Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 27
✝ Karl PálmiÓlafsson fædd-
ist á Spítalastíg 10
Reykjavík 20. sept-
ember 1920. Hann
andaðist á Landspít-
alanum í Fossvogi 2.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Ólafur
Teitsson skipstjóri,
f. 12. janúar 1878, d.
8. október 1959, og
Kristín Káradóttir
húsfreyja, f. 14. júlí
1897, d. 5. ágúst
1983. Hálfsystkini hans samfeðra
voru Guðmundur Ágúst Waage
Ólafsson, f. 30. október 1909, d.
10. mars 1940, Jósefína Waage
Ólafsdóttir Campell, f. 27. júní
1912, d. 9. desember 1988 og Val-
borg Waage Ólafsdóttir, f. 11.
nóvember 1914, d. 9. maí 1994. Al-
bróðir Þórir Ólafsson, f. 2. októ-
ber 1922, d. 15. júní 1995.
Karl kvæntist 22. mars 1952
Ásu Gunnarsdóttur frá Bjarna-
stöðum i Grímsnesi, f. 25. október
1932, dóttur hjónanna Gunnars
Oddssonar bónda og Sigurlaugar
Guðmundsdóttur Ottesen. Börn
Karls og Ásu eru 1) Sigurlaug
Margrét geðlæknir, f. 28. sept-
ember 1952. 2) Kristín Karólína
launafulltrúi, f. 18. febrúar 1954,
maki Þorkell Gunnarsson vatns-
veitustjóri, f. 4. júlí 1950. Börn
þeirra eru: a) Jón Gunnar, f. 2.
janúar 1975 húsasmiður og nemi,
sambýliskona Krist-
rún Hermannsdóttir
íþróttakennari, f.
29. september 1969,
sonur þeirra Ísak, f.
15. desember 2005,
fósturbörn Jóns og
börn Kristrúnar eru
Hermann Ágúst
Canales, f. 29. des-
ember 1994 og Es-
meralda Aldís
Canales, f. 17. sept-
ember 1996. b) Karl
pípulagningamað-
ur, f. 26. júní 1981.
c) Þorkell húsasmiður, f. 10. júlí
1983. 3) Ása krabbameinslæknir,
f. 30. ágúst 1961. 4) Kári Steinar
verkfræðingur, f. 27. júlí 1966,
maki Ragnheiður Aradóttir arki-
tekt, f. 2. maí 1967. Sonur Kára og
fyrrverandi sambýliskonu Gróu
Höllu Hákonardóttur, f. 25. októ-
ber 1968 er Gunnar Örn, f. 22.
desember 1989. Börn Kára og
Ragnheiðar eru: Kristín, f. 21. júlí
1995, Ari, f. 19. maí 1998, og
Snorri, f. 13. júní 2003.
Karl gekk i Miðbæjarbarna-
skólann, var síðan eitt ár við nám
i Verzlunarskóla Íslands. Hann
vann síðan ýmsa verkamanna-
vinnu, en lengst af starfaði hann
við leigubílaakstur, í 48 ár eða
þar til hann varð að láta af störf-
um vegna aldurs, 74 ára að aldri.
Útför Karls fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Karl var innfæddur Reykvíking-
ur, ólst upp í miðbænum fyrst á
Spítalastíg 10 en frá 8 ára aldri á
Bergstaðastræti 30 þar sem hann
bjó til dauðadags. Hann ólst upp á
mannmörgu heimili með foreldrum,
systkinum, öfum, ömmum og öðru
frændfólki. Hann átti ánægjulega
barnæsku við leik og störf.
Faðir hans var fyrst skipstjóri, en
kom fljótlega í land að ósk fjölskyld-
unnar og varð síðar verkstjóri i De-
fensor-fiskverkunarstöð þar sem
Borgartún er nú. Fjaran var leik-
völlur pabba og félaga hans, þaðan
stunduðu þeir siglingar og tóku
meðal annars að sér flutninga á fólki
gegn gjaldi. Á sumrin var hann í
sveit á Æsustöðum í Mosfellssveit
og á Ballará við Breiðafjörð hjá
kæru skyldfólki sem hann hélt
tryggð við alla tíð.
Hann byrjaði ungur að vinna,
vann ýmis verkamannastörf, meðal
annars við uppskipun, starfaði í
þágu loftvarna Reykjavíkur á stríðs-
árunum, Bretavinnunni, vegavinnu,
en lengst af starfaði hann sem leigu-
bílstjóri hjá BSR eða í 48 ár þar til
hann varð að láta af störfum vegna
aldurs 74 ára að aldri, þá enn með
fulla starfsorku.
Hann hafði alla tíð mikinn áhuga
á bílum og eignaðist ungur sinn
fyrsta bíl, Ford herjeppa með Þóri
bróður sínum. Þeir bræður ferðuðst
víða um land með félögunum og
komust víða þrátt fyrir vegleysur.
Hann sagði oft söguna af Lýðveld-
ishátíðinni 1944 þegar tjaldhælarnir
urðu eftir heima og þá voru góð ráð
dýr, en mikilvægt að bjarga sér með
því sem tiltækt var. Á stríðsárunum
keyrði hann vörubíl, tók meðal ann-
ars þátt í að keyra Rauðhólana í
flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
Árið 1950 kynntist hann tilvon-
andi konu sinni úr Grímsnesinu, þau
giftu þau sig tveimur árum seinna
og voru gift í rúm 56 ár. Eftir að
hann eignaðist fjölskyldu var fjöl-
skyldan hans aðaláhugamál. Árið
1952 fæddist frumburðurinn og á
næstu 14 árum urðu börnin 4. Á
þessum árum snerist lífið um að búa
fjölskyldunni öruggt heimili, en
hann hafði samt alltaf tíma til að
rétta vinum og vandamönnum hjálp-
arhönd. Pabbi hafði gaman af ferða-
lögum, hann ferðaðist víða um land
og fór í sína síðustu hringferð um
landið sumarið 2006. Það var ekki
fyrr en eftir miðjan aldur að hann
fór í fyrsta sinn út fyrir landstein-
anna, þá til Norðurlandanna. Ferð-
irnar urðu fleiri bæði til Evrópu og
Ameríku, en yfirleitt til að heim-
sækja börn sín sem búsett voru er-
lendis.
Pabbi var ævinlega til staðar fyrir
okkur og ávallt boðinn og búinn að
sækja og keyra bæði á nóttu og
degi. Hann var heilsuhraustur alla
tíð og keyrði bíl nema síðasta árið,
þegar heilsunni byrjaði að hraka.
Hann var alla tíð mjög barngóður,
það sem gaf lífinu gildi var að fá
börnin, barnabörnin og barnabarna-
börnin i heimsókn, segja sögur og
rifja upp gamla tíma.
Hinsta kveðja, börnin þín,
Sigurlaug, Kristín, Ása og Kári.
Karl Pálmi Ólafsson Það var miðvikudaginn 3. septem-ber þegar ég kom óvænt í húsakynni
Hugarafls, að mér var tjáð sú sorg-
arfregn að Garðar Jónasson væri
látinn. Þetta sló mig mikið þar sem
hann og Haukur voru fyrstu aðilarn-
ir sem ég kynntist í Hugarafli, þar
sem þeir voru mínir tengiliðir. Hann
var með einstaklega góða nærveru
og var ávallt stutt í hláturinn. Hvert
sinn er ég kom í Bolholtið var Garðar
þar, tók vel á móti mér og lét mér
finnast ég svo velkominn.
Ég hefði viljað kynnast þér mikið
betur um ókomin ár, en Guð hafði
aðra ætlun og ég veit að þér líður vel
þar sem þú ert nú. Hafðu þökk fyrir
samfylgdina.
Aðstandendum sendi ég mínar
bestu samúðarkveðjur.
Kveðja,
Marteinn Jakobsson.
Ég kynntist Garðari fyrir 9 mán-
uðum. Það er ekki langur tími til að
mynda vinatengsl en ég ætla samt að
leyfa mér að kalla hann vin minn, því
Garðar var maður sem allir vildu
eiga að vini. Nú hefur hann yfirgefið
þennan heim, langt fyrir aldur fram.
Fyrsta hugsun mín við fráfall Garð-
ars var að nú væri tilveran fátæk-
legri. En það má líka segja að hún sé
ríkari, af því að hans naut við. Garð-
ar skilur ekki bara eftir sig ljúfar
minningar, heldur líka holla lexíu.
Hann átti við meðfædda fötlun að
stríða og þar á ofan veikindi sem
margan manninn hafa lagt. Ég veit
að Garðar átti sín erfiðu og myrku
tímbil, en hann reis alltaf upp aftur.
Ekki eingöngu fyrir aðstoð og um-
hyggju sinna nánustu, vina sinna og
heilbrigðisstarfsfólks, heldur aðal-
lega með einbeitni og baráttuvilja að
vopni. Barátta hans og fleiri fyrir því
að notendum geðheilbrigðiskerfisins
yrði sýnd sú virðing og þau sjálf-
sögðu mannréttindi að fá að hafa
áhrif á meðferð sína, að auka val-
kosti í meðferð og svo framvegis, ól
af sér afkvæmið Hugarafl fyrir rúm-
um 5 árum. Hugarafl, sem vex jafnt
og þétt svo ekki sér fyrir endann á
því vaxtarferli, heldur baráttunni
áfram.
Lexían, sem Garðar hefur skilið
eftir sig er sú, að manneskjan skil-
greinist af gerðum sínum, fasi og
framkomu við aðra en ekki af veik-
indum sínum og fötlun. Garðar var
mikill baráttujaxl. En hann var
margt fleira. Hann var maður sem
lét fólk finna að það skipti hann máli,
nærvera hans var róandi en ekki
slævandi. Nei, engan veginn slæv-
andi, því húmoristi var Garðar mikill
og hlátur hans einlægur og smitandi.
Hann var alltaf vel til fara og hann
var áreiðanlegur. Fleiri mannkosti
hafði Garðar, en í heildina var hann
einfaldlega gull af manni. Maður
sem við, sem eftir lifum, minnumst
með söknuði, virðingu og brosi.
Samúðarkveðjur sendi ég að-
standendum.
Haukur Hauksson.
Í dag kveð ég góðan félaga og mér
finnst erfitt að kveðja gott fólk. Við
erum hnípin og lútum höfði, vinir, fé-
lagar og samstarfsfólk Garðars. En
þetta er lífsins gangur, fólk kemur
og fer. Eitt sinn skal hver deyja.
Samt er, finnst mér, eins og stendur
í gömlum dagurlagatexta: „Sama
rósin sprettur aldrei aftur, þó önnur
fegri komi í hennar stað.“ Ég kynnt-
ist Garðari vel í gegn um félagið
Hugarafl sem við vorum bæði í.
Einnig unnum við nokkra mánuði
saman hjá Hlutverkasetri.
Garðar var með sérstökustu
mönnum sem ég hef kynnst. Hug-
sjónirnar og þrautseigjan, aldrei
gafst hann upp þótt hann þyrfti að
hopa. Samviskusamur og heiðarleg-
ur. Hann sagði það sem honum bjó í
brjósti. Þar talaði hann tæpitungu-
laust. Samt var hann prúðmenni og
sannur herramaður. Hann var alltaf
í svo fallegum fötum og vel til hafður.
Annað einkenni á honum var mjög
sterk réttlætiskennd. Kímnigáfa
hans var mikil og oft brá hann á leik.
Þá var mikið hlegið og þar lagði
hann sitt af mörkum. Ég hef fáa
heyrt hlæja jafn innilega og lengi.
Maður gat ekki annað en hrifist af
hlátrinum og hlegið með. Orðatil-
tækin sem gátu oltið upp úr honum
voru oft stórskemmtileg.
Ég sakna Garðars og við gerum
það öll í Hugarafli. Góður liðsmaður
og félagi er genginn, en minningin
lifir og mun lifa um góðan dreng.
Fjölskyldu hans og öllum hans nán-
ustu sendi ég samúðarkveðjur
Védís Drafnardóttir
Elsku Garðar minn.
Í upphafi þessa árs sátum við tvö
saman og ræddum fimmta afmælisár
Hugarafls. Þú lagðir ríka áherslu á
að gera það eftirminnilegt með stíl.
Þarna skein persónuleiki þinn í gegn
sem einkenndist m.a. af hlýju, glæsi-
leika, vandvirkni og jafnframt mikilli
réttlætiskennd. Við náðum því,
Garðar, að gera afmælisárið við-
burðaríkt og í þínum anda, við héld-
um tvö málþing, fluttum gjörninginn
„bedrun“ þ.e. ýttum sjúkrarúmi frá
Kleppi og niður í Grasagarð til að
minna á vonina þrátt fyrir geðröskun
og þörfina fyrir aukna valmöguleika í
geðheilbrigðisþjónustunni, við héld-
um veislu í Grasagarðinum og grill-
uðum á Hofteignum, við stóðum þög-
ul mótmæli við Kínverska sendiráðið
þegar í ljós var komið að þeir sam-
þykktu ekki geðsjúka á Ólympíuleik-
ana. Síðasta sinn sem ég sá þig vor-
um við að faðma fólk „ókeypis“ á
Laugaveginum á menningarnótt og
þú ljómaðir! Þar fékk ég þitt síðasta
faðmlag sem ég mun ætíð geyma
innra með mér.
Samstarf okkar hófst fyrir alvöru
þegar þú komst til mín í byrjun árs
2002, vegna réttlætisbaráttu sem þú
kaust að vinna í og óskaðir eftir mín-
um stuðningi. Við brettum upp erm-
ar og hófumst handa. Þú varst ein-
faldlega að berjast fyrir virðingu og
góðri þjónustu á geðdeildum. Þarna
eins og svo oft, komu sterkt fram þau
áhrif sem þú hafðir á aðra og seinna
þýðingin sem þín barátta hafði fyrir
þá sem á eftir komu. Þegar við töld-
um nóg komið, lögðum við málið bók-
staflega á „hilluna“ með viðhöfn og
þar fékk það að hvíla að loknum erf-
iðisdegi. Áfram hélt lífið og þú tókst
til við að starfa af auknum krafti að
verkefnum sem skiptu máli fyrir þig,
hópinn og samfélagið. Þú styrktist á
hverjum degi og „réttir úr þér“.
Ég var svo lánsöm að fá að vera
þinn stuðnings- og samferðamaður í
gegnum súrt og sætt þar til yfir lauk.
Við tengdumst sterkum böndum, við
gátum hlegið og grátið saman og tek-
ist á við verkefnin í dagsins önn. Þú
gafst mér innsýn í líf þitt, ég kom í
heimsóknir á þitt fallega heimili, þú
sagðir mér frá móður þinni sem þér
þótti svo vænt um, Guðrúnu systur
og hennar fjölskyldu sem hafði svo
mikla þýðingu fyrir þig og eins hvað
þú alltaf saknaðir pabba þíns. Það
var líka notaleg stund þegar þú kíkt-
ir í kaffi til okkar hjóna á Hofteiginn.
Árið 2003 stofnuðum við nokkrir
félagar Hugarafl. Erla iðjuþjálfi var
með okkur í fyrstu skrefunum og
hennar stuðning höfum við alltaf
kunnað að meta síðan. Eitt fyrsta
verkefnið sem þú tókst að þér var að
finna nafn á hópinn og þar með var
tónninn sleginn. Við hugsuðum stórt,
ætluðum að hafa áhrif á geðheil-
brigðismál á Íslandi, vildum breytta
nálgun og aðra hugmyndafræði. Við
höfum komið mörgu til leiðar og
Hlutverkasetur er orðið að veru-
leika. Þú vildir að „Geðveika kaffi-
húsið“ hefði opnað fyrir löngu og ég
lofa þér því að ég mun berjast fyrir
því áfram, meðvituð um að persóna
þín, manngæskan, vináttan, baráttu-
andinn og ekki síst húmorinn mun
áfram styrkja okkur í Hugarafli til
láta ekki deigan síga.
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Auður Axelsdóttir.
„Vissirðu það ekki, Garðar er dá-
inn,“ sagði góð vinkona mín mér
þegar ég ætlaði að mæta á fund. Ég
náði að halda andliti í smástund en
brotnaði svo saman. Ég var svo
hissa. En nú þegar ég veit að hann er
í annarri vídd en þessari og að hann
fór í friði líður mér betur. Ég sé hann
aðeins fyrir mér brosandi og svo
byrjar hann að skellihlæja, sínum
einstaka hlátri, og svo sé ég hann
fyrir mér friðsælan, en látinn. Ég
veit að þessi líkami er bara skel og
musteri andans, og nú er Garðar á
fundi skapara síns, aflsins sem er ást
og kraftur. Ég trúi því að ég eigi eft-
ir að hitta hann aftur og þá munum
við hlæja saman.
Garðar vann stórvirki, hann var
einn af stofnendum Hugarafls, hann
kom með hugmyndina um nafnið og
var frumkvöðull að Notandi spyr
notanda-verkefninu sem er mjög
mikilvægt fyrir mér því það hefur
verið vinna mín undanfarin ár. Hann
skilur mikið eftir sig og er sárt sakn-
að. Ég á eftir að hugsa um hann
komandi ár þegar ég kemst í kyrrð
uppi í sófa á kvöldin og rifja upp
hvernig samskipti okkar voru og
hvernig hann hress í bragði myndi
heilsa mér og segja: „Komdu sæll og
blessaður Haraldur.“ Hvíl í friði
hrausta hetja, ég mun ætíð minnast
þín.
Ég votta fjölskyldu og vinum sam-
úð mína af heilum hug.
Haraldur Guðmundsson.
Garðar vinur minn er látinn.
Ég kveð með söknuði góðan og
traustan vin en eftir standa góðar
minningar sem munu varðveitast.
Ég átti ekki von á því að símtalið
sem við áttum aðeins örfáum dögum
fyrir andlát hans yrði jafnframt okk-
ar síðasta samtal. Við ræddum um
daginn og veginn á léttu nótunum og
fórum yfir málin eins og við gerðum
reglulega saman. Alltaf var spurt af
einlægum áhuga um hvernig strák-
arnir mínir hefðu það og hvað væri
að frétta af fjölskyldunni.
Ég á góðar minningar frá Sölu-
nefnd Varnarliðseigna þar sem við
vorum vinnufélagar. Mér líkaði stax
vel við þennan rólega og yfirvegaða
náunga sem var alltaf reiðubúinn að
leggja fram hjálparhönd og gera sitt
allra besta í öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur. Húmorinn var heldur
aldrei langt undan.
Minningin lifir um góðan dreng og
votta ég og fjölskylda mín aðstand-
endum Garðars innilegustu samúð.
Hlynur Í. Ragnarsson.
Vinur minn er dáinn. Fundum
okkar bar fyrst saman í Hringsjá
þar sem við vorum saman í námi á
tímabilinu frá janúar 2000 til maí ár-
ið 2001. Á þessum tíma vorum við
Garðar ásamt fleirum í kaffinefnd
skólans og sáum um að eitthvað væri
til í svanginn. Þau kynni urðu að vin-
áttu okkar í milli er hefur varað æ
síðan.
Garðar var mikill vinnur vina
sinna og hafði stundum samband til
að vita hvernig ég og börnin mín
hefðum það. Við Garðar gerðum
ýmislegt saman svo sem að fara í bíó,
á kaffihús, leikhús, en það sem
merkilegast var var að honum tókst
að plata mig á Kammermúsíkklúbb-
inn og opna eyru mín fyrir þeirri tón-
list.
Garðar var mikið snyrtimenni og
bar íbúð hans því glöggt merki þar
sem allt var hreint og fágað.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að þakka Garðari fyrir
allt.
Fjölskyldu hans votta ég mína
dýpstu samúð.
Bryndís Bragadóttir.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
mágur,
GUÐNI SIGURJÓNSSON,
Rauðagerði 28,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn
5. september.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
12. september kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Björgunarsveitina
OK, reikningur nr. 1103 - 26 - 9342, kt. 530679-1449.
Elínborg Kristinsdóttir,
Hildur Guðnadóttir,
Arnar Guðnason, Hafdís Hafsteinsdóttir,
Sigurjón Guðnason, Inga Hildur Þórðardóttir,
Ragnheiður, Þórhildur, Ágúst, Magnús Bjarki, Arndís Ósk,
Guðni Freyr, Kristinn Snær og Viktor Hrannar,
Magnús Kristinsson.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista