Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 11
FRÉTTIR
FRIÐRIK J.
Arngrímsson,
framkvæmda-
tjóri LÍÚ, segir
samningafund-
inn í gær hafa
litlu skilað en
áfram verði
ræðst við í
næstu viku og
einhver vinna
fari fram á milli
funda.
„Við höfum engar dagsetningar
á því hvenær viðræðum lýkur.
Kröfur eru á báða bóga og það
hallar ekkert á sjómenn í því. Það
er frekar á okkur í þessum aukna
kostnaði síðan við sömdum síðast.
Við viljum að horft sé til stórauk-
ins olíukostnaðar í þessu hluta-
skiptakerfi. Það er stóra málið,“
segir Friðrik.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
LÍTIÐ miðar í kjaraviðræðum sjó-
manna og útgerðarinnar en kjara-
samningar um 3.500 sjómanna hafa
verið lausir síðan í júní. Fundur var í
Karphúsinu í gær milli Sjómanna-
sambandsins og fleiri samtaka við
LÍÚ, sem skilaði engri niðurstöðu en
áfram verður ræðst við í næstu viku.
Meðal þess sem strandar á er krafa
útgerðarinnar um að áhafnir skipa
taki meiri þátt í auknum kostnaði
vegna hækkandi olíuverðs og fleiri
aðfanga.
Með Sjómannasambandinu í sam-
floti eru félög vélstjóra, málmtækni-
manna og skipstjórnarmanna, alls
um 3.000 manns. Sjómannafélag Ís-
lands, áður Sjómannafélag Reykja-
víkur og Matsveinafélag Íslands,
gekk sem kunnugt er úr Sjómanna-
sambandinu fyrir tveimur árum og
fer nú sjálft með sín samningsmál.
Hefur félagið vísað kjaradeilu á
sjötta hundrað fiskimanna innan
sinna vébanda formlega til sátta-
semjara en samkomulag varð milli
Sjómannasambandsins og LÍÚ um
að verkstjórn viðræðna yrði í hönd-
um sáttasemjara.
„Óþekku strákarnir“
Birgir Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannafélags Ís-
lands, segir allt vera strand en fé-
lagið fundaði með LÍÚ og
sáttasemjara í vikunni.
„Aðallega var verið að ræða um
samskipti okkar við Sjómanna-
sambandið, um hvernig ætti að
koma okkur saman. Samskiptin
hafa eitthvað verið stirð og við vit-
um ekkert út af hverju. Kannski er-
um við óþekkir strákar sem ekki
viljum vera í ASÍ,“ segir Birgir.
Um sjálfar kjaraviðræðurnar seg-
ir Birgir að þær snúist aðallega um
að útgerðin vilji að áhafnir taki meiri
þátt í kostnaðinum. Það gangi ekki
upp. „Menn fara ekki í kjara-
viðræður til að rýra kjör sjómanna,
við höfum ekkert umboð til þess.
Þetta verður þungur róður næstu
mánuðina,“ segir Birgir og við-
urkennir að aðstæður til mikilla
kjarabóta séu erfiðar. Eins og
ástandið sé í þjóðfélaginu myndu
flestir samþykkja óbreytt ástand og
mest um vert að menn haldi sinni
vinnu. Hins vegar sé hægt að skoða
betur ýmsa þætti tengda launakjör-
unum.
Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasambands-
ins, segir lítið vera hægt að tjá sig
um kjaraviðræður þeirra við LÍÚ.
Þær séu flóknar og margt beri í
milli. „Niðurstaðan hefur verið eng-
in og hún er ekki fyrirsjáanleg,“ seg-
ir hann.
Sjómannadeilan enn í hnút
Strandar m.a. á kröfum LÍÚ um
að áhafnir taki meiri þátt í kostnaði
Morgunblaðið/Jim Smart
Allt í strand Viðræður sjómanna og útvegsmanna ganga hægt.
ÞRÍR 18 og 19 ára gamlir piltar
hafa verið dæmdir í þriggja mán-
aða skilorðsbundið fangelsi fyrir að
kveikja sinueld við Hvaleyrarvatn
og víðar á landi Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar í vor.
Piltarnir játuðu sök. Þeir voru
ákærðir fyrir að hafa búið til bál-
kesti úr sinu sem þeir söfnuðu sam-
an og kveiktu í með þeim afleið-
ingum að um 7,7 hektarar af grónu
landi brunnu, þar af yfir 7000 tré,
sem flest voru 1⁄2 til 1 metri á hæð en
sum trjánna náðu allt upp í 3,5
metra hæð.
Einn piltanna var einnig fundinn
sekur um að hafa verið undir áhrif-
um ávana- og fíkniefna þegar hann
ók bíl frá brunastaðnum eftir reið-
stíg til norðurs og inn á Elliðavatns-
veg í Hafnarfirði, þar sem lögregla
stöðvaði akstur bílsins. Var pilt-
urinn sviptur ökuréttindum í þrjá
mánuði og dæmdur til að greiða 70
þúsund krónur í sekt.
Morgunblaðið/Júlíus
Tjón Mikið tjón varð í brunanum.
Dæmdir fyr-
ir íkveikju
Ólafsvík | Loks hillir undir að vegurinn yfir
Fróðárheiði á Snæfellsnesi verði greiðfærari
vegfarendum, en vegaframkvæmdir þar eru
nú hafnar. Samið var við verktakafyrirtækið
KNH frá Ísafirði um verkið og hljóðar kostn-
aðaráætlun upp á 193,3 milljónir kr.
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfells-
bæjar, segir verulega samgöngubót verða þeg-
ar þessum framkvæmdum ljúki innan þriggja
ára. Vegurinn um Fróðárheiði liggur í 361 m
hæð og er einn fjallveganna yfir Snæfellsfjall-
garð, rétt austan Ólafsvíkur. Leiðin liggur um
snjóþungt skarð, þar sem veður verða vond.
Til stendur að vinna verkið í tveimur áföngum
og ljúka nú við uppbyggingu á vegi frá Egils-
skarði og framhjá Sæluhúsi í Miðfellsdal, alls
um 4,5 km leið. Snæfellsnesvegur um Fróð-
árheiði er stofnbraut en jafnframt innansveit-
arvegur í Snæfellsbæ og íbúar á sunnanverðu
nesinu þurfa að fara þar um til að sækja
stjórnsýslu og þjónustu til Ólafsvíkur og Hell-
issands. Öll öryggisþjónusta, sjúkra- og
slökkvilið er að norðanverðu og því eru vega-
bætur brýnar.
Vegaframkvæmdir hafnar á Fróðárheiði á Snæfellsnesi
Morgunblaðið/Alfons
Heiðin háa gerð greiðfærari
kosinn á lands-
þingi,“ bendir
hann á. Guðjón
gefur lítið fyrir
ummæli í þá veru
að verði ekki
breytt um for-
mann þingflokks-
ins hafi það áhrif
á stöðu hans sem
formanns, en það
hefur Valdimar
Jóhannesson, sem situr í miðstjórn
flokksins, sagt. „Mér er alveg skít-
sama um það hvað fólk segir um það.
„ÞAÐ er þingflokkurinn sem skiptir
með sér verkum. Miðstjórnin skiptir
ekki verkum milli þingmanna í
þinginu,“ segir Guðjón Arnar Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, um áskorun miðstjórnar
flokksins, þess efnis að Jón Magn-
ússon verði formaður þingflokksins.
Hann kveðst hafa verið á móti tillög-
unni.
Spurður hvort honum finnist sam-
þykkt miðstjórnarinnar vera van-
traust á sig, segir Guðjón að það sé
ekki miðstjórnarinnar að vera með
vantraust. „Formaður flokksins er
Landsfundur kýs sér formann á
hverjum tíma. Ef Valdimar vill vera
með hótanir gagnvart mér er það
hans mál.“
Guðjón Arnar segir að þingflokk-
urinn skipti með sér verkum við upp-
haf haustþings. Hann vill ekki svara
því hvort til greina komi að skipta
um þingflokksformann. „Það er okk-
ar mál í þingflokknum.“ Um störf
Kristins H. Gunnarssonar segist
Guðjón ekki telja að hann hafi notið
sannmælis. Hann hafi að mörgu leyti
staðið sig vel sem þingflokksformað-
ur. elva@mbl.is
Ekki miðstjórn sem skiptir
verkum milli þingmanna
Guðjón Arnar segir Kristin H. Gunnarsson ekki hafa notið sannmælis í störfum
Í HNOTSKURN
»Kristinn H. Gunnarsson erformaður þingflokks
Frjálslyndra. Á mánudag sam-
þykkti meirihluti miðstjórnar
flokksins umrædda áskorun.
»Þar kemur fram að óvið-unandi sé að þingmaður
FF í Reykjavík skuli ekki hafa
verið gerður að formanni
þingflokksins eftir kosningar.
Guðjón Arnar
Kristjánsson
Olíukostn-
aður er
stóra málið
Friðrik
Arngrímsson
STJÓRN ungra frjálslyndra lýsir
yfir algeru vantrausti á Kristin H.
Gunnarsson sem þingmann Frjáls-
lynda flokksins og hvetur hann til
að segja af sér þingmennsku sam-
stundis.
Stjórnin segir að þessi ályktun sé
gerð vegna þess að Kristinn hafi
ítrekað „sýnt vanhæfi sitt til að
gegna þingstörfum í þágu Frjáls-
lynda flokksins“. Kristinn hafi unn-
ið gegn flokknum og reynt að af-
vegaleiða mikilvæg málefni sem
varða þjóðarhagsmuni.
Vilja að Krist-
inn segi af sér