Morgunblaðið - 28.08.2008, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 23
Það er svo margt hægt að skrifa um
þennan mæta mann sem fallinn er í
valinn. Hann var greiðvikinn, hrein-
skilinn og umfram allt ljúfmenni. Þeir
sem voru svo lánsamir að kynnast
þessum manni urðu ríkari af göfug-
mennsku hans og hlýleika.
Jón og eiginkona hans Sigþóra eða
Þóra eins og hún er alltaf kölluð byrj-
uðu með tvær hendur tómar. Með
dugnaði stofnuðu þau Úðafoss. Þarna
voru kraftarnir ekki sparaðir og unnu
þau hörðum höndum við að koma
þessu fyrirtæki á laggirnar.
Jón og Þóra keyptu sér sumarhús á
Spáni og í einni ferðinni þangað varð
Jón fyrir því óláni að veikast og náði
sér aldrei eftir þau veikindi. Það var
mikið áfall fyrir svona duglegan mann
að þurfa að vera hjálparvana í mörg
ár. Þó svo að líkaminn væri skaddaður
þá var hugurinn skýr. Hann fylgdist
vel með þjóðmálum og hafði ákveðnar
skoðanir á flestu. Í einu spjallinu okk-
ar sagði hann að sér þætti miður hve
veikindi sín legðust mikið á konuna
sína en það hefði hann síst viljað og
henni ætti hann mikið að þakka.
Í veikindum Jóns stóð kona hans
eins og klettur við hlið hans. Aldrei
heyrði ég hana kvarta.
Tvær dætur eignuðust þau sem þau
ólu upp af ástúð og kærleika. „Ekkert
er of gott fyrir stelpurnar mínar,“
sagði Jón einu sinni við mig, þegar ég
spurði hann hvort hann dekraði ekki
of mikið við þær. Jón var líka mikill afi
og hann talaði um barnabörn sín af
stolti og kærleika.
Þegar ég kom á þeirra fallega
heimili þá var alltaf tekið á móti mér
eins og höfðingja. Vinskapur þeirra
hjóna verður mér ætíð ómetanlegur.
Öll vitum við að kallið kemur einn
daginn og eru fæst okkar viðbúin þeg-
ar það kemur. En ég hugsa að Jón
hafi verið farinn að þrá hvíldina eftir
löng og ströng veikindi og verið viðbú-
inn kallinu.
Þóra mín og aðrir aðstandendur,
Guð blessi ykkur við fráfall þessa
mæta manns.
Guð blessi minningu Jóns Lárusar
Guðnasonar.
Erla S. Sig.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Jón frændi, mig langar að
kveðja þig með nokkrum orðum, í
raun að þakka þér. Þakka þér fyrir
allar veiðiferðirnar sem við systkinin
fengum að fljóta með í. Þessar veiði-
ferðir voru okkur mikilvægar og ein-
staklega skemmtilegar. Ég beið
óþreyjufull allan veturinn eftir næstu
veiðiferð. Þá var lagt af stað snemma
morguns og stoppað í Hvalfirðinum
þar sem pylsa og kók var keypt fyrir
allt liðið og svo auðvitað fullt af
nammi. Skemmtilegast var að hlusta
á þig og pabba bulla í okkur frænk-
unum og systkinunum og ljúga okkur
full af ótrúlegum sögum eins og til
dæmis um drauginn Borgarmóra sem
átti að búa í fjallinu við veiðihúsið eða
að reykskynjarinn hefði farið í gang af
því að þið bræður höfðuð fretað svo
mikið af rúgbrauðinu sem var alltaf
keypt á leiðinni í veiðihúsið. Alltaf til-
búnir með sögurnar og aldrei hikað.
Ef maður fór eitthvað að efast þá var
það strax afgreitt: spurðu bara Benna
bróður eða spurðu bara Jón bróður.
Þessar veiðiferðir, samveran og þess-
ar frábæru sögur eru svo stór þáttur í
dýrmætum æskuminningum. Mér
finnst í raun aðdáunarvert hvað þú
varst alltaf tilbúinn að hafa okkur
krakkaskarann með, aldrei vesen og
aldrei leiðindi, bara skemmtun.
Við vorum alltaf velkomin og sam-
gangur var mikill á milli þessara
tveggja fjölskyldna. Bjuggum öll á
Grettisgötu og næstum allir fjöl-
skyldumeðlimir unnu í Úðafossi til
lengri eða skemmri tíma.
Elli frændi sagði eitt sinn að þú
værir höfðingi og þar lýsti hann þér
rétt. Ótrúlega örlátur, hjartahlýr og
hjálpsamur. Með ólíkindum barngóð-
ur, þú hafðir alltaf svo mikla þolin-
mæði.
Elsku Jón frændi, þakka þér fyrir
allar samverustundirnar og fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur systkinin.
Þakka þér fyrir þessar frábæru og
dýrmætu minningar. Þín verður
ávallt minnst.
Elsku Þóra, Gúnný, Pálmi, Íris,
Mundi og börn, megi góður guð
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og
minningin um góðan mann hjálpa
ykkur að sjá ljósið að nýju. Þín
frænka
Ágústa.
Fleiri minningargreinar um Jón
Lárus Guðnason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Búðarhóli,
Aðalgötu 22,
Ólafsfirði,
sem lést laugardaginn 16. ágúst, verður jarðsungin
frá Ólafsfjarðarkirkju 30. ágúst kl. 14.00.
Sigþór Ólason,
Valdimar Gunnarsson, Jóhanna Sæmundsdóttir,
Þorgeir Gunnarsson,
Björgvin Óli Gunnarsson, Margrét Óskarsdóttir,
Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir, Héðinn Jónasson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN BJÖRG HAFLIÐADÓTTIR,
GÍGJA,
Suðurbyggð 15,
Akureyri,
lést á krabbameinsdeild Landspítala háskólasjúkrahúss
við Hringbraut sunnudaginn 24. ágúst.
Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sigurvin Jónsson,
Sigríður Sigurvinsdóttir, Bjarni Kristinsson,
Jóna Ólafía Sigurvinsdóttir,
Ásdís Sigurvinsdóttir, Einar Birgir Kristjánsson,
Björg Sigurvinsdóttir, Stefán Þór Sæmundsson,
Trausti Sigurvinsson
og barnabörn.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓSAFAT VILHJÁLMUR FELIXSON,
Húsey,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 24. ágúst.
Útförin fer fram frá Löngumýrarkapellu
þriðjudaginn 2. september kl. 15.00.
Jarðsett verður að Víðimýri.
Inda Indriðadóttir,
Felix Jósafatsson, Baldvina G. Valdimarsdóttir,
Indriði Jósafatsson, Hrönn Helgadóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
ÓSKAR V. FRIÐRIKSSON,
Árakri 5,
Garðabæ,
sem andaðist 21. ágúst, verður jarðsunginn frá
Seljakirkju mánudaginn 1. september kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Guðlaug Þorleifsdóttir,
Stefanía Óskarsdóttir, Jón Atli Benediktsson,
Herdís Óskarsdóttir, Sæmundur Valdimarsson,
Þorleifur Óskarsson, Kristrún Lilja Daðadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma
okkar,
HERBORG ANTONÍUSARDÓTTIR
frá Núpshjáleigu Berufjarðarströnd,
Skaftahlíð 33,
andaðist að kvöldi sunnudagsins 17. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Sturlaugur Þórðarson,
Hrönn Sturlaugsdóttir, Jason Steinþórsson,
Elín Sturlaugsdóttir, Ásbjörn Ásbjörnsson,
Sturlaugur Ásbjörnsson, Hulda María Magnúsdóttir,
Sara Jasonardóttir, Garðar Guðjónsson,
Sindri Egill Ásbjörnsson,
Rakel Ásbjörnsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR
fyrrverandi mjólkurbílstjóra,
Grænumörk 3,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs á
Stokkseyri fyrir mjög góða umönnun.
Margrét Benediktsdóttir,
Ingvar D. Eiríksson, Eygló Gunnarsdóttir,
Óli Jörundsson,
Þorbjörg Henný Eiríksdóttir, Bjarni Einarsson,
Sigurður Eiríksson,
Guðmundur Eiríksson,
Benedikt Eiríksson, Helga Haraldsdóttir,
Guðrún Halldórsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR SIGURJÓNSSON
bakari,
Keflavík,
lést fimmtudaginn 14. ágúst.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 22. ágúst.
Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug.
Diljá Gunnarsdóttir, Rúnar Mogensen,
Magnús Gunnarsson,
Guðný Gunnarsdóttir, Þórarinn Ólason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkæri maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir, mágur og tengdasonur,
KRISTJÁN STEFÁNSSON,
Lindarbraut 22B,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Þorbjörg Guðrún Friðbertsdóttir,
Friðbert Elí Kristjánsson, Áslaug Ragnarsdóttir,
Karólína B. Kristjánsdóttir, Elvar Hákon Jóhannsson,
Elías Arnar og Viktoría Friðbertsbörn,
Kolbrún Guðmundsdóttir, Stefán Kristjánsson,
Arna Stefánsdóttir, Skafti Guðbergsson
og Lilja Guðrún Eiríksdóttir.✝
Eiginmaður minn,
SÆMUNDUR HELGASON
bóndi frá Galtarlæk,
sem lést laugardaginn 23. ágúst, verður
jarðsunginn frá Innra-Hólmskirkju á morgun,
föstudaginn 29. ágúst kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent
á að styrkja ,,Kærleikssjóð Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur”.
Reikn. 0327-13-300571, kt. 570904-2990.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.