Morgunblaðið - 28.08.2008, Síða 18
ÞAÐ SEM FAGMAÐURINN NOTAR!
H L E Ð S L U
BORVÉL
• Ákaflega létt og einstakt jafnvægi
• Án kola, níðsterkur EC-TEC mótor
• FastFix smellupatrónur
• 42 gírar með nákvæmari
átaksstillingu og rafeindastýrðu
„cut-out“ sem eykur endingu
|fimmtudagur|28. 8. 2008| mbl.is
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur
gudrunhulda@mbl.is
Í
bíóferð á dögunum var
miðaverð á stórmyndina um
Leðurblökumanninn, The
Dark Knight í SAMbíó-
unum í Kringlunni, 1.050
kr, þótt almennt miðaverð í
verðskrá væri þúsund krónur. Þeg-
ar leitað var eftir ástæðu fyrir
hækkun miðaverðs fengust þau
svör að 50 kr. væru lagðar á
verðið vegna þess að myndin
væri lengri en 150 mínútur.
„Almennt miðaverð er þús-
und krónur. Öryrkjar og ellilíf-
eyrisþegar 750 krónur. Börn 8-
12 ára 750 krónur. Börn 7 ára og
yngri 550 krónur. Fimmtíu króna
álag leggst á alla verðflokka á
myndir í digital. Tvöhundruð
króna álag leggst á alla verðflokka
mynda sem sýndar eru í digital þrí-
vídd. Sparbíó mun hækka úr 450
krónum í 550 krónur.“ Svohljóðandi
er símsvari SAMbíóanna, sem rekur
kvikmyndahús í Álfabakka, í Kringl-
unni, á Akureyri, í Keflavík og á
Selfossi. Á upptalningunni er ljóst
að miðaverð í kvikmyndahús í dag
er ekki einfalt. Sérstaklega ef haft
er í huga að upptalning þessi er ekki
tæmandi. Miðaverð á íslenskar
myndir er undanskilið í verðlist-
anum, miðaverð á netinu er lægra
og miðaverð í VIP-salinn er ekki
nefnt.
Svo er það lengd kvikmyndanna.
Þarf að sleppa sýningu
„Þegar myndir eru lengri en 150
mínútur þurfum við að sleppa sýn-
ingu. Við hækkum miðaverð til að
jafna möguleika hennar gagnvart
styttri myndum, það hefur gerst að
þegar myndir eru mjög langar þá
hjálpar aukaálagið til við að halda
myndinni í sýningu,“ segir Ingi Úlf-
ar Helgason, upplýsingafulltrúi
SAMfélagsins. „Þetta er álag sem
leggst á allar myndir, sama hvað
þær heita,“ segir Ingi Úlfar.
Samkvæmt þessu er verið að láta
neytandann borga sem samsvarar
einni sýningu sem fyr-
irtækið verður af vegna
lengdar myndarinnar.
Fyrir fimm árum var síðasta
kvikmynd í Hringadróttinssögu
þríleiknum, The Return of the King,
sýnd í kvikmyndahúsum. Þótt lengd
myndarinnar sé skráð 201 mínúta á
kvikmyndavefnum Internet Movie
Database (imdb.com) voru við-
skiptavinir ekki látnir greiða hærra
verð.
Við frekari eftirgrennslan á
imdb.com sést að The Dark Knight
er 152 mínútur.
Spurður hvort ekki hefði verið
nær að stytta hléið um tvær auka-
mínútur svarar Ingi Úlfar. „Með því
að stytta hléið styttum við af-
greiðslutíma í sjoppunni og ég held
að ekki yrðu allir viðskiptavinir sátt-
ir við það.“
Þegar kannað var miðaverð í
Laugarásbíói og kvikmyndahúsum
Senu, sem rekur Smárabíó, Há-
skólabíó, Regnbogann og Borgarbíó
á Akureyri kom í ljós að í kvik-
myndahúsum Senu leggst 100 krónu
álag á miðaverð á myndir í stafræn-
um gæðum.
Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstr-
arstjóri kvikmyndahúsa Senu, segir
að þrátt fyrir það geti neytandinn
valið hvort hann vilji horfa á kvik-
myndina í stafrænum gæðum eða
ekki. „Við sýnum myndirnar í báð-
um gæðum en þó ekki alltaf í sama
húsinu.“
Þess konar reglur eru einnig við-
hafðar í SAMbíóunum.
Erfitt að meta hvar tap byrjar
Ekki tíðkaðist hins vegar að
hækka verðið vegna lengdar mynd-
ar í kvikmyndahúsum Senu. „Til að
reyna að hafa verðlagningu sem ein-
faldasta höfum við ekki farið út í
þess konar verðlagningar. Auk þess
teljum við það ekki rétt, enda er erf-
itt að meta þau viðmið hvar fyrir-
tækið er byrjað að tapa á sýningu
lengri myndar.“
Hjá Laugarásbíói fer miðaverð
hins vegar aldrei yfir þúsund krón-
ur að sögn Magnúsar Geirs
Gunnarssonar framkvæmdastjóra
Laugarásbíós. „Okkur hefur ekki
fundist réttlætanlegt að hækka verð
á mynd vegna lengdar hennar eða af
því að hún sé í stafrænum gæðum.“
Hjá öllum þremur aðilum er
miðaverð á íslenskar myndir hærra
og ástæða þess er að sögn Jóns Ei-
ríks sú að framleiðendur myndanna
geri ákveðna kröfur á bíóhúsin um
tekjur af sýningum og þess vegna
verði kvikmyndahúsin að hafa miða-
verð hærra.
Morgunblaðið/Þorkell
Í bíó Það kostar ekki alltaf það sama í bíó og miðinn er til dæmis ódýrari ef hann er keyptur á netinu.
Sýningin tveimur
mínútum of löng
Hjá Neytendastofu fengust þau svör að verðlagning væri frjáls en
gerðar væru kröfur um að vörur væru rétt verðmerktar og að verð-
merkingarnar væru skýrar.
Samkvæmt reglum Neytendastofu nr. 725/2008 um verð-
merkingar og aðrar verðupplýsingar stendur: „Kvik-
myndahúsunum ber að taka sérstaklega fram þegar
kvikmynd er auglýst ef verð á aðgöngumiða þeirrar
kvikmyndar er hærra en almennt verð aðgöngumiða
kvikmyndshússins.“
Samkvæmt því ættu auglýsingar kvikmyndahúsanna
að upplýsa neytandann um aukaálögur á miðaverð í
auglýsingum sínum ef svo ber við.
Krafa um réttar verðmerkingar
Verðskrá kvikmyndahúsa yfir bíómiða ekki alltaf einföld
Fáðu úrslitin
send í símann
þinn
daglegtlíf