Morgunblaðið - 18.09.2008, Page 36
Hér er allt hrátt, og
andi brugghússins
svífur enn yfir vötnum … 39
»
reykjavíkreykjavík
LEIKSTJÓRINN Ragnar Braga-
son, sem stýrði Dagvaktinni líkt og
Næturvaktinni, segist ekki geta
metið hvort nýja þáttaröðin sé
fyndnari en sú fyrri, þar sem fyndni
sé afstæð, en hún sé í það minnsta
dramatískari og harmrænni.
„Um leið held ég að það sé fyndn-
ara, alla vega finnst mér þetta
fyndnara,“ segir Ragnar um hand-
ritið. „Það sem hefur e.t.v. breyst frá
Næturvaktinni er að það er meiri
söguþráður í gangi yfir heildina.
Meðan Næturvaktin var kannski að
díla við hversdaginn, leiðindi hvers-
dagsins þá er Dagvaktin miklu
meira ferðalag, svona grískur harm-
leikur. Grunnsöguþráðurinn varð til
um leið og við gerðum Næturvakt-
ina, þegar við vorum að vinna í því
handriti, þannig að þetta er alveg í
beinu framhaldi, það eru engin stökk
í stíl eða neinu slíku. Við erum alveg
trúir bæði forminu og persónunum.“
Endastöð
Er uppgjör í þáttunum?
„Já, þetta er hugsað sem enda-
stöð, við erum ekki að fara að gera
þriðju seríuna. Eins og ég segi, þetta
er grískur harmleikur og miklu ep-
ískara en Næturvaktin var.“
Ragnar segir þáttaraðirnar báðar
spretta að miklu leyti upp úr þeirri
vinnuaðferð sem hann hafi beitt mik-
ið í leikstjórn seinustu ár, að leyfa
leikurunum að móta sínar persónur
og skrifa handritið í spunaferli.
Hann fari ekki hina hefðbundnu leið
í handritsskrifum eða æfingum eftir
niðurnegldu handriti. „Þetta er búið
til í spuna með leikurum, bæði aðal-
leikurum og öðrum sem koma að.“
Ragnar segir þessa aðferð skila
sér í þrívíðari persónum sem séu
ekki staðlaðar, ekki stereótýpur.
„Persónulega finnst mér þetta alltaf
bæta við ákveðinni vídd og dýpt,
þegar þessari vinnuaðferð er beitt.“
Ragnar segir enn verið að ganga frá
þáttaröðinni, eftirvinnsluferlið sé
u.þ.b. hálfnað og ljúki væntanlega í
október. Hvað við tekur hjá honum
segir hann óvíst, hann geti vel hugs-
að sér að taka því rólega í vetur eftir
miklar annir undanfarin ár.
helgisnaer@mbl.is
Grískur harmleikur
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Gamandrama Ragnar Bragason leikstjóri skoðar tökur á Dagvaktinni í
sumar. Hann segir kómík að finna í aukinni dramatík.
Tryggð er haldið við form og persónur í Dagvaktinni
Íslenska kvik-
myndin Astrópía
verður í kvöld
sýnd á kvik-
myndahátíðinni
Fantastic Fest sem
hefst í Austin í
Texas í dag. Hátíð-
in sem er eins-
konar nördahátíð er haldin árlega í
þessu lista-mekka suðursins en Aust-
in er einnig fræg fyrir tónlistarhá-
tíðina South by Southwest sem þar
fer fram í mars ár hvert.
Eftir því sem næst verður komist
verður Astrópía sýnd tvisvar á há-
tíðinni í The Alamo Drafthouse Cin-
ema en kvikmyndahúsið var valið
besta kvikmyndahús Bandaríkjanna
af Entertainment Weekly. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
fara handritshöfundarnir Ottó Geir
Borg og Ævar Grímsson út með
myndinni ásamt leikstjóranum
Gunnari B. Guðmundssyni og fram-
leiðandanum Ingvari Þórðarsyni.
Sýningin mun að hluta vera styrkt
af leikjaframleiðandanum með
dónalega nafnið, Gamecock.
Til stóð að Ragnhildur Steinunn
færi með til Austin en hún sá sér að
lokum ekki fært að mæta sökum
anna uppi í Sjónvarpi en þar und-
irbýr hún nýjan spjallþátt sem öll
þjóðin býður í ofvæni eftir.
Astrópía sýnd í kvöld
í Austin í Texas
Samkvæmt
heimildum Morg-
unblaðsins mun
Arnaldur Indriða-
son vera á loka-
sprettinum með
tólftu spennu-
sögu sína sem von
er á í bókabúðir innan fárra vikna.
Myrká mun vera heiti bókarinnar
og hefst hún á morði á ungum
manni í Reykjavík. Að þessu sinni
er það hins vegar ekki Erlendur
sem stendur að rannsókn málsins,
heldur Elínborg aðstoðarkona
hans. Sigurður Óli, samstarfs-
maður þeirra kemur þá einnig við
sögu, sem og matargerð þó það sé
ekki útskýrt nánar.
Myrkraverk í Myrká
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
PÉTUR Jóhann Sigfússon sló í gegn í
vetur sem einfeldningurinn Ólafur
Ragnar í þáttunum Næturvaktin.
Aðdáendur þáttanna bíða ábyggilega
með óþreyju eftir framhaldi þáttanna,
Dagvaktinni, en fyrsti þátturinn verð-
ur sýndur nú á sunnudaginn. Pétur
vinnur þessa dagana að gerð einleiks
með Sigurjóni Kjartanssyni og er sú
vinna vel á veg komin. Einleikurinn
verður frumsýndur á næsta ári í
Borgarleikhúsinu.
„Ég er bara búinn að ganga með
þessa hugmynd í maganum í mörg,
mörg ár, frá því ég byrjaði í standöppi
eiginlega, 1999, hefur langað að vera
með mína eigin sýningu,“ segir Pétur
um einleikinn. Hugmyndina hafi þó
alltaf vantað. En hver er hugmyndin?
„Ég myndi segja að þetta væri, eins
og nafnið gefur til kynna, sannleik-
urinn. Sýningin heitir Sannleikurinn
og þar liggur í rauninni það sem hún
er um. Þú kemur til með að vera
skrefi nær sannleikanum ef þú ferð á
þessa sýningu. Sannleikanum um lífið
og tilveruna …“
Það er ekkert annað!
„Nei, nei, það er ekkert annað, kall-
inn minn.“
Er þetta sannleikurinn frá a til ö?
„Sannleikurinn myndi ég segja að
væri bara, jú, um lífið og tilveruna, af
hverju við erum hérna, hver er til-
gangur lífsins. Þetta er þessi spurn-
ing sem hefur leitað á mannkynið frá
því við munum eftir okkur. Ég er
náttúrlega með lykilinn, skilurðu, ég
veit sannleikann. Ég ákvað að vera
með sýningu frekar en að fara með
þetta í Ísland í bítið.“
Söngvarinn Pétur Jóhann
Pétur segist brjóta þessar alvar-
legu vangaveltur upp í sýningunni
með frumsömdum tónlistaratriðum,
sex eða sjö. Þess vegna sé einleik-
urinn í sex eða sjö hlutum. Hann ætli
að taka lagið í fyrsta sinn á leiksviði.
„Þannig að þetta verður bara alls-
herjarrugl, sko, þannig …“ útskýrir
Pétur. „Heldurðu að þetta verði ekki
spennandi?“ spyr hann svo blaða-
mann. Jú, mjög spennandi, svarar
blaðamaður. „Ég heyri á þér að þú
hlakkar meira til að sjá þetta en Dag-
vaktina …“ bætir Pétur við hlæjandi
og talið berst að sjónvarpsþáttunum,
einkum hinum óborgan-lega Ólafi
Ragnari.
Hefur Ólafur Ragnar þroskast eitt-
hvað?
„Nei. Hann er búinn að ná fullum
þroska, enda orðinn 36 ára gamall.“
Maður þroskast ekkert upp úr því,
sem sagt?
„Nei, ég vil meina það með mann-
fólkið yfirhöfuð. Þú nærð bara ein-
hverjum þroska og svo bara stend-
urðu í stað. Svo eldistu … en inni í þér
ertu alltaf sami vitleysingurinn.“
Spurður að því hvaðan persóna Ólafs
Ragnars sé fengin segir Pétur fyrir-
myndirnar einkum fólk sem hann
kynntist þegar hann vann í útvarpi.
„Þeim finnst þetta voða gaman,“ seg-
ir Pétur um viðbrögð þessara fyr-
irmynda. Hann segir handritið að
Dagvaktinni betra en handritið að
Næturvaktinni. Jafnfyndið, ef ekki
fyndnara. Og það er sko fyndið.
Alltaf sami vitleysingurinn
Pétur Jóhann ætlar að syngja og segja sannleikann í einleik í Borgarleikhúsinu
Einfeldningurinn Ólafur Ragnar hefur náð fullum þroska, enda 36 ára
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Búðarlokan Ólafur Ragnar afgreiðir ekki bensín lengur og er á dagvakt.
Úr Dagvaktinni
Georg: Hefurðu ekkert lært um al-
menna umgengni og mannasiði?
Ólafur Ragnar: Hvað gerði ég?
Georg: Hvað er þetta?
Ólafur Ragnar: Klósett?
Georg: ÞVAGDROPAR!
Ólafur Ragnar: Ég var ekkert að
pissa hérna.
Georg: Náðu í klósettpappír og
þrífðu þetta.
Ólafur Ragnar: Ok...
Georg: Gerðu þetta almennilega.
Ekki dreifa þessu út um allt. Og
framvegis Ólafur, þegar þú kastar
af þér þvagi, þá gerir þú það
sitjandi.
Um þvaglát