Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 17
ERLENT
FRÉTTASKÝRING
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
FLOKKSÞINGI bandaríska demó-
krataflokksins lýkur í kvöld með
ræðu forsetaframbjóðanda flokksins,
Baracks Obama. Flokkurinn hefur
þá fengið fjögurra daga fjölmiðlaat-
hygli, sem ætlað var að nýta m.a. til
að vekja athygli á stefnu Obama og
draga úr trúverðugleika mótfram-
bjóðanda repúblikana, Johns
McCains.
Eiginkona Obama, Michelle, hélt
tilfinningaþrungna ræðu fyrsta
kvöldið og öldungardeildarþing-
maðurinn Edward Kennedy einnig.
Þeim voru gerð góð skil af fjölmiðlum
en aðrir mælendur sem ræddu mál-
efni Obama og settu hann fram sem
lausn við vandamálum landsins,
fengu fremur litla athygli.
Clinton-hjónin áberandi
Hillary Clinton flutti ræðu á
þriðjudagskvöld og hvatti stuðnings-
menn sína til að sameinast að baki
Obama, hún sagðist sjálf vera „stolt-
ur stuðningsmaður Baracks Obama.“
Clinton-hjónin hafa verið fyrirferða-
mikil á þinginu en Bill Clinton hélt
ræðu í gær. Áberandi þátttaka Clin-
ton-hjónanna þykir jafnt af stuðn-
ingsmönnum Obama sem Clinton
hafa truflað fókusinn og beint óþarfa
athygli að meintum særindum
hjónanna í garð Obama vegna naums
sigurs hans í frambjóðendaslagnum.
Mælendur á þinginu hafa margir
farið þá leið að tengja McCain við
Bush og halda því fram að nái Mc-
Cain kjöri muni stefna Hvíta hússins
haldast óbreytt. Þingmaður Illinois í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings, Rahm
Emanuel, nefndi t.d. McCain þrisvar
á nafn, Bush og McCain saman þrisv-
ar sinnum og Bush 10 sinnum í ræðu
sinni; áhrifamestu skot hans voru
ætluð Bush forseta.
Fréttaskýrendur hafa haldið því
fram að með því að tengja McCain
beint við Bush og óvinsæla stefnu
hans m.a. í efnahagsmálum, mál-
efnum Írak og innanríkismálum, sé
ætlunin að hæfa McCain án þess þó
að gagnrýna hann beint, því það gæti
haft öfug áhrif að gagnrýna 71 árs
gamla stríðshetju úr Víetnamsstríð-
inu.
Til að færa rök fyrir stuðningi
McCains við Bush hefur m.a. verið
vitnað til rannsóknar Congressional
Quarterly. Þar kemur fram að
McCain greiddi atkvæði með laga-
frumvörpum samkvæmt stefnu Bush
í 90% tilvika frá árinu 2001 og árið
2007 í 95% tilvika.
McCain hefur þótt reyna að slá á
þessa gagnrýni og birtist æ sjaldnar
með forsetanum á opinberum vett-
vangi. Sex af hverjum 10 fullorðinna í
Bandaríkjunum telja þó að McCain
muni feta í spor Bush samkvæmt
könnun AP-fréttastofunnar og Yahoo
frá því í júní.
Clinton styður Obama full stolts
Flokksþingi demókrata lýkur í Denver
í kvöld eftir fjögurra daga fjölmiðlafár
Reuters
Fögnuður Stuðningsmenn Hillary Clinton fögnuðu henni ákaft þegar hún
gekk inn á sviðið í Denver til að halda ræðu sem lengi hafði verið beðið eftir.
LA TOMATINA-hátíðin er haldin
árlega í bænum Buñol á Spáni, síð-
asta miðvikudag í ágústmánuði.
Tugþúsundir gesta frá öllum
heimshornum flykkjast til hátíðar-
innar þar sem slegist er heiftarlega
með tómata að vopni.
Að morgni fyrsta dags sturtar
fjöldi flutningabíla tonnum of-
þroskaðra tómata á aðaltorg bæjar-
ins og eftir að merki hefur verið
gefið með risavöxnum vatnsbyssum
má slagurinn hefjast. Þátttakendur
eru hvattir til að klæðast sundgler-
augum og hönskum, þeim er einnig
skylt að merja tómatana í öryggis-
skyni áður en þeim er hent í næsta
mann.
Uppruni hátíðarinnar, sem á
sögu sína að rekja til 5. áratugar-
ins, er á huldu en um hann eru uppi
margvíslegar getgátur. Hún var
bönnuð á tímum einræðisherrans
Franco en tekin upp að nýju á 8.
áratugnum. jmv@mbl.isAP
Tómata-
slagur með
langa hefð
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
RÁÐAMENN í Rússlandi sökuðu í
gær aðildarríki Atlantshafsbanda-
lagsins um að magna spennuna
vegna deilunnar um Georgíu með því
að senda herskip á Svartahaf.
Rússneskir embættismenn sögð-
ust hafa gert sérstakar ráðstafanir
til að fylgjast með herskipum NATO
á Svartahafi eftir að bandarískt her-
skip sigldi til Georgíu í gær. Banda-
ríkjastjórn segist hafa ákveðið að
senda alls þrjú herskip með hjálpar-
gögn til Georgíu en Rússar segja það
blekkingu, herskipin séu notuð til að
senda Georgíuher vopn.
Rússnesk stjórnvöld gagnrýndu
einnig hörð viðbrögð ráðamanna á
Vesturlöndum við þeirri ákvörðun
Rússa að viðurkenna sjálfstæði Suð-
ur-Ossetíu og Abkasíu. Talsmaður
Vladímírs Pútíns, forsætisráðherra
Rússlands, réð vestrænum ríkjum
frá því að reyna að einangra Rússa.
„Það hefði ekki aðeins neikvæð áhrif
á Rússland heldur myndi það einnig
örugglega skaða efnahagslega hags-
muni ríkjanna,“ sagði talsmaðurinn.
Sakaður um hræsni
David Miliband, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði að ekki væri
hægt að einangra Rússland þar sem
landið væri orðið mjög mikilvægur
þáttur í hagkerfi heimsins. Miliband
hvatti hins vegar Evrópusambandið
og NATO til að sýna festu í deilunni
við Rússa, styrkja bandamenn sína í
grennd við Rússland og gera ráð-
stafanir til þess að tryggja að Evr-
ópuríki yrðu ekki eins háð olíu og
jarðgasi frá Rússlandi og nú.
Miliband var í heimsókn í Úkra-
ínu, sem vill fá aðild að NATO eins
og Georgía. Sergej Lavrov, utanrík-
isráðherra Rússlands, gagnrýndi
ummæli Milibands, sagði þau „óvið-
eigandi“ og „hræsnisfull“. „Það er
undarlegt að Bretar skuli gagnrýna
aðgerðir okkar til að vernda réttindi
borgara okkar við landamæri okkar
þegar tillit er tekið til aðgerða Breta
sjálfra á Falklandseyjum, sem eru
hinum megin á hnettinum.“
Rússneska ríkisdagblaðið Rossís-
kaja Gazeta varaði við því í gær að
viðurkenningin á sjálfstæði Suður-
Ossetíu og Abkasíu gæti orðið til
þess að Rússar einangruðust ef eng-
in önnur lönd færu að dæmi þeirra.
Viðurkenningin gæti einnig orðið
vatn á myllu aðskilnaðarsinna í
Kákasushéruðum Rússlands.
Mótmæla herskipum
NATO á Svartahafi
Stjórnvöld í Moskvu saka Vesturlönd um að magna spennuna
Í HNOTSKURN
» Um 48% Rússa telja aðspennan milli Vesturlanda
og Rússlands hjaðni en 35%
óttast að nýtt kalt stríð sé haf-
ið, samkvæmt nýrri könnun.
» Um 87% Rússa styðja þáákvörðun að beita hernaði
til að verja Suður-Ossetíu og
54% sögðu að halda bæri hern-
aðinum áfram.
!
"#$% &
'
()'
! "!#$!
#%&%'()##*+$!
), ! "!#$!
!
- .
/.0 1
1
21
" # $
%
'3## 4 !56
" $&!
!
*+,-.*
/0+12*.3
+7 /'45
,*)', $ !
%
/'45
!# &
'
-!
!1 #%&%'(
)##*+$!
'()
!
& - .
/.0 88 1
91
Stokkhólmur. AFP. | Öldruð kona mis-
skildi leiðbeiningar þegar hún inn-
ritaði sig í flug á Arlanda-flugvelli í
Stokkhólmi og féll niður farangurs-
rennu eftir að hafa lagst á færi-
bandið í stað þess að leggja farang-
urinn á það.
Konan er 78 ára gömul og varð
ekki fyrir alvarlegum meiðslum.
Starfsmenn flugvallarins komu
henni til hjálpar þegar hún birtist á
færibandi í farangursafgreiðslu
vallarins. Hún átti bókað flug til
Þýskalands og komst þangað þrátt
fyrir þessa hrakfallasömu byrjun á
ferðalaginu. bogi@mbl.is
Skellti sér á
færibandið
ROBERT Mugabe, forseti Sim-
babve, kvaðst í gær ætla að mynda
nýja ríkisstjórn án stjórnarandstöð-
unnar þótt hann hefði samþykkt áð-
ur að deila völdunum með henni.
„Það er greinilegt að MDC [stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn] vill
ekki vera með í þessu,“ höfðu ríkis-
fjölmiðlar landsins eftir Mugabe.
Gangi þetta eftir er líklegt að ekk-
ert verði af viðræðum við MDC um
stjórnarsamstarf. bogi@mbl.is
Mugabe boðar
nýja stjórn