Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 25 MINNINGAR ✝ Björn Helgasonfæddist í Reykjavík 12. októ- ber 1927. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 31. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Pétursson, fram- kvæmdastjóri út- flutningsdeildar SÍS í Reykjavík, f. 11. maí 1896, d. 12. júní 1966, og Soffía Björnsdóttir húsfreyja í Reykja- vík, f. 25. apríl 1899, d. 15. des- ember 1973. Systkini Björns eru Helga S., f. 7. september 1931, og Gunnlaugur Pétur, f. 10. október 1940, d. 19. janúar 1992. Eiginkona Björns var Soffía Einarsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1932, d. 1. mars 2005. Foreldrar hennar voru Einar Tómasson kolakaupmaður í Reykjavík, f. 18. febrúar 1893, d. 12. september 1966, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir hús- freyja, f. 26. júlí 1893, d. 1. maí barnalæknir. Börn þeirra eru Arnar, Hákon og Ásdís. 6) Arn- dís lífeindafræðingur, f. 27. sept- ember 1969. Börn hennar eru Haukur Tandri og Skorri Þór. Björn ólst upp í miðbæ Reykjavíkur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1952. Hann stundaði nám í nið- urjöfnun sjótjóna í Englandi 1954-1955 og var héraðsdóms- lögmaður frá 1956. Björn starf- aði hjá Samvinnutryggingum frá 1952-1956, var lögfræðingur hjá varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli 1956-1961 og starfaði sjálfstætt við niðurjöfnun sjó- tjóna í Reykjavík 1961-1972. Hann var skipaður hæstarétt- arritari 1972 og saksóknari 1986 og gegndi hann því embætti til starfsloka. Björn var einnig dómari í Félagsdómi frá 1980. Björn gegndi ýmsum félags-, rit- og trúnaðarstörfum, meðal ann- ars sem formaður hamfara- nefndar, formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs bænda og í sóknarnefnd Digranesprestakalls í Kópavogi. Útför Björns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 1961. Börn Björns og Soffíu eru 1) Helgi versl- unarmaður, f. 11. júlí 1950. Börn hans eru: a) Helga Heiða, maki Magnús Yngvason, börn þeirra eru Egill Örn, Atli Már, Yngvi Jóhann og Helgi Aron. b) Hild- ur Sif, d. 2007, gift Ásþóri Sædal Birg- issyni, sonur hennar er Þórður Helgi Friðjónsson. c) Björn. 2) Soffía, f. 26. mars 1953, d. 31. júlí 1955. 3) Einar vélfræðingur, f. 29. ágúst 1956, maki Alda Ásgeirs- dóttir hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru Erlingur, Ragna og Benedikt. 4) Björn Ragnar reiknifræðingur, f. 16. apríl 1958, maki Gréta Mjöll Bjarna- dóttir framhaldsskólakennari. Börn þeirra eru Baldur Logi og Óðinn Jökull, einnig á Björn son- inn Guðmund Ragnar. 5) Soffía lífeindafræðingur, f. 18. apríl 1960, maki Herbert Eiríksson „Nú eiga strákar að fara að sofa“ var uppáhaldssetning Björns Helgasonar við syni mína, afa- strákana sína. Núna er hann sjálf- ur farinn að sofa. Þegar ég kvaddi hann var ró yfir honum. Hann var orðinn sléttur á hörund og kannski svefninum feginn. Björn var alinn upp í umhverfi betri borgara Reykjavíkur með vinnukonu á heimilinu. Það var því engin þörf á að bjarga sér sjálfur með nein húsverk í uppvexti svo að hann tileinkaði sér aldrei þá eiginleika sem gerð var krafa um að allir karlmenn næstu kynslóðar gætu sinnt og þeir kunna flestir svo vel. Það kom kannski ekki heldur að sök því ástkær eiginkona hans Soffía gat gert allt sem viðkom húsverkum betur en flestir aðrir. Hver kynslóð á sitt blómaskeið. Þegar ég kynntist Birni Helgasyni tengdaföður mínum fyrir 21 ári var hann orðinn fullorðinn maður. Kominn um sextugt. Það var þó augljóst að hann hafði ekki alltaf farið troðnar slóðir. Eftir lögfræði- nám fór hann í framhaldsnám til Lundúna með fjölskylduna. Þar misstu Björn og Soffía unga dóttur í bifreiðaslysi. Sá atburður hafði djúp áhrif á hann og aðra fjöl- skyldumeðlimi. Þegar ég kynntist honum var hann hættur að stunda marga hluti sem hann hafði haft áhuga á áður. Þar má nefna hestamennsku og veiðimennsku og satt að segja gat ég aldrei ímyndað mér hann á hestbaki. Aðra hluti eins og gönguferðir og sund ræktaði hann af einstakri reglusemi á meðan heilsan leyfði. Og áhuga á menn- ingarviðburðum eins og óperum, leiklist og kvikmyndum missti hann aldrei og stundaði nánast allt til enda. Eitt sinn lentum við með sæti við hliðina hvort á öðru við eina óperuuppsetningu og vorum þá bæði ein á ferð. Af tónskáldum var Richard Wagner hans uppá- hald og sótti hann flesta fyrir- lestra um hann og tónleika sem voru í boði. Björn stundaði sólböð og því höfðuðu ferðalög til heitra landa alla tíð til hans og Soffíu á meðan hún lifði. Hápunktur ferðalaga þeirra saman var þriggja vikna ferðalag um suðurríki Bandaríkjanna með Grayhoundrútum, m.a. til New Or- leans. Það var ljóst þegar rætt var við þau um ferðina að það var gamall draumur að fara „to the so- uth“ eins og hann lýsti með til- þrifum. Og það var ekki verið að fara troðnar slóðir í ferðatilhögun og kaupa einhverja tilbúna pakka- ferð. Þegar þau fóru í þetta ferða- lag var Björn 65 og Soffía 60 ára. Eftir að Soffía lést 2005 var aug- ljóst að hann hafði misst sinn betri helming og lífið var ekki það sama. Síðustu misserin og þá ekki síst eftir að erfiðara var að hreyfa sig bættist við mikill áhugi hjá Birni á að horfa á fótbolta og annað sport í sjónvarpinu. Eftir að Ólympíu- leikunum lauk nokkrum dögum fyrir lát hans var fátt sem kallaði hann að sjónvarpinu. Flest þessi 20 ár höfum við átt aðfangadags- kvöld saman og þá hef ég upplifað barnið í tengdaföður mínum koma fram með sömu eftirvæntingu eftir jólapökkunum og hjá litlu afastá- kunum. Núna er strákur farinn að sofa. Gréta Mjöll Bjarnadóttir. Við fráfall Björns Helgasonar, fyrrum saksóknara við embætti rikissaksóknara, minnist ég sam- starfs okkar á þeim vettvangi., en hann var skipaður saksóknari 23. sept. 1986 frá 1. okt. s.á. Voru honum á starfstíma sínum falin ýmis veigamikil mál til úr- lausnar. Lutu þau bæði að tillög- um um afgreiðslu þeirra svo og að flutningi þeirra fyrir dómstólum er efni þóttu til saksóknar af hálfu ákæruvalds. Voru tillögur hans vel rökstudd- ar sem og málflutningur hans. Mat ég framlag hans í þeim efnum mik- ils og veit ég, að starfsfélagar hans voru sama sinnis. Vinsæll var hann og í okkar hópi, og er margs að minnast frá samvinnu okkar og samveru á þessum árum. Orðheppinn var hann og hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. Við Erla minnumst og með þakklátum huga margra ánægjustunda er við áttum með Birni og hans ágætu konu Soffíu. Sendum við ástvinum Björns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hallvarður Einvarðsson. Samferð okkar Björns Helga- sonar í skólum var svo löng að óvenjulegt hlýtur að teljast. Við hittumst fyrst í Grænuborg, skóla Ísaks Jónssonar, fimm vetra gaml- ir. Síðan lá leiðin í Barnaskóla Austurbæjar og vorum við þar sambekkingar til fullnaðarprófs. Sama var næstu sex árin í Menntaskólanum í Reykjavík og lögfræðiprófi lukum við sama vorið 1952. Björn var alla sína skólatíð mjög samviskusamur námsmaður, skil- aði jafnan góðum árangri í prófum, en gaf sig lítt að ærslum og stympingum sem löngum fylgja æskufólki. Hann fylgdist vel með á sviði ýmissa listgreina, einkum tónlistar og myndlistar. Á menntaskólaárunum kynntist hann fallegri stúlku úr hópi margra systra, sem allar voru ann- álaðar fyrir fríðleika og bjuggu við Bergstaðastræti. Ég vissi aldrei til að hann stigi dansspor eða færi á fjörur við aðrar stúlkur en Soffíu Einarsdóttur. Þau giftu sig árið 1950. Soffía reyndist manni sínum mikilhæf húsmóðir og gætti heim- ilis þeirra af smekkvísi og metnaði. Þau eignuðust sex börn, en barn- unga stúlku misstu þau er hún hljóp fyrir bíl að föður sínum sjá- andi í umferð Lundúnaborgar. Það slys varð foreldrunum mikið áfall og olli djúpum sárum í huga og hjarta beggja. Björn stundaði á þeim tíma nám í London í nið- urjöfnun sjótjóna. Eftir heimkom- una tók hann þegar til við störf á þessum vettvangi og sinnti lengi slíkum verkefnum. Síðar var hann skipaður ritari Hæstaréttar Ís- lands og í því starfi tók hann upp sama sið og ágætir forverar hans, að gera í útvarpi grein fyrir störf- um Hæstaréttar og niðurstöðum í þýðingarmiklum málum. Björn starfaði við Hæstarétt þar til hann fékk veitta stöðu saksóknara, og sinnti hann því starfi til starfsloka, 70 ára að aldri. Björn sinnti störfum sínum af meðfæddri samviskusemi. Hann gaf sig lítið sem ekkert að félags- málastörfum, en tók þátt í veiði- ferðum og hestaferðalögum með undirrituðum og fleiri vinum, og hafði mikið yndi af. Björn var einnig góður bridge spilari. Björn var góður félagi í stúd- entahópi MR frá 1947, og lét sig aldrei vanta með Soffíu sinni þeg- ar blásið var til samverustunda. Sambúð Björns og Soffíu var mjög náin meðan bæði lifðu. Soffía lést vorið 2005, og má segja að Björn hafi vart tekið á heilum sér eftir fráfall hennar. Lífskraftur hans og lífslöngun dvínaði. Vinir hans og samstúdentar frá MR kveðja hann með virðingu og þakklæti fyrir samferðina. Hvíli hann í friði. Sveinbjörn Dagfinnsson. Björn Helgason var faðir æsku- vina minna Bjössa og Einars. Hann og eiginkona hans bjuggu þeim fallegt heimili á æsku- og unglingsárum okkar í Birki- hvammi í Kópavogi. Við félagar ásamt fjölmörgum öðrum nutum þess að eyða stundum okkar þar, hvort sem það var við leiki sem börn eða við hlustun á tónlist sem unglingar. Oftar en ekki var það val okkar félaganna að dvelja í Birkihvamm- inum langtímum saman á þessum árum enda vorum við alltaf vel- komnir, og alltaf vel að okkur búið alla tíð. Við þessi leiðarlok vil ég færa Birni Helgasyni innilegar þakkir fyrir hlýlegt viðmót í minn garð á þessum árum. Ég flyt einnig Bjössa, Einari, Helga, Soffíu og Arndísi og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Jón Heiðar Guðmundsson. Björn Helgason NORÐURLÖND bera vegna land- fræðilegrar legu sinn- ar ábyrgð á því að norðurskautssvæðin verði ekki sá heims- hluti þar sem alþjóða- samfélagið komst í þrot vegna sérhags- muna þjóðríkja. Norð- urlandabúar eiga að hafa forgöngu um að tryggja sjálfbæra þróun á norð- urskautinu – og þeim er ekki til setunnar boðið. Norðurlönd eiga víðfeðm land- og hafsvæði á norðurhjara. Þau hafa því beitt sér mjög í málefnum þessa einstaka og viðkvæma heimshluta. Norrænu ríkin hafa þegar efnt til samstarfs um að styðja við frumbyggja á norðurslóð og stuðla að framþróun á sviði félags-, efna- hags- og menningarmála. En þau ætla einnig að leggja sitt af mörkum til að tryggja að auðlindir heimskautasvæðanna verði nýttar á sjálfbæran hátt og að ekki verði gengið á líf- fræðilegan fjölbreytileika. Augljóst er þó að Norðurlönd valda þessu verkefni ekki ein. Al- þjóðasamfélagið allt verður að hlaupa undir bagga. Umhverfisváin sem steðjar að norðurskautinu á rætur að rekja miklu sunnar á jarðarkúluna. Upp- söfnun mengandi efna, kvikasilf- ursmengun og eiturefni sem ber- ast frá verksmiðjum í Evrópu, Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína eru dæmi um þá hættu sem ógnar viðkvæmu vistkerfi á norð- urslóð. Aukin sókn hins hnattvædda heims í olíu- og gasauðlindir og óskir um styttri flutningaleiðir yfir norðurhöf valda líka hættu á norð- urskautssvæðunum. Á sama tíma skapa breyttar að- stæður ný tækifæri og áskoranir fyrir íbúa norðurskautssvæðanna. Því er mikilvægt að nýta tækifær- in til að bæta lífskjör þeirra án þess að gengið verði um of á nátt- úruauðlindir. Lykilatriði er að Evrópusam- bandið axli meiri ábyrgð á norð- urskautssvæðunum. Á for- mennskutíma Dana í Evrópusambandinu á árinu 2001 varð Gluggi til norðurslóða (Det Arktiske Vindue) þáttur í Evrópu- samstarfi um hina Norðlægu vídd. Þegar Finnar gegndu formennsku í ESB á árinu 2007 var samstarfið um Norðlægu víddina svo eflt enn frekar. Nú ber Norðurlöndum að setja heimskautasvæðin á dagskrá hjá Evrópusambandinu, ekki síst þeg- ar kemur að samþættri sjáv- arútvegsstefnu bandalagsins og forystu þess í viðræðum um nýjan loftslagssamning. Þess vegna hefur Norræna ráð- herranefndin nú látið vinna skýrslu um bein og óbein áhrif Evrópusambandsins á Norð- urskautið í gegnum hin fjölmörgu sameiginlegu stefnumál. Í skýrsl- unni er bent á að ESB hafi þegar mikil áhrif á norðurskautssvæð- unum, en hafi hins vegar ekki mót- að neina heildarstefnu fyrir þau. Undir forystu Svía hefur Nor- ræna ráðherranefndin boðað til ráðstefnu á Grænlandi dagana 9.- 11. september til að vekja áhuga ráðamanna í ESB, aðildarríkja og annarra sem hagsmuna eiga að gæta á þeim vanda sem við blasir á norðurslóð. Háttsettir fulltrúar frá Evrópu- sambandinu og ríkjum á norð- urslóð munu sitja ráðstefnuna, sem haldin verður undir yf- irskriftinni „Common Concern for the Arctic“. Á henni mun gefast einstakt tækifæri til að samræma viðbrögð og stilla saman strengi. Það tækifæri verðum við að nýta. Eitt af markmiðum ráðstefn- unnar er að sýna fram á að þörf sé fyrir samræmd stefnumið ESB þegar kemur að norðurskauts- svæðunum og þá sérstaklega m.t.t. sjálfbærrar nýtingar nátt- úruauðlinda. Málið hefur mikla þýðingu fyrir allan heiminn vegna þess hve norðurskautssvæðin eru landfræðilega mikilvæg þegar kemur að stefnumótun varðandi loftslagsvandann og auðlindanýt- ingu, svo og vegna nýrra sigl- ingaleiða sem eru að opnast. Það er jákvætt að ESB ætli á haustmánuðum að birta yfirlýs- ingu um norðurskautssvæðin og það er von okkar að ráðstefnan muni verða til þess að samræma sjónarmiðin í Evrópusambandinu. Svíar gegna formennsku í Nor- rænu ráðherranefndinni á þessu ári. Þeir munu haustið 2009 taka við formennsku í Evrópusam- bandinu. Svíar munu svo gegna formennsku í Norðurskautsráðinu á árunum 2011-2012, þannig að þeir eiga alla möguleika á því að beina alþjóðlegu samstarfi að mál- efnum norðurskautssvæðanna. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir aðgerðum til að tryggja sjálfbæra þróun, en þegar norð- urskautssvæðin eru annars vegar getur skipt sköpum að Evrópu- sambandið og þær þjóðir sem eiga land norðan heimskautsbaugs; Rússar, Bandaríkjamenn og Kan- adamenn, taki einnig virkan þátt í að leysa verkefnin í þessum heimshluta. Norrænu umhverfisráðherr- arnir hafa nýlega haft frumkvæði að aðgerðum sem miða að því að efla skipulag og stjórnsýslu um verndun hafsvæða, þar með talið á norðurskautssvæðunum Krafan er að tafarlaust verði tekist á við þau viðfangsefni sem blasa við á norðurslóð, líka á vett- vangi Evrópusambandsins og um heim allan – það þolir enga bið! Ekki má vanmeta þýðingu heimskautasvæðanna fyrir heims- byggðina. Norðurlöndin verða að vera í fararbroddi, ásamt íbúum á norð- urslóð, þegar kemur að því að tryggja jafnvægi milli verndunar og nýtingar auðlinda, en aðrir sem hagsmuna eiga að gæta verða einnig að leggjast á árarnar. Hverjir gæta hagsmuna norður- skautsins? Christina Husmark Pehrsson, Halldór Ásgrímsson Halldór Ásgrímsson » Viðkvæm náttúra norðurskautssvæð- anna og mikilvægi henn- ar gerir þá kröfu til okk- ar að við gætum jafnvægis í verndun og nýtingu náttúruauð- linda. Christina er samstarfsráðherra Sví- þjóðar. Halldór er framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. Cristina Husmark Pehrsson UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.