Morgunblaðið - 18.09.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 18.09.2008, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sú ákvörðunmeirihlutaborg- arstjórnar í Reykjavík að heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að láta búa til „myndastyttu“ af skáldinu hefur vakið deilur. Í bókun minnihluta borgarstjórnar segir að „tillagan sé ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera meng- uð karllægum viðhorfum“. Minnihlutinn hefur tals- vert til síns máls í þessu til- felli. Ákvörðunin er reyndar ekki „karllæg“ að öðru leyti en því að það vill svo til að borgarskáldið er karl. Og styttur af karlmönnum hreykja sér á nær öllum stöllum heimsbyggðarinnar, líka í Reykjavík. Víða hefur verið bent á að framlag kvenna til sögunnar ætti að njóta meiri viðurkenningar í opinberri list, en það kemur ákvörðuninni um að heiðra borgarskáldið út af fyrir sig ekkert við. Tómas Guðmundsson er ástsælt Reykjavíkurskáld og engin ástæða til annars en halda minningu hans á lofti. Ákvörðun stjórnmálamanna um að panta „myndastyttu“ er hins vegar dálítið gam- aldags og síst til vitnis um þekkingu á listrænum straumum og stefnum sam- tímans. Ef borgarstjórnar- meirihlutinn vill leggja fé í slíkt verkefni, er réttara að fá sér- fræðinga borg- arinnar á sviði myndlistar til að halda utan um hugmyndasamkeppni eða til- lögur valinna listamanna um myndlistarverk í takti við samtímann – myndlistarverk sem á erindi við nútímafólk og hefur burði til að ferja arfleifð Tómasar inn í fram- tíðina. Listasafn Reykjavíkur á að sjá um myndlistarverk í op- inberu rými í borginni og sinna stefnumótun á því sviði. Á vegum safnins hefur nýverið verið sýnt fram á hvers samtímalist er megnug í því að halda minningu ein- staklinga á lofti. Bríetar- reiturinn svonefndi á horni Amtmannsstígs og Þingholts- strætis er framúrskarandi dæmi um verk þar sem sam- spil fortíðar og samtíðar leysir söguna úr læðingi. Þetta verk Ólafar Nordal til heiðurs Bríeti Bjarnhéð- insdóttur er ekki „mynda- stytta“ heldur lítill garður með torgi og myndrænum vísunum í verk Bríetar sjálfr- ar. Vinsæll viðkomustaður borgarbúa og ferðamanna; einstaklega vel heppnað minnismerki um konu sem líklega hefði ekki viljað láta hefja sig á stall yfir sam- borgara sína. Tómasi er lítill greiði gerður með því að hefja hann á stall. List hans sjálfs var ekki af því tagi. Tómas Guðmunds- son er ástsælt Reykjavíkurskáld } Vantar Tómas stall? Þróunarmálhafa verið sett á oddinn í ut- anríkisráðuneyti Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Í viðtali við hana í Morgunblaðinu um helgina kom fram að gert væri ráð fyr- ir að framlög Íslands til þróun- armála yrðu alls 0,3% af vergri þjóðarframleiðslu á þessu ári og að á því næsta færi hlut- fallið í 0,35%. Ráðherra sagði að Ísland stefndi að því að komast upp í 0,7%. Þessi stefna er ekki ný af nálinni. Hún er nánar tiltekið 37 ára gömul. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti árið 1970 að stefnt skyldi að því að framlag iðn- ríkjanna til þróunarmála yrði 0,7% af vergri þjóðarfram- leiðslu fyrir miðjan áttunda áratuginn. Árið eftir voru samþykkt lög á Alþingi um framlag til þróunaraðstoðar þar sem þetta markmið kom fram. Árið 1985 var samþykkt á Al- þingi að auka framlagið til þró- unarmála jafnt og þétt þannig að á sjö árum yrði hlut- fallið af þjóðarframleiðslu 0,7%. Nú er miðað við að á næsta ári nái framlagið helm- ingi þess hlutfalls. Stefnt er að því að ná hlutfallinu 0,7% „á einhverju árabili“. Ingibjörg Sólrún bendir á að fyrir tíu ár- um hafi framlagið til þróun- arsamvinnu verið 0,07% af þjóðarframleiðslu og mikið hafi gerst síðan, en það gerir þessa sögu ekki fegurri. Mikið er lagt upp úr þeirri ímynd að Ísland gegni sér- stöku hlutverki í heiminum. Ísland er land friðar, en ekki ófriðar. Það var auðvelt að finna peninga fyrir nýrri varn- armálastofnun, en erfiðara að fjármagna markmið um þró- unaraðstoð sem sett var fyrir tæpum fjórum áratugum. Er þetta í takti við ímyndina? Enn ekki hálfnuð á leið að 37 ára gömlu markmiði um þróunaraðstoð} Leiðin langa að 0,7% L aufey Steingrímsdóttir prófessor sagði frá því nýlega að Íslendingar hafi borðað óhemjumikið af seyddu rúgbrauði um aldamótin 1900. Þrumarinn gamli góði rann ljúflega ofan í landsmenn með góðu lagi af margaríni og kaffi kannski með. Ætli skýringin sé ekki að hluta til sú hve hagstætt var að baka brauðið og hve mettandi það er? Ég býst við að landsmenn hafi þá þurft að halda afar þétt um budduna sína og talið hverja krónu margoft. Sem betur fer hefur okkur farnast vel á undanförnum áratug- um. Samt er það svo og á alltaf að vera svo að við verðum að gæta okkar í eyðslunni. Og margir þurfa að gæta sín í hvert skipti sem farið er í búðarferð til þess að hýran dugi út mánuðinn. En skyldum við Íslendingar vera vakandi fyrir því hvað vörurnar kosta? Gerum við verðsamanburð á milli versl- ana, sniðgöngum við dýrustu vörurnar og fylgjumst við með verðlagi yfirleitt? Hvað skyldi þrumarinn kosta? Hvað ætli mjólkin kosti? Eða brauðið? Og þær verðathuganir sem eru gerðar reglulega, ætli þær beri saman verð á þessum vörum í Reykjavík og Ísafirði? Skyldi vera munur á verði á Nes- kaupsstað og Reyðarfirði? Við vitum að það er verðmunur milli verslana. Við vitum að stóru keðjurnar hafa betri innkaupasamninga vegna stærðar sinnar en litlu kaupmennirnir. Samt kemur það sennilega mörgum á óvart hve mikill verðmunurinn er t.d. á stoðmjólk. Þar kostar hálfur lítri 95 krónur á Norðfirði en 75 krónur í lágverðsverslun á Reyðarfirði. Ég held líka við að margur sé betur inni í því hvað venjuleg pizza kosti svona sirka heldur en kílóið af ýsu. Kannski vegna þess að neytendur skoða ekki nógu vel það sem sett er í innkaupakörfuna en spyrja hvað pizzan kostar með heimsendingu á föstudags- kvöldum. Ég spurði ýmsa vini og kunningja að því í dag hvað lítri af mjólk kostar. Ég fékk verð frá 80 krónum upp í 150 krónur. „Mynd- irðu kaupa mjólk fyrir 150 krónur?“ spurði ég. Það var ekki annað að heyra; en það er fjandi dýrt, sagði viðkomandi. Og bætti við að sennilega væri ráð að fylgjast betur með verðlaginu. En hvað með þrumarann? Egill Helgason var alveg gáttaður á því um daginn að hálft brauð kostaði í búð einni 400 krónur. Ég get sagt ykkur að þrumarinn sem ég keypti í dag kostaði 269 krón- ur. Ætli það sé dýrt? Það er þó hræódýrt miðað við hálfa brauðið hans Egils. Ég velti fyrir mér hvers konar neytendur við séum. Flestir hafa fylgst grannt með bensínverði að undanförnu og vísast einhverjir sem geta þulið upp kórrétt verð á því. Enda hefur þróun eldsneytisverðs verið stöðugt í fréttum og hækkanir á því valdið mörgum búsifjum. Og þá fylgj- umst við náið með. Og margir sennilega reynt að spara eldneytið eins og kostur er. Ég held hins vegar að það væri öllum hollt að taka upp sitt eigið verðlagseftirlit hina dagana líka. olofnordal@althingi.is Ólöf Nordal Pistill Hvað kostar þrumari? Munu stuðningsyfir- lýsingar halda vatni? FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þ ótt um 140 ríki hafi lýst því yfir að þau muni styðja framboð Íslands til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna, fleiri en nauðsynlegt er til að ná kosningu, er alls ekki þar með sagt að sætið sé tryggt. Í fyrsta lagi er alls ekki víst að öll ríkin standi við fyrirheit um stuðn- ing og í öðru lagi geta aðstæður breyst mjög snögglega komi til þess að halda þurfi fleiri en eina umferð í kosningunum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telja raunar báðir keppi- nautar Íslands, Tyrkland og Aust- urríki, að þeir njóti stuðnings fleiri ríkja en 140. Sé það rétt er augljóst að einhver aðildarríki SÞ hafa lofað öllum ríkjunum þremur stuðningi þótt þau geti einungis kosið tvö. Þess ber að geta kosning í ráðið er leyni- leg. Kosið verður í ráðið 17. október nk. Segja má að endaspretturinn í kosn- ingabaráttunni hefjist með fundum sem Geir H. Haarde forsætisráð- herra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra munu eiga í næstu viku, í tengslum við allsherjarþing SÞ í New York. Kristín A. Árnadóttir, sem stjórnar framboði Íslands, segir að ef sætið eigi ekki að ganga Íslandi úr greipum verði utanríkisþjónustan að taka á öllu sínu. „Við þurfum á öllu okkar að halda á þessum lokavikum til að missa ekki atkvæði sem við höfum til þessa talið að væru nokkuð vís,“ segir hún. Njóta öll mikils stuðnings Fimmtán ríki sitja í öryggisráðinu. Fimm ríki eiga þar fast sæti en kosið er um hin sætin tíu. Sætunum er skipt eftir heimshlutum og í ár er kos- ið um tvö sæti sem tilheyra ríkjahópi sem kenndur er við Vestur-Evrópu og fleiri ríki. Til að ná sæti í ráðinu þarf Ísland tvo þriðju hluta atkvæða, þ.e. atkvæði 128 af 192 aðildarríkjum SÞ þurfa að falla Íslandi í skaut. Nái ekkert ríki kjöri í ráðið í fyrstu umferð er kosið aftur (og aftur) þar til niðurstaða fæst. Í nýrri skýrslu Security Council Report (óháðrar fréttaþjónustu um öryggisráðið) kemur fram að svo virð- ist sem Austurríki, Ísland og Tyrkland njóti öll mikils stuðnings og því sé ólík- legt að úrslitin ráðist í fyrstu umferð. Því muni annaðhvort verða kosið aftur milli tveggja ríkja eða jafnvel að kjósa þurfi oft milli ríkjanna þriggja. Þurfi að kjósa nokkrum sinnum mun verulega reyna á hversu einörð þessi ríki eru í stuðningi sínum. Komi til þess að Tyrkland nái kjöri í fyrstu umferð en kjósa þurfi milli Íslands og Austurríkis má t.d. velta því fyrir sér hvernig nágrannaríki Austurríkis, sem hafa hugsanlega heitið Íslandi og Austurríki stuðningi, muni bregðast við. Kristín segir mjög erfitt að spá fyrir um hvernig kosningin muni þróast í seinni umferðum. Atkvæði ríkja kunni m.a. að ráðast af þeim fastafulltrúa sem greiðir atkvæði og hvort íslenskir eða aðrir norrænir sendifulltrúar eigi góð persónuleg tengsl við hann. Það er því ekki að undra þótt utan- ríkisþjónustan verði með mikið lið á staðnum þegar kosningin fer fram. Öll fastanefnd Íslands hjá SÞ verður á staðnum, fjórir sendiherrar, þingmenn og fjöldi fulltrúa frá utanríkisráðu- neytinu. Þá munu norrænir sendi- fulltrúar nýta sambönd sín til hins ýtr- asta og leggjast á árarnar með Íslendingum. Kristín segir að Tyrkir og Austur- ríkismenn hafi töluvert sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og mánuðum en hún telur engu að síður að Ísland eigi jafngóða möguleika og hin ríkin. Lengra vill hún ekki ganga í yfirlýs- ingum. AP Öryggisráðið Tíu ár eru liðin frá því að Ísland lýsti yfir framboði í öryggis- ráðið 2008-2010. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 380 milljónir króna. AÐ líkindum munu þau Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir í næstu viku setja persónu- legt met í fjölda funda með erlend- um áhrifamönnum á einni viku. Þá taka þau bæði þátt í svokallaðri ráðherraviku allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna og frá mánudegi til föstudags er búið að leggja drög að um 100 fundum með fulltrúum ríkisstjórna jafnmargra þjóða. Geir og Ingibjörg munu væntanlega, hvort um sig, sitja um 50 fundi, 10 fundi á dag að meðaltali, ef áformin ganga eftir. Hver fundur tekur um 20-30 mín- útur. „Þetta eru markvissir fundir og vel undirbúnir,“ segir Kristín A. Árnadóttir, stjórnandi framboðs Ís- lands til öryggisráðsins. Þar með eru verkefni ráð- herranna í næstu viku ekki upp- talin. Þannig mun Geir t.a.m. halda ræðu fyrir hönd Íslands á alls- herjarþinginu og Ingibjörg Sólrún er ein af frummælendum á fundi UNIFEM. FUNDUR Á FUND OFAN ››

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.