Morgunblaðið - 09.09.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2008 21
Árni Sæberg
Í Frostastaðavatni Við Landmannalaugar er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs. Þessi veiðimaður vissi það og sveiflaði veiðistöng sinni af miklu listfengi.
Blog.is
Kolbrún Baldursdóttir | 8. september
Ekkert lát á
skemmdarverkum
Ein er sú starfsstétt sem klárlega fer
vaxandi næstu misseri. Það er starfs-
stétt öryggisvarða og
vaktmanna. Nú er svo
komið í okkar þjóðfélagi
að fátt fær að vera í friði.
Skemmdarverk eru unnin
í skjóli nætur á flestu því
sem hægt er að skemma
og skemmdarvargar hafa mögulegan að-
gang að. Helst allt þarf að vakta ef það á
ekki að vera eyðilagt og dugar ekki til
samanber skemmdarverk sem unnin
voru á Þristinum þrátt fyrir öfluga örygg-
isgæslu á svæðinu. Þetta er sorglegt og
margir spyrja sig hverju þetta sætir. ...
Meira: kolbrunb.blog.is
Dofri Hermannsson | 8. september
Að rasa um ráð fram
Þótt við Íslendingar séum býsna djarf-
huga, hugmyndaríkt og öflugt fólk upp til
hópa þá verður að segjast
eins og er að oft ætlum
við okkur um of. Stundum
væri hyggilegt að fara
hægar. Við erum vissu-
lega með fremstu þjóðum
í nýtingu jarðhita bæði til
hitaveitu og raforkuframleiðslu. Það er
hins vegar miklu meira af óupplýstum
leyndardómum á þessu sviði en upp-
lýstum. Eins og Orkustofnun og ýmsir
leikir og lærðir bentu á í umræðunni um
Bitruvirkjun er alls ekki nægilega mikið
vitað um jarðhitageyminn í Henglinum.
Hugsanlegt er að hann hafi verið talsvert
ofmetinn. ...
Meira: dofri.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 8. september
Gæti íslenskur banki
orðið gjaldþrota?
Umræðan um íslenska banka og fjár-
málastofnanir er nú komin á það stig, að
menn ræða opinskátt um
það, að íslenskur banki
gæti orðið gjaldþrota. Ný-
lega voru birtar tölur um
skuldir bankanna erlendis
og eignir á móti. Menn
hrukku við þegar þeir sáu
hve gífurlega miklar skuldirnar eru en
eignir eru að vísu miklar á móti. Sá galli
er hins vegar á gjöf Njarðar, að það getur
oft verið erfitt að koma eignunum í verð.
Meira: gudmundsson.blog.is
TÆPAST er völ á
orkuvinnslu, sem er
vænni gagnvart um-
hverfinu en nýting
jarðhita. Á þessu ári
er hitaveita á Íslandi
aldargömul – en þó
800 ára ef litið er aft-
ur til hitaveitu Snorra
í Reykholti. Mik-
ilvægasta framlag
okkar Íslendinga til
umhverfismála í heiminum og
átakanna við loftslagsvandann
felst einmitt í því að koma nýtingu
jarðhita á dagskrá sem víðast á
hnettinum. Það fagnaðarerindi er
á miklu skriði. Nýting jarðhita til
raforkuvinnslu hófst þó ekki fyrir
alvöru hér á landi fyrr en undir
lok síðustu aldar. Á því sviði hefur
Íslendingum gengið ákaflega vel
og litið er til okkar sem fyr-
irmyndar. Reynslan hefur þó leitt
í ljós nokkur verkefni sem þarf að
leysa, bæði til að skapa meiri sátt
um nýtinguna en líka til að skapa
aukin verðmæti.
Frágangur og sjálfbærni
Í fyrsta lagi þarf að setja reglur
um hvernig á að ganga frá jarð-
hitasvæðum. Í Sovétinu orti Maja-
kovský um fegurð iðnvæðing-
arinnar en þau viðhorf henta illa á
Hellisheiðinni í dag. Mekkirnir
sem þar stíga til him-
ins, pípurnar sem
liggja um víðavang-
inn, og rofið land,
voru um hríð sig-
urtákn um beislun
auðlindarinnar og
sköpun nýrra verð-
mæta. Sú tilfinning
er horfin, og í stað-
inn ergir frágang-
urinn bæði almenn-
ing og ritstjóra
Morgunblaðsins.
Þess vegna hefur
iðnaðarráðuneytið beðið starfshóp
um rammaáætlun, sem starfar
undir forystu Svanfríðar Jón-
asdóttur bæjarstjóra að gera drög
að reglum um frágang á jarð-
hitasvæðum. Ég hyggst hrinda
þeim jafnskjótt í framkvæmd í
krafti heimilda sem lög veita iðn-
aðarráðherra. Í öðru lagi er eðli-
leg krafa að auðlindin sé nýtt með
eins sjálfbærum hætti og kostur
er. Í dag er hins vegar ekki sjálf-
gefið að endurnýjanleg auðlind
einsog má yfirleitt telja jarðhita á
núverandi nýtingarsvæðum, sé
nýtt með sjálfbærum hætti. Við
erum einfaldlega ekki komin það
langt að skilgreining á hugtakinu
sjálfbær jarðhitanýting liggi form-
lega fyrir. Þessi mál þurfa hins
vegar að vera skýr, enda hefur
skortur á skýrleika þegar skapað
deilur – meðal annars á Alþingi.
Því hefur starfshópi Svanfríðar
einnig verið falið að láta sérfræð-
inga í jarðhita skilgreina sjálfbæra
notkun hans. Á þeim grunni
hyggst ég síðan setja fastar reglur
– sem í framtíðinni gætu orðið for-
sendur virkjanaleyfa.
Hönnun virkjana
og brennisteinn
Í þriðja lagi tel ég að orkufyr-
irtækin þurfi að endurskoða hönn-
un mannvirkja með það fyrir aug-
um að fella þau betur inn í
landslagið þar sem þörf krefur. Í
sumum tilvikum væri hreinlega
æskilegt að fella þau að mestu eða
öllu leyti undir yfirborð landsins
ef þess væri tæknilegur kostur.
Við eigum frábæra hönnuði sem
manna glaðastir myndu glíma við
svo stórkostlegt verkefni. Stund-
um er eins og orkuvirki séu bein-
línis byggð til að vera sem mest
áberandi, og kalla í sama mæli á
eftirtekt ferðalanga. Það er hluti
af eldsneyti andstöðunnar við ein-
stakar virkjanir. Þetta eru verk-
efni sem orkufyrirtækin verða
sjálf að taka á dagskrá án leið-
beiningar iðnaðarráðherra. Auð-
vitað mun þessi leið kalla á meiri
kostnað, en friður og sátt eru
stundum dýr.
Í fjórða lagi þarf að fullvinna
aðferðir til að ná brennisteini úr
gufunni þannig að hann verði ekki
losaður út í umhverfið. Lyktin af
honum skapar litla gleði, og hann
er kannski ekki besta viðbót við
umhverfið sem hægt er að hugsa
sér. Þetta hefur þegar skapað
deilur milli orkufyrirtækja og al-
mennings. Tækniþróunarsjóður
iðnaðarráðuneytisins hefur þegar
styrkt slíkt verkefni myndarlega.
Árangurinn var mjög góður. Nú
er búið að einangra örverur sem
éta brennisteinssamböndin úr loft-
inu og skila hreinum – og verð-
mætum – brennisteini. Þessa að-
ferð þarf að vinna upp í
iðnaðarferli. Hún verður örugg-
lega í sjálfri sér dýrmæt útflutn-
ingsþekking. Aðrar aðferðir eru
líka til. Í framtíðinni á brenni-
steinsnám úr gufu að vera hluti af
vinnsluferli orkunnar þar sem
þess er þörf vegna umhverfis og
eðlis jarðhitavökvans.
Bætt nýting – meiri verðmæti
Í fimmta lagi þarf að finna að-
ferðir til að nýta orkuna úr jarð-
hitanum miklu betur. Við raf-
orkuframleiðslu fellur til mikið af
heitu vatni, sem í dag er helst
nýtt með því að skila því aftur í
jörðina um sérstakar niðurdæling-
arholur. Í umræðum á Alþingi hef-
ur lök nýting orku við rafmagns-
framleiðslu verið gagnrýnd. Með
þeirri gagnrýni hníga þau rök að
okkur ber skylda til að nýta eins
mikla orku og hægt er úr því sem
á annað borð er aflað úr jörðu. Ég
lít hins vegar ekki á það sem
vandamál heldur verkefni að finna
leiðir til að nýta betur vatnið og
orkuna sem til fellur – og þannig
tækifæri til að skapa meiri verð-
mæti. Nokkrar leiðir eru þegar í
þróun. Orkuveitan á lof skilið fyrir
að hafa þróað lokað kerfi þar sem
affallsvatni yfir hundrað gráðum
er blandað öðru efni með lægra
suðumark og þannig framleidd
veruleg raforku. Húsvíkingar hafa
sömuleiðis framleitt rafmagn úr
sjóðandi lághita. Svo mikil verð-
mæti felast í orkunni í affallsvatn-
inu að hvorki má spara atgervi né
fjármagn til að virkja hana til
verðmætaframleiðslu.
Þegar þessi fimm forgangsverk-
efni hafa verið leyst er tæpast
hægt að gagnrýna nýtingu jarð-
hita á Íslandi á þeim forsendum
að hún sé ekki í anda ströngustu
krafna um umhverfisvernd. Í
þessu eins og öðru sem lýtur að
endurnýjanlegri, grænni orku-
vinnslu eigum við Íslendingar allt-
af að vera í fararbroddi.
Jarðhiti og íslensk umhverfisvernd
Eftir Össur
Skarphéðinsson » Svo mikil verðmæti
felast í orkunni í af-
fallsvatninu að hvorki
má spara atgervi né
fjármagn til að virkja
hana til verðmætafram-
leiðslu.
Össur Skarphéðinsson
Höfundur er iðnaðarráðherra.