Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SVEITARSTJÓRNARMENN í minni sveitarfélögunum eru almennt ekki tilbúnir að láta reyna á hug- myndina um að sameina Vestfirði í eitt sveitarfélag. Rúmlega helm- ingur íbúanna er í Ísafjarðarbæ. Ef hugmynd samgönguráðherra um að hækka lágmarksfjölda íbúa í þúsund nær fram að ganga myndi sveit- arfélögunum væntanlega fækka í þrjú en nú eru þau tíu. Hugmyndin um Vestfirði sem eitt stjórnsýslustig kom fram í ávarpi Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, á þingi Fjórðungssambands Vestfirð- inga um helgina. Hann ræddi málið í samhengi við umræðu um hækkun lögbundins lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi. Halldór er jafnframt bæjarstjóri á Ísafirði, stærsta sveit- arfélaginu í fjórðungnum og því eina sem er yfir þeim mörkum sem rætt er um. „Hvers vegna ekki að vera á undan, taka sjálf frumkvæðið […] Sameina sveitarfélögin með frjáls- um hætti. Sýna að Vestfirðingar eru vanir að taka málin í eigin hendur,“ sagði Halldór. Hann lagði málið upp þannig að þetta væri gert til að styrkja stjórnsýslustigið. Áfram yrði hægt að vera með nokkrar þjón- ustueiningar. Tilraunasveitarfélag Minnihlutinn í bæjarstjórn Ísa- fjarðar styður hugmyndir bæj- arstjórans um stóra sameiningu en þær fá ekki undirtektir hjá for- ystumönnum annarra sveitarfélaga. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi Í- listans, vill að samið verði við ríkið um að Vestfirðir verði tilraunasveit- arfélag með aukin verkefni og jafn- framt kveðið á um samgöngubætur sem hann segir að séu forsendan fyrir nánari samvinnu. „Sterkari sveitarfélög geta þjónað íbúunum betur. Með bættum samgöngum og fleiri verkefnum má ætla að þjón- ustan færist nær fólki.“ Íbúar Bolungarvíkur og Súðavík- ur, staða sem eru á þjónustusvæði Ísafjarðar, hafa ekki viljað samein- ast. Ekki er að heyra að orðið hafi afgerandi breyting á því þótt að- stæður hafi að ýmsu leyti breyst. Á báðum stöðunum hafa samgöngur verið taldar hindra sameiningu. Elí- as Jónatansson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, telur ekki tímabært að beita sér fyrir sameiningu við Ísa- fjörð, þótt byrjað sé á göngum sem tengja staðina náið. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að íbúarnir séu sáttir við sveitarfélagið sitt og þess vegna sé betra að bíða í örfá ár en að þvinga fram sameingingu. Elí- as telur að það myndi hafa jákvæð áhrif ef hægt yrði að halda fjöl- breytni í atvinnulífinu, þótt stjórn- sýslan hyrfi að verulegu leyti úr bænum við sameiningu, og nefnir að flytja mætti til stofnanir ríkisins eða sveitarfélagsins. Ómar Már Jónsson, oddviti og sveitarstjóri í Súðavík, segir litlu byggðarlögin viðkvæm og þau myndu veikjast hraðar með samein- ingu en sjálfstæði. Afla þurfi stuðn- ings við nauðsyn þess að styrkja inn- viði samfélagsins. Eiga að ráða þessu sjálf Almennt virðast hugmyndir um að hækka lágmarksmörk sveitarfé- laga sem Kristján Möller samgöngu- ráðherra hefur kynnt mæta and- stöðu sveitarstjórnarmanna. Nú eru sveitarfélög sameinuð öðrum ef íbúafjöldinn fer niður fyrir 50 en ráðherra hefur nefnt að eðlilegt gæti verið að miða við 1000. Það myndi hafa í för með sér mikla fækkun sveitarfélaga. Lögþvingun er eitur í beinum flestra sveitarstjórn- armanna. „Sveitarfélögin eiga að ráða þessu sjálf. Ef ráðamenn telja að ekki sé hægt að færa verkefnin verður bara að hafa það, en ég tel að reynslan sýni að við getum alveg eins sinnt þessum verkefnum eins og stærri sveitarfélögin,“ segir Valdi- mar Guðmundsson, oddviti Stranda- byggðar. Hann telur að með bættum samgöngum renni sveitarfélögin saman að eigin frumkvæði en hann telur þó nokkuð langt í að Stranda- menn sameinist Ísafirði. Einn sveitarstjórnarmaður leggur þó í að kalla eftir „skipun að ofan“. Soffía Vagnsdóttir, oddviti minni- hlutans í bæjarstjórn Bolung- arvíkur, segir að ef talið sé nauðsyn- legt að fækka sveitarfélögum sé alveg eins gott að valdboðið komi að ofan til að losa sveitarfélögin við þau innbyrðis átök sem fylgi umræðum um sameiningu. Vestfirðir í eina sæng?  Hugmyndir um sameiningu Vestfjarða í eitt sveitarfélag mæta andstöðu utan Ísafjarðarbæjar  Lögþvingun við sameiningu sveitarfélaga er eitur í beinum flestra sveitarstjórnarmanna Í HNOTSKURN »Íbúum á Vestfjörðum hefurlengi verið að fækka, voru um 7.280 um mitt ár. »Sex af tíu sveitarfélögunumvoru tekin til athugunar í skýrslu Byggðastofnunar um byggðarlög með viðvarandi fólksfækkun, frá 1991 til 2006. »Mesta fækkunin var í Ár-neshreppi og Kaldrananes- hreppi á Ströndum og í Vest- urbyggð. VERÐI lögfest að sveitarfélög hefðu að lágmarki 1.000 íbúa myndi sveitarfélögum á Vest- fjörðum fækka úr tíu í þrjú. Það gætu orðið „Norðurbyggð“, „Vest- urbyggð“ og „Strandabyggð“. Miðað við landfræðilegar að- stæður má teikna landakortið þannig að Bolungarvík og Súðavík sameinuðust Ísafirði í „Norð- urbyggð“. Raunar gætu Bolung- arvík og Súðavík sameinast yfir Ísafjörð og staðið fyrir utan. Tálknafjörður gæti sameinast Vesturbyggð þar sem Patreks- fjörður er stærsti staðurinn. Loks gætu Bæjarhreppur, Kaldr- ananeshreppur (Drangsnes) og Ár- neshreppur sameinast Stranda- byggð þar sem Hólmavík er þjónustumiðstöðin. Þá er Reyk- hólahreppur ótalinn. Íbúar þar hafa hafnað sameiningu við Dala- byggð en með nýjum vegi á Arn- kötludal væru ekki lengur land- fræðilegar hindranir til að sameinast á Strandir. Þá myndi ný „Strandabyggð“ rétt slefa yfir 1.000 manna markið. Sunnan við er Dalabyggð með 700 íbúa sem vel gæti orðið hluti af þessari ein- ingu. Á móti kemur að íbúar Bæj- arhrepps í Hrútafirði sækja mikið þjónustu í Húnaþing vestra og eiga alveg eins samleið með íbúum austan fjarðarins. Norðurbyggð, Vesturbyggð og Strandabyggð !        %& ' ( & "  "   # $$ %  $$ !&   $$ '( )   ! ' "  )&#! # *& !+' # ,- '  .  //+ +    , )   -   $$.         +  )  $$ 0  '  -   $ )- /            ,& )   ( /001  ! 1 &  Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is LJÓT sár eftir utanvegaakstur má nú sjá á Miðdalsfjalli á leið að Hlöðufelli, norðan Laugardals. Þangað liggur malarslóði en greinilega má sjá hvernig bæði mótorhjól og fjórhjól hafa vikið af slóðanum og tætt í hringi á sand- inum, þar á meðal yfir viðkvæman gróður sem á erfitt uppdráttar á svæðinu. Talsvert hefur borið á ut- anvegaakstri í sumar eins og fyrri ár og er þá bæði um bíla og hjól að ræða. Ljóst er að flestir þeir sem leggja leið sína um fjallendi Íslands sýna náttúrunni virðingu og nærgætni. Það sama á að sjálf- sögðu við um þá sem stunda mót- oríþróttir en því miður virðast allt- af leynast svartir sauðir inn á milli sem koma óorði á heildina. Þá er eins og sumir átti sig ekki á því að það er ekki einungis gróð- ur sem fer illa út úr utanvega- akstri, því auðnin er ekki síður viðkvæm. Úr sárum sem þessum geta myndast djúpir vatnsfarvegir og opnað fyrir aukið sandfok sem steinbrynjan heftir annars. Sár í jarð- veginum Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanvegaakstur Slóð ökumannanna er nokkuð áberandi á Rótasandi á Miðdalsfjalli, á leið inn að Hlöðufelli, suður af Langjökli. Nánar verður fjallað um ut- anvegaakstur á vefvarpi í dag. mbl.is | Sjónvarp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.