Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VERKTAKINN við fyrirhugaða Landeyjarhöfn í Bakkafjöru, Suð- urverk, er byrjaður að koma sér fyr- ir með vinnubúðir og tækjabúnað. Fljótlega verður byrjað að byggja upp núverandi vegslóða upp á Hamragarðaheiði og Seljalands- heiði, fyrir ofan Seljalandsfoss, þar sem grjót- og malarnámur verða fyrir hafnar- og vegaframkvæmdir. Grjótflutningabifreiðir munu aka dágóða leið niður af heiðunum, yfir Þórsmerkurveg og hringveginn nið- ur að sjó. Í matsskýrslu Skipulags- stofnunar kemur fram að farnar verði 30-40 þúsund ferðir, allt háð stærð flutningatækja. Flytja á 500 þúsund rúmmetra af grjóti niður af heiðinni og 50 þúsund rúmmetra af möl. Dofri Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri Suðurverks, segir að líklega verði ferðirnar ríflega 30 þúsund talsins með efni í hafn- argerðina og til þess notaðir öflugir námutrukkar sem hafa verið í notk- un við Kárahnjúka og víðar. Vinna við vegagerð upp á heiðarnar hefst fljótlega og reiknar Dofri með að grjótnám geti hafist eftir 1-2 mán- uði. Suðurverk fékk samþykki fyrir styttingu vegslóðans í grjótnámuna og fer hann því á öðrum stað yfir Seljalandsá og nær Seljalandsfossi. Ummerkin aldrei afmáð Áhyggjur af umfangi verksins eru komnar fram en grein birtist í Morg- unblaðinu nýverið eftir Árna Al- freðsson leiðsögumann, sem telur að verið sé að stórskemma umhverfi Seljalandsfoss. Eftir að jarðýtur fari að vinna í hraunbrekkunni neðst í Hamragarðaheiði verði þau um- merki aldrei afmáð. „Ef það er nauðsynlegt að flytja Eyjafjöllin í bútum hálfa leið til Vestmannaeyja þá er vel hægt að gera það án þess að eyðileggja Hamragarðaheiði og ásýnd Selja- landsfoss. Það er vel hægt að velja annað vegstæði. Hver skrifar upp á svona framkvæmd og hvaða leyfi þarf?“ spyr Árni í grein sinni. Að sögn sérfræðinga hjá Skipu- lagsstofnun, sem unnu matsskýrsl- una, er ekki talið að Seljalandsá, Seljalandsfoss eða Gljúfrabúi verði fyrir raski við þessar framkvæmdir. Eru námurnar taldar í það mikilli fjarlægð. Ekkert var á þennan þátt minnst í gögnum framkvæmdaraðila eða umsögnum. Engar athugasemd- ir bárust heldur við skipulagsvinnu eða við annan undirbúning fram- kvæmdanna. Skilja áhyggjur fólks „Við skiljum hins vegar að fólk hafi áhyggjur af þessu, sérstaklega á framkvæmdatíma,“ sagði Rut Krist- insdóttir hjá Skipulagsstofnun og vísaði þar til þeirra miklu þunga- flutninga sem munu eiga sér stað á svæðinu. Svipaða sögu hafði Elvar Ey- vindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, að segja. Hann sagðist skilja áhyggjur fólks af raskinu en fyrir framkvæmdunum væru gild leyfi og engar athugasemdir hefðu borist í undirbúningsferlinu. Taldi hann engin sjáanleg ummerki verða eftir grjótnámuna niður á þjóðveg. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Grjótnám Námutrukkar og búkollur frá Suðurverki eru mætt á svæðið en grjótið í Landeyjarhöfn kemur ofan af Fagrafelli og Seljalandsheiði, sem eru í baksýn ásamt Seljalandsfossi. Heimamenn hafa margir hverjir áhyggjur af því umhverfisraski sem verður vegna framkvæmdanna á ásýnd vatnsfallsins. 30.000 sinnum framhjá fossinum                                    550 þúsund rúm- metrar teknir ofan Seljalandsfoss Eftir Andra Karl andri@mbl.is „MEÐ VÍSAN í 102. gr. umferðar- laga var maðurinn sviptur ökurétti til bráðabirgða, á þeim forsendum að hafa neitað að veita atbeina sinn við rannsókn málsins,“ segir í tilkynn- ingu frá lögreglunni á Selfossi. Mað- urinn sem var handtekinn og færður á lögreglustöð um helgina hafði skömmu áður ekið út af vegi í Kömb- um. Hann neitaði að hafa ekið drukk- inn og neitaði að gefa þvagsýni. Líkt og venjan er þegar ökumenn neita að gefa þvagsýni er kallaður til læknir. Læknirinn neitaði hins vegar að taka þvagsýni gegn neitun öku- mannsins. Var því gripið til þess ráðs að taka þrjár blóðprufur, sem mað- urinn gerði ekki athugasemdir við, auk þess að beita í 102. gr. umferð- arlaga. Að sögn Ólafs Helga Kjartansson- ar sýslumanns er þetta í fyrsta skipti svo hann viti til að læknir hafi neitað að taka þvagsýni og auk þess í fyrsta skipti sem ákvæði 102. gr. umferðar- laga er beitt. „Það er ljóst að við erum bundnir af því að fara að lögum og lögin skammta okkur aðferðir. Við notum þau tæki sem okkur er gert að nota,“ segir Ólafur og einnig að nú sé það dómstóla að ákveða framhaldið. Skemmst er að minnast máls sem kom upp á síðasta ári þegar þvaglegg- ur var settur upp hjá konu sem neit- aði að gefa þvagsýni. Læknirinn neit- aði að taka þvag- sýni með valdi Í HNOTSKURN »102. gr. umferðarlagahljóðar eitthvað á þessa leið: Nú hefur stjórnandi vélknúins ökutækis […] að veita atbeina sinn við rann- sókn máls […] og skal hann þá sviptur ökurétti. »Neiti stjórnandi vélknúinsökutækis að veita atbeina sinn við rannsókn máls […] skal svipting ökuréttar eigi vara skemur en eitt ár. Lögreglan á Sel- fossi grípur til annarra aðgerða UMFJÖLLUN allsherjar- nefndar Alþingis um frumvarp til laga um nálg- unarbann lýkur í dag. Frumvarpið hefur verið í meðförum henn- ar frá því á vor- þingi. Birgir Ár- mannsson, formaður nefndarinnar, segir breytingartillögur nefndarinnar munu liggja fyrir í dag og væntir þess jafnframt að frumvarpið verði tekið aftur til umræðu strax á fram- haldsþinginu núna í september. Núgildandi ákvæði um nálg- unarbann, í lögum um meðferð op- inberra mála, falla úr gildi um næstu áramót svo frumvarpið þarf í síðasta lagi að taka fyrir á haust- þinginu sem sett verður í október. Nefndin skilar af sér í dag Birgir Ármannsson LÖGREGLUNNI í Vestmanna- eyjum var í gærdag tilkynnt að lík af karlmanni hefði fundist í Kapla- gjótu, en hún er sunnan í Dalfjalli á Heimaey. Litlar upplýsingar var að fá hjá lögreglu þar sem hún var á staðnum í gær en unnið er að rann- sókn málsins. Lögregla telur ekki að um saknæmt atvik sé að ræða. Fannst látinn í Kaplagjótu FRAM kom í áliti Skipulagsstofn- unar að fyrirhugaðar fram- kvæmdir, og þar með talið grjót- nám á Seljalandsheiði, væru umfangsmiklar og hefðu áhrif á svæði sem væru lítt röskuð eða óröskuð. Taldi stofnunin að neikvæð sjónræn áhrif yrðu einkum vegna veglagningar að efnistökusvæð- um og vegna grjótnáms á heið- inni. Neikvæð áhrif á gróður yrðu talsverð. Einnig var tekið undir þá niðurstöðu framkvæmdar- aðila, hvað varðar áhrif efnistöku á landslag og ósnortin víðerni, að um talsverð neikvæð áhrif yrði að ræða á nær óraskað heiðasvæði og áhrifin yrðu að mestu varanleg. Var áhersla lögð á samráð við Umhverfisstofnun og verktaka um frágang og lagn- ingu vega að námunum. Neikvæð áhrif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.