Morgunblaðið - 28.08.2008, Síða 30
Þó er rétt að nota
tækifærið hér og ó́ska
Ágústu til hamingju … 33
»
reykjavíkreykjavík
Það vakti mikla athygli gesta á
tónleikum Bjarkar Guðmunds-
dóttur í Langholtskirkju í fyrra-
kvöld að rússneski milljarðamær-
ingurinn Roman Abramovich var
meðal viðstaddra. Abramovich fékk
sér sæti á svölum kirkjunnar, en
með honum í för voru meðal ann-
arra dóttir hans og lífvörður.
Samkvæmt lista Forbes er
Abramovich í fimmtánda sæti yfir
ríkustu menn veraldar en þrátt fyr-
ir það féll hann mjög vel inn í hóp-
inn á tónleikunum og skar sig á
engan hátt úr. Kappinn mun hafa
skemmt sér mjög vel á tónleikunum
en hann fór af landi brott um leið
og þeim lauk. Það var Kári Sturlu-
son, umboðsmaður Lay Low, sem
fylgdi Abramovich á tónleikana.
Abramovich ánægður
með tónleika Bjarkar
Á meðal annarra gesta á tón-
leikum Bjarkar var faðir hennar,
Guðmundur Gunnarsson, sem skrif-
ar um tónleikana á bloggsíðu sinni,
gudmundur.eyjan.is. Þar rifjar
hann meðal annars upp fyrstu
kynni Bjarkar af tónlistinni: „Það
varð snemma ljóst að Björk hafði
mikla tónlistarhæfileika. Hún var
ekki há í loftinu þegar hún klifraði
upp á píanóbekkinn hjá ömmu sinni
og sló þar laglínuna í vinsælu lagi
sem hún hafði heyrt nokkru áður í
útvarpinu. Áreynslulaust söng hún
öll lög sem hún heyrði í útvarpinu.
Oft fengu þeir sem sátu í sætinu
fyrir aftan okkur sértónleika þegar
við vorum á leið í bæinn á leið 14
Vogar-Torg, þar sem hún stóð í
sætinu við hlið mér og renndi yfir
vinsælustu lögin. Live flutningur
slær iPodum við og leysir þá ein-
angrun sem hver og einn býr sér í
dag,“ skrifar Guðmundur m.a.
Björk söng í strætó
Sena hefur
sent frá sér safn-
plötuna Ég fíla
90’s sem eins og
nafnið bendir til
inniheldur safn
laga frá tíunda
áratugnum. Á plötunni má finna
eftirminnileg lög frá flytjendum á
borð við Haddaway, 2 Unlimited og
Ace of Base. Umslag plötunnar vek-
ur hins vegar athygli, en þar stend-
ur að á plötunni séu „38 fokking
góð lög“. Deila má um hvort sú full-
yrðing sé sönn, en óumdeilt er að
hún stenst hvorki reglur um góða
íslensku né almenna kurteisi.
Fokking góð lög?
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
„MÉR finnst vera of mikil áhersla lögð á leik-
stjóra. Leikstjórinn er með 30-80 manna lið og ef
þetta lið vinnur ekki með þér og þú ert ekki með
góðan anda í liðinu þá færðu ekki það út úr fólk-
inu sem hægt er að fá. Þú gætir gert heila bíó-
mynd með þessu tökuliði og öllum þessum leik-
urum, þú þyrftir ekkert þennan leikstjóra. En þú
þarft tökumann, þú þarft leikarana, þú þarft
hljóðmanninn, búningahönnuð, sminkuna …“
segir Valdís Óskarsdóttir sem er að hefja leik-
stjóraferilinn með Sveitabrúðkaupi eftir langan
og farsælan feril sem klippari.
Mislynt franskt séní og viðkvæmur Dani
Þar hefur hún unnið með ófáum leikstjórunum
en henni er hvað tíðræddast um þá Michel Gondry
(Eternal Sunshine of the Spotless Mind) og Thom-
as Vinterberg (Festen). „Maður er alltaf að taka
leikstjórana og ala þá upp. Og ég hef gert það
með Thomas,“ segir Valdís og segir mér söguna
af því hvernig ekki einu sinni framleiðendurnir
höfðu trú á Festen, hvernig Vinterberg missti fót-
anna eftir velgengni myndarinnar („hann var eins
og þjóðhetja, eins og handboltalandsliðið“) og
hvernig þeim sinnaðist við gerð It’s All About
Love, fyrstu myndarinnar í röð „floppa“ leikstjór-
ans eftir Festen. En þau hafa sæst og næsta verk-
efni Valdísar er að klippa hans næstu mynd,
Submarino. „Ég held það sé búið að berja Thomas
svo vel niður á jörðina að ég held hann sé kominn
undir grassvörðinn. Hann getur ekki farið neitt
annað en upp á við,“ segir Valdís um leikstjórann
sem hún hefur farið með á toppinn sem og botn-
inn – en handritið sé þrælgott og eftir allt þetta
þekkist þau vel og vinni vel saman.
En tíðræddast verður okkur þó um sólskinið ei-
lífa, sem hún segir hafa verið afar erfiða mynd.
„Michel var erfiður og ég ábyggilega líka. Við
gátum rifist og skellt hurðum. En ég var með
ofsalega gott lið með mér, algjöra gullmola.“ En
Michel kom stundum inn með allt á hornum sér –
„En svo kom hann inn daginn eftir, brosandi út að
eyrum, ógeðslega fyndinn með alveg frábæran
húmor fyrir sjálfum sér og öllu í kringum sig.“ Og
svo segir hún mér stutta sögu af aðalleikurunum.
„Þau eru þarna í þessum risavaski og búin að sitja
í honum dálítið lengi. Svo er Jim Carrey búinn að
fá nóg af þessu baði, fer upp úr vaskinum og veð-
ur út. Michel kemur á eftir honum og gargar:
„Get your fucking ass up in the sink!“ Kate Wins-
let er í vaskinum og bíður, en svo var hún orðin
svo leið á þessu rifrildi þeirra og stælunum í Jim
Carrey að hún pissaði í vaskinn. Svo kom Jim og
settist og vissi ekki neitt. Það var hennar hefnd.“
Að æfa fortíðina og taka sénsinn á núinu
En núna er það Sveitabrúðkaupið, saga um
tvær rútur með örfáum brúðkaupsgestum og
verðandi brúðhjónum sem villast af leið. „Það eru
allir í aðalhlutverkum og allir í aukahlutverkum.
Mig langaði til þess að allir hefðu sitt rými, en
ekki vera með einhverja eina persónu sem væri
gegnumgangandi í gegnum myndina, þú kynnist
öllum,“ segir Valdís um myndina sem var ferða-
lag sem farið var í án eiginlegs handrits. „Við út-
hlutuðum hverjum leikara sínu hlutverki. Þeir
fóru heim, skrifuðu sína ævisögu og komu með
hana. Við æfðum fortíðina hjá þeim en ekkert af
því sem átti að gerast á leiðinni. Svo hittust þau og
töluðu saman um karakterana sína, fóru saman á
kaffihús og tveir fóru á samkomu í Krossinum.“
En eftir að það var búið að æfa fortíðina var núið í
óvissu. „Svo er bara komið að því að halda brúð-
kaup og eins og er í lífinu þá veistu ekkert hvað
gerist,“ segir Valdís en hún og leikararnir eiga
handritið í sameiningu.
Hugmyndin kviknaði þó undir tónlist Goran
Bregovic. „Svolítið brjáluð músík, hamagangur
og svo getur hún verið mjög róleg, þannig að ef
þú lokar augunum og hlustar geturðu séð fyrir
þér atburðarásina; lokar augunum, setur músík-
ina á og þá færðu sögur, klikkar ekki,“ segir Val-
dís sem fékk bresku hljómsveitina Tiger Lillies til
þess að semja tónlistina fyrir Sveitabrúðkaup.
Að ala upp leikstjóra
Valdís Óskarsdóttir frumsýnir Sveitabrúðkaup á morgun og segir frá kyndugum
leikstjórum, prakkarastrikum Kate Winslet og tónlist sem kveikir hugmyndir
Morgunblaðið/Kristinn
Leikstjórinn og klipparinn „Myndin var tekin á sjö dögum en við vorum átta mánuði að klippa …“ segir Valdís um Sveitabrúðkaup.
Í reiðileysi Gestir í leit að brúðkaupi.
Herdís Þorvaldsdóttir, Nína Dögg Filippus-
dóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Björn Hlynur
Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Theódór Júlíus-
son, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Nanna Kristín
Magnúsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Sig-
urður Sigurjónsson, Rúnar Freyr Gíslason,
Ólafur Darri Ólafsson, Árni Pétur Guðjónsson,
Víkingur Kristjánsson, Erlendur Eiríksson,
Ingvar E. Sigurðsson, Karl J. Guðmundsson,
Gísli Örn Garðarsson og Tinna Hrafnsdóttir.
Leikarar í Sveitabrúðkaupi