Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Gests-dóttir fæddist í Bakkagerði í Svarf- aðardal 8. janúar 1930. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri sunnudaginn 14. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Gest- ur Vilhjálmsson, bóndi í Bakkagerði, f. 27. 12. 1894, d. 1.3. 1985 og Sigrún Júl- íusdóttir, húsfreyja í Bakkagerði, f. 3.11. 1894, d. 13. 8. 1976. Systkini Kristínar eru Hlíf, f. 13.5. 1916, Björn, f. 2.5. 1918, d. 6.5. 1997, Ríkarður, f. 4.5. 1920, d. 23.9. 1995 og Jóhanna María, f. 14.1. 1925, d. 15.8. 2003. Kristín giftist 31.3. 1956 Frið- þjófi Þórarinssyni verslunarmanni á Dalvík, f. 7.3. 1932. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Þor- steinsson, f. 3.3. 1905, d. 14.4. 1966 og Guðrún Björnsdóttir, f. 24.12. 1899, d. 4.1. 2003. Synir Kristínar og Friðþjófs eru: 1) Þorsteinn á Varmalandi í Borgarfirði og vet- urinn 1951-1952 var hún í lýðhá- skóla í Kætrineberg í Halland í Suð- ur-Svíþjóð. Vann nokkra mánuði á sjúkrahúsi og hóteli í Svíþjóð. Þá vann hún á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Hótel KEA uns hún fluttist til Dalvíkur þar sem hún bjó til dauðadags. Á Dalvík vann hún í 30 ár hjá KEA, fyrst við fiskvinnslu og síðar á skrifstofu frystihússins en lengst af á skrifstofu útibús KEA. Kristín var stofnfélagi í Lionessu- klúbbnum Sunnu og var þar for- maður í þrígang auk annarra trún- aðarstarfa. Þá var Kristín eitt kjörtímabil varabæjarfulltrúi fyrir Framsókn- arflokkinn og átti sæti í nefndum á vegum Dalvíkurbæjar. Sinnti hún þar gjarnan hinum mjúku málum s.s. með setu í félagsmálaráði í 12 ár, barnaverndarnefnd og stjórn Dalbæjar, heimilis aldraðra á Dal- vík í 8 ár. Hún sótti ótal kjördæma- þing framsóknarmanna ásamt fund- um Landssambands framsóknarkvenna. Þá sótti hún marga fundi og ráðstefnur um mál- efni kvenna, bæði innanlands og ut- an. Kristín verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. byggingatæknifræð- ingur, búsettur í Kópavogi, f. 21.10. 1955. Kona hans er Harpa Sigfúsdóttir, f. 6. 1. 1961, börn þeirra eru: a) Silja, f. 3.1. 1986, sambýlismaður Eiríkur Oddsson, f. 18.6. 1985; sonur þeirra er Daníel, f. 19.7. 2005. b) Andri Freyr, f. 8.6. 1990, unnusta hans er Kristín Alísa Eiríks- dóttir, f. 4.3. 1990. 2) Björn framkvæmdastjóri, búsettur á Dalvík, f. 29.3. 1958. Kona hans er Helga Níelsdóttir, f. 19.5. 1960. Syn- ir þeirra eru: a) Atli Viðar, f. 4.1. 1980, sambýliskona Eva Þórunn Vignisdóttir, f. 2.7. 1981. b) Kristinn Þór, f. 11.11. 1989, unnusta Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, f. 7.11. 1990. c) Rúnar Helgi, f. 5.6. 2000. Kristín gekk í barna og unglinga- skólann í Þinghúsinu á Grund, var í eldri deild á Laugum í Reykjadal veturinn 1946-1947. Veturinn 1948- 1949 var hún í Húsmæðraskólanum Hugleiðingar við andlát móður. Sem ég sit hérna við austurgluggann á gamla herberginu mínu á Goða- brautinni og leiði hugann til baka, blasa við mér afleiðingar roksins í nótt og morgun. Lóðin þakin grein- um sem brotnað hafa af öspunum í garðinum. Sterkustu greinarnar og stofnarnir standa þó eftir, hafa gert lengi og gera enn. Standa uppi sama á hverju dynur. En ekki standa allir stofnar allt af sér. Stofninn sterki, hún móðir mín, er fallinn frá fyrir vá- gestinum óboðna. Hún sem ætlaði sér svo sannarlega að hafa betur í þessari hatrömmu og óvægnu glímu. Öllum tiltækum ráðum læknavísind- anna var beitt en dugðu ekki til. Í baráttunni allri stóðu þau saman sem einn maður foreldrar mínir, allt frá fyrsta degi til hins síðasta augna- bliks. Allt kom fyrir ekki. Nú er kom- ið að kveðjustund. Upp í hugann koma ótal minning- ar, allt frá æsku til dagsins í dag. Strax á uppvaxtarárum okkar bræðra voru ljós hin sterku tengsl innan stórfjölskyldunnar, sem hald- ist hafa allt til dagsins í dag. Þetta mótaði allt líf mömmu. Vakin og sofin yfir velferð sinna nánustu. Ættrækn- in, umhyggjan og seinni árin veran í Bakkagerði, æskuheimilinu sem var henni svo kært. Bakkagerði, sem hún með natni sinni og útsjónarsemi gerði nánast að minjasafni. Þar útbjó hún ár eftir ár sýningu á munum og minjum frá fyrri tíð. Nýtt þema á hverju ári. Grúskið erfði hún frá afa, allt sem máli gat skipt frá fyrri tíð geymt, aðgengilegt og skipulagt. Enda kom þar sér oft vel bæði fyrir mig og aðra að geta leitað til hennar þegar mann vanhagaði um upplýs- ingar um menn eða málefni, lífið og tilveruna í þá daga er engar voru tölvurnar. Hún fletti upp í dagbókum afa eða leitaði í gömlum gögnum. Nú eða í eigin minni. Og svo voru það barnabörnin og nú síðustu árin langömmubarnið. Þau áttu hug hennar allan. Hvergi vildu þau frekar vera en hjá ömmu og afa. Um lengri og skemmri tíma hafa þau öll átt sitt annað heimili, athvarf og skjól þar. Fyrir það eru þau þakklát og minnast með hlýhug þess sem þau nutu í öruggu skjóli afa og ömmu. Og njóta auðvitað áfram hjá afanum þótt engin verði amman, svona áþreifan- leg og gefandi eins og var. Allt þetta og svo miklu meira sem geymist í minningunni. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar þakka af alhug öllum þeim sem önnuðust hana móður mína í veikindum hennar. Læknum, hjúkr- unarfólki og ekki síst starfsfólki heimahlynningar, færu og góðu fag- fólki sem lagði sig fram um að bæta heilsu hennar og líðan. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Þorsteinn. Kristín tengdamóðir mín er látin og skilur eftir sig stórt skarð í fjöl- skyldunni. Ég held svei mér þá að konur eins og Kristín séu ekki fram- leiddar lengur. Þessar íslensku kon- ur sem geta allt, eru í senn sveitakon- ur og heimskonur, glæsilegar og gáfaðar, halda í gömul gildi og kenna ömmubörnunum kvöldbænir en taka nýjungum opnum örmum. Eru nú- tímalegar tískudömur en sinna börn- um og barnabörnum eins og ekkert annað skipti máli í lífinu. Steikja kleinur og soðið brauð og taka slátur en panta pitsur þegar yngri kynslóð- in bankar upp á. Kristín átti afar sterkar rætur í Svarfaðardal. Æskuheimili hennar var henni kært og þar sýndi hún minningu foreldra sinna og systkina virðingu. Sýningarnar sem hún setti upp í Bakkagerði voru einstakar, hvort sem þemað var gömul verk- færi, jólin eða fermingakjólar þeirra systra. Nú tekur hún ekki framar á móti gestum og gangandi í Bakka- gerði um göngur með kaffi og bakk- elsi. Margar ferðirnar fórum við Þor- steinn með Silju og Andra á Dalvík til afa og ömmu og hvergi var betra að vera en á Goðabrautinni. Þjónustan hjá ömmu var fullkomin, eins og á fimm stjörnu hóteli og afi Friðþjófur er þolinmóðasti afi í heimi. Tíminn leið og börnin okkar flýttu sér að verða fullorðin. Eiríkur kom með Silju til ömmu og afa og Alísa með Andra. Þeim var tekið opnum örmum og ekki síður litla Daníel þegar hann fæddist. Mér er mikils virði helgin sem ég átti með Kristínu í vor. Þrátt fyrir veikindi þurfti að þvo rúður og skipta um gardínur og fá gott loft í stofuna. Allir fallegu hlutirnir hennar voru handleiknir af ástúð, þurrkað af og þvegið og saga þeirra rifjuð upp. Myndirnar af barnabörnunm í önd- vegi, stoltið hennar. Það skipti hana miklu máli að hafa heint og snyrtilegt í kring um sig og vera vel til fara. Hún sagði stundum við Silju þegar hún var lítil að hún væri glysgjörn eins og amma og það var ekki leið- inlegt að fá að máta gull og perlur og vera eina prinssessan hennar ömmu sinnar. Þegar við ákváðum að fara enn eina ferðina norður um síðustu helgi var það til að eiga góða helgi saman og huga kannski aðeins að framtíð- inni, þar sem ljóst var orðið hvert stefndi með heilsu Kristínar. En sumu fáum við bara ekki ráðið og helginni eyddum við hjá henni á sjúkrahúsinu. Þegar upp er staðið er það sennilega svona sem hún hefði viljað hafa þetta og fyrir okkur sem eftir erum var þetta dýrmætur tími. Öll fjölskyldan saman komin, allir sem skiptu hana mestu máli í lífinu og meira að segja Hlíf systir hennar náði að koma frá Reykjavík, svona rétt á milli flugferða. Daníel lang- ömmustrákur á eftir að leita talsvert að ömmu á Dalvík þegar hann kemur á Goðabrautina, hvar getur konan eiginlega haldið sig? Honum er sagt að amma sé hjá Guði og englarnir passi hana, hann hefur það eftir en skilur ekki alveg enn sem komið er. Alveg eins og við þessi eldri skiljum ekki alveg að þessi góða kona skuli vera farin frá okkur en áttum okkur með tímanum, sorgin víkur fyrir þakklæti fyrir allt það sem Kristín hefur gefið okkur. Harpa. Elskuleg tengdamóðir mín og kær vinkona hefur kvatt þennan heim eft- ir erfiða baráttu við óvæginn sjúk- dóm. Allt frá okkar fyrstu kynnum var mér tekið opnum örmum og milli okkar myndaðist djúpstæð vinátta og virðing sem haldist hefur alla tíð. Þið hjónin hafið alla tíð staðið eins og klettar á bak við okkur og verið okk- ur innan handar í einu og öllu. Við höfum átt saman margar ánægju- stundir í gegnum árin bæði í leik og starfi. Þar koma upp í hugann allar berja- ferðirnar, laufabrauðsgerðin, sam- verustundir í Bakkagerði sem var þinn mesti sælustaður og ekki síst ferðir til Akureyrar til að kíkja að- eins í fatabúðir. Kristín var mjög smekkleg í fatavali og hafði gaman af að klæða sig upp á og var sérlega glæsileg kona sem eftir var tekið. „Amma pæja,“ sagði hún Silja gjarn- an og var það réttnefni þar sem þú vildir fylgjast með því nýjasta í tísk- unni og ekki klæðast einhverju sem ekki var í móð. Fjölskyldan og þá sérstaklega barnabörnin þín hafa alla tíð verið í forgangi í þínu lífi. Atli Viðar naut þess ríkulega að vera eina barna- barnið í nokkur ár og var endalaust velkominn til afa og ömmu jafnt á nóttu sem degi. Það vildi svo vel til að við bjuggum stutt frá ykkur og auð- velt fyrir lítinn stubb að laumast yfir lóðina til að komast í hlýjan ömmu- faðminn. Mikið þótti þér vænt um að Kristinn Þór bæri nafn þitt og gott þótti honum einnig að njóta um- hyggju ykkar. Oft kom hann við á leiðinni heim úr skóla eða skaust í há- deginu til að fá eitthvað gott í gogg- inn og komast í smá-ömmudekur. Rúnar Helgi naut þess að þegar hann fæddist voruð þið hætt að vinna úti og varð hann mikill auðfúsugestur til ykkar öllum stundum. Þú naust þess að sinna honum, spila við hann, segja honum sögur og fá hann til að kúra hjá þér og knúsa allt fram á síðustu stundu. Þegar þú fékkst sjúkrarúm heim varstu mjög ánægð með að það væri breitt og gott því Rúnar þyrfti að geta kúrt hjá þér. Lífið hjá sonum mínum hefur alla tíð snúist mikið í kringum knattspyrnu og íþróttaiðk- un og eru þeir allir að æfa og keppa í fótbolta. Þú varst alltaf mjög stolt af þeim og studdir þá í öllu því sem þeir tóku sér fyrir hendur og fylgdist með leikjunum þeirra fram á síðustu stundu. Eftir að heilsu þinni hrakaði verulega annaðist Friðþjófur um þig af einstakri umhyggju og nærgætni. Þú varst honum mjög þakklát og taldir að hann ætti skilið að fá orðu frá forseta Íslands. Elskulega Kristín! Þakka þér fyrir að hafa verið besta tengdamóðir sem hægt er að hugsa sér og sonum mín- um heimsins besta amma. Við áttum hér saman yndisleg ár af þeim geislarnir skína. Nú falla að lokum fjölmörg tár á fallegu kistuna þína. (D.Þ.) Guð veri með þér. Þín tengdadóttir, Helga Níelsdóttir. Elsku amma. Þegar ég fyrst heyrði af veikindum þínum, elsku amma, þá einhvern veg- inn hugsaði ég að þetta yrði ekkert mál. Þú ert nú einu sinni amma mín, amma okkar sem getur gert allt, að minnsta kosti allt sem okkur krakk- ana hefur vantað í gegnum árin. Veikindin voru ekkert stórmál í mín- um huga til að byrja með en smátt og smátt fór þetta að taka stærri og stærri toll af lífi okkar. Amma var nokkurn veginn eins og okkar önnur móðir. Amma var ekki þessi týpíska amma, heldur var hún hvers barns drauma-amma. Hún var hress og skemmtileg og gladdi okkur alltaf þegar við vorum eitthvað dapr- ir, og við vorum stoltir að eiga hana. Þegar langur og strangur skóla- dagur eða æfingar voru á enda var fátt þægilegra en að labba yfir göt- una heim til ömmu og afa og leyfa ykkur að dekra smá við mig. Oftar en ekki gripum við í spil og vann ég grunsamlega oft þær viðureignir. Þetta gerðirðu líka við Rúnar Helga, litla bróður, og ég gleymi aldrei minningunum sem komu upp í huga minn þegar ég sá þig spila svona við Rúnar. Þetta eru stundir sem eru ógleymanlegar og munu fylgja okkur bræðrum alla tíð. Amma hafði alltaf brennandi áhuga á öllu því sem við bræðurnir gerðum, sama hvort það var fótbolt- inn, skólinn, skíðin eða eitthvað ann- að, hún vissi alltaf hvað var í gangi í okkar lífi. Hún hafði áhuga á okkur og það kunnum við alltaf að meta. Hún var oftar en ekki fyrsta mann- eskjan til að koma og kyssa okkur ef okkur vel gekk og líka þegar illa gekk. Ömmu leið alltaf best með fjöl- skyldunni og hún var ákaflega stolt af okkur. Hún er mjög mikilvægur hlekkur í þessari fjölskyldu okkar og enginn veit hvernig þessi litla fjöl- skylda okkar væri ef þú hefðir ekki lagt svona mikla áherslu á að allir kæmu saman og hittust nokkrum sinnum á ári. Þú breyttist aldrei, ekki einu sinni þessi síðustu andartök sem þú tókst þegar þú beiðst eftir því að ég kláraði fótboltaleik sem ég var að spila þennan sama dag, svo að allir gætu komið saman inn á sjúkrahús til þín til að kveðja. Þetta var mjög erfið en mikilvæg stund hjá okkur fjölskyldunni að geta kvatt þig með tárum og sorg í hjarta. Amma var mjög stór hlekkur í lífi okkar bræðra og þetta pláss sem þú skilur eftir þig verður seint uppfyllt. Þú hugsaðir um okkur bræður eins og börnin þín og eigum við þér óend- anlega mikið að þakka. Mér þykir ósanngjarnt að þurfa að kveðja þig í svona minningargrein því það er svo margt sem ég hefði getað skrifað og hefði það sennilega náð í heila bók um öll prakkarastrik- in hjá mér og Andra frænda heima hjá ykkur og allar okkar dýrmætu stundir saman. Elsku amma, takk fyrir allt. Við elskum þig og munum sakna þín. Kristinn Þór Björnsson, Rúnar Helgi Björnsson. Eftir mikla og erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm þá er komið að kveðjustund. Allan tímann sem amma háði þessa baráttu við sjúk- dóminn, þá dáðist ég að krafti hennar og baráttuvilja. Hún ætlaði sér svo sannarlega að hafa betur í þessari viðureign en þurfti að lokum að játa sig sigraða. Eftir standa ótal minn- ingar sem ég mun ylja mér við um ókomin ár. Það er þyngra en tárum taki og einstaklega óraunverulegt að setjast niður til þess að rita einhver orð til minningar um ömmu Kristínu á Goðabraut. Þegar ég sit og reyni að hripa eitthvað niður á blað þá finnst mér eins og hún standi bara í eldhús- inu á Goðabraut, að baka kleinur eða hreinsa ber, eins og hún gerði svo oft á þessum tíma árs, og mig langar helst af öllu til að taka upp símann og hringja. Spyrja um berjasprettuna og kartöfluuppskeruna. Mig langar bara að heyra í ömmu og fá fréttir að heiman. Hún amma mín var einstök kona, einstök amma. Alltaf bar hún hag minn og bræðra minna fyrir brjósti og alltaf gerði hún allt það fyrir mig sem hún gat. Þegar ég kom svangur heim úr skólanum eða af æf- ingu var oft komið við á Goðabraut og fengin smá hressing áður en haldið var á vit nýrra ævintýra eða prakk- arastrika. Sem krakki gisti ég oft hjá þeim ömmu og afa og enn í dag man ég hvað mér þótti yndislegt þegar amma breiddi sængina yfir mig á kvöldin og fór svo með bænirnar áð- ur en ljósið var slökkt. Morguninn eftir var svo boðið upp hafragraut. Mikið vildi ég að ég gæti búið til jafn góðan hafragraut og amma gerði. Eftir að við Eva Þórunn fluttum suð- ur og komum sjaldnar heim til Dal- Kristín Gestsdóttir Í dag, 20. septem- ber, hefði hann afi orð- ið 88 ára gamall. Afi var alltaf heilsuhraustur og fór í ótal ferðalög með fjölskyldunni. Þó elli kerling væri hin síðari ár farin að hafa áhrif á daglegt líf, tók afi þátt í mörgum ferðalögum með okkur og er okkur minnisstæð jeppaferð sem far- in var sumarið 2004 á illfærum veg- arslóða yfir Arnarvatnsheiði, en afi lét sig ekkert muna um það að hristast með okkur í bílnum allan liðlangan daginn. Afi átti líka auðvelt með að koma auga á spaugilegu hliðarnar á öllu. Líkt og þegar Kristín datt í Tjörnina, 6 ára gömul. Hún hafði ver- ið að spóka sig með ömmu sinni og vildi ekki betur til en svo að hún datt út í. Amma fylltist skelfingu og stakk sér að sjálfsögðu út í á eftir barninu. Karl Pálmi Ólafsson ✝ Karl PálmiÓlafsson fædd- ist á Spítalastíg 10 í Reykjavík 20. sept- ember 1920. Hann andaðist á Landspít- alanum í Fossvogi 2. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 9. september. Þegar þær síðan komu heim til afa, rennblaut- ar upp fyrir haus og afi hafði fengið að heyra hvað komið hafði fyrir, hló hann svo mikið að hann kom ekki upp orði lengi á eftir. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til afa og fá hjá honum brjóst- sykur og heyra sögur af því þegar hann var drengur og ungur mað- ur. Afi fylgdist vel með öllu í kringum sig, allt til síðustu stundar, og aðeins viku áð- ur en hann kvaddi ræddum við um það hvað Skólavörðustígurinn væri orðinn fallegur. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Það verður tómlegt að koma til ömmu núna en við munum ávallt minnast afa okkar með hlýju og sökn- uði. Kristín, Ari og Snorri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.