Morgunblaðið - 18.09.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 17
MENNING
UPPBOÐI á verkum Pietro Psaier
sem fara átti fram í London í gær
var frestað um viku á meðan upp-
boðshaldarinn reyndi að sanna að
listamaðurinn hefði verið til.
Sagan segir að Psaier hafi fæðst
á Ítalíu árið 1936, flutt til Banda-
ríkjanna sem ungur maður og kom-
ist þar í kynni við Andy Warhol og
lagt stund á myndlist undir hans
verndarvæng. Seinni hluta ævinnar
á hann að hafa sokkið í eitur-
lyfjaneyslu og flakkað um heiminn
þar til að hann lést í flóði á Srí
Lanka árið 2004.
Síðustu tólf árin hafa verk hans
selst ágætlega, ekki síst vegna
tengslanna við Warhol. Verk hans
hafa verið boðin upp hjá Christie’s
og Sotheby’s, en í gær var það upp-
boðshaldarinn John Nicholson sem
ætlaði að selja verk eftir hann. Það
voru starfsmenn vefsíðunnar war-
holstars.org sem hófu þá að rann-
saka þennan dularfulla listamann
og tókst ekki að finna nokkrar
traustar heimildir fyrir því að mað-
urinn hefði verið til, hvað þá unnið
með Andy Warhol.
Tilvist
listamanns
dregin í efa
Hver var Pietro
Psaier í raun?
Ráðgáta Brot úr verki eftir Psaier.
Á LAUGARDAGINN
klukkan 17 opnar Kristinn
Már Pálmason sýningu í
DaLí galleríi á Akureyri.
Sýningin nefnist Gæðaplán-
etan X og samanstendur af
röð sex nýrra málverka.
Verkin eru unnin með olíu á
þykkan birkikrossvið.
Kristinn sækir innblástur í pólitík og merking-
arfræði, tímahugtakið og áberandi fortíðardýrkun
samtímans. Kristinn útskrifaðist frá Myndlista-
og handíðaskóla Íslands 1994 og lauk meist-
aranámi frá The Slade School of Fine Arts árið
1998. Hann á að baki 12 einkasýningar auk þátt-
töku í fjölda samsýninga.
Myndlist
Gæðaplánetan
X á Akureyri
Eitt verka Kristins.
TRÍÓIÐ Túpílakar,
sem er þau Margrét
Sverrisdóttir leik-
kona, Sigurður Ill-
ugason málari og
Oddur Bjarni Þor-
kelsson úr Ljótu
hálfvitunum, hélt
upp á tíu ára afmæli sitt nýlega með því að gefa út
geisladiskinn Túpílakar. Af því tilefni ætla þau að
gleðja sig og gesti sína á nýopnuðu Café Rósen-
berg á laugardagskvöldið með tónleikum sem
hefjast klukkan níu.
Tónlist Túpílaka er glaðvær og hafa ýmis lög
hljómað í útvarpinu að undanförnu með þeim, þá
helst „Brennið þið hálfvitar“.
Tónlist
Túpílakar fagna
tíu ára afmæli
Túpílakarnir Sigurður og Oddur.
BROT úr ýmsum skáldverkum
sem von er á frá Forlaginu
hanga nú upp í vögnum Strætó
og geta farþegar stytt sér
stundir með því að lesa sýn-
ishorn af væntanlegu jóla-
bókaflóði.
Meðal bóka sem koma út á
næstu vikum og er hægt að fá
forsmekkinn af í strætó, eru
Dimmar rósir eftir Ólaf Gunn-
arsson, Sjöundi sonurinn eftir
Árna Þórarinsson, Ódáðahraun eftir Stefán
Mána, Skaparinn eftir Guðrúnu Evu Mín-
ervudóttur, Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur
og Annarskonar sæla eftir Kristínu Eiríksdóttur.
Bókmenntir
Skáldverk í
strætisvögnum
Guðrún Eva
Mínervudóttir
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
VIÐ höfum fastan hóp áskrifenda,
harðan kjarna sem kemur á tón-
leikana ár eftir ár. Það eru um 220
manns, sem eru í fastri áskrift.
Einnig seljum við lausa miða við inn-
ganginn,“ segir Runólfur Þórðarson,
einn stjórnarmanna í Kammermús-
íkklúbbnum. 52. starfsár klúbbsins
hefst á sunnudagskvöld, klukkan
20.00, en þá leikur hið pólsk-
japanska Bellarti-tríó.
„Tveir hljóðfæraleikaranna, selló-
leikarinn Pawel Panasiuk og píanó-
leikarinn Agnieszka Panasiuk, búa
og starfa hér á landi.
Með þeim leikur japanskur fiðlu-
leikari en þau voru öll skólafélagar í
London og mynduðu þar þetta tríó.
Þau hafa spilað heilmikið saman,“
segir Runólfur.
„Það er gaman að bjóða af og til
upp á góða erlenda flytjendur en oft-
ast er tónlistarfólkið íslenskt.“
Hann segir klúbbfélaga yfirleiit
leggja óskir um efnisskrá fyrir flytj-
endur. „Hér áður fyrr má segja að
við höfum tekið því sem bauðst, en
nú er landslagið gjörbreytt. Vissu-
lega kemur tónlistarfólkið með
ábendingar. Samtal á sér stað og úr
því verður efnisskrá.
Fyrir nokkrum árum tókum við
það upp að flytja alla strengjakvar-
tetta Shostakovich. Það hefur tekið
nokkuð mörg ár og í vetur flytur
Camerarctica þann fjórtánda af
fimmtán. Um tíma var verið að flytja
alla seinni kvartetta Beethovens.
Við höfum einnig reynt að víkka
sviðið út. Höfum til dæmis farið út í
eldri tónlist. Í vetur verður á einum
tónleikunum tónlist eftir J.S. Bach
og syni hans. Þá fengum við Kristin
Árnason gítarleikara til að setja
saman dagskrá, en það er í fyrsta
sinn sem gítarleikari ber uppi efnis-
skrána hjá okkur. Þessir hefð-
bundnu strengjakvartettar eru með
í bland.“
„Þetta er hugsjón,“ svarar Run-
ólfur þegar hann er spurður að því
hvað knýi klúbbfélaga áfram á 52.
starfsári Kammermúsíkklúbbsins.
„Þetta er sjálfboðavinna og hugsjón.
Við erum unnendur og neytendur
tónlistarinnar.“
Vetrarstarf Kammermúsíkklúbbsins hefst með tónleikum Bellarti-tríósins
Hefðbundnir
kvartettar í bland
Morgunblaðið/Frikki
Tríó Bellarti Agnieszka Panasiuk, Chihiro Inda og Pawel Panasiuk leika á
fyrstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í vetur.
Í HNOTSKURN
»Á fyrstu tónleikum Kamm-ermúsíkklúbbsins í vetur
leikur Belarti-tríóið verk eftir
Arensky, Miki og Beethoven.
»Tónleikarnir eru í Bústaða-kirkju og hefjast klukkan
20.00 á sunnudagskvöldið.
»Fimm tónleikar eru á dag-skrá vetrarins og boðið upp á
fjölbreytilega kammertónlist.
ÍRSKI rithöfund-
urinn Eoin Colf-
er hefur fengið
það eftirsókn-
arverða verkefni
að skrifa sjöttu
bókina um Leið-
arvísi putta-
ferðalangsins um
himingeiminn,
þ.e. Hitchhiker’s
Guide to the Galaxy, og halda þar
með áfram starfi Douglas heitins
Adams.
Colfer segir í samtali við dag-
blaðið Guardian að þetta sé líkt því
að fá ofurkrafta að eigin vali.
Ekkja Adams, Jane Belson, bað
um það að Colfer væri fenginn til
verksins. Sjötta bókin mun heita
And Another Thing…, eða Og eitt
enn ... og kemur út í október á
næsta ári á vegum Penguin.
Aðdáendur bóka Adams munu ef-
laust vonast til þess að lesa á ný um
hetjurnar sínar, þ.e. Arthur Dent,
Trillian og Ford Prefect. Í lok
fimmtu bókarinnar, Mostly Harm-
less, voru þau reyndar sprengd í
loft upp en þar sem heimur Adams
er ekki beinlínis raunsær ætti það
ekki að koma að sök.
Colfer er höfundur barna- og
unglingabókanna um Artemis
Fowl. Þær munu vera í miklu uppá-
haldi hjá Belson og hafa orðið til
þess að hún valdi hann til að skrifa
sjöttu bókina. Fimmta bókin þykir
heldur gleðisnauð og sagði Adams
eitt sinn í viðtali að hann myndi lík-
lega skrifa sjöttu bókina og þá á
heldur glaðlegri nótum.
Auk þess væri talan 6 betri en 5.
Sjötta bókin
á leiðinni
Eoin Colfer
Í ÁR eru 100 ár liðin frá fæðingu
skáldsins Steins Steinars og 75 ár
frá andláti annars skálds, Stefáns
frá Hvítadal. Af þessu tilefni leit-
aði Sögufélag Dalamanna til
myndlistarmannsins Jóns Sig-
urpálssonar um gerð minnisvarða
um skáldin tvö og eitt til viðbótar
og ekki síður sögufrægt, sagnarit-
arann Sturlu Þórðarson. Öll tengj-
ast skáldin Dölunum. Minnisvarð-
arnir voru afhjúpaðir að
Tjarnarlundi í Saurbæ í Dala-
byggð 23. ágúst sl. Frá þeim stað
sést heim að þeim þremur bæjum
sem skáldin tengjast, heim til
þeirra svo að segja.
„Þegar leitað var til mín með
þetta gerði ég mönnum það ljóst
að ég væri ekki portrettmynd-
höggvari. Ég fór aðeins að lesa
mér til um þá, kafaði nú svo sem
ekki mjög djúpt en skynjaði nú
fljótt ákveðin karaktereinkenni
sem ég reyndi svo að yfirfæra í
stál og gler,“ segir Jón um upphaf
verkefnisins. Hinn aldni höfðingi
Sturla gnæfi yfir hina tvo og Stein
hafi hann túlkað sem hornóttan og
brothættan.
Stefán svolítið innilokaður
„Allir hafa þeir þennan sama
massa, það er mikið af járni og
gleri í þeim öllum. Þetta er allt í
kassaformi, formið er kassi eða
ferningur og svo fannst mér Stef-
án vera svolítið innilokaður,“ segir
Jón um minnisvarðana sem eru
innbyrðis ólíkir, þó efniviðurinn sé
sá sami. Hart stálið mætir tæru
glerinu. Spurður að því hvort ekki
hafi verið mikill heiður að gera
minnisvarða um þessa heið-
ursmenn segir Jón vissulega svo
vera og samvinnan hafi verið
ánægjuleg við Sigurð Þórólfsson í
Innri-Fagradal. helgisnaer@mbl.is
Skáld í gler og stál
Steinn Minnisvarði um Stein Stein-
arr í Tjarnarlundi í Saurbæ.
Minnisvarðar reistir um Dalaskáldin, Stefán, Sturlu og Stein
Í HNOTSKURN
» Steinn fæddist 13. október1908 á Laugalandi við Ísa-
fjarðardjúp. Hann fór á öðru
ári með móður sinni suður í
Saurbæ og ólst þar upp, lengst
af í Miklagarði.
» Stefán fæddist á Hólma-vík 11. október 1887. Hann
fór ársgamall í fóstur að
Stóra-Fjarðarhorni og þaðan
með fósturforeldrum sínum að
Hvítadal, þegar hann var 14
ára. 18 ára hleypti hann heim-
draganum og dvaldi lítið eftir
það á Hvítadal, en var seinna
bóndi á Krossi á Skarðsströnd
og síðustu 10 ár sín í Bessa-
tungu í Saurbæ, d. 1933.
» Sturla fæddist 29. júlí1214. Hann átti bú á Stað-
arhóli, bjó þar lengstum og
fékk þar hinstu hvílu 1284.