Morgunblaðið - 28.08.2008, Síða 4
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„VONANDI mun hægjast á hækk-
uninni en það er svo sem ekkert sem
gefur okkur tilefni til bjartsýni,“ seg-
ir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Al-
þýðusambandi Íslands. Verðbólga á
Íslandi hefur ekki mælst hærri í rúm
18 ár, eða frá júlí 1990 þegar hún var
15,5%. Tólf mánaða verðbólga mæld-
ist 14,5% í ágústmánuði og hækkaði
um 0,9% frá fyrra mánuði.
Hækkunin kom varla á óvart, en
greiningardeildir Kaupþings og
Glitnis spáðu 1,1% hækkun vísitölu
neysluverðs í ágúst og greining-
ardeild Landsbankans spáði 1%
hækkun. „Þetta var alveg viðbúið og
heldur undir því sem menn höfðu bú-
ist við vegna veikingar krónunnar og
þeirra matvælaverðshækkana sem
átt hafa sér stað í heiminum og síðan í
lok útsalna,“ segir Hannes Sigurðs-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins. Hann vonar
jafnframt að hápunktinum sé náð.
„Það er vonandi að þetta marki end-
ann á þessum háu mánaðarlegu tölum,
að þetta fari hjaðnandi með haustinu
og við verðum fljótlega komin niður á
viðráðanlegra verðbólgustig.“
Frekari hækkanir framundan
Hækkun vísitölunnar er að mestu
tilkomin vegna 1,8% hækkunar á
mat- og drykkjarvörum, auk þess
sem verð á fötum og skóm hækkaði
um 4,7%. Bensín og olía lækkaði hins
vegar um 3,9%.
Mjög margir minni liðir hækkuðu
töluvert á milli mánaða. Henný bend-
ir á að Íslandspóstur hafi hækkað
gjaldskrá sína um síðustu mán-
aðamót og afnotagjöld Ríkisútvarps-
ins hækkuðu í ágúst.
Von er á frekari verðhækkunum og
þannig hefur Síminn boðað hækkun á
verðskrá líkt og Stöð 2. „En svo erum
við að vona að ekki komi til verð-
breytinga á skólatengdum hlutum,
s.s. dagvist og mat,“ segir Henný og
bendir á að á haustin verði gjarnan
breytingar á gjaldskrám sem upp-
færðar eru einu sinni á ári. „Það eru
þessi tómstundatengdu gjöld, t.d. hjá
tónlistarskólum og íþróttafélögum.
Við vonum að menn sýni skynsemi og
ábyrgð. Ríki og sveitarfélög ásamt
fyrirtækjum á þeirra vegum verða að
sýna samstöðu og stöðva hækkanir.
Því þó svo að þetta séu kannski litlir
liðir þá vega þeir sannarlega þungt
þegar þeir koma saman.“
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
kallar eftir samstarfi við ríkisstjórn-
ina og gagnrýnir að opinberir aðilar
kyndi undir verðbólgunni með hækk-
unum.
Gefur ekki tilefni til bjartsýni
Morgunblaðið/Golli
Fer hún lækkandi? Greiningardeildir bankanna telja stutt í að verðbólgan nái hámarki. Greiningardeild Lands-
bankans og Glitnis telja að tólf mánaða verðbólga verði um 12% í árslok. Forseti ASÍ segir ástandið skelfilegt.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,9% í ágúst frá fyrra mánuði Verðbólga ekki meiri í rúm 18 ár
Alþýðusamband Íslands segir opinbera aðila kynda undir verðbólgu og óttast frekari hækkanir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu rann-
sakar enn vítaverða aksturinn sem liðlega tví-
tugur piltur varð uppvís að á skólalóð Austur-
bæjarskóla á mánudaginn. Til skoðunar er
hvort hann verði ákærður, m.a. fyrir að
leggja líf skólabarna í hættu sem voru á
skólalóðinni. Ákæruvaldið mun einnig ákveða
hvort það krefjist þess að dómstóll geri
sportbíl piltsins upptækan. Fari svo að ákært
verði, upptökukrafa sett fram og dómstóll
samþykki hana, verður það í annað skiptið
sem slík úrslit fást fyrir dómstólum á því
rúma ári sem liðið er frá því að ákvæði, sem
heimilar upptöku ökutækja vegna alvarlegra
og ítrekaðra brota, voru sett inn í umferð-
arlög.
Fyrsta málið af þessum toga var dæmt í
Héraðsdómi Suðurlands 7. júlí sl. en þar var
mótorhjól gert upptækt með dómi og öku-
maður þess að auki dæmdur í 8 mánaða skil-
orðsbundið fangelsi. Til upprifjunar skal
nefnt að hann ók á 200 km hraða á Suður-
landsvegi, hlýddi ekki lögreglu um að stöðva,
en það alvarlegasta í málinu hlýtur að vera sú
háttsemi hans að aka yfir höfuðið á félaga
sínum sem lá í götunni eftir árekstur við bíl
augnabliki fyrr.
Ævarandi lömun og fötlun
Í dómi segir: „Í máli þessu hefur ákærði
verið sakfelldur fyrir að hafa ekið á með-
alhraðanum 192 km á klukkustund og auk
þess að hafa orðið valdur að ævarandi lömun
og fötlun manns vegna gáleysislegs og víta-
verðs aksturs. Verður að telja að skilyrði séu
fyrir hendi að taka þá kröfu ákæruvaldsins til
greina að bifhjólið verði gert upptækt til rík-
issjóðs.“
Slysið varð 11. júní 2007 og vakti mikla at-
hygli vegna afleiðinganna en ekki síður
beindist athyglin að baráttu lögreglunnar
gegn ofsaakstri og þeim úrræðum sem
ákæruvaldið hefur til að slá á þessi brot. Þeg-
ar sýslumaðurinn á Selfossi tók málið fyrir
lét hann reyna á hin nýtilkomnu upptöku-
ákvæði í umferðarlögum og fékk upp-
tökukröfu vegna annars bifhjólsins sam-
þykkta en dómurinn hafnaði kröfu um
upptöku á hjóli þess sem lamaðist. Dóminum
hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Nýmælin um upptöku ökutækja voru tví-
þætt, annars vegar að gera skuli ökutæki
upptækt að uppfylltum tilteknum skilyrðum
og hinsvegar að heimilt sé að gera ökutæki
upptækt á sömu forsendum.
Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæru-
valds í landinu og gefur út almenn fyrirmæli
um meðferð ákæruvalds og er eftirlitsaðili
með framkvæmd þess hjá lögreglustjórum.
Þegar fyrrnefnd upptökuákvæði voru sett í
umferðarlög í apríl 2007, sendi ríkissaksókn-
ari lögreglustjórum leiðbeiningar um hvenær
rétt væri að setja fram kröfu um upptöku
ökutækis. Í leiðbeiningum sagði m.a. að hafi
ökumaður stofnað lífi eða heilsu farþega eða
annarra vegfarenda í augljósan háska á ófyr-
irleitinn hátt beri að huga að kröfu um upp-
töku ökutækis. Samkvæmt því sem lögreglan
hefur látið frá sér fara um Austurbæjarskóla-
málið, er það þessi klausa ríkissaksóknara
sem augljóslega hefur verið litið til.
Mótorhjólamaður sem keyrði yfir höfuð félaga síns og örkumlaði hann var látinn sæta upptöku öku-
tækisins með dómi Upptökuákvæði ná líka til þess er ökumenn ógna lífi fólks með vítaverðum akstri
Dómstólar hafa síðasta orðið
Ógn Lögreglan lítur Austurbæjarskólamálið alvarlegum augum.
Í HNOTSKURN
»Vítaverði aksturinn við Austurbæj-arskóla er ekki fyrsta málið þar sem
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lítur
til hinna nýju ákvæða um upptöku öku-
tækja við rannsóknir á alvarlegum um-
ferðarlagabrotum.
» Hjá LRH fást þær upplýsingar aðtvívegis hefur lögreglan tengt
ákvæðin við brot í rannsókn, í fyrra
skiptið skömmu eftir innleiðingu ákvæð-
anna og síðan aftur nú.
4 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hversu mikið hefur höfuðstóllinn
hækkað á innlendu 10 milljóna
króna jafngreiðsluláni til fjörutíu
ára, sem tekið var 1. september
2007, og ber 5,40% fasta vexti?
Hjá Landsbankanum fengust þær
upplýsingar að einstaklingur með
slíkt lán þyrfti 1. september nk. að
greiða tæpar 58 þúsund krónur af
því, að því gefnu að staðið hefði ver-
ið við alla gjalddaga.
Eftirstöðvarnar af láninu væru þá
komnar upp í 11.275.825 krónur. Og
á einu ári hefur því höfuðstóll lánsins
hækkað um tæpar 1,3 milljónir
króna.
Ef sami einstaklingur hefði ekki
tekið áhættuna á vaxandi verð-
bólgu og ákveðið að taka erlent
lán, til jafns í svissneskum frönk-
um og japönskum jenum (Libor-
vextir + 1,75% álag)?
Ef fylgt er sömu forsendum og í fyrra
dæminu væri hann ekki að glíma við
verðbólguna en hins vegar gríðarlegt
verðfall krónunnar, og um næstu
mánaðamót þyrfti hann að greiða
rétt rúmlega 71 þúsund krónur í af-
borgun á láninu.
Höfuðstóllinn hefði hækkað gríð-
arlega og væri kominn upp í rúmar
13,7 milljónir króna.
S&S
2,5%
Verðbólgumarkmið
Seðlabanka Íslands
1,4%
Tólf mánaða verðbólga
í janúar 2003
1,8%
Tólf mánaða verðbólga í
mars árið 2004
11,8%
Tólf mánaða verðbólga
í apríl síðastliðnum
14,5%
Ársverðbólga í ágústmánuði
samkvæmt mælingum
Hagstofunnar