Bifröst tókum eftir þessu. Við nutum þess frá fyrsta degi að hlusta á hann. Hann duldi aldrei skoðanir sínar og ljóðin hans urðu mörg þennan vetur. At- hugasemdir hans í fyrirlestratímum voru yndislegar og gamansamar en gátu stundum verið nokkuð bein- skeyttar. Einlægni hans og kátína, faðmlög og hughreystingar, öllu þessu átti hann nóg af. Hann var hetjan okkar allra í bekknum. Við áttum öll í honum og hann vann í því að sameina okkur öll í heild. Sem aldursforseti okkar var hann tákn um hvað er hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Hann deildi með okkur mörgum „Svona var það sagt og gert á sjónum“-sögum sem allar voru hver annarri skemmti- legri og minnisstæðari. MSN-sam- tölin okkar Árna þennan vetur eru líka ógleymanleg, hann „í sveitinni“ þar sem sólarhringurinn var vel nýttur til náms hjá honum enda margar brýr að brúa eins og hann nefndi. Ógleymanlegar stundir þar og átök við námið. Þrautseigja hans í námi var líka aðdáunarverð. Þó að hann hefði ekki mikið kunnað á tölvu fyrir komu sína á Bifröst lét hann það ekki stoppa sig. Um helgar voru „mömmuhelgi“ eða „pabbahelgi“ hjá Árna eftir því hvort hann færi til elsku Hrefnu sinnar til Reykjavíkur eða þá að hún kæmi til hans á Bifröst. Eftir veturinn héldum við í Frumunni 07 útskriftarpartí í sveit- inni hans Árna og „Sleggjan“ , eins og Árni kallaði sjálfan sig, í far- arbroddi eins og venjulega. Sumarið eftir Frumgreinadeild- ina heyrði ég oft í Árna í síma. Gaman var að fylgjast með eldmóði hans, ekkert kæmi í veg fyrir það að gömul hugmynd hans um að komast í heimspeki- og hagfræði- deildina yrði að veruleika, enda varð svo raunin. Ferðin hans í HHS á fyrsta árinu var brött en með Hrefnu sem stoð og styttu og þrjósku sinni gafst hann aldrei upp. Í fjarnámi okkar Guðmundu mættum við reglulega á föstudög- um á Bifröst. Þegar við mættum á kaffihúsið þar var Árni alltaf þar mættur „bara rétt til að knúsa okk- ur“ áður en helgarfríið hans byrj- aði, hvort heldur sem var „mömmu- helgi“ eða „pabbahelgi“. En nú er leiðin hans Árna á enda, sem minnir okkur á hversu lífið er hverfult. Sjálfsögð skilaboð frá góð- um vini í dag eru sem fjársjóður á morgun. Takk fyrir að fá að kynnast þér, Árni Gullmoli og þeirri gæsku sem þú hafðir að geyma og veittir öðr- um af örlæti. Elsku Hrefna og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur og megi þessi orð um góðan vin hughreysta ykkur á erfiðri stundu. Hugur minn er hjá ykkur nú. Guðný Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.