Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 15

Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 15 MENNING LOKAHNYKKURINN á tónleika- ferðalagi þeirra Melkorku Ólafs- dóttur flautuleikara og Elfu Rúnar Kristinsdóttur fiðluleikara verður í kvöld þegar þær halda tvöfalda tón- leika í Langholtskirkju í Reykjavík. Þær hafa undanfarinn hálfan mánuð ferðast um landið og spilað í kirkjum til þess að minna á hlutverk þeirra í tónlistarlífi landsins. „Það er búið að vera yndislegt að ferðast um og spila í öllum þessum fallegu kirkjum. Hugmyndin með þessu ferðalagi var að heiðra þeirra hlutverk nú þegar tónlistarhúsið er að rísa,“ segir Mel- korka. Þær kirkjur sem fyrir valinu urðu eiga það sameiginlegt að vera með öfluga tónlistardagskrá, t.d. Bláa kirkjan á Seyðisfirði og Skál- holtskirkja. Allar einleiks- fantasíurnar Á tónleikunum í kvöld munu þær Melkorka og Elfa flytja allar ein- leiksfantasíur Telemanns bæði fyrir fiðlu og flautu. „Hann skrifaði tólf einleiksfantasíur fyrir flautu sem eru mikið spilaðar og þykja krefj- andi stykki, sérstaklega ef maður spilar þær allar eins og ég ætla að gera á morgunn. Svo skrifaði hann líka tólf stykki fyrir fiðlu og sembal sem eru minna spiluð, en eru mjög falleg og ekkert síður krefjandi.“ Hluti af efnisskrá tónleikanna verð- ur tekinn upp fyrir Ríkisútvarpið og leikinn á aðfangadag. Aðgangur er ókeypis á báða tón- leikana og hefjast þeir fyrri klukkan 18 og þeir seinni klukkan 20:30. Gert er ráð fyrir rúmlega hálftíma matar- hléi á milli þeirra fyrir þá sem vilja sækja þá báða. gunnhildur@mbl.is Síðasta kirkjan heiðruð Einleikarar Elfa Rún og Melkorka segja yndislegt að spila í kirkjunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Frikki Alexander Hampar silfrinu stoltur. Faðmlag Sigfús Sigurðsson og Bjarni Frostason flugstjóri. Ljósmynd/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.