Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 35
saman. Þú varst alltaf svo hress og
kátur og góður afi. Kveðjum þig að
sinni.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þínir langafastrákar,
Aron Máni og Elí Kristinn.
Kæri bróðir.
Þá hefur þú verið kallaður yfir móð-
una miklu, til ástvina okkar sem farnir
eru. Langar mig að minnast þín með
nokkrum orðum. Er við hittumst fyrst
komst þú með Svenna bróður okkar á
bátnum hans til Raufarhafnar frá
Þórshöfn. Svenni bað mig um að fara
með þig til að hitta systur okkar sem
voru í síldarbragga á Borgum. Var
það mér minnisstætt því að þá vissi ég
ekki að við værum bræður, þar sem
þú varst búsettur í Vestmannaeyjum
og áttir þar fjölskyldu en ég á Rauf-
arhöfn.
Þú komst oft austur til Þórshafnar,
þar áttir þú þína æsku, systkini og
uppeldissystkini sem voru þér afar
kær. Kynni okkar urðu svo meiri í
seinni tíð eftir að þú fluttir til Reykja-
víkur og ég á Suðurnesin, en þú komst
oft í heimsókn til okkar með hana Ellu
þína, sem nú hefur tekið á móti þér.
Ég vil einnig minnast allra góðu
stundanna með þér og Þóru vinkonu
þinni, sem reyndist þér svo vel í alla
staði og áttuð þið margar góðar
stundir alveg fram til síðasta dags.
Ég vil að lokum þakka þér tímann
sem ég átti með þér, kæri bróðir, og
bið ég góðan Guð að styrkja börnin
þín, Þóru og aðra aðstandendur.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Bergþór og Hulda.
Gunnar bróðir hefur kvatt þetta líf.
Hann var elstur þriggja hálfbræðra
minna sem nú allir eru látnir með
stuttu millibili ásamt tveimur alsystk-
inum Gerðu og Önnu, öll fyrir aldur
fram. Ella og Gunnar bjuggu í Eyjum
fram að gosi en fluttu eins og svo
margir ekki aftur til baka. Þau eign-
uðust þrjú börn sem öll eiga fjölskyld-
ur.
Gunnar var alltaf hress og kátur og
var oft gaman hjá okkur Önnu, Pétri,
Gunna og Ellu sem vorum hér í Eyj-
um. Mér finnst ótrúlegt að þau séu öll
farin svona ung frá okkur, þau eru
vonandi öll í faðmi foreldra okkar.
Gunnar kom oft til Eyja í heimsókn og
síðustu ár með góðri sambýliskonu
sinni Þóru og voru þau svo hress og
gaman að fá þau að spjalla, hlæja og
hafa gaman saman og þakka ég henni
það sem hún gerði fyrir hann.
Ég veit að Ella hefur tekið vel á
móti þér ásamt Önnu, Pétri, Gerðu,
Dagga og Svenna, pabba og mömmu.
Elsku Klara, Elsa og Gunnar H., Þóra
og fjölskyldur, ég votta ykkur innilega
samúð og bið Guð að gæta ykkar.
Þórdís og Richard.
Kæri Gunnar, mig langar að minn-
ast þín með nokkrum orðum. Þín sem
varst okkur öllum svo góður og reynd-
ist Magga mínum svo vel og varst
hans besti vinur. Ég þakka þér allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an. Yndislegu ferðina út í Flatey á
Breiðafirði í sumar sem var svo vel
heppnuð í góða veðrinu. Þakka
ánægjulega ferð í kringum landið. Að
síðustu þakka ég árin sem við áttum
saman. Við Maggi söknum þín sárt.
Blessuð sé minning þín.
Samúðarkveðjur til barna og allra
aðstandenda.
Þóra Gunnarsdóttir.
✝ Ingunn MaríaHalldóra Guð-
mundsdóttir fæddist
í Bolungarvík 6. júlí
1923. Hún andaðist á
öldrunardeild Heil-
brigðisstofnunar
Ísafjarðar 8. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur
Steinsson sjómaður,
f. á Ósi í Bolung-
arvík 16.10. 1875,
fórst með vélbátnum
Agli frá Bolung-
arvík 7.11. 1923, og Jóna Sigríður
Halldórsdóttir, f. 13.9. 1879, d.
28.12. 1956. Hálfsystkini Halldóru
samfeðra voru Sigurvin, f. 1902, d.
1919, Sigríður Jóna, f. 1903, d.
1983, Steinn, f. 1904, d. 1991,
Hannibal Jóhannes, f. 1907 d. 1984,
Elín Kristjana, f. 1908, d. 1984,
Guðlaug Guðrún, f. 1911, d. 1911,
Guðmundur, f. 1913, d. 2006, og
Arnór Gunnar, f. 1915, d. 1916.
Hálfbróðir sammæðra var Halldór
Ingimar Guðmundsson, f. 1905, d.
1909. Eftir að faðir Halldóru fórst
fór hún ung í fóstur til Guðna Ein-
arssonar og Bjarnveigar Guð-
mundsdóttur á Seljalandi í Álfta-
firði við Ísafjarðardjúp. Halldóra
ólst upp með sonum þeirra hjóna
Guðna og Bjarnveigar, þeim Guð-
mundi, f. 1900, d. 1995, Arinbirni
Guðmundi, f. 1906, d. 1983, Magn-
úsi Sigurði, f. 1909, d. 1937, Bjarna
Sigurgeiri, f. 1911, d. 1987, Magn-
1.3. 1994. 3) Jóhann Ingdór, f. 10.11.
1959. Maki Beata Joó, f. í Ungverja-
landi 25.1. 1963. Börn: a) Hanna
Lára, f. 20.11. 1994, Aron Ottó, f.
11.11. 1996, og Hilmar Adam, f.
15.7. 1998. 4). Guðbjörn Salmar, f.
16.11. 1962. Maki Ingibjörg Snorra-
dóttir Hagalín, f. 4.8. 1962. Þau
skildu. Börn Edda María, f. 26.8.
1982, Auðunn Bragi, f. 26.11. 1986,
og Salmar Már, f. 3.5. 1994.
Halldóra lauk námi við Hjúkr-
unarskóla Íslands í maí 1950 og
starfaði við Landspítalann frá 1.
júní 1950 til 1. okt. sama ár er hún
sneri aftur heim og hóf störf á
Sjúkrahúsi Ísafjarðar þar sem hún
vann allan sinn starfsaldur. Hall-
dóra og Jóhann hófu sinn búskap í
Grundargötunni og bjuggu það þar
til þau keyptu Hafnarstræti 17 árið
1959. Þar bjuggu þau allan sinn bú-
skap eftir það þar til hún festi kaup
á íbúð á Hlíf 2. 2001 En þar bjó hún í
3 ár er heilsan fór að gefa sig og
dvaldi hún á öldrunardeild þar til
hún lést. Halldóra lét félagsstörf sig
miklu varða og var félagi í kvenna-
deild SVFÍ á Ísafirði í mörg ár og
var gerð að heiðursfélaga þeirrar
deildar 25. feb. 1994. Henni þótti
ætíð vænt um vinnustaðinn sinn og
var þeim góð er fengu að njóta að-
hlynningar hennar. Hún var gerð
að heiðursfélaga í Vestfjarðadeild
Félags ísl. hjúkrunarfr. 12. maí
2004.
Útför Halldóru verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
úsi Ásgeiri, f. 1914, d.
1999, og Guðna Páli, f.
1919, d. 1941.
Halldóra giftist 31.
des. 1957 Jóhanni Ei-
ríkssyni fiskmats-
manni frá Ísafirði, f.
23.1. 1912, d. 13.7.
1991. Hann var sonur
Eiríks Brynjólfs
Finnssonar verk-
stjóra, f. 10.11. 1875,
d. 9.11. 1956, og Krist-
ínar Sigurlínu Ein-
arsdóttur, f. 29.8.
1888, d. 16.5. 1968.
Sonur Halldóru og Sigurðar J.
Kristjánssonar, f. 1916, d. 1988, er
Þráinn jarðfræðingur í Lerum í Sví-
þjóð, f. 9.1. 1954, maki Pigitza Dou-
ralé, f. í Grikklandi 12. ágúst 1955.
Dóttir þeirra er Anna, f. 1.8. 1990.
Börn Halldóru og Jóhanns eru: 1) Ei-
ríkur Kristinn, f. 15.10. 1956. Maki
Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, f.
2.5. 1961. Fóstursonur þeirra er
Sverrir Vídalín, f. 20.11. 1989. Börn
Jóhann, f. 10.8. 1993. d. s.d., Að-
alsteinn Eyjólfur, f. 10.8. 1993, d.
16.8. 1993, Arnfríður Björg, f. 10.8.
1993, d. 25.8. 1993, og Jóhann Að-
alsteinn, f. andvana 15.1. 1997. 2)
Svanhvít Guðrún, f. 21.9. 1957. Dótt-
ir hennar og Arnars Guðmunds-
sonar er Halldóra Jóhanna, f. 26.1.
1976. Sonur hennar og Lahay Fallay
er Leon Jóhann, f. 22.7. 2007. Búsett
í Noregi. Maki Ólafur Þór Gunn-
laugsson, f. 12.1. 1955. Börn Ólafur
Páll, f. 5.5. 1990, og Ingunn María, f.
Halldóra Guðmundsdóttir er látin
85 ára að aldri.
Þessi frétt kom ekki mjög á óvart
þar sem Dóra hafði verið veik í nokk-
urn tíma. Samt koma dánarfregnir
alltaf á óvart. Þær hitta mann. Það
brestur strengur. Það vakna minn-
ingar. Hún var einn af síðustu þátt-
unum í strengnum sem batt okkur í
fjölskyldunni við Ísafjörð, fæðingar-
stað minn. Halldóra Guðmundsdóttir
var gift bróður mínum, Jóhanni Ei-
ríkssyni, Hadda eins og hann var
jafnan kallaður. Þau hjón, Haddi og
Dóra eru nú bæði horfin og heimili
þeirra Hafnarstræti 17 einnig, en það
vék fyrir nýju og breyttu skipulagi.
Þannig hefur margt breyst á Ísafirði,
þó að Gamla búðin og Faktorshúsið í
Neðsta, þar sem við systkinin fædd-
umst og foreldrar okkar, Eiríkur Br.
Finnsson og Kristín S. Einarsdóttir
bjuggu, séu enn á sínum stað.
Hafnarstræti 17 stóð á ströndinni
við Pollinn og inn í Hafnarstrætið, en
síðustu árin hafði ströndin verið færð
út í Pollinn svo húsið var komið inn í
bæ og vegur milli þess og sjávar. Þó
ekki væri garðurinn stór var hann all-
ur í blóma á sumrin því Dóra var mikil
blómakona. Það var gott að koma í
Hafnarstrætið og vel og hlýlega tekið
á móti gestum. Það eru ekki mörg ár
síðan ég kom til Dóru ásamt Öddu
systur, sem býr í Ameríku og fjöl-
skyldum og þvílíkar móttökur. Hún
hýsti okkur eldra fólkið í nokkra daga
og munaði ekki um það. Þar var veisla
á hverjum degi, berjasulta, afrakstur
berjaferðanna því aðalbláberin sem
eru aðall Vestfjarða, voru nýtt, lax og
silungur var fram borinn en þau hjón,
Haddi og Dóra voru veiðimenn af
Guðs náð þó veiðiferðum hafi fækkað
eftir því sem árin færðust yfir. Og yl-
urinn frá kamínunni í stofunni sem
kveikt var upp í við hátíðleg tækifæri
jók enn á hlýjuna. Hlýjuna og vænt-
umþykjuna sem ætíð stafaði frá þeim
hjónum. Maður fann hana milli lands-
hluta og landa.
Þau Haddi og Dóra voru samrýmd
hjón og það var því mikill missir fyrir
Dóru þegar Haddi dó fyrir 17 árum.
Það var samt alltaf bjart og kátt yfir
henni hvenær sem maður hitti hana.
Hún bjó á Ísafirði og kom ekki mjög
oft suður en hún var frændrækin og
lét oftast í sér heyra þegar hún kom í
bæinn. Ég og mín fjölskylda vottum
börnum þeirra öllum og fjölskyldum
þeirra samúð okkar. Einnig ber ég
samúðarkveðjur frá Öddu systur og
dætrum hennar, þeim Kristínu og Ar-
lene og þeirra fjölskyldum.
Einar H. Eiríksson
og fjölskylda.
Í flestum ef ekki öllum fjölskyldum
eru sumir sterkari og dugmeiri en
aðrir. Í Hafnarstræti 17 á Ísafirði
leyndi sér ekki hver stjórnaði hlut-
unum og dreif fjölskyldulífið áfram.
Hún Halldóra var dugnaðarforkur og
myndarhúsmóðir sem við sem tengd-
umst henni nutum í ríkum mæli. Hún
var kletturinn sem upp úr stóð og
hvað mestur stuðningur var af þegar
á reyndi. Það fengum við að reyna
börn Iðunnar og Böðvars.
Hún Dóra, eins og hún var ávallt
kölluð, var konan hans Hadda frænda
sem var elsti bróðir mömmu. Þau
voru hamingjusöm, það leyndi sér
ekki og nutu lífsins ágætlega í sinni
sambúð. Haddi var okkur góður
frændi og saman mynduðu þau sterkt
fjölskyldulíf á heimili sínu með börn-
um sínum fjórum.
Hún var hjúkrunarkona og vann
nánast alla sína starfstíð á Sjúkrahús-
inu á Ísafirði. Þar eignaðist hún
tryggar og góðar vinkonur sem héldu
vel hópinn. Áttu þær góðar stundir
utan venjubundins vinnutíma og
bættust þá gjarnan eiginmenn við.
Naut hún þess að vinna á sjúkrahús-
inu og dró ekki af sér við vinnu þar
fremur en heima.
Eins og ég nefni hér að framan stóð
hún sig afburða vel þegar kom að fjöl-
skyldum okkar. Ávallt hafði hún fjöl-
skylduboð á annan í jólum, sem aldrei
gleymast. Ef eitthvert systkina
Hadda kom vestur, en þau gistu
gjarnan hjá þeim, var öllum hóað
saman og borð svignuðu. Hún naut
sín einkar vel í hlutverki gestgjafans.
Hún var í essinu sínu!
Dóra var hress að eðlisfari og söng-
glöð. Hún hafði sterka rödd sem skar
sig gjarnan úr hópnum og kunni að
skemmta sér þegar við átti.
Hin síðari ár voru henni erfið
heilsufarslega. Henni leið ekki illa en
missti samband við umheiminn ef
þannig má að orði komast. Hún var
myndarleg sem fyrr, hélt fullri reisn
allt undir það síðasta. Þessi tími hefur
verið sérstaklega erfiður börnum
hennar og fjölskyldum.
Nú þegar kveðjustund er runnin
upp er mér ljúft og skylt að þakka
fyrir mig. Það er bjart yfir minningu
hennar Dóru. Frændum mínum,
frænku og fjölskyldum votta ég inni-
lega samúð.
Eiríkur Böðvarsson.
Mig langar að minnast samveru
minnar með Dóru, en leiðir okkar
lágu saman í tugi ára. Við áttum
margar góðar stundir saman og
margs er að minnast.
Dóra gat verið föst fyrir og hafði
oft ákveðnar skoðanir. Ég var ekki
alltaf á sama máli og sagði hún mér
eitt sinn að hún virti mig meira fyrir
vikið, að svara henni stundum fullum
hálsi. Sagði hún það vera nauðsynlegt
og gátum við alltaf eftir það rætt okk-
ar innstu hjartans mál og urðum nán-
ar og bestu vinkonur.
Börnunum mínum þótti alltaf gam-
an að koma í heimsókn í Hafnarstræti
17 til Hadda afa og Dóru ömmu og
horfa á bátana út um „franska
gluggann“ eða umferðina um hina
stofugluggana. Þegar Dórukaka var á
boðstólum eða Skóbót var sælan mik-
il.
Dóra var einstakur gestgjafi og
kunni listina að veita og veitti alltaf
vel, stutt var í glettnina og oft tekið í
spil. Hjá henni lærði ég margt, eins
og að aldrei má yfirgefa samkvæmi
nema vera búin að „fá í báða fætur“,
oft var kallað „ekki fara haltur heim,
fáðu meira“. Veiðiferðirnar voru
margar, enda ein af uppáhalds iðjum
Dóru að renna fyrir fisk. Hún var
lengi með kartöflugarð og þar var
mikill rabbarbari og kenndi hún mér
að gera rabbarbarasaft, sem börnin
elskuðu. Berjatínsla var annað áhuga-
mál hennar og hvarf hún oft tímum
saman í þeirri iðju og hætti ekki fyrr
en allar hirslur voru fullar.
Dóra var mikill söngfugl og fönd-
urkona fram í fingurgóma. Nýtni var
henni líka í blóð borin og lærðum við
snemma hjá henni að endurvinna og
nýta hlutina. Maður kom aldrei að
tómum kofanum hjá Dóru, en nú hef-
ur hún kvatt okkur og er farin til
Hadda og veit ég að þar líður henni
vel.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
elsku Þráinn, Eiríkur, Jóhann, Svan-
hvít, Salmar og fjölskyldur. Ég kveð
fyrrverandi tengdamóður mína og
ömmu barnanna minna með virðingu
og þakklæti, hún var ljúf og góð vin-
kona og ég óska henni góðrar ferðar
til nýrra heimkynna.
Ingibjörg Snorra.
Á stuttum tíma hefur Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Ísafirði séð á eftir
tveimur hjúkrunarfræðingum yfir
móðuna miklu, sem áratugum saman
störfuðu við spítalann af þeim dugn-
aði, fórnfýsi og natni, sem var svo ein-
kennandi fyrir hjúkrunarfræðinga af
„gamla skólanum“ svokallaða. Er þá
ekki verið að halla á yngri kollega, en
vinnuaðstæður og tíðarandinn er
vissulega öðruvísi í dag. Önnur þeirra,
Ingibjörg Nordquist, lést 22. ágúst s.l.
og í dag kveðjum við Halldóru Guð-
mundsdóttur. Það er einkennilegt að
vera sjálfur kominn í spor eins af
starfsaldursforsetum spítalans og
hafa í kringum sig sams konar ný-
græðinga og ég var fyrir 27 árum,
þegar ég kynntist þessum reyndu
heiðurskonum fyrst í starfi. Lífshlaup-
ið er stutt í svoleiðis samhengi. Ég á
mynd af Dóru, þar sem hún heldur á
mér nýfæddum á svölum gamla spít-
alans, svo kynni okkar eru orðin löng.
Dóra var vinnuþjarkur og gat ekki
setið auðum höndum. Þess nutu skjól-
stæðingar hennar og samstarfsmenn
ríkulega á vinnustað og ekki síður fjöl-
skylda hennar og gestir heima fyrir.
Minning mín um hana er líka alltaf
nátengd mat, bakkelsi, trakteringum,
yfirmáta gestrisni og elskulegheitum.
Maður dáðist að því hvað hún var lag-
hent við allt viðhald heima fyrir, hvort
sem það útheimti hamar, sög eða
málningarpensil. Hún virtist ekki telja
neitt sér ofviða og dáðist ég að þessum
eiginleikum hennar. Finnst mér lík-
legt, að heimilisfólkið hafi átt í erfið-
leikum á stundum að fylgja henni eft-
ir. En lærdómsríkt hefur án vafa verið
að alast upp hjá svona kjarnakonu.
Ég vil, að leiðarlokum, þakka Dóru
fyrir samstarfið í gegnum árin og alla
þá elsku og vinskap sem hún og Jó-
hann heitinn Eiríksson, maður henn-
ar, sýndu mér alla tíð. Ég votta börn-
um þeirra og fjölskyldum samúð mína.
Blessuð sé minning Halldóru Guð-
mundsdóttur.
Hörður Högnason.
Halldóra Guðmundsdóttir
✝
Elskulegur faðir okkar,
GUÐMUNDUR VALDIMARSSON,
Efri-Brúnavöllum,
Skeiðum,
er látinn.
Útför verður auglýst síðar.
Áslaug Björt Guðmundardóttir,
Guðfinna Auður Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÍÐUR PETERSEN,
Hraunvangi 1,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landakotsspítala fimmtudaginn
18. september.
Elín Jóhannsdóttir, Tryggvi Ólafsson,
Bryndís Petersen, Leifur Jónsson,
Jóhann Petersen,
Pétur Jakob Petersen, Auður Héðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.