Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Komin til landsins  Hópi flóttafólks frá Palestínu var vel tekið við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli seint í gær- kvöldi. Hópurinn, alls 29 manns, mun setjast að á Akranesi, en hann hafðist við í Al Waleed-flótta- mannabúðunum í Írak. Hópurinn var þreyttur eftir langt og strangt ferðalag frá Írak. » Forsíða Verðmætir kalkþörungar  Rekstur kalkþörungaverksmiðj- unnar á Bíldudal hefur gengið vel og umsvifin þótt góður búhnykkur í plássinu. Stór hluti framleiðslunnar hefur farið til Sádi-Arabíu. » 12 Eyðilegging í ofsaveðri  Fellibylurinn Ike olli gífurlegu eignatjóni á Kúbu þegar hann reið yfir austurhluta eyjarinnar í gær og óttuðust menn hið versta þegar hann stefndi á höfuðborgina Havana í nótt. Mikil sorg er á Haítí, en þar hafa hundruð manna beðið bana eft- ir hrinu ofsaveðra að undanförnu. » 15 Banni akstur á kvöldin  Hlutfall ungs fólks á aldrinum 15- 24 ára í banaslysum í umferðinni í OECD-ríkjunum árið 2004 var á milli 18 og 30%. Meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu OECD er að akstur þessa aldurshóps á kvöldin og um helgar verði bannaður. » 2 SKOÐANIR» Staksteinar: BSVGRB Forystugreinar: Opnum örmum Öryggi lögreglumanna Ljósvaki: Tingmiarmiut, breytileg átt UMRÆÐAN» Herramenn og fagkonur Já! Hvenær er komið nóg? Gjör rétt – þol ei órétt Er ég umhverfisfasisti?  3 3 3 3 4   "5!' . !+ " 6  !!&! 1 . !  3 3 3 3 3 - 7 #1 '   3 3 3 3 89::;<= '>?<:=@6'AB@8 7;@;8;89::;<= 8C@'7!7<D@; @9<'7!7<D@; 'E@'7!7<D@; '2=''@&!F<;@7= G;A;@'7>!G?@ '8< ?2<; 6?@6='2+'=>;:; Heitast 15°C | Kaldast 8°C  Austan- og suð- austan 5-10 m/s og rigning með köflum. Skýjað að mestu norð- austan- og austanlands. » 10 Árni Matthíasson kíkti á Nútíma- listasafnið í Cusco og sá þar vel útfærð- ar myndir sem voru gervilist. » 43 AF LISTUM» Jesús með naggrís FÓLK» Brand þótti fara yfir strikið. » 37 Fullorðnir menn sem láta eins og 12 ára strákar. Fárán- leikakómedía sem fær þrjár og hálfa stjörnu. » 38 KVIKMYNDIR» Fyndnir karl-strákar TÓNLIST» Haddaway er á leið til Íslands. » 39 KVIKMYNDIR» Talinn hafa brotið höfundarréttarlög. » 43 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lík fannst í Kaplagjótu í Eyjum 2. Oprah vill ekki Söruh Palin … 3. Britney kom, sá og sigraði 4. Sektuð fyrir að hlýða ekki lögreglu  Íslenska krónan veiktist um 1,3% Þjóðleikhúsinu Hart í bak Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÓTRÚLEG velgengni dans- og söngvamyndarinnar Mamma Mia! í íslenskum kvikmyndahúsum hefur vakið mörgum furðu og þá ekki síst mönnum í kvikmyndahúsageiranum. Myndin nálgast óðfluga Mýrina í tekjum en Mýrin er sú mynd sem mestar tekjur hafa fengist af í miða- sölu frá því skráning hófst 1995. 95.866 miðar hafa verið seldir á Mamma Mia! og tekjur af henni nema 83,4 milljónum króna. Tekjur af Mýrinni urðu 90,6 milljónir. Um 4.600 manns sáu Mamma Mia! um helgina og þarf því aðeins tvær álíka góðar helgar í viðbót til að hún skjót- ist upp í fyrsta sæti. Tekjutölur segja þó ekki alla söguna, tekju- hæsta myndin er ekki sú mest sótta. Nær hálf þjóðin sá Með allt á hreinu fyrir aldarfjórðungi, um 125.000 manns. | 40-41 Mamma mia! nálg- ast Mýrina Mýrin Ingvar sem Erlendur. STUTTMYND Barkar Sigþórs- sonar, Support, er ein 25 stutt- mynda sem valdar hafa verið til þátttöku í Filminute, al- þjóðlegri keppni einnar mínútu langra stutt- mynda. Hátíðin er kanadísk og voru myndirnar 25, frá 16 löndum, valdar úr yfir 1.500 sem sendar voru til þátttöku. Fram til 30. september munu áhorfendur víða um heim geta kosið þá mynd sem þeim þykir best, á vefsíðunni filminute.com. Mynd- irnar verða auk þess sýndar á völd- um stöðum í London, Búkarest og Toronto. Óskarsverðlaunaleikstjór- inn Paul Haggis er einn þeirra sem sitja í dómnefnd. Tilkynnt verður 12. október hvaða myndir hljóta dómnefndar- og áhorfendaverðlaunin. Support er fyrsta stuttmynd Barkar. | 36 Support í Filminute Börkur Sigþórsson Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is UNDANFARIN ár hefur færst í vöxt að þýsk pör láti gefa sig saman hérlendis og í gær voru Christian og Anke Wiesner gefin saman undir Seljalandsfossi. Athöfnina framkvæmdi fulltrúi sýslumanns á Hvolsvelli, Kristín Þórðardóttir. „Í flestum tilfellum er þetta fólk sem hefur af einhverri ástæðu fallið fyrir Íslandi,“ segir Pétur Óskarsson, annar eigandi Kötlu Travel í München í Þýskalandi. Eftir að mynd af brúðhjónum sem giftu sig á Vatnajökli birtist í bæklingi Kötlu fyrir 10 árum fór að gæta áhuga fólks fyrir giftingum hér á landi. Pétur segir þó eftirspurnina hafa tekið snöggan kipp fyrir nokkrum árum þegar vinsælt varð hjá þýskum brúðkaupstímaritum og -bloggsíðum að skrifa um brúðkaup á Íslandi. „Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn áður, ætli við höfum ekki komið að um 30 brúðkaupum síðastliðin fjögur ár,“ segir Pétur. „Við finnum fyrir því að það er mikið spurt um þetta núna. Fólk er að koma til baka eftir sumarið og miðla af reynslu sinni, þá spyrst þetta út. Þetta á að vera sérstakt fyrir alla, fólkið sem er að koma til Íslands til að gifta sig kemur af því það vill eitthvað sérstakt og ógleymanlegt og það eru ótrúlega miklir möguleikar á Íslandi og í íslenskri náttúru á að ganga í hjónaband við sérstakar aðstæður.“ Í sumar skipulagði Katla Travel brúðkaup fyrir tíu þýsk pör og segir Pétur nokkur brúðkaup þegar vera í und- irbúningi fyrir næsta sumar. „Við búumst við að það verði fleiri brúðkaup á næsta ári.“ Þýskar ástir á Íslandi Ljósmynd/Odd Stefan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.