Morgunblaðið - 28.08.2008, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 11
FRÉTTIR
FLESTIR nefndarmenn samgöngu-
nefndar Alþingis gistu á hótelinu
Kríunesi við Elliðavatn á kostnað Al-
þingis í ferð um höfuðborgarsvæðið í
síðustu viku. Þetta gerðu þingmenn
frá höfuðborgarsvæðinu og þing-
menn utan af landi, en þeir síðar-
nefndu fá almennt styrk til að halda
heimili í Reykjavík ef þeir halda
heimili úti á landi.
Meginregla Alþingis er sú að þing-
ið greiðir ekki fyrir kostnað við gist-
ingu þingmanna í eigin kjördæmi né
í Reykjavík nema um sé að ræða
skipulagða ferð. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir, formaður samgöngu-
nefndar, segir nefndina hafa farið í
ferðina til að skoða samgöngumann-
virki. Þau hafi nýtt daginn í skoð-
unarferðir og fundað um kvöldið í
Kríunesi. Þar hafi flestir nefndar-
menn gist og fundað daginn eftir.
Aðspurð um tilgang gistingarinn-
ar segir hún að það hafi verið sitt
mat og annarra að heppilegt hafi
verið að gista um kvöldið vegna
fundarins daginn eftir. Spurningu
hvort ekki hefði mátt spara ríkinu
pening með því að láta fólk gista
heima svarar hún svo: „Það má
kannski til sanns vegar færa í þessu
tilfelli, en þarna vorum við með fund
um kvöldið og strax morguninn eftir
og tókum einfaldlega þá ákvörðun að
vera þarna á staðnum líkt og við
værum í ferð annars staðar.“
12.000 krónur á mann
Steinunn Valdís vissi ekki hver
kostnaður við gistinguna var. Það
vissi aftur á móti Karl M. Kristjáns-
son, aðstoðarskrifstofustjóri Alþing-
is; hótelkostnaðurinn hefði verið 12
þús. kr. á mann. Þá greiddi Alþingi
96 þús. kr. matarreikning fyrir 13
fundarmenn. Árni Johnsen, Árni Þór
Sigurðsson, Guðjón A. Kristjánsson,
Herdís Þórðardóttir, Karl V. Matth-
íasson og Ólöf Nordal nýttu sér gist-
inguna. Ármann Kr. Ólafsson fór
ekki í ferðina og Steinunn Valdís og
Guðni Ágústsson gistu heima.
Reikningur til
skattgreiðenda
Samgöngunefndarmenn gistu á Kríunesi
ættismenn
Reykjavík-
urborgar. Síðan
þá hefur mikið
vatn runnið til
sjávar.
Ávallt hefur þó
samstaða ríkt á
vettvangi borg-
arstjórnar um
mikilvægi slíkra
reglna, eins og
fram kemur í samþykkt borg-
arstjórnar frá 5. júní 2007.
Þá var stjórnkerfisnefnd falið að
hafa umsjón með staðfestingu siða-
reglna og taka afstöðu til hugmynda
um svonefnda siðanefnd. Hún átti
ennfremur að útfæra reglur um
gjafir, boðsferðir og birtingu upplýs-
inga um þær. Í kjölfarið var sam-
þykkt á fundi 24. október 2007 að
stofna sérstaka ritstjórn starfs- og
siðareglna fyrir borgarstjórn
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
TILLAGA þess efnis að skipa fimm
manna starfshóp til að ljúka gerð
siða- og starfsreglna fyrir kjörna
fulltrúa og embættismenn Reykja-
víkurborgar verður tekin fyrir á
fundi borgarráðs í dag. Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri leggur
tillöguna fram.
Töluverð undirbúningsvinna hef-
ur farið fram innan borgarkerfisins
við mótun siðareglna, meðal annars
með aðstoð frá Siðfræðistofnun Ís-
lands, og lengi hefur staðið til að
setja slíkar reglur.
Lengi á floti í kerfinu
Borgarráð samþykkti fyrst á
fundi sínum 2. desember árið 2003
að fela stjórnkerfisnefnd að kanna
kosti þess að setja siða- og starfs-
reglur fyrir kjörna fulltrúa og emb-
Reykjavíkur undir forystu Guð-
mundar Steingrímssonar, aðstoð-
armanns Dags B. Eggertssonar, þá-
verandi borgarstjóra. Sú ritstjórn
lauk ekki störfum og leggur því
borgarstjóri nú til að skipaður verði
fimm manna starfshópur, með
fulltrúum meirihluta og minnihluta,
til að ljúka því verki.
Tímarammi á verkið
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir
að nú verði tímarammi settur á
verkið.
„Ætlunin er að byggja á þeirri
vinnu sem þegar hefur verið unnin í
borgarkerfinu; bæði undirbúnings-
vinnu af hálfu borgarinnar og þeirri
vinnu sem hefur verið unnin á veg-
um Sambands íslenskra sveitarfé-
laga. Við setjum tímaramma á verk-
ið til að ljúka því sem fyrst og gerum
ráð fyrir að hópurinn klári vinnu
sína fyrir 1. desember.“
Siðareglurnar við
sjóndeildarhringinn
Fimm manna starfshópur skipaður til að ljúka gerð þeirra
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
LAGNING sæstrengsins Danice, sem liggur milli Ís-
lands og Danmerkur, er að hefjast. Byrjað verður á
næstu dögum Danmerkurmegin; á vesturströnd Jót-
lands, og upp úr miðjum september er von á skipi frá
Bandaríkjunum til að byrja frá Íslandsströndum, nánar
tiltekið frá Landeyjum. Þar var nýlokið við að byggja og
ganga frá landtökustöð sem er töluvert mannvirki, tæpir
400 fermetrar að flatarmáli. Munu þessir strengir sam-
einast norður af Færeyjum í nóvember og áætlanir gera
ráð fyrir að Danice verði tekinn í gagnið snemma á næsta
ári. Er strengurinn alls 2.250 km langur.
Lagning strengsins er á vegum eignarhaldsfélagsins
Farice, sem rekur samnefndan streng, og bandaríska
fyrirtækisins Tyco Telecommunications. Leggur síðar-
nefnda félagið til skip og ýmsan annað búnað.
Samband til Grænlands og áfram vestur
Á sama tíma er Tele Greenland að leggja sæstreng frá
Íslandi til Nuuk á Grænlandi og þaðan til Nýfundnalands
í Kanada. Hann tekur hér land á sama stað og Danice og
notast við sömu landtökustöð og endabúnað í Landeyj-
um. Hafa samningar tekist milli Farice og Tele Green-
land um notkun á strengnum vestur um haf og Græn-
lendingar munu svo einnig njóta góðs af
Danice-strengnum til Evrópu.
Fjarskiptafyrirtæki og fjárfestar sem undirbúa rekst-
ur gagnavera hér á landi binda miklar vonir við þessa sæ-
strengi. Telja að þeir muni einnig nýtast sem varaleið
fyrir fyrirtæki sem nota strengi frá Bandaríkjunum til
Bretlands, t.d. ef hryðjuverkaógn er til staðar. Með til-
komu Danice mun gagnaflutningsgeta til og frá landinu
aukast verulega. Afkastageta Farice-1-sæstrengsins er
allt að 720 gígabæti á sekúndu en Danice mun geta flutt
allt að 5.100 Gb/sek. Sjálf notkunin er enn sem komið er
langtum minni, er nú um 20 Gb/sek með Farice og verður
um 100 gígabæti um Danice. Þá er verið að auka flutning-
inn um Farice í 100 Gb/sek.
Flutningsgeta grænlenska strengsins er allt að 1.900
Gb/sek og telur Guðmundur Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Farice, að sá strengur ætti að gagnast vel næstu
árin, m.a. þeim bandarísku aðilum sem áforma rekstur
gagnavers hér á landi. Sömu aðilar telja þann streng hins
vegar ekki duga og vilja leggja annan sem liggur beint
milli Íslands og austurstrandar Bandaríkjanna.
Lagning sæstrengsins
Danice að bresta á
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice,
segir aðspurður að fyllsta öryggis sé gætt á nýju
landtökustöðinni í Landeyjum, þar sem Danice-
strengurinn og sá grænlenski koma í land. Hið
sama eigi við um landtökustöðvar á hinum endum
strengjanna. Meðal annars hafi verið farið eftir
ströngustu kröfum gagnaveranna. Aðgangur að
húsunum sé takmarkaður og þau þoli að vera lengi
án rafmagns. Vöktun fari fram þó að hún sé ekki
mönnuð. Er sú þjónusta leigð af Mílu.
Fyllsta öryggis gætt á endastöð
!
"! #$%
!
&'
%( !
"%!
! " #$
% & &
# (
!
)
% *
Miele þvottavél verð frá kr.:
109.995
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
Sportlínan
frá Miele
Miele þvottavélar eru allar með íslensku
stjórnborði, íslenskum leiðbeiningum, stóru
hurðaopi og tuttugu ára endingu.
Hreinn sparnaður
2.000
Neytenda-
stofnanir
Aðrir
framleiðendur
Miele
0
4.000
6.000
8.000
10.000
Klst.
3.800
klst.
4.500
klst.
6.000
klst.
10.000
klst.
A B
20 ára líftími = 10.000 klst.
Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur