Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 19
heilsa MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 19 Eftir eitt sólríkasta og besta sumar í mörg ár, fer að halla að hausti hér eins og annars staðar á landinu. Göngur og rétti hafnar og ættu dilkar að koma vænir af fjalli og ekki hefur heyrst að gangnamenn hafi orðið varir við nein aðskotadýr á afréttinum, svo sem ísbirni eða annað slíkt.    Slátrun fór vel af stað í síðustu viku hjá Sláturhúsi KS, en þá var slátrað um 12.000 dilkum, að sögn Ágústs Andréssonar sláturhús- stjóra, og met í upphafsviku, þá sagði hann að í haust væri gert ráð fyrir að tekið yrði á móti 110 til 115 þúsund dilkum, sem er veruleg aukning frá fyrra ári, enda leituðu bændur eftir því hvar best afurða- verð fengist, og sagði Ágúst að verðhækkun milli ára væri um 22,5% og skilaði KS sláturhúsið hæsta verði sláturleyfishafa til bænda. Við slátrunina vinna nú um 130 manns, þar af tæplega 90 út- lendingar, en Ágúst sagði hér vera um að ræða að mestu sama kjarna sem kæmi ár eftir ár til starfa hjá sláturhúsinu.    Á Sauðárkróki og í Skagafirði hef- ur atvinnuástand verið og er gott, ekki hefur orðið vart niðursveiflu. Enda þenslueinkennin sem þjakað hafa suðvesturhornið ekki náð hing- að norður og þar af leiðandi er mannlífið hér í þokkalegu jafnvægi og menn horfa með jafnaðargeði til komandi vetrar. Allir grunnskól- arnir eru komnir í gang og aðsókn að Fjölbrautaskólanum er með ágætum, um 470 nemendur, og þar af 100 á heimavist. Nýmæli við skólann er skrifstofubraut, og þá er einnig aftur tekið til við kennslu sjúkraliða eftir nokkurt hlé, en 20 nemendur í þessu námi sem nefnt hefur verið sjúkraliðabrú, er fólk sem nú aflar sér réttinda, en hefur starfsreynslu frá sjúkrastofnunum.    Á næstu dögum verður hafist handa við útlagningu svonefnds Suðurgarðs við Sauðárkrókshöfn, en hann verður um 350 metra lang- ur og mun með garðinum fást kyrrð í höfnina, þannig að öll skip ættu að vera þar örugg, jafnvel í verstu veðrum. Fram hafa farið miklar rannsóknir og líkanagerð af höfn- inni á vegum Siglingastofnunar, og taldist þessi framkvæmd skila best- um árangri. Kostnaðaráætlun við verkið var 134 milljónir, en lægsta tilboð í verkið áttu Víðimelsbræður, 94,5 milljónir eða um 70% af áætl- uðu kostnaðarverði. Verklok verða í febrúar næstkomandi. Að sögn Gunnars Steingrímssonar hafn- arvarðar er veruleg aukning á sjó- flutningum til Sauðárkróks, en slík- ir flutningar höfðu nánast lagst af. Með auknum kostnaði við landflutn- inga hefur komum flutningaskipa hins vegar fjölgað og t.d. hefur á síðustu dögum verið skipað upp um 800 tonnum af frosinni rækju, sem áður kom öll landleiðina frá Reykja- vík.    Þá er Íslandspóstur að reisa nýtt pósthús á Sauðárkróki og er það byggingarfyrirtækið K-tak sem annast þær framkvæmdir.    Á vegum Kaupfélags Skagfirðinga er í byggingu nýtt bílaverkstæði á hafnarsvæðinu, en þar er um að ræða um 3.000 ferm. byggingu sem auk verkstæðisins mun hýsa starfs- mannaaðstöðu véla- og rafmagns- verkstæðis. Gunnar Valgarðsson, yfirmaður verkstæðisins, taldi að unnt yrði að flytja starfsemina í nýju bygginguna upp úr áramótum. Þá er verið að endurbyggja og stækka vinnslurými fyrir ost, svo og starfsmannaaðstöðu við Mjólk- ursamlag KS, en með aukinni fram- leiðslu og meiri fjölbreytni í osta- gerðinni var orðið verulega þröngt um framleiðsluna. SAUÐÁRKRÓKUR Eftir Björn Björnsson Morgunblaðið/ÞÖK Sláturtíð Slátrun fór vel af stað hjá Sláturhúsi KS í síðustu viku, en þá var slátrað 12.000 dilkum. úr bæjarlífinu NÝLEGAR rannsóknir hafa leitt í ljós að leið barna til að flýja fjölskyldu- vandamál liggur oft í því að borða óholl- an mat. Frá þessu er sagt á vefmiðli MSNBC. Ástæðan fyrir því að milljónir fátækra barna í Bandaríkjunum verða of feitar fyrir tíu ára aldur geta þannig legið í því að mæður þeirra eru haldnar mikilli streitu, sem hefur síðan þau áhrif á börnin að þau leita huggunar vegna álagsins heima við með því að borða óhollustu. „Ástæða streitu foreldranna liggur oft í fátæktinni og eilífum fjárhags- áhyggjum, vinnuálagi, ófullnægjandi sjúkratryggingum og fleiru,“ segir Craig Gundersen sem leiddi rannsókn- ina hjá háskólanum í Illinois. „Við fund- um út að sívaxandi streita mæðra er rík- ur þáttur í yfirþyngd barna þeirra. Þetta á sérstaklega við um börn á aldr- Streita mæðra og holdafar barna Reuters Yfirþyngd Börn, líkt og þeir sem eldri eru, eiga það til að borða sér til huggunar. inum þriggja til tíu ára því eldri börn geta leitað huggunar fyrir utan heim- ilið, ýmist hjá vinum eða í vinnu,“ segir Craig og bendir á að nauðsynlegt sé að hjálpa mæðrunum til að hjálpa börn- unum. Þannig megi að hluta til taka á offituvanda barna í Bandaríkjunum en þar eiga 17 prósent barna á aldrinum 2- 19 ára við offituvanda að stríða og önn- ur 16 prósent eru yfir meðalþyngd. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þörf er fyrir góðan félagslegan stuðning við fátækar fjölskyldur. Slíkt gæti falist í matarmiðum fyrir börnin í skólanum, leiðsögn í meðferð fjármuna fyrir foreldra og fullnægjandi sjúkra- tryggingum. Rannsókn þessi var gerð meðal tæp- lega þúsund barna foreldra, sem voru undir fátæktarmörkum, á árunum 1999- 2002. ...www.rannis.is/visindavaka MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ Í tilefni af Vísindavöku 2008 efnir Rannís til ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 13-18 ára. Efni myndanna skal vera „Vísindin í daglegu lífi“. Myndum skal skilað rafrænt á alla@rannis.is eða til Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, fyrir 15. september. Verðlaun verða veitt á Vísindavöku 26. september 2008. Nánari upplýsingar á... Skilafrestur er til 15.sept. 2008 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.