Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 8

Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐRÆÐUR velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Heilsuvernd- arstöðvarinnar / Alhjúkrunar um rekstur búsetuúrræðis með fé- lagslegum stuðningi hafa verið blásnar af. Var tillaga þess efnis samþykkt einróma á fundi velferð- arráðs í gær. Meirihluti nefndarinn- ar lagði tillöguna fram í kjölfar yf- irlýsingar viðsemjendanna. Í henni kom fram að ekki væri hægt að stað- festa að húsnæði að Hólavaði 1-11 sem ætlað var undir starfsemina væri raunverulega fyrir hendi. Velferðarráð sendi frá sér yfirlýs- ingu þessa efnis í gær. „Fyrir [velferðar]sviðið þýðir þetta það að það þarf að endurskoða málið og fara yfir það aftur,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs. Hún segir einnig að haft verði samband við þá sem buðu í verkefnið á sínum tíma og grundvöll- ur fyrir samstarfi athugaður. Reynt verður að hraða meðferð málsins hjá borginni eins og frekast er unnt. „Við verðum bara að gera það, fyrst og fremst þurfum við að huga að því fólki sem hefur þörf fyrir þetta búsetuúrræði,“ segir Jórunn. skulias@mbl.is Viðræðum um búsetu- úrræði hætt Málið tekið fyrir frá upphafi á nýjan leik ÍSLENDINGAR búa við þau lífsgæði að þurfa aldrei að sækja langt í einstakar náttúruperlur. Steinsnar frá höfuðborginni er til dæmis að finna Hengilsvæðið sem nýtur vaxandi vinsælda útivistarfólks. Í vikunni fór þar um frítt föru- neyti sænskra hestamanna sem naut þess að kynnast íslenskri náttúru af hestbaki og hvíla svo lúin bein í heitum læknum í Reykjadal, þrátt fyrir hryssingslegt veður. Eldhestar fara í reglu- lega reiðtúra um Hengilsvæðið og sækja útlendir ferðamenn mikið í þessa upplifun en að sögn Hróðmars Bjarnasonar hjá Eldhestum var þarna um óvenjustóran hóp að ræða, eða 60 manns. „Þetta er mikil upplifun fyrir fólk og greinilegt að fleiri eru að átta sig á fegurð þessa svæðis. Þegar við byrjuðum fyrst að fara þarna um sá maður ekki hræðu en nú mætum við fjöldanum öllum af fólki þarna á ferðinni.“ unas@mbl.is Hengilsvæðið heillar hestamenn sem aðra HANNA Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri segir ekki koma til greina að hús Listaháskólans rísi á reit við höfnina, í grennd við nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Ætlunin var að byggja á reitnum 16.000 fermetra viðskiptamiðstöð en nú hefur þeim framkvæmdum verið slegið á frest. Lengi voru uppi hugmyndir um að Listaháskólinn risi á þessum reit en horfið var frá þeim. haa@mbl.is Listaháskóli hreyfist ekki MAÐUR, menning og náttúra í Kanada og á Íslandi er yfirskrift sjöttu samstarfsráðstefnu Háskóla Íslands og Manitobaháskóla, sem verður haldin í Háskóla Íslands í dag og á morgun. Margir innlendir og erlendir fyr- irlesarar úr ýmsum greinum fræða og vísinda tala á ráðstefnunni. Sam- fara ráðstefnunni verður kvik- myndin My Winnipeg eftir kan- adíska kvikmyndagerðarmanninn Guy Maddin, sem er af íslenskum ættum, sýnd í Háskólabíói klukkan 14 á laugardag. George Toles, prófessor við Ma- nitobaháskóla, flytur aðalerindið. Hann fjallar um kvikmyndalist vestanhafs og ræðir sérstaklega um myndir Guys Maddins í því sam- bandi. Auk þess verður fjallað um ís- lenskar og vesturíslenskar bók- menntir, listir og náttúrusýn, notk- un hátækni í eldfjallarannsóknum og samanburð á lífsskilyrðum í Kanada og á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í aðalbygg- ingu HÍ. Hún hefst kl. 10 árdegis í dag og er öllum opin. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Fræðimaður Dr. David Arnason flytur erindi klukkan 15 í dag. Samstarfs- ráðstefna HJÁLPRÆÐISHERINN er að festa kaup á húsi 730 við Flugvall- arbraut á Keflavíkurflugvelli. Húsið er um 550 m2 og ætlar Hjálpræð- isherinn að vera þar með fjölbreytt starf í vetur. Stefnt er að því að vígja húsið og taka það formlega í notkun 28. september næstkomandi. Kapteinarnir og hjónin Ester Daníelsdóttir og Wouter van Goos- willigen eru í forystu starfs Hjálp- ræðishersins á Suðurnesjum. Þau voru foringjar í Hjálpræðishernum í Noregi um árabil en komu til starfa á Suðurnesjum fyrir einu ári. Ester sagði að í Noregi hefðu þau lagt mikla áherslu á tónlist og fjölskyldu- miðað starf. Sama áhersla verður í starfinu á Keflavíkurflugvelli. „Við verðum með söngnámskeið fyrir börn á öllum aldri. Foreldrum ungra barna verður boðið að koma með þau á söng- og leikjanámskeið og syngja með börnunum sínum. Við verðum líka með tvo barnago- spelkóra fyrir börn á grunn- skólaaldri með áherslu á tónlist, leik og dans og gospelkórinn Kick mun æfa hér.“ Síðar í vetur verður boðið upp á lessal og barnagæslu fyrir námsfólk. Prjónaklúbburinn Hekla verður með fundi vikulega þar sem rætt er um lífið, trúna og tilveruna með kaffi- sopa og stuttri hugvekju. Einnig verða þarna sunnudagaskóli og kaffihúsakirkja þar sem kirjugestir sitja við borð, drekka kaffi og ræða málin. Nýlega kom út diskurinn Gospelgleði þar sem börn syngja gospeltónlist. Hann verður seldur til styrktar þessu starfi Hjálpræð- ishersins. gudni@mbl.is Aftur her á Keflavíkurvelli  Hjálpræðisherinn er að kaupa hús á Keflavíkurflugvelli  Engar heræfingar á dagskrá en því fleiri söngæfingar  Barnagæsla fyrir námsfólk í vetur Ljósmynd/Úr einkasafni Foringjar Ester og Wouter leiða starf hersins á Suðurnesjum. Í HNOTSKURN »Hjálpræðisherinn hefurstarfað á Íslandi frá 1895. Þá hafði herinn starfað í 30 ár frá því William Booth hóf starf í fátækrahverfum Lundúna. » Ísland er sjálfstæð eininginnan umdæmis hersins á Íslandi, í Noregi og Færeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.