Morgunblaðið - 28.08.2008, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 25
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Með þessu fallega ljóði langar
okkur að kveðja góða vinkonu. Okk-
ur er orða vant, við höfum í áratugi
ferðast saman vítt og breitt um land-
ið. Við höfum veitt saman fiska og
fugla, farið í ótaldar fjallaferðir og
átt saman ógleymanlegar stundir.
Við töldum okkur eiga svo mikið eftir
að gera saman – en enginn veit sína
ævi fyrr en öll er, hann er seigur
þessi með ljáinn, hann er óútreikn-
anlegur. Kannski er þess vegna svo
miklu erfiðara að sætta sig við það
sem orðið er. Að mæra Gústu vin-
konu, ég held við gerum það ekki, ef
maður hældi henni þá leit hún venju-
lega niður og heyrði hvorki né sá.
Hún hafði aldrei mörg orð um hlut-
ina, en það sem hún sagði, það stóð.
Hún hafði mikla og skemmtilega
kímnigáfu, stundum kannski
fullgráa að sumum fannst, en allt var
það þó vel meint! Kannski við hitt-
umst einhvern tíma hinum megin.
Hver veit, þá yrði eflaust glatt á
hjalla, en þangað til, allar góðar
vættir lýsi veginn þinn eins og þar
stendur. Við þekkjum ekki alla slóða,
en þeir enda oftast í einum vegi. Upp
hrannast óteljandi skemmtilegar
minningar og þær getur enginn tekið
frá okkur. Elsku Gaui, Guðný, Steini
og aðrir aðstandendur, megi Guð
gefa ykkur styrk í sorginni.
Minningin um Gústu lifir í hjört-
um okkar um ókomna tíð.
Bjarni og Ragna.
Ágústa Þorsteinsdóttir, Gústa, var
ein af mínum bestu og kærustu vin-
konum og hún skilur eftir sig djúpt
skarð sem seint verður fyllt. Hún var
sérlega heilsteypt manneskja og bjó
yfir miklum styrk. Hin löngu og góðu
kynni okkar hófust í Ljósheimum 6
þar sem við Guðmundur bjuggum
við hliðina á Gústu og Gauja manni
hennar. Það var náinn samgangur
milli heimilanna þar sem börnin léku
sér saman og fullorðnir sameinuðust
í gegnum áhugamálin, skíðin og síð-
ar hestamennskuna. Það var stund-
um erfitt að sameina þessi áhugamál
en við Gústa hugsuðum okkur í
gamni að það væri hægt að fara á
skíði fyrir hádegi, fara heim og elda
sunnudagssteikina og fara svo á
hestbak eftir hádegi. Þannig áttu
bæði skíðamennskan og hesta-
mennskan hug okkar allan og fjöl-
skyldurnar fóru saman í Kerlingar-
fjöll þar sem við nutum útverunnar í
faðmi fjallanna. Við áttum góðar
stundir á hestbaki, bæði í nágrenni
Reykjavíkur og í fallegri náttúru
landsins þar sem við upplifðum mörg
ævintýrin í óbyggðum. Margt var
brallað í þessum ferðum sem og við
önnur tækifæri og eru minningarnar
ljúfar. Er þá einnig að minnast
ógleymanlegra utanlandsferða fjöl-
skyldnanna. Fjölskyldurnar héldu
góðu sambandi þótt báðar flyttu úr
Ljósheimunum. Við vorum í staðinn
nágrannar í hesthúsunum, þar sem
gott var að eiga þau að, ekki síst
Gústu sem var mikið hörkutól og
alltaf gott að leita til.
Ég minnist Gústu ekki síst fyrir
styrk, jafnaðargeð og ljúfa lund.
Hún kvartaði aldrei, gekk heldur til
allra verka með jafnaðargeði og allir
þessir kostir hennar birtust ekki síst
í umhyggju hennar fyrir Þorsteini
föður sínum. Í veikindum hennar
sýndi hún mikið æðruleysi og tíminn
sem henni var gefinn var því miður
of stuttur. Með þessum orðum vilj-
um við Guðmundur og strákarnir
þakka allar yndislegu samveru-
stundirnar á liðnum árum og við
vottum Gauja, Guðnýju, Steina og
öðrum fjölskyldumeðlimum innilega
samúð. Mikill söknuður fyllir hug
okkar og hjörtu nú, en við yljum okk-
ur við minninguna um þessa góðu
vinkonu og samverustundirnar með
henni.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk
til að takast á við sorg ykkar og
missi.
Katrín Stella Briem.
Kveðja frá
Keilusambandi Íslands
Ágústa Þorsteinsdóttir lést í
Reykjavík 21. ágúst sl. Með þessum
línum kveðjum við góða vinkonu og
keppniskonu fram í fingurgóma en
Gústa hefur leikið keilu allt frá upp-
hafi hennar hér á landi. Hún hefur
leikið fyrir hönd Íslands í mörgum
landskeppnum og verið okkar reynd-
asta kona í þeim efnum.
Margar minningar eigum við frá
ótalmörgum mótum og félagssam-
komum þar sem Gústu verður nú
sárt saknað. Keilusamband Íslands
sér nú á eftir einum sínum fremsta
leikmanni.
Elsku Gaui og aðrir aðstandendur,
megi Guð styrkja ykkur.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Hvíl þú í friði.
Fyrir hönd Keilusambands Ís-
lands.
Valgeir Guðbjartsson.
Kveðja frá
Keilufélagi Reykjavíkur
Margs er að minnast nú þegar við
kveðjum Ágústu Þorsteinsdóttur
eða Gústu eins og við kölluðum hana
alltaf. Gústa var ein af okkar bestu
kvenkeilurum síðustu 20 árin. Hún
lék alla tíð undir merkjum Keilu-
félags Reykjavíkur og var mjög mik-
ill keppnisandi í henni alla tíð. Hún
spilaði alltaf með sama keiluliðinu,
það er KFR Afturgöngunum.
Gústa og Guðjón maður hennar
voru mjög virk og mættu yfirleitt í
hjónamótin sem hafa verið fastur lið-
ur í mörg ár. Gústa lék líka með
landsliðinu til fjölda ára og fór á
mörg mót erlendis. Mikill er missir
keilunnar að henni en hún hefur ver-
ið mörgu ungmenninu til fyrirmynd-
ar og miðlað af reynslu sinni til allra
sem til hennar leituðu.
Keilufélag Reykjavíkur sendir
Guðjóni og fjölskyldu innlegar sam-
úðarkveðjur og megi Guð vera með
ykkur.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær.
Núna mátt þú höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín,
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
F.h. KFR,
Þórir Ingvarsson.
Kveðja frá
keiluliðinu Skutlunum
Takk fyrir tímann, sem við með þér áttum
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér guð og góðar vættir
góða tíð eftir kveðjuna hér.
Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga
indælar minningar hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
F.h. Skutlanna,
Ólafía Sigurbjörnsdóttir.
Minningarnar streyma fram þeg-
ar við fréttum af láti vinkonu okkar,
afrekskonunnar Ágústu Þorsteins-
dóttur.
Leiðir okkar hjóna lágu saman í
gegnum keiluna fyrir rúmum 20 ár-
um. Það var ekki stór hópur í byrjun
en fór ört stækkandi. Keilan var að
byrja að feta sig áfram hér á landi og
tóku þau hjónin, Ágústa og Guðjón,
þátt í því af heilum hug, bæði með
því að keppa og svo einnig í ýmsum
störfum fyrir keiluna. Ágústa var
ekki lengi að ná mjög góðum tökum á
íþróttinni og varð mjög áberandi í
fremstu röð keilara. Hún setti fjöl-
mörg Íslandsmet og átti marga
meistaratitla og eflaust er verð-
launasafnið hennar með þeim stærri
hér á landi, enda keppti hún einnig
mikið í sundi á sínum yngri árum.
Ágústa var ein af stjörnunum okk-
ar í keilunni, hún varð oft Íslands-
meistari, bæði í einstaklingsmótum,
parakeppnum og í flokkagreinum. Á
Norðurlandamótinu 1992 lék Ágústa
best allra íslenskra keilara og náði
þá betri árangri en nokkur íslenskur
keilari hafði áður gert á Norður-
landamóti.
Erfitt er að hugsa til Ágústu án
þess að Guðjón væri einhvers staðar
nálægur því alltaf var hann viðstadd-
ur þegar hún keppti í keilunni og
studdi hana í bak og fyrir. Það var
varla til það keilumót sem hún mætti
ekki í og þar að auki tók hún að sér
að þjálfa einstaklinga og lið. Ágústa
var sannkölluð heiðurskona fram í
fingurgóma. Hún var jákvæð í hugs-
un og var ávallt létt yfir henni. Þrátt
fyrir að Ágústa veiktist af alvarleg-
um sjúkdómi árið 2001 hélt hún
áfram að keppa af fullum krafti og
sýndi ótrúlegan viljastyrk sem við
hjónin dáðumst mjög að.
Við minnumst hennar með hlýhug
og þakklæti fyrir allar samveru-
stundirnar.
Elsku Guðjón og fjölskylda, Guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
stundum.
Erla og Haraldur.
Þá er kallið komið. Var það fyrr en
okkur óraði fyrir, þó að við vissum að
þú værir ekki heil heilsu.
Lífsvilji þinn og kraftur var mjög
sterkur og kom það best í ljós þegar
við fórum saman í náms- og
skemmtiferð til Bristol og London í
apríl síðastliðnum. Þú gast notið lífs-
ins með okkur og fylgt okkur eftir
allan daginn frá morgni til kvölds án
þess að láta deigan síga. Þú gast
einnig skipulagt og stjórnað keil-
umóti í vor fyrir Ás styrktarfélag.
Alltaf var notalegt að leita til þín í
eldhúsið, sama hver í hlut átti og
hvert erindið var þá fékk maður allt-
af bros og notalegheit. Að ekki sé
minnst á hrekkina, t.d. gastu látið
okkur flest hlaupa 1. apríl. Þegar
Gaui þinn kom að sækja þig var alltaf
tími í spjall og spaug.
Elsku Ágústa, takk fyrir sam-
veruna. Þín verður sárt saknað.
Við sendum samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar og þá sérstaklega
Gauja sem nú á um sárt að binda að
sjá á eftir henni Gústu sinni.
Kveðja frá öllum í Lækjarási og
Húsinu.
Margrét Kristjánsdóttir og
Jóna H. Kristmannsdóttir.
Elsku Gústa, okkur systur langar
að kveðja þig með þessu fallega ljóði:
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Guðjón, Guðný, Steini og
fjölskyldur, við biðjum góðan guð að
styrkja ykkur á þessum erfiða tíma.
Elva, Ásta María og Sunna.
Kallið er komið en það er eins og
maður sé aldrei reiðubúinn að taka
þeirri staðreynd jafnvel þótt allt
bendi til lokadagsins, löng sjúk-
dómssaga og barátta. Í þessu tilfelli
er um að ræða baráttu sterkrar konu
með feril sem einkenndist af sigrum
og metum. En eitt er öruggt að dauð-
inn er yfirsterkari lífinu. Þá er gott
að gera sér grein fyrir að lífið heldur
áfram, glætt góðum minningum um
þann sem er að yfirgefa.
Sunddrottningin, eins og Gústa
gjarnan var kölluð vegna allra sinna
afreka, kjarks og krafts, varð að lúta
þessari staðreynd lífs og dauða.
Aldrei kvartaði hún eða kveinkaði
sér en var alltaf hress og jákvæð
jafnvel þótt maður vissi að góð heilsa
var henni ekki gefin síðustu árin.
Hún var ekki bara sunddrottning,
hún var alþýðudrottning gædd þeim
krafti og dug sem einkennir slíkan
Íslending. Hún stóð ekki ein, sterk
fjölskylda stóð að henni, ástríkur
eiginmaður og börn.
Um leið og við hjónin þökkum
samfylgdina sendum við öllum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og biðjum þeim guðs-
blessunar.
Jón og Birna.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hluttekningu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓRUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR.
Ingveldur Dagbjartsdóttir,
Guðrún Dagbjartsdóttir, Halldór Jónatansson,
Sigríður Dagbjartsdóttir, Eggert Ásgeirsson,
Steingrímur Dagbjartsson, Steinunn Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HJÖRTÞÓRS ÁGÚSTSSONAR
rafvirkjameistara,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
sem lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
7. ágúst.
Hjörleifur Hjörtþórsson, Ásta Leifsdóttir,
Rannveig Hjörtþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
PÁLA ÞRÚÐUR JAKOBSDÓTTIR,
Fossvegi 2,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn
29. ágúst kl. 13.00.
Skúli Jakobsson,
Kristinn Jakobsson, Hildur Birgisdóttir,
Jakob Kristinsson,
Karen Kristinsdóttir,
Íris Mjöll Valdimarsdóttir, Magnús Baldursson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
INGUNNAR SVEINSDÓTTUR
frá Sveinsstöðum,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi.
Valgerður Valtýsdóttir,
Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir,
Rut Meldal Valtýsdóttir, Gylfi Haraldsson,
Guðmundur Valur Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir,
Valtýr Friðgeir Valtýsson, Ásdís Geirsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÓLÍNA RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hátúni,
Skagafirði,
sem lést 21. ágúst, verður jarðsungin frá
Glaumbæjarkirkju, Skagafirði, laugardaginn
30. ágúst kl. 14.00.
Gunnlaugur Jónasson,
Ragnar Gunnlaugsson,
Jón Gunnlaugsson, Jónína Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn,
SIGURÐUR ÞORKELSSON
pípulagningameistari,
lést á Hrafnistu mánudaginn 25. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Sigurðsson.