Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 35 Aflagrandi 40 | Vinnustofur kl. 9-16.30, Vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.45. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, handa- vinnustofa opin kl. 12.30 og smíðastofa/ útskurður, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, handavinna, vefnaður, kaffi/dagblöð, fótaaðgerð, matur, línudans, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í hand- mennt, prjónakaffi kl. 9. Félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Opið hús 19. sept., félagsstarfið verður kynnt. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, handavinnustofan opin, jóga kl. 10.50, matur og alkort kl. 13.30. Kl. 20, Vilhjálmur Árnason prófessor flytur er- indið „Reisn mannsins“.. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, myndlistahópur og jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg- isverður, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Ganga kl. 11.30, farið frá Hlað- hömrum. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. glerskurður, leið- sögn veitir Vigdís Hansen, létt ganga um nágrennið kl. 10.30. Á morgun kl. 10 er postulínsnámskeið, kennari Sigurbjörg Sigurjónsd. Hvassaleiti 56-58 | Lífsorkuleikfimi kl. 9, bútasaumur kl. 9. Námskeið í mynd- list kl. 13.30. Helgistund kl. 14, sr. Ólafs Jóhannssonar, söngstund á eftir. Böðun fyrir hádegi, matur, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Enn er hægt að skrá sig í ýmis námskeið. Sími 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Vilhjálmur Árna- son, heimspekingur og prófessor við HÍ, flytur erindið „Reisn mannsins“ kl. 20, í Gjábakka. Veitingar. Æfingar fyrir sýn- ingar og hópdansar í Kópavogsskóla kl. 14.30-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Kaffi- vísnaklúbbur kl. 9, boccia-kvennahópur kl. 10.15, handverksstofa kl. 11, opið hús, vist og brids kl. 13, kaffiveitingar. Laugardalshópurinn Blik, eldri borg- arar | Leikfimi eldri borgara í Íþróttahúsi Ármanns-Þróttar kl. 12. Norðurbrún 1 | Leikfimi og handavinna hjá Halldóru kl. 13, hjúkrunarfræðingur kl. 10. Postulínsnámskeið hjá Hafdísi 13. Kynning á félagsstarfinu kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja f. há- degi, bútasaumur kl. 9, morgunstund, kl. 9.30, leikfimi kl. 10, glerbræðsla, glerskurður, upplestur kl. 12.30, handa- vinnustofa kl. 13, félagsvist kl. 14, kaffi. Kirkjustarf Digraneskirkja | Guðsþjónusta 10. sept. kl. 14. Prestur sr. Yrsa Þórð- ardóttir, gamlir Fóstbræður leiða söng, organisti Kjartan Sigurjónsson. Kaffi- veitingar. Leikfimi ÍAK kl. 11. Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stundina. Kirkju- starf eldri borgara kl. 13. Nokkrir úr kirkjustarfinu segja frá sumarfríunum sínum, kaffiveitingar. Helgistund í kirkju. Umsjón Ragnhildur Ásgeirdóttir djákni. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handa- vinna, spilað, spjallað og kaffi. Grensáskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, kyrrðarstund kl. 12, helgistund. Á eftir er málsverður. Laugarneskirkja | Kvöldsöngur kl. 20 með Þorvaldi Halldórssyni og Gunnari Gunnarssyni. Sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Tólf spora hópar ganga til sinna verka kl. 20.30. Óháði söfnuðurinn | Kynningarfundur Alfa 1 kl. 19 hefst með kvöldverði. Geng- ið inn að austanverðu. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG GEFST UPP MAÐUR ÞARF EKKI AÐ VERA AÐ GERA NEITT TIL AÐ GEFAST UPP Á ÞVÍ, ER ÞAÐ NOKKUÐ? FRÍÐA Á KÖTT HÚN ER AÐ KOMA... LÍFIÐ ER BÚIÐ... ER ÞETTA KÖTTUR?!? MAMMA LÉT MIG SKO ALDEILIS HEYRA ÞAÐ! ÉG ER MEÐ HUGMYND MEGUM VIÐ KOMA ÚT NÚNA? ER MAMMA ÞÍN FARIN? ER ÖLLU ÓHÆTT? HÚN ER AÐ KOMA AFTUR UPP! ÞARNA ER HÚN! EKKI FARA UNDAN KASSANUM! USS ÚFF ÞÚ ERT SNILLINGUR ÉG HEYRI EKKI Í HENNI HVAÐ ER AÐ GERAST? UMBREYTIR LAGAÐIR ÞÚ LEKANN Á SKIPINU? NEI ÉG HÉLT AÐ ÞÚ HEFÐIR GERT ÞAÐ ÞARF ÉG AÐ NÁ Í BLAÐIÐ Í DAG? ÞAÐ ER SVO SLÆMT EFTIRBRAGÐ AF PRENTSVERTUNNI FÓLK SEGIR AÐ ÖLLUM GYÐINGUM SEM FAGNA PÁSKUNUM EIGI AÐ LÍÐA EINS OG ÞEIR SJÁLFIR SÉU ÞRÆLAR Í EGYPTALANDI GETIÐ ÞIÐ ÍMYNDAÐ YKKUR HVERNIG ÞAÐ VÆRI EF VIÐ ÞYRFTUM AÐ FARA ÚR LANDI Í KVÖLD? ÉG VÆRI Í VANDA STADDUR. ÉG BORÐAÐI SVO MIKIÐ AÐ ÉG KÆMIST EKKI LANGT VILTU RÉTTA MÉR KÁLIÐ? ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞÚ VITIR EKKI HVER HANN ER? EN ÞÚ ERT KONAN HANS! ÞÚ ÆTTIR AÐ VITA ÞAÐ! HANN ER EINS OG NJÓSNARI! HANN BREYTIR UM NAFN REGLULEGA EKKI EINU SINNI ÉG VEIT HVER HANN ER Velvakandi MAÐURINN á myndinni horfir hugsi á fólkið sem situr fyrir utan á kaffi- húsi og nýtur septembersólarinnar. En nú fer þeim tækifærum að fækka að geta borðað undir berum himni. Morgunblaðið/Golli Miðbæjarstemning Við tindrandi tónaseið EFTIR sóldýrð og mildi sumardaga er sannarlega vert að taka til hendi í öllu fé- lagsstarfi eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni og margt þegar á fullu af stað farið s.s. skák og brids og Göngu Hrólfar gengnir af stað svo eitthvað sé nefnt, að ekki sé nú minnst á sunnudags- dansleikina. Söngvaka og síðdeg- isdans eru á næsta leiti svo og bókmenntahópurinn utan efa og þannig tekur hvað við af öðru til unaðar og yndisauka. Við sem höfum haft þá ánægju á undangengnum vetrum að eiga með ykkur svo mörgum gleðistundir í svellandi söng ætlum nú að hefja okkar samverustundir 10. sept- ember og auðvitað upphefjum við raustir okkar kl. 14 þann dag eins og svo annan hvorn miðvikudag í allan vetur. Hin góða þátttaka síðustu vetra er okkur hvatning til að gjöra enn betur, fá enn fleiri til þátttöku í ferskri sönggleði þar sem hver syngur með sínu nefi og þannig myndum við sannan samhljóm gleðinnar, gleðjum okkur sjálf og hvert annað um leið. Gjöfular stundir góðs félagsskapar eru gulli betri, yngir hug og hressir. Í samráði við þau Matthildi og Jón Frey sem stjórnað hafa síð- degisdansinum með einstökum sóma und- angengna vetur ætlum við svo til gamans að kalla til alla sem koma vilja hinn 17. sept- ember á söngvöku og síðdegisdans um leið, sjá hversu sú blanda reynist svona einu sinni, en svo fer allt í sinn fasta farveg sem áður, söngvakan 24. sept., síðdegisdans 1.okt. og svo koll af kolli. Við hlökkum til samfunda við ykkur öll og vonum að hið sama gildi um þau ykkar sem hafið átt með okkur svo ánægjulega samveru á liðinni tíð og nýtt fólk alltaf vel- komið. Sjáumst sem flest 10. sept- ember. Sigurður Jónsson, Helgi Seljan.    Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.