Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Indverjar vilja virkjun
Indversk stjórnvöld vilja fá Íslendinga til að reisa jarðvarmavirkjun á miklu há-
hitasvæði Indverjar sýna einnig mögulegum gas- og olíulindum við Ísland áhuga
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SENDINEFND indverskra stjórn-
valda hefur verið hér á landi í vikunni
til viðræðna við stjórnvöld og íslensk
orkufyrirtæki. Mikill áhugi er fyrir
því á Indlandi að fá Íslendinga til að
aðstoða við byggingu jarðvarmavirkj-
unar, þeirrar fyrstu þar í landi. Hafa
Indverjar einnig sýnt áhuga þeim
hafsvæðum við Ísland sem talin eru
búa yfir gas- eða olíulindum. Heim-
sóknin nú er m.a. afrakstur Indlands-
ferðar Ólafs
Ragnars Gríms-
sonar, forseta Ís-
lands, og sendi-
nefndar fyrr á
árinu.
Össur Skarp-
héðinsson iðnað-
arráðherra sagði í
samtali við Morg-
unblaðið að jarð-
varmavirkjunin
væri á einu af sjö háhitasvæðum sem
hafa verið rannsökuð á miðju Ind-
landi. Um litla virkjun verður að ræða
sem hugsuð er sem tilraunavirkjun á
sviði jarðvarmans. Hafa Indverjar að
sögn Össurar óskað eftir að samning-
ur verði gerður milli íslenskra og ind-
verskra stjórnvalda sem gefi heimild
til að kaupa þjónustu af ÍSOR, Ís-
lenskum orkurannsóknum. „Þeir vilja
síðan fá íslenskt orkufyrirtæki í sam-
starf við að reisa fyrstu jarðvarma-
virkjunina á Indlandi,“ segir Össur,
sem ákveðið hefur að þekkjast boð
Indverja um að koma og ganga frá
samstarfssamningi landanna.
Össur
Skarphéðinsson
Í HNOTSKURN
»Fyrirhugaður samstarfs-samningur gengur m.a. út
á að Indverjar fái aðgang að
íslenskum sérfræðingum í nýt-
ingu jarðvarma.
»Einnig stendur til að Ind-verjar sendi framúrskar-
andi nemendur í Jarðhitaskóla
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÍSLENSK stjórnvöld greiddu alls um 270 þúsund dollara
(22 millj. ísl kr.) til tveggja bandarískra hagsmunavarða,
lobbýista, sem á árunum 2001 til 2003 voru fengnir til að-
stoðar í deilunni við bandarísk stjórnvöld um orrustuþot-
urnar á Keflavíkurflugvelli. Um var að ræða James F.
Kuhn og Sig Rogich, en um ráðningu þeirra var fjallað í
nýlegri grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings í bók
um íslenska utanríkisstefnu. Þar kom m.a. fram að lítið
hefði verið gert með ráðleggingar þessara manna.
Í kjölfar þeirra frétta óskaði Morgunblaðið eftir upp-
lýsingum frá utanríkisráðuneytinu um kostnað við ráðn-
ingu mannanna. James F. Kuhn fékk 8.000 dollara á mán-
uði á tímabilinu júlí 2001 til júní 2003, alls 192 þúsund
dollara, jafnvirði um 16 milljóna króna á núvirði. Til við-
bótar fékk Kuhn greiddan útlagðan kostnað, alls 4.600
dollara, jafnvirði um 400 þúsund kr. Heildargreiðslur til
Kuhns voru því um 196 þúsund dollarar á þessu tímabili.
Greiðslur til Sigs Rogich fóru í gegnum fyrirtækið
Berman Enterprises og námu 25 þúsund dollurum á
mánuði fyrir tímabilið mars til maí árið 2003, alls 75 þús-
und dollarar, eða rúmar sex milljónir króna á núvirði.
22 millj. til Rogich og Kuhns
Lítið var gert með ráðgjöf
bandarískra hagsmunavarða
EDEN EHF., sem rekið hefur sam-
nefndan veitinga- og ferðamanna-
stað í Hveragerði, hefur verið tekið
til gjaldþrotaskipta.
Eignir Eden voru slegnar Spari-
sjóði Suðurlands á nauðungarupp-
boði 2. júlí sl. fyrir 175 milljónir
króna. Ólafur Elísson sparisjóðs-
stjóri segir að leigusamningur við
núverandi rekstraraðila hafi verið
framlengdur og Eden sé áfram í full-
um rekstri.
Viðræður um kaup
Ólafur segir að sparisjóðurinn hafi
verið í viðræðum við ákveðinn aðila
um að kaupa Eden og ef það gangi
ekki upp verði staðurinn auglýstur
til sölu. Eden stendur á tæplega 1,2
hektara lóð í hjarta Hveragerðis og
segir Ólafur að í lóðinni séu falin
mikil verðmæti auk húsanna sem á
henni standa.
Eden í Hveragerði er einn þekkt-
asti ferðamannastaður landsins.
Þangað koma milli 300 og 400 þús-
und gestir árlega. Bragi Einarsson
stofnaði fyrirtækið sumardaginn
fyrsta 1958 og var haldið upp á 50
ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til
ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi
reksturinn.
Bjarki Már Baxter hdl. hefur ver-
ið skipaður skiptastjóri í þrotabúi
Eden ehf. og verður skiptafundur
haldinn 29. október nk. sisi@mbl.is
Eden í
Hveragerði
gjaldþrota
Á KÖFLUM rigndi í gær eins og himnarnir hefðu bók-
staflega opnast og hellt úr sér öllu vatni sem þar hefði
safnast í sumar. Alltaf er þó skin milli skúra og þá er
gott að skjóta sér eldsnöggt milli húsa. Þessi kona hafði
allan varann á og var með regnhlífina spennta.
Á morgun er spáð talsverðri rigningu um allt land
en á laugardag verður rigning um sunnanvert land-
ið, skýjað með köflum norðantil og stöku skúrir.
Þegar rignir þá verður maður votur
Allur er varinn góður
Morgunblaðið/Valdís Thor
FRAM kemur í grein Vals
Ingimundarsonar í bók-
inni Uppbrot hug-
myndakerfis: End-
urmótun íslenskrar
utanríkisstefnu 1991-
2007 að annar hags-
munavörðurinn, Sig
Rogich, sé af íslenskum
ættum og hafi upp-
haflega borið nafnið
Sigfús. Hann þykir litrík-
ur almannatengill og
varð þekktur þegar
hnefaleikakappinn Mike
Tyson réð hann árið
1997 til að bæta ímynd
sína, í kjölfar þess að
hann beit hluta af eyra
andstæðings síns. Eins
og fram kemur í svari
utanríkisráðuneytisins
til Morgunblaðsins
starfaði Rogich stutt
fyrir íslensk stjórnvöld
en hann var fyrst og
fremst ráðinn vegna
tengsla sinna við Bush-
fjölskylduna, að því er
fram kemur í grein Vals.
Þá var Rogich sendi-
herra Bandaríkjanna á
Íslandi í skamman tíma
árið 1992.
Í grein Vals segir um
ráðgjöf James Kuhns að
hann hafi mælt með því
að íslensk stjórnvöld
stofnuðu til tengsla við
bandaríska þingmenn.
Segir Valur ennfremur
að lítið hafi komið út úr
starfi Kuhns og íslensk
stjórnvöld ekki tekið
mikið tillit til ráðlegg-
inga hans þessi tvö ár.
Annar aðstoðaði Mike Tyson
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
SALURINN var þéttsetinn á opnum
fundi Guðna Ágústssonar, formanns
Framsóknarflokksins, á Húsavík í
gærkvöldi. Eins og við var að búast
vék Guðni í máli sínu mjög að fyr-
irhuguðum álversframkvæmdum við
Bakka og þeirri stöðu sem upp er
komin eftir úrskurð umhverfisráð-
herra.
Í ræðu sinni benti Guðni á að með
úrskurðinum væri verið að búa til
kreppu í Norðurþingi af mannavöld-
um. Úrskurð ráðherra kallaði Guðni
„skemmdarverk“ og sagði hana hafa
slegið á bjartsýnina sem ríkti áður í
sveitarfélaginu.
„Þetta er grafalvarleg staða sem
upp er komin,“ sagði Guðni og bætti
litlu síðar við: „Niðurstaða Þórunnar
er ómarkviss og ekki faglega tekin.“
„Þarf að berjast fyrir lífinu“
Guðni virtist í ræðunni kalla eftir
að breiðfylking Norðlendinga, allt
frá Skagafirði og til Skjálfandaflóa,
tæki höndum saman til að berjast
fyrir álveri á Bakka. Í máli Guðna
kom jafnframt fram að næstu skref
hjá Þingeyingum ættu að vera þau
að berjast fyrir því að fá að gera til-
raunaborholur. Hann hvatti undir
lokin Þingeyinga til dáða með orð-
unum: „Verið ekki andvaralaus, ver-
ið baráttuglöð. Það þarf að berjast
fyrir lífinu.“ Líkt og á fyrri fundum
hans um landið kom það skýrt fram
að skoðun Guðna væri sú að flugvöll-
urinn ætti að vera áfram í Vatnsmýr-
inni, auk þess sem hann kallaði eftir
aðgerðum frá ríkisstjórninni. „Það
er glórulaust að sitja aðgerðalaus.“
Fór mikinn Guðni í ræðustól.
Kreppa
af völdum
ráðherra
Morgunblaðið/Hafþór