Morgunblaðið - 28.08.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 21
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi Ísland er sannarlega eins og lítil þúfa í samfélagi þjóðanna. Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari fékk viðeigandi meðferð í gær. Húrra fyrir Guðmundi!
Frikki
Blog.is
Sigurjón Þórðarson | 27. ágúst
Bannað að veiða-og-
sleppa frá og með 1.
september
Ég er ekki mikill lax-
veiðimaður, þeir eru ekki
margir sem ég hef dregið
á land en þó fylgist ég
með öðru auganu með
laxveiðum. Það tíðkast
ákveðnar tískusveiflur í
þessu, sumum þykir t.d. ótækt að veiða
með maðki eins og Atli Gíslason fékk að
kenna á en hann var sakaður um að hafa
misnotað maðkinn með þeim hætti.
Flugan þykir virðulegra drápstæki en nú
í seinni tíð hefur borið á nýrri tískubylgju
á Íslandi, þ.e. að veiða-og-sleppa.
Meira: sigurjonth.blog.is
Ómar Ragnarsson | 27. ágúst
Viðeigandi að heiðra
Hafnarfjörð
Ég legg til að silfurmenn-
irnir frá Peking aki eftir
herlegheitin í Reykjavík til
Hafnarfjarðar og heiðri
þessa Mekku handbolt-
ans á Íslandi með því að
fara fram hjá borðunum sem þar átti að
setja upp í góðri trú.
Að öðru leyti er ég áfram þeirrar
skoðunar sem ég set fram í pistli hér á
undan með upptalningu á nokkrum
þeirra sem komu til landsins í Reykjavík:
Friðrik 8., Kristján 10., Halldór Laxness,
Nelson, Lindberg, Balbo, …
Meira: marragnarsson.blog.is
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 27. ágúst
Spilltir laxar
Stundum er gott að hafa hlutina eins ein-
falda og mögulegt er. Í
stjórnmálum eru hlutirnir
sjaldnast einfaldir, í hverju
máli eru margar skoðanir
og stundum fleiri heldur
en er málaflokknum hollt.
Á þessu held ég að sé þó
ein undantekning - það er þegar kemur
að siðareglum fyrir stjórnmálamenn.
Það eru fáir stjórnmálamenn sem
myndu andmæla slíku opinberlega -
enda allur almenningur eindregið á því
að stjórnmálamenn eigi að vera heið-
arlegir.
Meira: bryndisisfold.blog.is
VERÐLAG á ólög-
legum vímuefnum hef-
ur verið kannað með
kerfisbundnum hætti
hjá SÁÁ í rúmlega
átta ár. Þannig hafa
sjúklingar sem lagst
hafa inn á sjúkrahúsið
Vog svarað spurn-
ingalistum um hvort
þeir hafi keypt ólögleg
vímuefni síðastliðnar
tvær vikur og þá hvaða
verði. Þessi verðkönnun ætti að gefa
raunsanna mynd af verðþróun á hin-
um ólöglega vímuefnamarkaði á Ís-
landi sem virðist vera það stór að
meiriháttar haldlagning efna og
krafa um þyngingu dóma koma ekki
fram í hækkuðu verði.
Leiða má líkur að því að framboð
á vímuefnum sé mikið og stöðugt á
Íslandi þrátt fyrir og kannski vegna
mikillar fjölgunar vímuefnafíkla.
Birtingamynd þessa er svo auðvitað
bæði í rúmlega tvöföldun fíkniefna-
brota sem koma til kasta lögreglu og
stöðugri fjölgun þeirra sem koma til
meðferðar.
Hagfræðin segir okkur með eftir-
spurnarlögmálinu að öðru óbreyttu
er eftirspurn minni eftir því sem
verðið er hærra. Þar koma þó einnig
til aðrir þættir, en þeir sem mikil-
vægastir eru og hafa mest áhrif í til-
felli verðs á vímuefnum eru breyt-
ingar á eftirspurðu magni (ef
eftirspurn eykst er fólk tilbúið að
borga meira fyrir vöruna), fjöldi
kaupenda og framboð efna.
Nú getur margt haft áhrif á fram-
boð efna, t.d. hversu auðvelt er að
koma þeim á markað og til neyt-
enda. Í tilfelli vímuefna þá eru toll-
gæsla og löggæsla hluti af áhættunni
við viðskiptin og líklega er umtals-
vert áhættuálag á því fjármagni sem
til kaupanna fer. Þannig ætti öflug
löggæsla og þungir dómar að hafa
áhrif á framboð efna og koma til
hækkunar á verði vímuefna. Við vit-
um samt að þeir sem eru fíknir í
vímuefni hegða sér ekki skyn-
samlega. Þannig hefur verið á það
bent að þeir sem vinna við sölu og
dreifingu á vímuefnum í
Bandaríkjunum búa
gjarnan heima hjá
mæðrum sínum því
laun þeirra eru undir
þeim töxtum sem unnið
er eftir hjá McDonalds
og lífslíkur eru eitthvað
lakari en á dauðadeild-
um fangelsa þar.
Málið er nefnilega
það að flestir sem vinna
við þessa starfsemi eru
vímuefnafíklar og eru
eingöngu að reyna að
fjármagna eigin neyslu.
Þannig þarf sá sem fíkinn er í am-
fetamín að selja 10 grömm af hassi
til þess að fjármagna dagsneyslu
sína. Lífslíkur íslenskra amfetamín-
fíkla eru ágætar miðað við kollega
þeirra í Bandaríkjunum, svo dæmi
séu nefnd, en afleitar ef miðað er við
jafnaldra þeirra á Íslandi. Þannig
vitum við við skoðun á afdrifum
þeirra sem greindust amfetamínfíkl-
ar fyrir 10 árum að 8% eru látnir og
fjölmargir hinna lifandi hafa lifrar-
bólgu C. Þetta er því ekki lífvæn-
legur atvinnuvegur og ættu hinar
háskalegu vinnuaðstæður að hafa
áhrif til vöruverðshækkana.
Ef litið er til talna úr gagnagrunni
SÁÁ sem árlega eru birtar í því
grundvallarriti sem ársrit SÁÁ er,
þá má sjá að frá árinu 2001 hefur
fjöldi örvandi vímuefnafíkla farið úr
400 og í 650 eða fjölgað um rúmlega
60%. Nýjum örvandi vímuefnafíkl-
um hefur einnig fjölgað umtalsvert
eða um 50% í rúmlega 300. Þannig
er ljóst að eftirspurn hefur aukist
umtalsvert og hún togar sífellt meira
efni inn í landið. Hin aukna eftir-
spurn ætti aftur á móti að koma til
verðhækkana þangað til jafnvægi
hefði náðst á milli framboðs og eft-
irspurnar. Eftirspurn eftir örvandi
vímuefnum er í hámarki á Íslandi,
vinnuaðstæður eru slæmar og fórn-
arkostnaður hár. Við slíkar að-
stæður ætti verð efnanna að vera í
hámarki. Hið háa verð myndi svo
draga úr fýsileika þess að nota efnin
sem aftur myndi draga úr fjölda
þeirra sem þróa með sér sjúkdóm
fíknar í örvandi vímuefni. Til þess að
skoða hvort það sé að gerast, þ.e.
hvort verð á örvandi vímuefnum sé
stöðugt eða fari hækkandi eða lækk-
andi er mikilvægt að bera það saman
við annað verðlag í landinu. Það
verður best gert með samanburði
við neysluvísitölu. Eðlilegt er einnig
að hafa til hliðsjónar verðbreytingar
miðað við evru enda kemur megin-
hluti amfetamíns frá Evrópu. Af
meðfylgjandi grafi, mynd 1, má sjá
að götuverð amfetamíns hefur lækk-
að talsvert bæði þegar litið er til
gengisbreytinga og breytinga á
neysluvísitölu. Þarna hefur einnig
verið settur inn punkturinn þegar
haldlögð voru um 60 kíló af örvandi
vímuefnum á Fáskrúðsfirði 20. sept-
ember 2007.
Mynd 2 sýnir sambærilegt graf
m.t.t. hass. Þegar þessi gröf eru
skoðuð má sjá að haldlagning á mjög
stórum sendingum til landsins virð-
ist ekki hafa nema lítil skamm-
tímaáhrif, þegar tekið er tillit til árs-
tíðabundinna sveiflna. Þessar
hækkanir ganga svo fljótlega til
baka. Þannig virðist markaður ólög-
legra vímuefna vera nokkuð skil-
virkur og fíkn í efnin toga fjölda
sendinga inn í landið í stað þeirra
sem haldlagðar eru. Af ofansögðu er
ljóst að mikið og stöðugt framboð er
af ólöglegum vímuefnum á Íslandi
þrátt fyrir margháttaðar aðgerðir
stjórnvalda til að draga úr innflutn-
ingi og dreifingu.
Það eru vímuefnafíklar sem eru að
selja til að framfleyta neyslu sinni og
það eru vímuefnafíklar sem standa í
innflutningi þrátt fyrir fórnarkostn-
að sem þeirri starfsemi fylgir. Eina
leiðin til þess að minnka þennan inn-
flutning og dreifingu og þar með
smithættu ungra einstaklinga er að
hafa aðgengi að góðri meðferð gott
og stöðugt.
Eftir Ara
Matthíasson
» Leiða má líkur að því
að framboð á vímu-
efnum sé mikið og stöð-
ugt á Íslandi þrátt
fyrir og kannski vegna
mikillar fjölgunar
vímuefnafíkla.
Höfundur er framkvæmdastjóri
félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ.
Verðlag og
vímuefni
Ari
Matthíasson