Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elís KjaranFriðfinnsson lést á Heilbrigð- isstofnun Ísafjarð- abæjar þann 9. sept- ember sl. Elís var fæddur að Kjaransstöðum í Dýrafirði 19. nóv- ember 1928. Hann var yngstur ellefu barna hjónanna Friðfinns Sigurðar Þórðarsonar, bónda á Kjaransstöðum og Guðrúnar Jóhönnu Jónsdóttur konu hans. Elís var kvæntur Karitas Jóns- dóttur, f. 19. ágúst 1932, þau skildu. Börn þeirra eru: Ragnar Kjaran, f. 31. október 1953, Guð- rún Jóhanna, f. 24. ágúst 1955, d. 5. okt. 1955, Hanna Laufey, f. 2. maí 1957, Jón Hjalti, f. 29 september 1958, d. 27. júní 2002, Ósk, f. 3. nóvember 1961, Friðfinnur, f. 15. maí 1963, Þröst- ur Kjaran, f. 23. ágúst 1965, Hugrún, f. 3. júlí 1975, d. 4. janúar 1976. Barna- börnin eru 16 og barnabarnabörnin eru 7. Eftirlifandi sam- býliskona Elísar er Katrín Gunn- arsdóttir. Útför hans fer fram frá Þing- eyrarkirkju í dag, laugardaginn 20. september, og hefst athöfnin kl. 14. Hinsta kveðja til elsku pabba. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þinn sonur, Friðfinnur. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Þegar ég var lítil og heyrði þetta sungið í útvarpinu hélt ég að það væri samið um þig. Svona varst þú. En nú þegar þú ert farinn í ferð- ina miklu er svo ótal margt sem leit- ar upp úr hugarfylgsnunum. 6 ára, kafsnjór og stjörnubjartur himinn: „Sjáðu,“ sagðirðu og bentir til him- ins. „Þarna eru fjósakonurnar, þú þekkir þær á því að þær eru eins og skaftpottur.“ Þetta voru mín fyrstu kynni af himinhvolfinu. Við vorum á leiðinni út í fjós. Þú á undan og tókst stutt skref svo ég gæti notað þín. Þar áttum við okkar gæða- stundir. Þar þuldirðu yfir mér ljóð og kvæðabálka. „Á barkskipi sigldi ég suður í lönd, í særoki fórst það við Afríkuströnd“. Söngst Helgu Jarlsdóttur með þínu lagi. Gretti sterka, með miklum þunga, eða Hafísinn, sorglega kvæðið um skip- stjórann sem varð eftir á ísnum. 7 ára við að moka skurð upp í hlíð: „Pabbi má ég moka þar sem þú mokar, það er svo létt.“ 8 ára, við að smíða skíði: Þú gerðir beygjuna í heitu vatni á eldavélinni. Pabbi minn. Ég hef lært svo ótal margt af þér í gegn um árin. Þú varst alltaf léttur og kátur. Alltaf frískur og fjörugur. Það eru bara lítil 3 ár síðan þú hljópst um túnin á Kjaransstöðum og sprengdir tvo ekki þrítuga tengdasyni mína, við að reka út kindur. Þeir á striga- skóm. Þú í gæruúlpunni og stígvél- um! Þú gafst aldrei upp. Fyrir ári síðan varstu að vinna á jarðýtu aust- ur á fjörðum. Í miðri krabbameins- meðferð. Fékkst að hafa úthöldin þannig að þú kæmist á „Lansann“ til að fá „skamtinn“ þinn, eins og þú sagðir. „Skammarlegt að vera svo þreki þorrinn, að strákarnir þurfa að ýta mér upp í vélina.“ En nú ertu farinn og ég sakna þín. Alltaf hress – Bless. Þín dóttir, Hanna Laufey. Elsku tengdapabbi. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja þig og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur, þó vissum við að hverju stefndi, en ég held að maður geti aldrei verið tilbúinn að missa ástvin. Þegar ég kom fyrst í heimsókn til ykkar Kötu hefði ég ekki þurft að kvíða neinu því mér var tekið opn- um örmum og eftir það var ég sem dóttir þín. Þegar við Finni eignuð- umst okkar fyrsta barn var það eng- in spurning að hann ætti að heita Elís Kjaran. Þú varst alltaf kátur og glaður og vildir allt fyrir okkur gera, meira að segja eftir að þú varst orðinn veikur komstu og hjálpaðir til við að smíða sólpallinn og þú kvartaðir ekki, ó nei. Þó vissi maður alveg að að þér leið ekki alltaf vel, það var bara ekki þér líkt að kvarta. Börnunum okkar varstu góður afi og er þín sárt saknað af þeim. Ég veit að þau eiga eftir að segja stolt frá því að Elís Kjaran hafi verið afi þeirra. Sama segi ég, ég er stolt af því að vera tengdadóttir þín. En nú ertu farinn frá okkur og hetjulegri baráttu þinni við illvígan sjúkdóm er lokið. En nú líður þér vel og þér hefur verið tekið opnum örmum á nýjum stað. Ég veit að þér líst vel á þig þar því fyrir stuttu sagðir þú mér að þú værir búinn að kíkja þangað og þér litist ljómandi vel á þig þar. Ég mun ávallt minnast þín með virðingu og hlýju og verð ævinlega þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast svona sómamanni eins og þér. Ég bið þig að vernda okkur og passa vel upp á börnin okkar Finna. Minning þín mun lifa í þeim. Þinn andi var sem undurblíður blær, sem bætti andrúmsloftið fólki í hag. Í kringum þig var kærleikurinn nær, þín kæra minning lifir sérhvern dag. Og þó að ríki sorg um sólarlag og söknuðurinn væti marga brá. Ég veit þú lifir fagran dýrðardag í dásemd sem reyndar allir þrá. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson.) Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Guðrún Fjóla. Elsku Elli afi. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta, ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Þinn nafni, Elís Kjaran. Elsku afi minn, núna ertu farinn frá okkur og við hugsum til þín á hverjum einasta degi og rifjum upp sögur af þér. Núna ertu sem betur fer kominn á betri stað þar sem þér líður betur og það áttu sko sann- arlega skilið. Það er svo erfitt að hugsa um hvað þessi hræðilegi sjúk- dómur gerði þér á stuttum tíma. Sem betur fer á ég margar alveg æðislegar minningar um þig sem ég gæti aldrei gleymt, elsku Elli afi. Þú fórst oft með mig inn á Kjaransstaði og kenndir mér að veiða fiskinn í tjörninni þinni, leyfð- ir mér að gefa þeim mat og gafst mér svo kanelsnúða og heitt kakó sem varla var neitt bragð af, þér fannst það best svoleiðis. Ég man núna þegar ég hugsa um frábæru dagana okkar að þú varst aldrei reiður né pirraður, alltaf skælbros- andi og himinlifandi, fórst með ljóð og vísur eins oft og þú gast. Ég man hvað mér fannst það gott. Þú ert fyrirmynd mín og ég hugsa til þín á hverjum degi. Orð fá því ekki lýst hvað ég sakna þín mikið. 29. mars 2008, fermingardagur- inn minn. Í dag er svo gott þegar fósturjörð fegursta mín fagnar með okkur og sólin á himninum skín. Framtíðardraumar fullir af vonum og snilli finna sér Karítas, tengingu okkar í milli. (Elli afi.) Þín Karítas. Kveðja frá sonardætrum. Takk fyrir tímann, sem við með þér áttum tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga indælar minningar hjarta okkar ber. (P.Ó.T.) Guð geymi þig, elsku besti afi. Dagrún Tinna, Dagbjört Rut og Hulda Sigríður Friðfinnsdætur. Elli ömmubróðir var einn örfárra manna sem maður hittir á lífsleið- inni sem kennir manni og sýnir í verki að hugmyndaflugið eitt tak- markar það hvað maður afrekar í þessu lífi. Hann var frumkvöðull, of- urhugi og dugnaðarforkur sem lét ókleifa og þrítuga hamra ekki hamla för sinni milli fjarða. Hann nagaði sig fyrir hrikalegan hamar- inn yst í Dýrafirðinum og út í Sval- voga á litlu jarðýtunni sinni þrátt fyrir úrtölur og yfirlýsingar „sér- fræðinga“ um að það væri ekki hægt og nú kúrir þar eitt lítið veg- kríli, Kjaransbrautin, geysivinsæl ferðmannaleið, sem er þó bara fyrir þá sem þora. Elli lét ekki þar við sitja. Eitt sinn sagði mér maður sem vann í lögreglunni vestra að á meðan Elli sinnti löggæslustörfum þurfti hann stundum að skrifa lög- regluskýrslur. Þær ritaði hann hins vegar gjarnan í bundnu máli. Ég viðurkenni að það kom mér ekkert sérstaklega á óvart því Elli fór sjaldnast troðnar slóðir, í orðsins fyllstu merkingu. Ég neita því þó ekki að það væri forvitnilegt að skoða slíkan kviðling og vona að lög- regluskýrslur Elísar Kjarans verði gefnar út í fallegu bandi einn góðan veðurdag. Mig rekur einnig minni til að hafa séð lítið ljóðakver sem hann gaf út sem fjallaði ekki allt um guðsótta og góða siði. En það er svo önnur saga. Ég hitti Ella síðast í apríl 2007 þegar ég rakst á hann fyrir tilviljun á matsölustað í Keflavík en þá var hann, þrátt fyrir alvarleg veikindi, að vinna við nýjan veg fyrir Ósa- botna, á milli Stafness og Hafna. Hann fór fyrir svolitlum hópi manna sem vann við framkvæmdina og það var alveg greinilegt hver var aðalmaðurinn. Við fórum svo saman síðar þann dag að fylgjast með því þegar flutningaskipið Wilson Muuga var dregið á flot en það strandaði í gjörningaveðri fyrir ut- an Stafnesið mörgum vikum áður. Síðastliðið sumar fór ég vestur og ætlaði að nota tækifærið til að hitta Ella, sem þá var kominn „heim“. Mér var sagt að hann hefði þurft að „skreppa“ á sjúkrahúsið á Ísafirði og ekki vitað hvenær hann kæmi til baka. Ég ók því í heiðursskyni Kjar- ansbrautina og verð að viðurkenna að hjartað barðist öðru hvoru held- ur hraðar en ég kærði mig um. Ég ætla að minnast Ella með gleði fyrir að hafa fengið að þekkja hann, með stolti yfir skyldleika við hann og með von í hjarta yfir að geta á lífsleiðinni afrekað lítinn snefil af því sem Elli gerði á sinni. Svo ætla ég að halda vel upp á ljós- mynd sem ég tók af honum fyrir löngu þar sem hann stendur skæl- brosandi í eldhúsinu sínu á Þing- eyri, með svuntu á maganum sem amma hafði saumað handa honum og málað nafnið hans á. Ragnari, Hönnu Laufeyju, Ósk og Þresti sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Helga Sigrún Harðardóttir. Hávaxinn, grannur, stæltur, sam- brýndur. Flottur með alpahúfu, þar sem geymd var nál og grænn spotti til að eyrnamerkja lömbin. Börn voru send í sveit frá Keflavík vestur á Kjaranstaði í Dýrafirði til frænd- ans, bóndans og þau litu upp til hans. Úti á engi að slá með orfi og ljá, að sprengja stóra steina úr nýja túninu, úti í skemmu að gera við allt sem bilaði, drekkandi svart kaffi úr óbrjótandi glasi. Hann klifraði með sjö ára snáðann á bakinu beint upp skriðuna innan við Dranga án þess að blása. Hann hljóp hraðar en allir aðrir. Lítil stúlka sá tófu á leið fram á dal og bóndinn gekk að veggnum þar sem riffillinn var geymdur, setti hann á öxlina og hvarf. Kom síðan heim nokkrum klukkustundum síð- ar með tófuna á öxlinni. Hann hugg- aði ef börnin fundu til. Hann sagði börnunum frá Fenrisúlfinum, kenndi þeim nöfn á jurtum og fugl- um og síðast en ekki síst kenndi hann að vinnan göfgar. Börnin gengu í störfin og það var gaman að vinna fyrir bóndann. Í augum þeirra var hann ofurmenni. Hann Elís Kjaran Friðfinnsson sem nú er allur. Aðeins menn eins og hann geta lagt Kjaransbraut, veg- inn út í Svalvoga. Ekkert var óyf- irstíganlegt í hans huga. Með virð- ingu og þökk fyrir góðan grunn að lífinu kveðjum við elskulegan frænda. Öllum aðstandendum vott- um við dýpstu samúð. Hörður Karlsson, Þórdís Karls- dóttir, Hanna María Karlsdóttir. Elís Kjaran Friðfinnsson, jarð- ýtustjóri og fyrrum bóndi á Kjar- ansstöðum í Dýrafirði, var Vestfirð- ingur í húð og hár og bar þess glögg merki. Hann var maður hinna traustu handtaka, óvílinn og hjálp- samur, lagtækur og gjörhugull í verki. Hann var hrókur alls fagn- aðar, glaður og reifur og kippti sér ekki upp við smámuni. Hann var hagyrðingur góður, mikill rímari eins og hann sagði stundum sjálfur, og ritfær í besta lagi á óbundið mál. Það sést glöggt á bókum hans Sval- vogavegur og kvæðabókinni Nokk- ur kvæði og kitlandi vísur að vestan. Hann hafði frásagnarhæfileika eins og þeir gerast bestir, en nokk- uð dómharður stundum eins og títt er um þá Vestfirðingana. Hann var myndarlegur á velli, hávaxinn og herðibreiður og bauð af sér góðan þokka, hafði góða nærveru eins og sagt er í dag. Ekki afskiptasamur nema nauðsyn krefði og brá sjaldan skapi. Þeir voru aldir upp við rímur og kvæði, Kjaransstaðabræður. Þar var kveðist á í æsku hvenær sem tækifæri gafst, en slíkt er nú ekki lengur á dagskrá með þjóðinni. Þeir lærðu og gátu farið með hvenær sem var ógrynni af bundnu máli. Allt upp í 50 erinda kvæðaflokkar eftir Grím Thomsen lágu þeim létt á tungu. Þetta var gott uppeldi. Gunnar Friðfinnsson lærði fyrst- ur manna í Dýrafirði á jarðýtu. Það var 1947. Um 1960 byrjaði svo bróð- ir hans að spila sjálfstætt á slík tæki ásamt búskapnum og varð lands- kunnur fyrir ýtumennsku sína síðar meir. Keypti jarðýtu af Vegagerð- inni, Gömlu-Slöpp, sem kölluð var. Síðan eignaðist hann svo Teskeið- arnar sínar, sem voru International TD-8B, litlar vélar en afburða liprar og snarar í snúningum. Eignaðist svo japanska Komatsu-vél, miklu stærri. Vann hann á þeirri vél fram um 2000 og stundum tók hann í vél- ar hjá öðrum víðs vegar um land. Elís Kjaran var sannkallaður brautryðjandi á jarðýtum sínum hér vestra. Þegar upp var staðið urðu þeir margir vegirnir og vegslóðarn- ir sem Elli lagði hér vítt og breitt, stundum í óþökk yfirvalda. Kjar- ansbraut, sem sumir kalla með réttu, hringvegurinn um Vestfirsku Alpana, sem Elli ásamt syni sínum Ragnari byrjaði að naga utan í bergið í svokölluðum Hrafnholum í Keldudal í Dýrafirði 1973, mun þeirra þekktastur. Í viðtölum lét Elís oft ýmislegt flakka og var stundum kallað kæru- leysi. Það var brynja. Og sumir töldu hann jafnvel fífldjarfan í störf- um sínum. Fáum hef ég þó kynnst sem voru í raun eins aðgætnir. Eitt sinn brá þó út af því og sagði hann mér að hann hefði verið hvað hætt- ast kominn við lagningu vegarslóða vegna Mjólkárlínu 2 ofan Grjóteyr- ar í Borgarfirði í Arnarfirði á sínum tíma. Hann þurfti að athafna sig við stóran klett, þverhníptan, hæst í fjallinu. Skipti það engum togum að hann missti ýtuna fram af þverhníp- inu og geta menn markað aðstæður af því, að verkfærataska sem lá á gólfi ýtunnar flaug út um fram- rúðuna. Þá sagði Elli að ekkert hafi verið annað að gera en taka því sem að höndum bar, hélt sér fast og slapp með skrekkinn. Traustur vin- ur okkar hjóna er horfinn á braut eftir erfið veikindi. Hans verður sárt saknað af mörgum. Hallgrímur Sveinsson Hann var einn af ungu mönnun- um í mínum uppvexti: hávaxinn, bjartur yfirlitum, hress og alltaf glaður. Við strákarnir litum upp til hans. Okkur fannst hann geta allt. Ekki hræddur við neitt. Svipti skrokkum úr gæru í sláturhúsinu á haustin með fáeinum handtökum; brosti breitt á milli, hló og skellti fram vísuparti. Við vissum líka, að hann hafði unnið kappslátt á hér- aðsmótum á Núpi án mikillar fyr- irhafnar, auk þess að vera vel lið- tækur í mörgum öðrum íþróttum. Kom sér enda ekki illa að vera vel að manni þegar hann tók við búskap á föðurleifð sinni, Kjaransstöðum við Dýrafjörð, og krafan snerist um að rækta, byggja og stækka. Skaparinn hafði ekki beinlínis gætt þess að skilja þar eftir auð- unnið ræktunarland en þeim mun meira af grjóti, stóru og smáu. Elli, eins og hann var jafnan kallaður af kunnugum, gekk á hólm við urðina með kröftum sínum og elju, og túnið varð sem vin þar undir fjallbrattri hlíðinni. Útihús risu stærri en fyrr og áin tók að framleiða rafmagn. En tímarnir breyttust og aðstæður einnig. Elli þurfti að hverfa á annan starfsvettvang. Varð meðal annars mikilvirkur jarðýtustjóri bæði við ræktun og mannvirkjagerð. Hann átti þó alltaf drauminn um býlið sitt undir fjallinu endurreist og gerði því með ýmsum hætti til góða allt til æviloka. En undir stýrisstöngum á ýtu sinni öðlaðist Elli þjóðfrægð. Þar nýttust hæfileikar hans líka: dugnaður og fjölhæfni, harðfylgi og Elís Kjaran Friðfinnsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.