Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ✯ AFMÆLI ✯ Moonstartherapy ✯ AFMÆLI ✯ Moonstartherapy ✯ AFMÆLI ✯ ✯Moonstartherapy✯AFMÆLI✯Moonstartherapy✯AFMÆLI✯Moonstartherap✯M o o n st ar th er ap y ✯ A FM Æ LI ✯ M o o n st ar th er ap y ✯ A FM Æ LI ✯ M o o n st ar th er ap y M oonstartherapy ✯ A FM Æ LI ✯ M oonstartherapy ✯ A FM Æ LI ✯ M oonstartherapy Sjúkranuddstofan Moonstartherapy Anton Wurzer Síðumúla 15 108 Reykjavík Sími/Fax 588 1404 Gsm 895 9404 Afmæli Mánudaginn 22. september á sjúkranuddstofan mín 7 ára afmæli. Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum fyrir viðskiptin býð ég bæði þá og nýja viðskiptavini velkomna. Frí meðferð fyrir alla sem eiga afmæli þennan dag. ✯Heilnudd - Body Massage✯Bakmeðferð - Back and Spine Therapy ✯Bandvefsnudd - Connective Tissue Massage✯Sogæðameðferð - Lymphdrainage ✯Svæðanudd - Feetreflexzone Therapy ✯Ristilnudd - Colon Massage✯Orkumeðferð - Akupoint Massage ✯Kneipp Vatnsbunumeðferð - Kneipp Watergushes ✯Rytmanudd - Rhythmical Massage ✯Thai Massage✯ Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „SPENNAN mun haldast og færast í aukana svo lengi sem réttur Palest- ínumanna á eigin ríki er hunsaður. Landnám Ísraela á herteknu svæð- unum er aðalhindrunin á leið til friðar. Lausnin má ekki byggja á voninni einni heldur á stefnu og aðgerðum. Það verður að semja á jafningjagrund- velli en ekki undir merkjum friðhelgi fyrir annan á kostnað hins,“ segir Amr Moussa, framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins, um framvindu frið- arviðræðna milli Palestínumanna og Ísraela. Viðræðurnar á rangri leið Amr Moussa er nú staddur hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og hefur rætt við helstu ráðamenn þjóð- arinnar auk utanríkismálanefndar Al- þingis. Moussa segir viðræðurnar fyrir botni Miðjarðarhafs á rangri leið þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið á lofti í fjölmiðlum undanfarnar vikur. „Stöðvi nýr forsætisráðherra Ísr- aels landnám Ísraela á hernumdu svæðunum gæti friður verið í augsýn, það er aðalorsök deilnanna,“ sagði Moussa spurður um áhrif vænt- anlegra forsætisráðherraskipta í Ísr- ael. Aðspurður hvaða augum arabaríkin líti kjarnavopnavæðingu Írana segir Moussa mikilvægt að kröfurnar um afvopnun snúi ekki bara að Írönum. „Besta lausnin er að losa Mið- Austurlöndin við öll gjöreyðingarvopn og þ.m.t. kjarnavopn. Þá á ég við hvort tveggja Íran og Ísrael sem og önnur lönd á þessu svæði. Herferð sem bein- ist gegn einu landi en ekki öðru er ekki sanngjörn,“ segir Moussa. „Arabarík- in sjá alla kjarnavopnavæðingu sem ógn og þá er Ísrael ekki undanskilið. Ísrael hefur aldrei gengist við NPT sáttmálanum um stöðvun útbreiðslu kjarnavopna. En það er mikilvægt að bæði ríkin, Íran og Ísrael, lúti eftirliti Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar.“ Varðandi afstöðu aðildarríkja Arababandalagsins til framboðs Ís- lands til öryggisráðsins vildi Moussa ekki segja til um hvernig spilast myndi úr atkvæðunum eða hvort ríkin yrðu samhljóða í atkvæðagreiðslunni. Tyrk- land og Austurríki eru keppinautar Ís- lands um sætið í öryggisráðinu. Ísrael jafnt sem Íran verður að lúta kjarnavopnaeftirliti Amr Moussa er svartsýnn á friðar- viðræður fyrir botni Miðjarðarhafs Morgunblaðið/G.Rúnar Vinsæll Amr Moussa var áður utanríkisráðherra Egyptalands og nýtur vin- sælda í Mið-Austurlöndum, hann þykir hafa hleypt nýju blóði í bandalagið. Yoweri Museveni, forseti Úganda, býður íslenskum frumkvöðlum að koma til Úganda og fjárfesta í þeim sviðum efnahags- lífsins sem sett væru í forgang af hálfu stjórnvalda, þ.e. þróun innviða samfélagsins, orkumálum og land- búnaðarframleiðslu til útflutnings. Museveni var í þriggja daga opin- berri heimsókn hér á landi í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Museveni hefur boðið for- seta Íslands í opinbera heimsókn til Úganda. Í heimsókninni til Íslands kynnti Museveni sér einkum nýtingu jarð- hita, þróun sjávarútvegs og upplýs- ingatækni. Komi og fjárfesti í Úganda Yoweri Museveni Bauð forseta Íslands í heimsókn til Úganda ÁKÆRUR gegn Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, voru þingfestar í Héraðsdómi Suðurlands í gærmorg- un. Að sögn Daða Kristjánssonar, setts saksóknara hjá embætti ríkissaksókn- ara, fást engar upplýsingar upp gefnar um efni ákærunnar né heldur fram- gang málsins. Ljóst er þó að Gunnar lýsti sig saklausan af ákærum vegna meintra brota á almennum hegningar- lögum og barnaverndarlögum. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðl- um kærðu fimm stúlkur, sóknarbörn, Gunnar. Aðeins var þó ákveðið að ákæra hann vegna ásakana tveggja. Í kjölfar þess að ríkissaksóknari stað- festi við Biskupsstofu að ákæra hefði verið gefin út á hendur Gunnari veitti biskup Íslands honum lausn frá störf- um. Lögum samkvæmt hefur ákvörðun- inni verið vísað til nefndar um afstöðu til réttmætis hennar. andri@mbl.is Gunnar lýsir yfir sakleysi ARABABANDALAGIÐ (e. Arab League) er frjáls aðildarsamtök arabaríkja. Aðildarlöndin eru nú 22 talsins, þ.m.t. Palestína, sem bandalagið lítur á sem sjálfstætt ríki. Aðild að bandalaginu grund- vallast á menningu landanna frekar en landfræðilegri legu þeirra. Meginmarkmið bandalagsins er að bæta samskipti aðildarríkjanna og standa vörð um sjálfstæði þeirra en hefur einnig orðið vel ágengt í vinnu við félagsleg mál- efni. Bandalagið var stofnað árið 1945, eftir seinni heimsstyrjöldina, og var upphaflegt markmið að losa arabaríkin undan nýlendustjórnum og koma í veg fyrir að gyðingar stofnuðu ríki í Palestínu. Helstu veikleikar bandalagsins þykja liggja í ágreiningi á milli að- ildarríkjanna, sem kristallaðist t.d. í Íraksstríðinu þar sem sum ríki voru fylgjandi innrásinni, önnur á móti og enn önnur héldu sig til hliðar. Standa vörð um hagsmuni arabaríkja ÍSLENSK stjórnvöld og Mitsubishi Motors rituðu undir viljayfirlýsingu í gær um prófanir á i-MiEV- rafbílnum hérlendis. Einnig var rit- að undir viljayfirlýsingu við Mitsub- ishi Heavy Industries og Mitsubishi Corporation um þróun þjón- ustunets fyrir rafbíla hérlendis. Undirritunin fór fram á Hilton Nordica-hótelinu í tengslum við ráðstefnu um vistvænan akstur á vegum Framtíðarorku ehf. Iðn- aðarráðherra skrifaði undir vilja- yfirlýsingarnar ásamt háttsettum fulltrúum japönsku fyrirtækjanna og forstjóra Heklu, umboðsaðila Mitsubishi á Íslandi. Þá hafa stjórnvöld samið við Mit- subishi um þróun nýrrar tækni sem fyrirtækið býr yfir og gerir mönn- um kleift að búa til nothæft elds- neyti úr útblæstri frá stóriðju. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra sér fyrir sér að þetta gæti orðið að veruleika eftir tíu ár ef þessi tækni gangi upp í fram- kvæmd. Íslenski skipaflotinn gæti þá allur gengið fyrir útblæstri frá álverum og eitraðar gróðurhúsa- lofttegundir yrðu jafnframt skað- lausar. Össur telur mikilvægt að stjórn- völd, í samráði við fyrirtæki og markaði, tryggi innviðina þegar rafbílavæðingin hefst. Tryggja þurfi að þeir, sem kjósa rafbíla, geti komist allra sinna ferða og í því skyni þarf að setja upp fjöl- orkustöðvar í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Iðnaðarráðuneytið á nú í viðræðum við sveitarfélög, orku- og dreifingarfyrirtæki um verkefnið. Morgunblaðið/Kristinn Nútíð/framtíð? Össur Skarphéðinsson undir stýri í rafbíl framtíðarinnar. Íslensk stjórnvöld og fulltrúar frá Mitsubishi Motors rituðu undir viljayfirlýsingu í gær um prófanir á i-MiEV-rafbílnum hérlendis. Rafmagnsbílarnir prófaðir hérlendis HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri til tveggja mánaða fangelsisvistar fyr- ir ítrekuð umferðarlagabrot. Mað- urinn var einnig sviptur ökuleyfi ævilangt. Samkvæmt ákæru var maðurinn á fimm mánaða tímabili tekinn fjór- um sinnum fyrir akstur án ökurétt- inda, í eitt skiptið var hann auk þess ölvaður og í annað skipti óhæf- ur til að aka bifreið sökum tetrahý- drókannabínólsýru í þvagi. Maðurinn hafði fimm sinnum áð- ur verið sakfelldur fyrir að aka sviptur ökuréttindum. andri@mbl.is Tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot á umferðarlögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.