Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 24
„Tjörneshreppur – þar sem smæðin
er styrkur“, er nafn á nýrri heima-
síðu sem hefur verið opnuð og segir
þar frá mörgu athyglisverðu sem er
að gerast í sveitinni. Á Tjörnesi eru
fáir íbúar og því verður það að telj-
ast gott framtak hjá sveitarfélaginu
að halda úti heimasíðu. Þar kemur
m.a. fram að Steinþór Heiðarsson,
bóndi í Ytri-Tungu, hafi reist nýtt
40 kúa fjós með allri nútímatækni
og teljast það mjög góð tíðindi þvi
ekki eru eftir nema tvö fjós á Tjör-
nesi þar sem áður voru kýr á hverj-
um bæ.
Mikil veðurblíða var fyrr í vik-
unni í þeirri sveit eins og í öllu hér-
aðinu og fór hitinn í 19 gráður og
þá kl. 2 um nóttina var 16 stiga hiti
sem telst mjög óvanalegt á þessum
árstíma. Veðurblíða var einnig í
réttum þeirra Tjörnesinga og eru
skemmtilegar myndir frá Mán-
árrétt og Tungugerðisrétt á nýju
heimasíðunni sem gaman er að
skoða.
Styrkur smæðarinnar er vissulega
mikill og á það bæði við um sveit-
arfélög, skóla og margt fleira í
dreifbýlinu. Fregnir að sunnan um
að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga
verði í framtíðinni um 1.000 íbúar
hugnast ekki öllum og óvíst hvað
slíkt hefur í för með sér fyrir
íbúana. T.d. hafa íbúar í Reykja-
hverfi ekki orðið varir við miklar
framfarir innansveitar með því að
sameinast Húsavík og stjórnsýslan
hefur færst fjær fólkinu. Bændum
finnst að lítil sveitarfélög eigi rétt á
sér og þau hafa marga kosti fram
yfir þau stóru.
Kýr hafa verið úti daga og nætur í
mikilli blíðu sem þær hafa kunnað
vel að meta. Útivistin gerir þeim
sannarlega gott því þær fá orku frá
sólinni rétt eins og mannfólkið og
safna forða til vetrarins sem skiptir
þær miklu máli. Nútímafjósin eru
vissulega góð en ekkert gott hús
getur komið í staðinn fyrir það að
hreyfa sig í fersku útilofti og líklega
verða þær hraustar fram eftir vetri.
Reyndar eru kýrnar gangandi aug-
lýsing fyrir ferðamenn og neyt-
endur úti á túnum því margir
þeirra sem eru á faraldsfæti á góð-
um sumardögum stoppa til þess að
taka myndir sér til gamans. Ferða-
fólkið hefur sannarlega sett svip
sinn á þetta góða sumar sem nú er
á enda og því fylgir auðvitað alltaf
töluverð eftirsjá þegar það hverfur
alveg.
Haustannir eru framundan og
LAXAMÝRI
Atli Vigfússon
úr bæjarlífinu
lifun
24 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
- kemur þér við
Leikarar tala um
óhöpp á sviði
Vændiskonum fjölgar
ört í Danmörku
Ótrúleg saga Sterling
og NTH
Sálin hans Jóns míns
á leið í bíó
Bændur æfir vegna
heftandi reglna
Lánveitendur bjarga
Nýsi frá gjaldþroti
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Við hjónin erum svo heppinað þetta er sameiginlegtáhugamál hjá okkur, aðhanna og skapa heimili.
Við sitjum saman á kvöldin og
teiknum og pælum í því hvernig við
viljum hafa hitt og þetta,“ segir
Alma Baldvinsdóttir sem býr í ný-
legu raðhúsi í Mosfellsbænum
ásamt manni sínum Bóasi Árnasyni
sem er húsgagnasmiður.
„Hann smíðaði sjálfur allt sem er
hér inni, hvort sem það er eldhús-
innréttingin, fataskáparnir eða
borðin. Hann er líka mjög nýtinn,
hann notaði til dæmis afganginn af
parketinu í eldhúsborðið. Hann er
ekki einn af þessum iðnaðarmönn-
um sem nenna ekki að gera neitt
heima hjá sér. Enda hafa margar
konur spurt mig hvort ég geti ekki
ljósritað hann og dreift nokkrum
eintökum,“ segir Alma og hlær.
Alþingissófi frá 1940
En sameiginleg framkvæmda-
orka þeirra hjóna nýtist ekki aðeins
heima hjá þeim, því þau hafa líka
tekið í gegn heimili fyrir vini sína
og fjölskyldumeðlimi. „En vinir
Snillingar í höndunum
Fagurkeri Alma með risastórum Gosa spýtustrák sem hún keypti á E-bay,
en Alma er dugleg að panta húsmuni á uppboðsvefnum.
Sameiginleg fram-
kvæmdaorka hjónanna
Ölmu Baldvinsdóttur
og Bóasar Árnasonar
nýtist ekki aðeins heima
hjá þeim heldur hafa
þau líka tekið í gegn
heimili vina og fjöl-
skyldumeðlima.