Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur hvetur til þess að rannsakað verði ofan í kjölinn hvort gróð- urskemmdir vestan Reykjafells á Heng- ilssvæðinu tengist starfsemi Hellisheiðarvirkj- unar. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar skoðuðu í gær stórt svæði frá hringveginum að virkjuninni og út í Svínahraun, þar sem mjög gamall mosi af tegund sem nefnist hraungambri, hefur látið mjög á sjá. Haft er eftir Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orku- veitunnar, í tilkynningu þaðan, að slæmt sé að horfa upp á þessar skemmdir á svæðinu en hann vekur athygli á því að virkjunin á Nesjavöllum hafi verið starfrækt í hartnær tvo áratugi án þess að svipaðra gróðurskemmda hafi orðið vart. Sennilega brennisteinsvetni Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir í samtali við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur á vefvarpi Morgunblaðs- ins að nær öruggt sé að um mengun sé að ræða, sennilega af völdum brennisteinsvetnis. Hann segir að skemmdirnar séu ekki ólíkar skemmdum af völdum bruna og það geti tekið mosann mjög langan tíma að jafna sig. Sé mengunin viðvarandi jafni hann sig væntanlega aldrei. Þá verði þetta svæði mjög gróðurlítið þegar fram líða stundir. Gróðurskemmdir verði rannsakaðar  Eftir að Hellisheiðarvirkjun tók til starfa hefur gamall mosi drepist á stóru svæði í nágrenninu  Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur orsökina líklega mengun af brennisteinsvetni Í HNOTSKURN »Fyrsti áfangi Hellisheið-arvirkjunar var tekinn í notkun árið 2006. Virkjunin framleiðir nú 90MW og er svipuð að afköstum og Nesja- vallavirkjun, þar sem tals- menn OR segja viðlíka gróð- urskemmdir ekki sjást. »Mosi hefur drepist í skjóliáveðurs á svæðinu. Því eru skemmdirnar ekki taldar vera vegna veðurfars. Morgunblaðið/Magnús Bergmann Mengun? Mosi hefur drepist á milli Hellisheiðarvirkjunar og Svínahrauns og út að hringveginum. Gróður drepst vegna mengunar mbl.is | Sjónvarp FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GÖNGUDEILD Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans (BUGL) er að flytja í nýtt 1.244 m2 hús á Dalbraut 12 í Reykjavík. Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra tekur húsið formlega í notkun við hátíðlega athöfn sem hefst kl. 14. Nýja göngudeildin verð- ur opin almenningi til skoðunar á morgun kl. 14-16. Ólafur Ó. Guðmundsson, yf- irlæknir á BUGL, segir að nýja byggingin sé bylting hvað aðstöðu varðar. „Þetta er í fyrsta sinn í Ís- landssögunni sem bygging er sér- staklega hönnuð og byggð fyrir geð- heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga.“ Nýja húsið er tvær hæðir og jarð- hæð og tengt eldra húsi BUGL með glerjuðum tengigangi. Ný aðkoma var gerð að húsinu frá Dalbraut þar sem eru bílastæði. Húsnæði göngu- deildar BUGL mun nálægt því þre- faldast að stærð við flutninginn. Við- bótin mun bæta alla aðstöðu, ekki síst við móttöku sjúklinga. Nýbygg- ingin kemur einnig legudeildum BUGL, bæði barna- og unglinga- deild, til góða því þær munu fá til af- nota um 400 m2 sem göngudeildin hefur notað til þessa. Í næsta áfanga endurbóta og stækkunar húsnæðis BUGL er á dagskrá að lagfæra það húsnæði sem nú losnar. Ólafur sagði áherslu lagða á að hefja endurbæt- urnar sem fyrst því þrengslin há legudeildunum. M.a. hafa stofnanir sem sinna eftirliti gert athugasemd- ir vegna þrengslanna þar. Hjá BUGL starfa nú rúmlega 100 manns. Um fjórðungur sinnir um 17 stöðugildum á göngudeild. Hinir starfa á legudeild og dagdeild. Ólaf- ur vonaði að hægt yrði að fjölga starfsmönnum svo betur gengi að vinna á biðlista. Frá því snemma í vor hefur verið starfrækt svonefnd „laugardagsklíník“ þar sem starfs- menn hafa unnið utan hefðbundins vinnutíma í málum af biðlistanum. Þriðji áfanginn í uppbyggingu á Dalbraut er bygging nýs húss fyrir útibú Brúarskóla og iðjuþjálfun. Nýbyggingin var boðin út í des- ember 2006 og átti Framkvæmd ehf. lægsta tilboðið. Fyrsta skóflustunga var tekin 20. febrúar 2007. Arkis ehf. teiknaði húsið, Landhönnun ehf. hannaði lóðina, Línuhönnun hf. hannaði burðarþol og lagnir og Raf- tæknistofan ehf. hannaði raflagnir. Margir hafa stutt við byggingu nýja hússins. Auk framlags ríkisins upp á um 200 milljónir og sölu Kleif- arvegar 15, en andvirði þess húss rann til byggingarinnar, gaf Kven- félagið Hringurinn 50 milljónir króna til verksins. Auk þess hafa samtök á borð við Barnaheill, Thor- valdsenskonur, Kiwanismenn, Lionsmenn og fleiri lagt lið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðbót Unnið var hörðum höndum í gær að því að ljúka frágangi utanhúss við nýja göngudeild BUGL við Dalveg. Húsið verður tekið í notkun í dag. Rýmkast um BUGL  Fyrsta húsið á Íslandi sem er hannað sérstaklega til geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga tekið í notkun í dag  Bylting, segir yfirlæknir deildarinnar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri, eða til 15. sept- ember nk. Maðurinn er grunaður um að hafa ráðist á 68 ára gamlan karlmann, Jóhannes Guðmundsson, í íbúð hins síðarnefnda við Skúla- götu. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar leiddu í ljós að hann lést af völdum höfuðáverka. Tveir menn voru upphaflega færðir í gæsluvarðhald. Öðrum þeirra, karlmanni á sextugsaldri, var sleppt úr haldi síðdegis í gær. Ekki er talið að hann tengist mál- inu, svo saknæmt sé, en hann vísaði lögreglu höfuðborgarsvæðisins á hinn látna á mánudag fyrir viku. andri@mbl.is Talinn hafa valdið dauða mannsins NÚ ER hægt að deila fréttum á mbl.is með vinum á Facebook- vefþjónustunni. Sá sem það hyggst gera smellir á tengilinn „Senda á Face- book“ sem fylgir öllum fréttum á mbl.is og þá birtist tilvísun í frettina í Facebook- prófíl viðkomandi. Ingvar Hjálmarsson netstjóri mbl.is telur að með þessu muni fréttir mbl.is fá enn víðtækari dreifingu á netinu þar sem face- book-tengslavefurinn nýtur mikilla vinsælda. „Facebook hefur á skömmum tíma náð mikill út- breiðslu og með þessari bættu þjón- ustu við lesendur mbl.is tel ég að vinsældir mbl.is komi til með að aukast enn frekar.“ Ingvar sagði jafnframt að lesendur mbl.is hefðu löngum haft gaman af því að senda hver öðrum fréttir af vefnum en nú gætu menn bætt þeim beint inn á facebook síður sínar. Facebook- tenging á mbl.is TVEIR karlmenn voru í gær úr- skurðaðir í gæsluvarðhald vegna hnífaárásar í Norðurmýri um helgina. Mennirnir sæta varðhaldi til 12. september. Lögregla leitar auk þess tveggja manna til viðbótar sem taldir eru viðriðnir málið. andri@mbl.is Varðhald vegna árásar Hvað er BUGL? Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans er sérhæfð í að meta og meðhöndla geðraskanir barna og unglinga. Einnig fara þar fram kennsla, handleiðsla og rannsóknir fagstétta. Þá veitir deildin ýmsa þjónustu öðrum deildum og stofn- unum sem sinna börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Hvernig skiptist starfsemin? Á BUGL eru göngudeild og inn- lagnadeildir. Göngudeildin fær allt að 7.000 heim- sóknir á ári en skjólstæðingarnir eru mun færri því sumir koma oft í heim- sókn. Ný mál á hverju ári eru 300- 400 talsins. Innlagnadeild skiptist í barnadeild, sem ætluð er börnum til 12 ára ald- urs, og unglingadeild fyrir 12-18 ára börn. Á lóð BUGL er Brúarskóli með útibú. Hann er sérskóli fyrir nemendur sem eiga við geðræna erfiðleika að etja og dvelja á BUGL. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.