Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnar Jó-hannsson fædd- ist á Þórshöfn 31. maí 1931. Hann lést á Landspítala í Foss- vogi 7. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Svein- björnsdóttir frá Langanesi, f. 1914, d. 1997, og Hans Sig- urd Joansen frá Færeyjum, f. 1909, d. 1987. Þau skildu. Albræður Gunnars voru Sveinbjörn og Dagbjartur sem báðir eru látnir. Sammæðra systkin eru Þórdís Vilborg, Gerður, sem er látin, Bára, Kristján, Anna Aðalbjörg sem er látin, Hreinn, Þórkatla, Sig- fús, Ævar og Bergþór Heiðar Sig- fúsbörn. Samfeðra systkin eru Bjarni Heiðar, Helena, Alda Sig- urrós, Sigurður Nikulás, Jónína Valgerður og Guðni Svan. Ungur að aldri fór Gunnar í fóst- ur að Brimnesi á Langanesi til Guð- rúnar Helgu Guðbrandsdóttur, f. f. 17.11. 1982, maki Tómas Davíð Ibsen Tómasson. 2) Elsa, sjúkraliði, búsett í Vestmannaeyjum, f. 7.2. 1961, maki Björn Indriðason tækni- fræðingur. Þeirra börn eru Elín Sigríður, f. 29.7. 1976, maki Símon Þór Eðvarðsson, þeirra börn eru Aron Máni, f. 2.2. 1996, og Elí Kristinn, f. 23.1. 2001. Elva Dögg, f. 3.9. 1982. Dóttir hennar er Amelía Nótt, f. 7.1. 2004, barnsfaðir Gunn- ar Páll Kristjánsson 3) Gunnar Hallberg, nuddari og sálfræðinemi, búsettur í Reykjavík, f. 27.2. 1972, maki Hrönn Birgisdóttir hjúkr- unarfræðingur. Börn Gunnars eru Rakel Ösp, f. 30.10. 1997, barns- móðir Elín Hafsteinsdóttir, og Adrian Ari, f. 20.4. 2000, barns- móðir Anna Izabela Górska. Dóttir Hrannar er Ásthildur Hrafnsdóttir. Lengst af bjuggu Gunnar og Elín í Vestmannaeyjum en fluttu í gos- inu árið 1973 til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Gunnar lengst- um við verkstjórn hjá Kirkjusandi, en síðar hjá Samskipum eða þar til starfsævi lauk. Gunnar bjó í Reykjavík til dánardags. Eftirlif- andi sambýliskona Gunnars er Þóra Gunnarsdóttir. Útför Gunnars fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 20.9., og hefst athöfnin kl. 14. 1893, d. 1990, og Guð- jóns Helgasonar, f. 1876, d. 1955. Fóst- ursystkin Gunnars eru Fanney, sem er látin, Klara, sem er látin, Hulda, Una, Baldur sem dó á fyrsta ári, Bryndís og Baldur. Gunnar fór 15 ára til Vest- mannaeyja og stund- aði þar lengst af sjó- mennsku. Þar kynntist hann Elínu Kristínu Sigmunds- dóttur, f. 28.2. 1936, d. 30.12. 2000. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Klara, hjúkrunarfræðingur, f. 3.3. 1955, búsett á Selfossi, maki Víðir Óskarsson læknir. Þeirra börn eru Hlynur, f. 17.12. 1993, og Birkir, f. 25.3. 1994. Áður átti Klara tvö börn með Páli Ragn- arssyni en hann lést af slysförum á nýársdag árið 1983. Börnin eru Ragnar Freyr, f. 25.11. 1973, maki Thelma Bárðardóttir, þeirra börn eru Heiðar Páll, f. 16. 9. 1996, og Alti Freyr, f. 3.8. 2006. Helga Lind, Elsku pabbi minn. Það er komið að kveðjustund, nú þegar þú ert látinn. Margar minningar koma í hugann, ljúfar og góðar og gott að geta yljað sér við þær nú þegar þú ert horfinn okkur. Pabbi var fæddur á Þórshöfn á Langanesi og ólst upp á Brimnesi hjá ástríkum fósturforeldrum og 6 fóst- ursystkinum. Hann fer síðan 15 ára til Vestmannaeyja. Þar kynnist hann móður minni, sem verður síðar kona hans næstu 47 árin en hún lést í des- ember árið 2000. Hugljúfar eru æskuminningar mínar um ferðir okkar á sumrin til Þórshafnar. Þar reri pabbi á trillu með bróður sínum á meðan mamma sá um okkur systurnar og litla heim- ilið. Föðurást þín var sterk og kom það best í ljós er ég veiktist ung og þú vaktir yfir mér og annaðist. Stuðningur þinn og umhyggja þeg- ar börnin komu var mér mikils virði. Ómetanleg var hjálp ykkar mömmu við okkur með heimili og börn á með- an á skólagöngu minni stóð. Það var mér og systkinum mínum mikil hvatning að finna hversu stoltur og hreykinn þú varst af námi okkar og árangri. Þegar ég síðan geng í gegn- um erfiðasta tímabil ævi minnar, frá- fall elsku Palla míns, stóðst þú eins og klettur við hlið mér þrátt fyrir að missir þinn væri líka mikill. Eins var þegar Víðir minn kom inn í líf mitt, þá voru móttökur þínar yndislegar og samband ykkar náið og gott alla tíð. Missir þinn var mikill þegar mamma dó. Að sjá sársauka þinn og söknuð var erfitt. Því var það mikil gleði þegar þú kynntist Þóru fyrir 5 árum, að sjá líf þitt fyllast aftur af gleði og hamingju. Elsku pabbi, þökk fyrir að vera eins og þú varst, heiðarlegur, vinnu- samur, ástríkur og samviskusamur. Þessa mannkosti kenndir þú okkur. Þótt söknuðurinn og sorgin séu sár á þessari stundu er hjarta mitt fullt af þakklæti fyrir að hafa átt þig sem föð- ur. Elsku pabbi minn, minning um góðan og sterkan mann lifir í hjarta mínu.Takk fyrir allt og allt. Þóra mín og Maggi, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þín dóttir, Klara. Elsku pabbi, það er alltaf erfitt að kveðja. En minningarnar eigum við og þær eru margar. Þú varst algjör sagnabrunnur og höfðum við alltaf jafn-gaman af að hlusta á sögurnar, jafnvel þó að við heyrðum þær sömu aftur og aftur. Það sem stendur upp- úr hjá mér núna er ferð okkar norður á Þórshöfn og út á Langanes fyrir tveimur árum. Þú, Þóra, Aron Máni langafastrákurinn þinn, ég og Bjössi. Fórum við út í Heiðarhöfn þar sem þú lékst sama leikinn við Aron Mána og þú lékst við Ellu Siggu og Gunna bróður þegar þau voru yngri. Það að fela epli inn í skáp og sagðir að álfur hefði skilið það eftir. Krakkarnir höfðu áður litið inn í sama skáp en þá var hann tómur. Þessu trúðu þau lengi vel. Þegar við komum að Brim- nesi þar sem þú ólst upp, stökkst þú nánast út úr bílnum, hljópst um túnin svo að við höfðum varla við þér. Þarna upplifðum við æsku þína í gegnum þig því þú sagðir svo vel frá. Meira að segja bærinn sem nú er bara rústir einar varð heill á ný. Frá Brimnesi var ekki hægt að fara án þess að fá sér að drekka úr uppsprettulindinni, þar sem allt vatn var sótt í æsku. Gekkst þú að lindinni eins og þú hafð- ir gert svo oft áður, hafðir engu gleymt. Auðvitað var fylltur brúsi af þessu gæðavatni. Ferð okkar hélt svo áfram að Skálum þar sem enn eru rústir frá stríðsárunum. Þarna tók við önnur sögustund og aftur varð allt ljóslifandi fyrir okkur. Við enduðum þessa ferð okkar á að dekka upp borð með ýmsu góðgæti úti á miðjum vegi á Skálum. Hitað var vatn í kaffi úr lindinni góðu. Varð þér að orði að þetta væri besta kaffi sem þú hefðir nokkurn tímann drukkið. Þessar minningar og margar fleiri eru svo dýrmætar og mun ég geyma þær vel í hjarta mínu. Ég kveð þig að sinni, pabbi minn, þar til við sjáumst á ný. Elsku Þóra, takk fyrir hvað þú varst honum pabba góður félagi. Guð styrki þig í sorginni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín dóttir, Elsa. Elsku pabbi. Frá jarðnesku lífi ertu horfinn en svo sannarlega hefurðu komið þér fyrir á öðrum stað og þar væntanlega tekið fram brúnu ballskóna og sett á þig indæla lykt sem var gjöf frá börn- um eða barnabörnum og svo laumað þér á bakvið til að aðeins fá yl í kropp- inn frá einhverri dýrindis whisky- gjöfinni. Á vörum þér er stórt bros og ást þín á heiminum vex með hverjum sopanum og þú tekur utan um alla þá sem nálægir eru og sýnir þeim um- hyggju þína. Lífshlaup þitt var mark- að af heiðarleika og tryggð og ætíð skildir þú við hlutina fullkláraða og þú gast ekki lifað með sjálfum þér vit- andi neitt aumt í lífinu. Ég fékk að kynnast því að vinna í nálægð þinni og þar var hjartagæska þín í hávegum höfð. Spenningur ungs drengs var mikill þegar nálgast fór sumarið enda norðurferðirnar ævintýri sem beðið var eftir. Þú gæddir allt svo miklu lífi, sama hvað það var. Það að fá að sitja á herðum þér niður stiga eða borða flat- kökur í kaffivagninum var heil veröld þegar þú varst annars vegar. Aldrei var það svo að þú gerðir upp á milli okkar systkinanna enda fórstu æði oft margar ferðir til að jafna gjafirnar svo örugglega ekki yrði neitt meira hjá einum frekar en öðrum. Sögur þínar voru uppfullar af æv- intýralegum lýsingum af fólki og at- burðum og þú upplifðir þær lífsraunir sem mörkuðu þig ætíð. Þú varst alltaf yndislegur við mig alla tíð og vildir að ég fengi það besta sem lífið hefur upp á að bjóða og það sem skipti þig mestu máli var að ég menntaði mig og eignaðist „góða“ konu eins og þú orð- aðir það. Ekki varstu laus við sérkenni sem settu mark á þig. Þú lifðir tímana tvenna í gleði og sorg. Stjórnmála- skoðanir snerust um heiðarleika og sérhagsmunapot var þyrnir í augum þínum. Þú safnaðir hlutum og hlutir voru til að geyma en ekki henda og okkur systkinunum þótti það broslegt hversu duglegur þú varst að safna en reynslan sannaði að nytsemin var alltaf skammt undan. Traust þitt á fólki var oft mikið og oft vitnaðir þú í þennan og hinn sem þá oftar en ekki höfðu náð að heilla þig. Þú heillaðist einnig af lífsins nautnum hvort sem það var tónlist eða ljúfur áfengur drykkur og það var alltaf gaman að leyfa að þér prófa eitthvað nýtt og þú gast talað lengi og vel um það. Þú heillaðist aldrei af því sem þú kallaðir falsheit og þeir sem voru þannig áttu að þínu mati heima í snöru á Lækj- artorgi. Síðasta ár var mér eitt það mik- ilvægasta í lífi mínu því ég hafði þann heiður að eiga með þér mjög margar og mikilvægar stundir. Í hjarta mínu fann ég að tíminn var að styttast. Ég náði að kynnast þér sem meira en föð- ur mínum, líka sem manni sem lagði allt sitt af mörkum til að bæta þennan heim. Þú kenndir mér gildi mannlífs- ins og hversu mikilvægt það er að hlúa að hjartans málum hvort sem það eru okkar nánustu eða lífsins hugðarefni. Þú kvaddir eins og þú lifðir, með auðmýkt og ölduna lægði í sátt og samlyndi við þá sem eftir lifa. Þinn sonur og vinur Gunnar Hallberg. Nú kveð ég þig, elsku tengdapabbi. Horfinn á braut og kominn til tengda- mömmu. Sú hugsun leiðir huga minn til baka þegar ég kynntist ykkur fyrst. Það er mikils virði fyrir ungan mann að vera tekið eins vel og þú og Elín tókuð mér. Strax tekinn inn í fjölskylduna með hlýju og kærleika. Það var dásamlegt að á fyrstu bú- skaparárum okkar Klöru skyldum við búa eins nálægt ykkur og raun var og þrátt fyrir miklar annir var samgang- ur mikill og samvistir yndislegar. Í námi mínu fann ég fyrir stuðningi þínum við mig og Klöru og það var mér mikils virði. Eins og það var gott að búa í nálægð við ykkur var erfitt seinna meir þegar við fjölskyldan fluttumst fjær, bæði til Eyja og síðar til Noregs. Þá var líka gaman að fá ykkur í heimsókn og er mér sérstak- lega minnisstæð heimsókn ykkar til Noregs og hversu gaman það var og hversu vel þú naust þess að koma til okkar. Okkur í fjölskyldunni er líka mjög minnistætt þegar við fórum í skóg- argöngu í Noregi, hversu mikið þú dáðist að maurunum og þá sérstak- lega að vinnusemi þeirra. Ég býst við að það hafi verið vegna þess að vinnu- semi og dugnaður var þér í blóð borið og einkenndi allt þitt líf. Eins naut ég þess mikið, Gunnar minn, að spyrja þig um „gömlu dagana“ og allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir. Hafðu hjartans þakkir, elsku Gunnar minn, fyrir elsku þína og hlýju í minn garð og fjölskyldu minn- ar. Þín mun ég sakna mikið en heiðra minningu þína. Þinn tengdasonur, Víðir. Elsku afi. Nú er komið að kveðju- stund. Tveim vikum fyrir andlát þitt áttum ég og fjölskylda mín yndislega kvöldstund með þér og Þóru. Ég er því óendanlega þakklát því ekki óraði mig þá fyrir því að þú myndir kveðja þennan heim svo snöggt. Síðan hitt- umst við aftur á spítalanum rétt fyrir andlát þitt en þú svafst svo vært og vaknaðir ekki aftur. Elsku afi, margs er að minnast á stundum sem þessum og mun ég geyma minningarnar á sérstökum stað í hjarta mínu. Ég veit að amma hefur tekið á móti þér með sínum hlýja faðmi og að þið munuð nú vaka yfir og hugsa um velferð okkar allra sem eftir stöndum. Ég vil þakka þér, afi, allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, allar skemmtilegu sögurnar sem þú sagðir mér, öll ferðalögin okk- ar saman, þakka þér samfylgdina. Ég minnist stundanna sem við átt- um saman ég, þú og amma í sófanum góða á Lindó. Þá var oft slegið á létta strengi. Þessar minningar munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Við fjölskyldan erum svo þakklát, afi minn, að þú skyldir finna þér félaga og vinkonu, hana Þóru, þið áttuð svo góð- an tíma saman. Biðjum við algóðan guð að veita henni styrk í sorginni. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði, minning þín lifir að eilífu. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Þín afastelpa, Elín Sigríður. Elsku afi. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til þín er litla herbergið á Lindargötunni sem ég fékk oft að gista í. Þú fórnaðir her- berginu þínu fyrir okkur barnabörnin og komst þér vel fyrir í sófanum inni í stofu. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín og ömmu á Lindó. Ég fékk brauð með kæfu og kókómjólk hjá ömmu, svo var sest inn í stofu þar sem þú sagðir mér margar sögur af sjó- mennskunni í Eyjum ásamt fleiri skemmtilegum sögum. Þú fórst frá okkur með bros á vör, dansandi við undirspil Geirmundar Valtýssonar sem þú hélst mikið upp á. Ég mun sakna þín sárt, elsku afi minn. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runninn á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja, í dauðans dimmum val. Úr innri harms og hryggða, til helgra ljóssins byggða, far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Þín dótturdóttir, Elva Dögg. Elsku afi minn. Ég átti ekki von á því að kallið þitt kæmi svona snöggt en ég trúi því í hjarta mínu að nú sértu kominn á góð- an stað, hjá Guði föður. Mig langaði bara að kveðja þig hér í nokkrum orð- um afi minn og segja þér hversu mikið mér þykir vænt um þig. Ég man þegar ég var lítil þá hljóp ég svo oft yfir til þín og ömmu enda stutt að fara. Þið tókuð alltaf vel á móti mér og það var svo gott að vera hjá ykkur. Það kom sér líka vel að það þurfti bara eina setningu til að fá nammi eða eitthvert annað góðgæti, en sú setning verður bara á milli okkar afi minn. Það verður tómlegt að vita að það verði enginn á Lindargötunni framar, en minningin um þig og ömmu verður ávallt „amma og afi á Lindó“. Ég elska þig afi minn og kem til með að sakna þín um leið og ég er þakklát fyrir öll þau ár sem ég fékk að vera í kringum þig. Elsku afi, hvíldu í friði. Þín afastelpa, Helga Lind. Elsku Gunni afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt Gunnar Jóhannsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur og tengdasonur, JUNYA NAKANO, Arnarfelli, Mosfellsbæ, sem lést af slysförum 16. september, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.00. Eyþór Eyjólfsson, Satoshi Nakano, Yoshiko Nakano, Eyjólfur G. Jónsson,Inga Jóna Sigurðardóttir. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GISELA HALLDÓRSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Hríshóli í Reykhólasveit, Gunnarsbraut 11b, Búðardal, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 17. september. Jarðarförin fer fram frá Reykhólakirkju miðvikudaginn 24. september kl. 15.00. Reynir Halldórsson, Reinhard Reynisson, María Kristjánsdóttir, Ingibjörg Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.