Morgunblaðið - 28.08.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 33
FIMMTUDAGUR 28.ÁGÚST
Tónastöðin kynnir dagskrána
í dag og gítar í kaupbæti!!!
N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R
IÐ
N
Ó
F
R
ÍK
IR
K
JA
N
H
Á
S
K
Ó
L
A
B
ÍÓ
N
A
S
A
F
R
ÍK
IR
K
JA
N
N
O
R
R
Æ
N
A
H
Ú
S
IÐ
G
L
A
U
M
B
A
R
N
O
R
R
Æ
N
A
H
Ú
S
IÐ
V
O
N
A
R
S
A
L
U
R
IN
G
Ó
L
F
S
N
A
U
S
T
H
Á
S
K
Ó
L
A
B
ÍÓ
REYKJAVÍK
w
w
w
.m
id
i.i
s
G L A U M B A R
• KL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti Frítt
• KL 15 Iðnó -Svingtónleikarestrasjón – Sextett Hauks
Gröndal með Ragga Bjarna Kr2200
• KL 19 Háskólabíó - Heimildarmynd um tónleikaferð
íslenskrar stórsveitar Kr500
Frumsýning á Heimildarmynd umTónleikaferð Stórsveitar
Samúels Jóns um landið. Frítt fyrir handhafa jazzpassa
• KL 20 Fríkirkjan - Trúnó. Tómas R. Einarsson og
Ragnheiður Gröndal Kr2200
Tómas R Einarsson hefur sent frá sér á annan tug hljómplatna
á sínum ferli. Öðru hverju kemur frá honum sungið efni og
nú er hann kominn á trúnaðarstigið með Ragnheiði Gröndal.
Textar eru eftir orðlistafólk af ýmsum kynslóðum.
• KL 21 Háskólabíó - Gítarhátíð Bjössa Thor.
Philip Catherine, Kazumi Watanabe, Maggi Eiríks,
Þórður Árnason Kr3000/2000
Gítarhátið BjössaThor er fastur liður í Jazzhátíð Reykjavíkur.
Gítarleikarinn snjalli ferðast tónlistarmanna mest og kemst
þannig í návígi við vopnabræður sína um víða veröld. Með
gítarveislunni er ætlunin að koma á föstum grundvelli fyrir
vinsælasta hljóðfæri tónlistarsögunnar. Gestir ársins eru
Kazumi Watanabe frá Japan og jazzleikari Evrópu árið 2007
Philip Catherine frá Belgíu. Magnús Eiríksson og Þórður
Árnason verða fulltrúar lands og þjóðar auk ryþmaparsins
Jóhanns Hjörleifssonar trommuleikara og Jóns Rafnssonar
bassaleikara. Einn heppinn tónleikagestur vinnur gæðagítar
fráTónastöðinni.
• KL 22 Iðnó /uppi – Ameríska söngbókin-Stofuhljóðritun.
Siggi Flosa, Lennart Ginman, Jón Páll Bjarnason Kr2000
• KL 23 Bítbox á Glaumbar. Samúel Jón Samúelsson
Big Band Frítt
Stórsveit Samma gerði allt vitlaust á síðustu Jazzhátíð
ásamt JimiTenor og Antibalas. Síðan þá hefur sveitin
farið í tónleikaferðir um Ísland og Evrópu. Leikin verður
frumsamin funktónlist Samma af plötunum Fnykur og
Legoland en sú fyrrnefnda var gefin út í Japan í júní.
Í kvöld fagna Sammi og strákarnir frumsýningu á
heimildarmynd um Íslandsferðina með sannkallaðri
klúbbastemningu.
PO
RT
hö
nn
un
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Benidorm
25. september
Verð kr. 59.990
Heimsferðir bjóða frábært sérilboð til Benidorm 26. sept. þar sem
gist er á hinu glæsilega Hotel Deloix, sem er mjög gott fjögurra
stjörnu hótel, rétt hjá Mediterrano hótelinu. Hótelið er nýlegt og er
allur aðbúnaður hinn glæsilegasti. Herbergi eru smekkleg, hönnuð
í nýtískulegum og notalegum stíl með sjónvarpi, síma, minibar,
internet-aðgengi, loftkælingu og svölum. Veitingastaður og bar er
á hótelinu og fallegur garður með stórri sundlaug og sundlaugar-
bar. Á hótelinu er einnig líkamsrækt, innisundlaug, sauna og heitir
pottar. Fleiri gistivalkostir á Benidorm eru einnig í boði.
Aðeins 8 herbergi í boði!
Verð kr. 59.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
með hálfu fæði í 6 nætur á Hotel Deloix
****.
Frábært
sértilboð!
Hotel Deloix ****
Of mikið af menningu á ofstuttum tíma virtist nið-urstaða nafna míns Ingvars-
sonar í úttekt hans á menning-
arnótt í mánudagsblaðinu. En er
ekki alltaf of mikið af menningu,
sbr. allar ólesnu bækurnar, óséðu
bíómyndirnar og sýningarnar og
tónleikana sem maður kemst ekki á
þótt maður feginn vildi? Er þetta
ekki lúxusvandamál sem óþarfi er
að kvarta yfir? Helsti galli menn-
ingarnætur er miklu frekar að
menningin er að allt of miklu leyti á
sömu stöðum og áður, stöðum sem
ég get alveg eins heimsótt ein-
hverja aðra helgi. Menningarnótt
ætti að vera tíminn þegar menn-
ingin kemur til mín, á götunum,
kaffihúsunum og sjoppunum. Svo
mætti líka eitthvað vera að gerast
um nóttina sjálfa, svo við höfum nú
eitthvað annað við að vera en að
drekka frá okkur allt vit og berja
hvert annað.
En þetta var með betra móti umsíðustu helgi. Grasi lagðar
umferðargötur og þvottavélarvirki
gerðu götumyndina skemmtilega
framandlega og kalsalegt veðrið
þýddi að það var fámennara og góð-
mennara en oftast. Svo er alltaf
hægt að villast um borgina, til
dæmis í útitjald nokkurt við blokk í
Þingholtunum þar sem Stebbi og
Eyfi sungu Álfheiði Björk og aðra
gamla slagara. Þegar kona nokkur
spurði hvernig við þekktum Ágústu
áttuðum við okkur á því að þetta
væri máski ekki hluti af formlegri
dagskrá en þó er rétt að nota tæki-
færið hér og óska Ágústu til ham-
ingju með vel heppnað fimmtugs-
afmæli.
En kraftaverk þessarar menn-ingarnætur mátti finna í garði
Einars Jónssonar myndhöggvara.
Garðurinn og safn Einars eru raun-
ar kraftaverk út af fyrir sig en á
rölti mínu þar á laugardagskvöldið
hitti ég fyrir Snorra Ásmundsson
þar sem hann var að reisa pall fyrir
framan styttuna Vernd. Snorri
benti mér á Belga nokkurn bak við
sig sem yrði með gjörning eftir
hálftíma.
Belgi þessi, Jacques Ambach, er
62 ára gamall samanrekinn kall.
Þegar maður sér hann í hversdags-
klæðum ber ekki mikið á honum.
En þegar hann er kominn í ham,
þegar hann er orðinn Jack the Rap-
per, þá umturnast hann, setur upp
indjánafjaðrir og stígur friðardans
og syngur af svo mikilli sannfær-
ingu að áhorfendur trúa því að allt
sé hægt.
Jack var ekki einn, bak við hannstóðu Snorri Ásmunds og Sig-
tryggur Berg Sigmarsson poll-
rólegir á meðan náttfataklæddur
ungur maður (sem gengur undir
listamannsnafninu Mundi) prílaði
upp um styttuna og sat í kjöltu móð-
urinnar góðu sem verndaði tvö
börn þetta kvöldið. Og í myrkum
garðinum minntu þeir helst á drý-
sildjölfa innan um stórkostlegt safn
af steingerðum furðuverum Einars
Jónssonar skreytts sólhlífum í
myrkrinu, annar nýsloppinn af geð-
veikrahælinu og Jack minnti helst á
sturlaðan útigangsmann þar sem
hann syngur um heimsfrið – en
samt af meiri sannfæringu en nokk-
ur róni. Alla dreymir þá um frið en
þeir eru ekkert lausir við að deila,
Snorri og Mundi tóku einn góðan
slag og Jack reifst reglulega við
báða um hvernig atriðið ætti að
vera og hvenær því ætti að ljúka,
enda lauk því að minnsta kosti fimm
sinnum. En þeir náðu alltaf að sætt-
ast, enda var galdur í loftinu. Jack
söng ítrekað um súkkulaðikaffi,
café au chocolat, og spilaði með
áhorfendur, enda hefur hann lýst
því yfir að áhorfendurnir séu hans
hljómsveit. Svissneskir túristar í
vindjökkum og yngismey nokkur
voru í aðalhlutverki. Líkt og annar
galdur var þessi óútskýranlegur,
þetta hljómar máski einfalt en sorti
garðsins, stytturnar umhverfis og
ólíkindaleg hlutverkin færðu boð-
skapnum nýja dýpt.
Jacques býr nú í Ástralíu en ersagður „ferðast um eins trúboði
í þorsta sínum til að gleðja fólk með
gjörningum sínum.“ Og það gerir
hann fjandakornið. Hann og Ólafur
Stefánsson eru mennirnir sem
halda voninni á lofti í öllu þessu
þreytandi bölsýnisþrasi meintrar
kreppu. Þeir neita því að láta nei-
kvæðið gróa – en samt takast þeir á
við hlutina á meðan aðrir grafa
hausinn í sandinn. asgeirhi@mbl.is
Kaffi, súkkulaði og heimsfriður
» Í myrkum garðinumminntu þeir helst á
drýsildjölfa innan um
stórkostlegt safn af
steingerðum furðuver-
um Einars Jónssonar.
Þvottekta menning Virki 22 þvottavéla mátti sjá efst á Skólavörðustíg. Óskar Ericsson og Þórhallur Sigurðsson áttu heiðurinn af vatnslistaverkinu.
AF LISTUM
Ásgeir H. Ingólfsson
Fáðu úrslitin
send í símann þinn