Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 11

Fréttablaðið - 18.04.2009, Page 11
LAUGARDAGUR 18. apríl 2009 Garðveislur, tónar og fallegir kjólar, sandalar, sundföt og gleraugu sólar. Komdu í heimsókn Frambjóðendur á faraldsfæti GÖNGUM HREINT TIL VERKS Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins á eftirtöldum stöðum eru opnar alla virka daga frá klukkan 16 - 22 og um helgar frá klukkan 10 - 17. » Norðurbakka 1a í Hafnarfirði » Austurströnd 3 á Seltjarnarnesi » Garðatorgi 7 í Garðabæ » Háholti 23 í Mosfellsbæ SJÁLFSTÆÐISMENN Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI » WWW.XD.IS ÁLFTANES » GARÐABÆR » HAFNARFJÖRÐUR » KJÓS » KÓPAVOGUR » MOSFELLSBÆR » SELTJARNARNES Hlökkum til að sjá þig! Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eru á ferð og flugi um helgina og verða viðstaddir eftirfarandi viðburði: Laugardagurinn 18. apríl Morgunverðarspjall á Seltjarnarnesi, Austurströnd 3, kl. 10.00 Hádegisverðarspjall í Garðabæ, Garðatorgi 7, kl. 12.00 Kaffispjall í Hafnarfirði, Norðurbakka 1a, kl. 14.00 Kaffispjall á Álftanesi, Haukshúsum, kl. 15.30 Sunnudagurinn 19. apríl Hádegisverðarspjall í Kópavogi, Dalvegi 18, kl. 12.00 Kaffispjall í Mosfellsbæ, Háholti 23, kl. 14.00 DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í vistun á viðeigandi stofnun og til greiðslu skaðabóta vegna kynferðisbrots gegn dreng sem þá var tólf ára. Stjúpfaðir drengsins leitaði til félagsmálayfirvalda eftir að grunur vaknaði um athæfið gegn drengnum. Í Barnahúsi sagði drengurinn að hann hefði farið út að ganga með hund sem hann átti. Hund- urinn hefði sloppið frá honum og maður byrjað að öskra á sig í framhaldinu. Drengurinn skildi íslensku ekki vel þar sem hann hafði verið búsettur erlendis. Hann kvaðst hafa reynt að biðj- ast afsökunar og maðurinn þá róast. Hann bauð drengnum pen- ing fyrir nammi, sem sá síðar- nefndi kvaðst ekki hafa kunnað við að þiggja. Maðurinn spurði hann þá hvort hann væri ekki til í að fara út með smá rusl fyrir sig. Drengurinn samþykkti það og lokkaði maðurinn hann þá inn í hús til að sækja það. Þar kom maðurinn vilja sínum fram við fórnarlambið. Maðurinn hefur verið í lækn- ismeðferð vegna geðsjúkdóms. Hann var dæmdur til að greiða drengnum 1,5 milljónir í miska- bætur og tæpar tvær milljónir í sakarkostnað. - jss SELFOSS Héraðsdómur Suðurlands á Selfossi kvað upp dóminn. Dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun: Nauðgaði tólf ára dreng STJÓRNMÁL Landskjör- stjórn úrskurðaði á fundi sínum í gær að framboðslistar Lýð- ræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæm- um suður og norður væru gildir. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórn- ar, segir niðurstöð- una hafa komið eftir miklar umræður kjör- stjórnarmanna. Lýðræðishreyf- ingin hafði kært úrskurð yfirkjör- stjórna Reykjavíkurkjördæmanna, þar sem framboðslistarnir voru úrskurðaðir ógildir, til lands- kjörstjórnar. Lands- kjörstjórn ógilti þann úrskurð. Þá krafð- ist hreyfingin þess að oddviti yfirkjörstjórn- ar Reykjavíkur norð- ur, Erla S. Árnadóttir, viki sæti. Þeirri kröfu var hafnað af lands- kjörstjórn. Í þriðja lagi var þess krafist að kjörstjórnarmenn beggja yfirkjörstjórna í Reykjavík upplýstu um tengsl sín við stjórnmálaflokka og útrásar- fyrirtæki. Þeirri kröfu vísaði landskjörstjórn frá. - ss Landskjörstjórn fundaði vegna L-lista: Framboðin leyfð ÁSTÞÓR MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.