Morgunblaðið - 16.08.2008, Blaðsíða 44
Kökur, kort og gjafir
merkt tölunni 50
stranglega bönnuð …47
»
reykjavíkreykjavík
Skemmti- og
veitingastað-
urinn Café Oli-
ver ætlar sér
greinilega stóra
hluti í næturlíf-
inu í vetur, en
eigendur stað-
arins hafa ráðið
Brynjar Má
Valdimarsson,
betur þekktan
sem BMV, sem
tónlistarstjóra
staðarins. Brynj-
ar hefur verið
hvað þekktastur
sem útvarps-
maður á FM957,
en hann hefur
einnig starfað
sem plötusnúður
á skemmtistaðn-
um Sólon.
Café Oliver var stofnaður í maí
árið 2005, og varð á skömmum
tíma langvinsælasti skemmti-
staður landsins. Hann hélt topp-
sætinu í rúm tvö ár, þangað til í
ágúst í fyrra að Arnar Þór Gísla-
son og félagar seldu Ragnari
Ólafi Magnússyni staðinn. Í kjöl-
farið fjaraði mjög undan vinsæld-
um staðarins, en eins og frægt er
orðið tóku Arnar og félagar aftur
við rekstri staðarins fyrir
nokkru. Þeirra bíður nú ærið
verkefni að reisa Oliver úr ösku-
stónni, en spurningin er hvort
ráðning BMV sé rétta leiðin.
Verður FM-tónlistin
allsráðandi á Oliver?
Ný safnplata frá Sálinni hans
Jóns míns er væntanleg í verslanir
í nóvember. Um afar veglega út-
gáfu verður að ræða, en pakkinn
mun innihalda þrjá geisladiska og
einn DVD-disk.
Sálin, sem fagnar 20 ára afmæli
sínu á þessu ári, sendi annan safn-
disk frá sér á tíu ára afmæli sínu ár-
ið 1998, en sá nefndist Gullna hliðið.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan þá og margir smellir frá Sál-
inni litið dagsins ljós. Á plötunum
þremur verður því farið yfir síðustu
20 ár, auk þess sem þrjú ný lög fá
að fljóta með. Pakkinn mun heita
því skemmtilega nafni Hér er
draumurinn, með augljósri skýr-
skotun til eins vinsælasta lags Sál-
arinnar, „Hvar er draumurinn?“, en
þeirri spurningu varpaði sveitin
fram á samnefndri plötu árið 1989.
Nú er spurning hvort Sálin varpi
ekki fram nýrri spurningu, sem hún
svo svarar árið 2028 …
Hér er draumurinn!
Ég hef ekki komið heim yf-ir sumartímann í sex ár.Ég reyni alltaf að komaum jólin, og svo hef ég
líka nokkrum sinnum komið til að
spila á Airwaves,“ segir Þórunn
þegar hún er spurð hvort hún komi
oft til landsins. Foreldrar hennar
búa báðir hér á landi, móðir henn-
ar, Sjöfn Pálsdóttir, í vesturbæ
Reykjavíkur en pabbi hennar,
Magnús Þór Sigmundsson tónlist-
armaður, býr í Hveragerði. Hún
segist því heimsækja Ísland eins oft
og hún geti.
Vilja spila hátt
Aðspurð segir Þórunn að hljóm-
sveit sinni, Fields, gangi allt í hag-
inn. „Við vorum að taka upp plötu
númer tvö og hún mun koma út í
janúar hjá Atlantic Records, eins og
fyrsta platan,“ segir söngkonan, en
fyrsta plata Fields, Everything Last
Winter, kom út í fyrra og hlaut góð-
ar viðtökur. „Við vorum til dæmis
með smáskífu vikunnar hjá iTunes
bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi
og fengum líka mjög góða dóma,“
segir Þórunn og bætir því við að í
kjölfar plötunnar hafi sveitin lagst í
langt tónleikaferðalag. „Við túr-
uðum með sveitum á borð við Bloc
Party, Wolfmother, Blonde Red-
head, Mystery Jets og spiluðum til
dæmis á Coachella og Reading-
hátíðunum. Við vorum á tónleika-
ferðalagi stanslaust í heilt ár, sem
var mjög skemmtilegt.“
Þórunn segir tónlist Fields vera
sambland úr ýmsum tónlistar-
stefnum. „Það er svolítil þjóðlaga-
stemning í þessari tónlist og svolítil
elektróník en svo er líka mikið
rokk. Við erum mikið fyrir að spila
svolítið hátt.“
Fimm manns eru í Fields en auk
þess að syngja spilar Þórunn á
hljómborð í sveitinni. „Við erum tvö
sem syngjum og gerum það mikið
saman. Við mixum þetta líka þann-
ig að oft hljómum við eins og ein
rödd, sem minnir kannski svolítið á
Fleetwood Mac eða Crosby, Stills,
Nash & Young.“
Er ekki orðin rík
Upphaflega fluttist Þórunn til
London þegar hún fékk stöðu sem
söngkona hljómsveitarinnar The
Honeymoon. Líftími sveitarinnar
var þó styttri en búist hafði verið
við og eftir að sveitin lagði upp
laupana fór Þórunn meðal annars í
tónleikaferðalag með dönsku
hljómsveitinni Junior Senior. Upp
frá því var Þórunni svo boðið að
taka þátt í Fields-verkefninu.
„Góður vinur minn sem ég bjó
með fyrst þegar ég kom til London
heitir Simon White og hann byrjaði
að vera umboðsmaður fyrir hljóm-
sveitir, og er núna umboðsmaður
fyrir CSS og Bloc Party. Hann
hringdi í mig einn daginn og sagð-
ist hafa hitt æðislegan lagahöfund
sem heitir Nick Peill sem byrjaði
eiginlega Fields-verkefnið úti í
skúr heima hjá sér. Hann var að
leita að fólki til þess að vinna þetta
verkefni með og ég var fyrsta
manneskjan til að koma inn í það,“
segir Þórunn, og upp frá því varð
Fields að veruleika.
„Allt í einu vorum við komin með
hljómsveit og umboðsmaðurinn
okkar er algjörlega ofvirkur þann-
ig að hann fór bara að bóka okkur á
fullt af tónleikum. Um leið fóru
plötufyrirtækin svo að sýna okkur
mikinn áhuga og það hjálpaði lík-
lega að umboðsmaðurinn okkar var
með frábærar sveitir á sínum snær-
um. Við vorum ekki fullmótuð sem
hljómsveit á þessum tíma en samt
voru risafyrirtæki eins og Atlantic
Records og EMI í einhverju stríði
um okkur. Þannig að það var æð-
islegt og við vorum mjög heppin.
Og í raun má segja að ég sjálf sé bú-
in að vera mjög heppin í gegnum
þetta allt saman alveg síðan ég
flutti út.“
Þrátt fyrir mikla velgengni seg-
ist Þórunn ekki vera orðin rík af
tónlistinni. „Ég held að maður verði
nú seint ríkur af tónlist þessa dag-
ana,“ segir hún og hlær. „Und-
anfarið er ég búin að vera á mán-
aðarlaunum frá útgefandanum en
eina leiðin til að græða pening í
þessum bransa er að vera á stöðugu
tónleikaferðalagi og selja mikið af
varningi. En við lifum alveg af
þessu og þurfum ekki að vinna við
neitt annað, sem betur fer.“
Fyrir ofan Amy Winehouse
Nýverið bárust fregnir af því að
hið virta breska tónlistartímarit
NME hefði valið Þórunni eina af 89
kynþokkafyllstu tónlistarkonum
heims. Hún segir að fréttirnar hafi
vissulega komið sér á óvart. „Mér
fannst þetta nú fyrst og fremst
fyndið en auðvitað er þetta líka
skemmtilegt. En ég hef ekki reynt
að selja músíkina mína í gegnum
kynþokka, það hefur kannski frek-
ar verið öfugt,“ segir Þórunn og
bætir því við að breskir fjölmiðlar
hafi farið fremur mjúkum höndum
um sig. „Ég var til dæmis valin ein
af mest „cool“ tónlistarmönnum
Bretlands árið 2006, og þá var ég
einu sæti fyrir ofan Amy Wine-
house, sem mér finnst mjög fyndið í
dag.“
En hefur ein kynþokkafyllsta
tónlistarkona heims tíma fyrir ást-
ina? „Nei, ég er bara „single“. Það
er voðalega lítill tími fyrir þannig
hluti,“ svarar hún og brosir.
Þórunn gaf út sína fyrstu og einu
sólóplötu árið 2002 en platan heitir
Those Little Things. Aðspurð segist
hún stefna að því að gefa aðra sóló-
plötu út á næsta ári. „Ég er alltaf að
semja eitthvað heima í herbergi
með gítar, hljómborð eða harm-
ónikku. Ég er búin að semja helling
af lögum og ég er meira að segja
aðeins byrjuð að taka plötuna upp.
Ég ætla hins vegar að gera hana
hægt og rólega, og á mínum for-
sendum,“ segir Þórunn sem kemur
fram undir nafninu Thorunn Ant-
onia á erlendri grund. „Annars
kalla þeir mig bara Pórunn,“ segir
hún og hlær.
En langar Þórunni ekkert að
flytja heim? „Jú, og mig langar
rosalega að koma heim og taka
þessa sólóplötu upp. Það er komin
meiri ró yfir mig núna og í fyrsta
skipti í mörg ár hef ég verið í róleg-
heitum í Hveragerði og Reykjavík
að hugsa hvað það gæti verið gam-
an að búa hérna aftur. Ég sakna
þess nefnilega svo.“ jbk@mbl.is
Lukkunnar pamfíll
Morgunblaðið/Valdís Thor
Myndarleg „… ég hef ekki reynt að selja músíkina mína í gegnum kynþokka, það hefur kannski frekar verið öfugt.“
Þórunn Antonía
Magnúsdóttir hefur
búið í London í sex ár,
eða frá 18 ára aldri, en
hún er söngkona
bresku rokksveit-
arinnar Fields.
Þórunn, sem er í
stuttri heimsókn á Ís-
landi, hitti Jóhann
Bjarna Kolbeinsson
og ræddi m.a. við hann
um lífið í London, fjár-
mál og frægðina.
www.myspace.com/fieldsband
Fimmmenningar Þórunn ásamt fé-
lögum sínum í hljómsveitinni Fields.