Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 43 Cusco (eða Qusqu) er hinforna höfuðborg Tawant-insuyu-ríkisins, sem menn kalla almennt Inka-konungdæmið (inka þýðir kóngur á Quechua og því köllum við það vísir konunga- konungsríkið). Þar þreifst forn og frumstæð menning sem leið undir lok að mestu er Spánverjar lögðu Perú undir sig á sextándu öld. Eitt af því sem þeir lögðu mikla áherslu á var að útrýma öllu því sem ekki féll vel að kenningakerfi kaþólsku kirkjunnar og þá helst af öllu allri menningu og list sem ekki var rammkaþólsk.    Til að tryggja að innfæddir vissuhvernig ætti að bera sig að við listsköpun fluttu Spánverjar til Perú listmálara sem kenndu fagið og til varð skóli í málaralist sem kallaður hefur verið Cuzqueña- skólinn; fjarvíddarlausar myndir í sterkum jarðlitum (rautt, brúnt og gult) og jafnan mjög gullskreyttar. Einnig er áberandi í myndum frá þeim tíma að fyrirmyndirnar (Jesú og hans hyski, nánustu ættmenni og dýrlingar) eru eins og ofurstíl- færðar myndir af blúnduskreyttu spænsku fyrirfólki.    Inn á sumar myndirnar læddustsvo perúsk minni, alpaca og lamadýr, naggrísir (étnir á þeim slóðum og afbragðsfæða) og jafnvel stöku Jesúbarn sem var með indí- ánasvip (dökkan hörundslit og stór- an brjóstkassa).    Eftirmyndir ef þessum myndumeru til sölu á götum úti í Cusco og atgangurinn oft harður þegar reynt er að þröngva myndum inn á ferðamenn. Hugsanlega eru ein- hverjar þeirra málaðar af kínversk- um börnum (eins og flest það gling- ur sem selt er ferðamönnum hér á landi), en líklegt þykir mér að fá- tækir listamenn í Cusco taki sér fyrir hendur að mála slíkar myndir þegar hungrið sverfur að. Það sýndist mér í það minnsta í heim- sókn í nútímalistasafnið í Cusco fyr- ir stuttu.    Nútímalistasafnið í Cusco er ígríðarlega fallegu húsi sem reist var á dögum spænskrar land- stjórnar í Perú. Húsið er í eigu borgarstjórnar Cusco og notað í starf hennar, einskonar ráðhús sýndist mér, enda heitir það Pala- cio Municipal. Safnið sjálft er reyndar ekki nema í tveimur sölum eða í það minnsta voru ekki nema tveir salir opnir er ég kom þar, en í öðrum salnum var sýning á ljós- myndum frá fáförnum stöðum í Perú; myndir með takmarkað list- rænt gildi, en að vissu leyti for- vitnilegar fyrir ferðamenn.    Í aðalsalnum voru svo til sýnishelstu gripir úr eigu nútíma- listasafnsins og að vissu leyti áfall að sjá það sem þar var til sýnis. Sitt- hvað af því hefði nefnilega eins get- að verið til sölu á Plazoleta del Regocijo framan við safnið – dæmi- gert túristagums.    Eitt af því sem áberandi var viðmálverkin, ekki öll reyndar en býsna mörg, var að handverkið á þeim var gott, mjög gott reyndar, fínleg vinna vel unnin – líkt og með allar myndirnar sem seldar eru á torgum Cusco. Margar myndanna voru líka vel útfærðar, en þær voru handverk, ekki list, snertu mann ekki, gervilist.    Í stuttu samtali við starfsmann ástaðnum komst ég að því að safnið er ekki ýkja gamalt, stofnað af núverandi borgarstjóra borg- arinnar sem hafi viljað vekja at- hygli manna á því að þótt menning Cuscverja eigi sér langa sögu (borgin var stofnuð fyrir um þús- und árum) séu listamenn enn að skapa. Í því ljósi er ekki rétt að dæma safnið hart; kannski á það bara eftir að byggja upp kost sem eitthvað kveður að, myndir sem varið er í. Kannski verða þá ein- hvern tímann til sölu eftirmyndir af þeim verkum á torgum Cusco. Skreytin list eða skreytilist AF LISTUM Árni Matthíassson » Sitthvað af því hefðinefnilega eins getað verið til sölu á Plazoleta del Regocijo framan við safnið – dæmigert túr- istagums. Cuy Síðasta kvöldmáltíðin að hætti cuscversks listamanns þar sem naggrís er í matinn. Barbados E N N E M M / S IA • N M 3 53 62 Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins 10 herbergi í boði á þessu verði! Verð kr. 159.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Sandy Bay Beach Club *** með allt innifalið í 10 nætur. Ath. aðeins örfá herbergi í boði á þessu sérstaka tilboðsverði. 11 nátta ferð 8. nóvember kr. 10.000 aukalega. Heimsferðir bjóða nú frábært tilboð á 10 og 11 nátta ferðum til til einnar helstu ferðamannaparadísar heimsins, Barbados í Karíbahafinu. Í boði er sértilboð á gistingu á Sandy Bay Beach Club ***. Barbados hefur allt að bjóða ferðamönnum. Hvítar, pálmavaxnar og víðfeðmar draumastrendur, 25 gráðu heitan og kristaltæran sjó og meðalhitastig rétt um 30 gráður allan ársins hring. Hreinlega einstök umgjörð fyrir fríið! Gríptu þetta einstaka tækifæri og bókaðu ferð til Barbados á frábærum kjörum. Fjölbreytt gisting í boði. Sandy Bay Beach Club Vinalegt og vel staðsett hótel við fallega strönd. Í grenndinni er fjöldi veitingastaða, kaffihúsa, bara og verslana og stutt í hringiðu skemmtanalífsins í St. Lawrence Gap. Á hótelinu eru 130 herbergi með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, útvarpi, síma, te-/kaffivél, kæli, öryggishólfi (leiga), straujárni, strauborði og hárþurrku. Vert er að benda á að herbergin eru lítil og ekki með svölum. Á hótelinu er m.a. góður sundlaugargarður, tveir veitingastaðir, strandbar og margt fleira. Allt innifalið Á hótelinu er „allt innifalið“, þ.e. morgun-, hádegis- og kvöldverður, innlendir drykkir bæði áfengir og óáfengir, fjölbreytt vatnasport (án mótors) o.fl., o.fl. Frægast a eyja Kar íba- hafsins ÓTRÚLEGT SÉRTILBO 29. okt. og 8. nóv. 10 eða 11 nætur frá kr.159.900 – með allt innifalið LAGIÐ „Big Jumps“ af nýútkom- inni plötu Emilíönu Torrini, Me and Armini, var lag dagsins á vefsíðu dagblaðsins Times, Times Online, í gær. Í umfjöllun segir að Emilíana sé yndi í engilsformi frá Íslandi. Menn eigi að kannast við röddina úr aðallagi annarrar kvikmyndarinnar um Hringadróttinssögu, sem sýnd var fyrir sex árum, en Emilíana hafi ekki náð þeim vinsældum enn sem hún eigi skilið. Það muni ef til vill breytast með útgáfu nýju plötunnar. Í umfjöllun segir að „Big Jumps“ sé notalegt lag, hressilegt og að því er virðist tileinkað því lífsmottói að láta kylfu ráða kasti, m.a. í ásta- málum og að trúa á sjálfan sig. Eimilíana sé þó of svöl til að þröngva boðskapnum upp á hlust- endur, of mikil rólyndismanneskja til þess. Það lofti um lagið og það sé vissulega fallegt. Þá er bent á að hún hafi samið lagið „Slow“ með Kylie Minogue árið 2003. „Já, í alvöru!“ er bætt við til undirstrikunar. Fögur orð um fallegt lag Engillinn Emilíana Torrini. myspace.com/emilianatorrini LEIKSTJÓRINN Steven Spiel- berg og kvikmyndafyrirtækin Dreamworks, Viacom og Universal Pictures hafa verið kærð fyrir meintan stuld á söguþræði kvik- myndar Alfreds Hitchcock, Rear Window, og að hafa notað hann í handriti myndarinnar Disturbia. Með því hafi verið brotið á höfund- arrétti. Spielberg leikstýrði þó ekki myndinni heldur er hann einn fram- leiðenda og þ.a.l. einn hinna ákærðu. Handrit Rear Window, frá árinu 1954, var unnið eftir smásögunni Murder from a Fixed Viewpoint eft- ir Cornell Woolrich. Hitchcock og aðalleikari myndarinnar, James Stewart, fengu rétt til að vinna handrit úr smásögunni árið 1953. Í kærunni gegn Spielberg og félögum segir að þeir hefðu átt að gera slíkt hið sama. Sheldon Abend Revocable sjóð- urinn, sem hefur umsjón með dán- arbúi Sheldons nokkurs Abend sem keypti höfundarréttinn að sögu Cor- nell árið 1971, höfðaði málið. Kærður fyrir höfundarréttarbrot Úr Disturbia Fylgst með nágrönn- unum. Shia LeBeouf og Sarah Roemer. Rear Window Horft út um bakglugg- ann. James Stewart og Grace Kelly.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.