Morgunblaðið - 18.09.2008, Side 21

Morgunblaðið - 18.09.2008, Side 21
neytendur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 21 - kemur þér við Landsvirkjun og land- eigendur berjast um afnot af Bjarnarflagi Fangaklefar fyllast af hælisleitendum Hörkukeppni í hand- boltanum Trommar til heilsu- bótar Stuttmyndagerð í kappi við tímann Margrét Rós komin heim á RÚV Hvað ætlar þú að lesa í dag? Það var á laugardegi fyrir skömmu. „Gerist ekki betra,“ sagði maður sem ég hitti. Hann var staddur í rútu með hóp á vegum fyrirtækisins, leiðin lá um Drottningarbraut. Fólkið hafði ekki augun af Pollinum, þar sem and- arnefjurnar búa, og ekki eyrun af út- varpstækinu því Íslendingar voru að keppa við Norðmenn í Osló. „Hvað heldurðu að hafi gerst? Um leið og Eiður Smári jafnaði og útvarpsmað- urinn öskraði, stukku báðar and- arnefjurnar tignarlega upp úr sjón- um beint fyrir framan bílinn. Þetta var fullkomið. Verður aldrei toppað!“    Gamla knattspyrnukempan, Hlynur Birgisson, lagði skóna á hilluna um síðustu helgi, fertugur að aldri og saddur. Þegar Birgir, sjö ára sonur Hlyns, spurði pabba sinn hvort það væri rétt sem krakkarnir hefðu sagt í skólanum að hann væri að hætta að keppa og svarið var játandi, spurði sá stutti: Af hverju, vill þjálfarinn ekki leyfa þér að vera með lengur? Bigga finnst eflaust svo gaman í fótbolta að menn eigi aldrei að hætta.    Fallegt tafl, mikill hagleiksgripur, barst nýlega Iðnaðarsafninu að gjöf. Það var Eggert Stefánsson sem smíð- aði taflið og var um 38 dagsverk skv. upplýsingum á heimasíðu safnsins. Það er smíðað úr kopar og eir. Egg- ert lærði vélvirkjun og rennismíði í Vélsmiðjunni Mars á Akureyri og varð síðan framkvæmdastjóri Vel- smiðjunnar Atla hér í bænum langt árabil. Gefendur taflsins eru börn Eggerts þau Pétur, Eggert, Ingi- björg, Sveinn, Brynja og Ásta.    Listasafnið á Akureyri er 15 ára um þessar mundir eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Af því tilefni lét Hannes safnstjóri útbúa hálfgert Víetnam-minnismerki, fjögurra metra hátt, og kom fyrir í anddyrinu. Þar má sjá nöfn allra þeirra 700 lista- manna sem hafa átt verk á safninu. „Það má segja að þetta sé listi yfir fallna og særða listamenn,“ sagði Hannes við mig um daginn.    Annars er það helst að frétta að and- arnefjunum okkar, sem fjölgaði um tvær á dögunum, fækkaði hugsanlega um eina í fyrrakvöld. Hún er talin hafa fest sig í bauju og síðan horfið með öllu, því einungis þrjár sáust við í gær. Ég verð að játa á mig þá synd að kíkja ekki á staðinn – var eitthvað ut- an við mig – en ég treysti heimasíðu bæjarins.    Skrifari á heimasíðunni segir getum leitt að því að fjórða andarnefjan hafi farið sér að voða, e.t.v. drukknað „en vonandi birtist hún aftur fljótlega sprækari en nokkru sinni fyrr.“    Fjörið hefst í kvöld á ný á hand- boltavöllum landsins. Heimaleikir Akureyrar verða í Íþróttahöllinni í vetur, en salur Hallarinnar var í sum- ar lagður parketgólfi. Vert er að benda músíkölskum handbolta- áhugamönnum á að mæta snemma í kvöld, vegna þess að Háskólabandið, hljómsveit starfsmanna HA, spilar í anddyrinu fyrir leik! AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hve margar? Þær stökkva stundum fallega, andarnefjurnar á Pollinum. Nú velta menn fyrir sér hvort þær eru enn fjórar eða ein hafi drukknað. Bónus Gildir 18. - 21. sepember verð nú verð áður mælie. verð Frosnar ísl. kjúklingabringur ........ 1.498 1.698 1.498 kr. kg Holta kjúklingabringur Piri piri ..... 1.679 2.239 1.679 kr. kg Frosnar nautalundir ................... 2.998 3.598 2.998 kr. kg Ferskt ísl. nautahakk .................. 798 898 798 kr. kg Ferskt ísl. nautagúllas ................ 1.498 1.698 1.498 kr. kg Ferskt ísl. nautasnitsel ............... 1.498 1.698 1.498 kr. kg Ali ferskur svínabógur ................. 498 598 498 kr. kg Ali ferskt svínagúllas .................. 1.127 1.692 1.127 kr. kg Ali ferskt svínasnitsel ................. 1.127 1.692 1.127 kr. kg Ali ferskt svínahakk .................... 530 747 530 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 18. - 20. september verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu ............. 1.289 0 1.289 kr. kg Lambahryggur af nýslátruðu........ 1495 0 1.495 kr. kg Blandað súpukjöt kjötborð.......... 598 698 598 kr. kg Lambalifur kjötborð.................... 198 298 198 kr. kg Lambahjörtu kjötborð................. 198 498 198 kr. kg Lambanýru kjötborð ................... 125 225 125 kr. kg Hamborgarar, 2x115g................ 298 376 298 kr. pk. Matfugl ferskur kjúklingur, 1/1.... 559 899 559 kr. kg Nýjar íslenskar kartöflur.............. 119 198 119 kr. kg Nýjar íslenskar gulrætur.............. 189 298 189 kr. kg Krónan Gildir 18. - 21. september verð nú verð áður mælie. verð Lambaskrokkur 1/1................... 769 849 769 kr. kg Bautabúrs bjúgu ........................ 399 589 399 kr. kg Lambalifur ................................ 229 329 229 kr. kg Lambahjörtu ............................. 229 467 229 kr. kg Lambanýru................................ 99 198 99 kr. kg Móa kjúklingur ferskur, 1/1 ........ 498 899 498 kr. kg Opal seafood reyktur lax, ............ 1 2 1 kr. kg Efstibær kartöflur net, 2,5 kg ...... 247 419 247 kr. kg Soccerade cold blue/orange ...... 99 159 99 kr. stk. Þín Verslun Gildir 18. - 24. september verð nú verð áður mælie. verð 7up, 7up Free, 2 ltr.................... 149 219 75 kr. ltr Aunt Mabel muffins, 100 g ......... 139 159 1.390 kr. kg Nóa Siríus 70%, 100 g............... 169 209 1.690 kr. kg Nóa Siríus 56%, 100 g............... 169 209 1.690 kr. kg Capri Sonne Safari, 5x200 ml..... 225 279 45 kr. stk. Champion rúsínur, 500 g............ 169 255 338 kr. kg Granini gulrótarsafi, 500 ml........ 215 265 430 kr. ltr Ultje hunangsrist. hnetur, 150 g.. 219 285 1.460 kr. kg Pekanhnetu- og karam.st., 45 g .. 139 179 3.089 kr. kg Ora tómatsósa, 680 g................ 159 189 234 kr. kg Lambakjöt af nýslátruðu úr bæjarlífinu KONUR fá frekar martraðir en karlar og draumar þeirra eru einnig tilfinningaþrungnari. Í ný- legri rannsókn sem greint var frá á vefmiðli BBC kom í ljós að 30% kvenna, en aðeins 19% karla, úr 170 manna hópi sem tók þátt í rannsókninni, fengu martraðir. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að al- gengara sé hjá konum en körlum að svefn þeirra raskist eða rofni. Ein ástæða þess er talin geta verið hitabreyting sú sem verður í lík- ama kvenna vegna tíðahringsins. Dr. Jennifer Parker, lektor í sál- fræði við University of the West of England, segir að lengi hafi verið vitað að þegar konur eru á því tímabili í tíðahringnum þar sem fyrirtíðaspenna kemur fram, séu draumfarir þeirra meiri. Þær konur sem tóku þátt í rann- sókninni voru einnig líklegri en karlarnir til að dreyma drama- tíska og áfallatengda drauma, eins og til dæmis ástvinamissi. Virtust þær frekar hafa tilhneigingu til að taka óútkljáð tilfinningamál með sér inn í draumalandið. Dr. Chris Idzikowski, yfirmaður hjá Svefnrannsóknarstofnun í Ed- inborg, segist ekki hissa á því að þessi kynjamunur hafi komið í ljós, en aftur á móti sé erfiðara að mæla hvort konur fá frekar mar- traðir en karlar – eða hvort ástæð- an sé sú að þær muni drauma sína e.t.v. betur en karlar. „Þetta kem- ur heim og saman við það sem stendur í bókunum, að konur glími frekar við truflun á svefni sem og svefnleysi, heldur en karlar. Það eitt að vakna oftar á nóttunni get- ur orðið til þess að konur muna drauma sína betur. En einnig get- ur truflaður svefn stuðlað að slæmum draumförum.“ Hann bæt- ir við að sennilega séu martraðir mun algengari hjá fólki almennt en það gerir sér grein fyrir. Flest- ir gleymi þeim hins vegar bara strax. Ólíkar draumfarir kynjanna Martraðakennt Fáir óska þess að mæta slíkri skepnu í svefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.