Morgunblaðið - 20.09.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
TILRAUNIR eru hafnar hér á landi
með ræktun repju til framleiðslu
jurtaolíu í eldsneyti. Ef plantan lifir
veturinn af verða akrarnir skærgulir
í vor og næsta haust verður hægt að
safna olíuríkum fræjum.
Siglingastofnun Íslands stendur
fyrir athugun á umhverfisvænum
orkugjöfum fyrir íslensk skip, sam-
kvæmt ákvæðum í samgönguáætlun.
Jón Bernódusson, verkfræðingur á
rannsókna- og þróunarsviði stofn-
unarinnar, segir að byrjað hafi verið
á því að keyra skipavél í Fjöltækni-
skóla Íslands á innfluttri lífdísilolíu.
Olían er framleidd úr repju sem
ræktuð er víða um heim. Var því tek-
ið upp samstarf við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands um tilraun til rækt-
unar vetrarafbrigðis repju hér á
landi.
Lifir kálið af veturinn?
Repju var sáð í júlí í akra á níu
stöðum, vítt og breitt um landið. Á
sömu stöðum var sáð fyrir nepju sem
er harðgerðara afbrigði. Þóroddur
Sveinsson, tilraunastjóri Landbún-
aðarháskóla Íslands á Möðruvöllum
í Eyjafirði, segir tilganginn að kanna
skilyrði til ræktunar þessara teg-
unda á mörgum stöðum og við sem
fjölbreyttust skilyrði. Plantan kom
fljótt upp í sumar og hefur vaxið
ágætlega. Kálið á að standa í vetur.
Telur Þóroddur að það sé mesti
áhættuþátturinn, hvort plantan lifi
af íslenska veturinn. Hann getur þó
um litla tilraun sem gerð var í til-
raunastöð Landbúnaðarháskólans á
Korpu og gaf góða raun.
Ef allt gengur að óskum fer plant-
an að mynda blóm snemma í vor og
þá verða akrarnir skærgulir. Blómin
breytast í kúlur sem geyma og
þroska olíurík fræin. Næsta haust
verður fræjunum safnað með þreski-
vél. Stöngullinn er skilinn eftir til að
bæta jarðveginn.
Jón Bernódusson segir að til þess
að hægt að sé að nota jurtaolíuna í
stað dísilolíu á óbreyttar dísilvélar
þurfi að blanda hana með tréspíra og
hreinsa með sóda. Það er verk-
smiðjuframleiðsla.
Rækta eldsneyti fyrir Herjólf
Við framleiðsluna fellur til hrat,
sem unnt er að köggla og nota í
dýrafóður í stað fiskimjöls, og gly-
serín sem notað er við snyrtivöru-
framleiðslu.
Hvert kíló af dísilolíu sem notað er
á skip eða bíla býr til liðlega þrjú kíló
af koltvísýringi. Með því að rækta
eldsneytið innanlands mætti kolefn-
isjafna alla orkunotkun skipaflotans
en til þess þyrfti akra á stærð við
Mýrdalssand. Einn af tilraunareit-
unum er á Landeyjasandi og er hug-
myndin að nota jurtina þar til upp-
græðslu með öðrum tegundum.
Heppnist tilraunin mætti rækta allt
eldsneyti fyrir nýja Herjólf sem sigl-
ir þaðan til Vestmannaeyja.
Eldsneyti fyrir
skipaflota
landsmanna
Kál Repjan er falleg en spurning
hvort hún lifir veturinn af.
Tilraunir gerðar með ræktun repju og nepju á níu stöðum á landinu
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SAMNINGANEFNDIR ríkisins og
Læknafélags Íslands munu funda
að nýju í Karphúsinu eftir hádegið í
dag. Upp úr fundi slitnaði á sjötta
tímanum í gærkvöldi en samkomu-
lag náðist um að reyna aftur í dag.
Birna Jónsdóttir, formaður
Læknafélagsins, segir líklegt að í
lok fundar í dag verði ljóst hvort
Gunnar Ármannsson, formaður
samninganefndar lækna, sagði við
fréttavef Morgunblaðsins í gær að
ríkið hefði ekkert nýtt haft fram að
færa í viðræðum gærdagsins. „Ef
við myndum skrifa undir það tilboð,
sem nú stendur á borðum, myndu
læknar byrja með lægri byrjunar-
laun heldur en ljósmæður. Það seg-
ir sig náttúrlega strax að það er
eitthvað sem læknar geta alls ekki
skrifað undir.“
samningar náist eða málin verði í
algjörum hnút. „Við erum að reyna
að semja og það er verið að vinna
að því verkefni. Það er svona málið
í hnotskurn,“ segir Birna
Ekkert nýtt hjá ríkinu
Birna vill ekki úttala sig um miðl-
unartillögu ríkisins til ljósmæðra.
„En ég hef það enn fyrir skoðun að
við sættum okkur ekki við eitthvað
lakara en ljósmæður fá.“
Sætta sig ekki við neitt lakara
Samninganefndir ríkisins og Læknafélags Íslands funda aftur í dag en viðræður sigldu í strand í gær
Læknar fengju lægri byrjunarlaun en ljósmæður samþykktu þeir tilboð samninganefndar ríkisins
Birna
Jónsdóttir
Gunnar
Ármannsson
Í HNOTSKURN
»Í miðlunartillögu ríkisinstil ljósmæðra er gert ráð
fyrir 22,6% hækkun launa.
»Samninganefndir ríkisinsog lækna náðu saman fyrr
á árinu en samningur var
felldur.
SÍLD úr norsk-íslenska stofninum
hefur verið fryst á nokkrum stöð-
um austanlands undanfarna daga, á
Þórshöfn, Vopnafirði og í Neskaup-
stað. Skipin eru að veiðum skammt
út af Austfjörðum.
Þessa dagana er verið að frysta
síld í frystihúsi Ísfélags Vest-
mannaeyja á Þórshöfn. Er þetta í
fyrsta skipti sem síld úr norsk-
íslenska stofninum er fryst á Þórs-
höfn og þrjú ár eru liðin frá því Ís-
landssíld var fryst á staðnum. Rafn
Jónsson rekstrarstjóri reiknaði
með því að fryst yrðu 200 til 300
tonn úr því hráefni sem komið var.
„Við reynum að gera sem mest úr
þessu, ef síldin veiðist áfram hér
fyrir utan,“ sagði Rafn.
Íslensk síld er blönduð þeirri
norsk-íslensku. Veiðar hafa gjarn-
an hafist í byrjun október. Jón Már
Jónsson hjá Síldarvinnslunni segir
útlitið gott við upphaf vertíðar og
vonast til að hægt verði að vinna
síld fram undir jól. helgi@mbl.is
Byrjað að
frysta síld á
Austfjörðum
TVÆR rússneskar sprengjuflug-
vélar af gerðinni TU-160 flugu í
gegnum loftrými Íslands á fimmtu-
dag á heimleið frá Venesúela, eftir
að hafa tekið þátt í heræfingum á
Karíbahafi.
Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðla-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins, seg-
ir að vélarnar hafi tilkynnt komu
sína fyrirfram.
Rússavélar
fóru í gegn
Reuters
Sprengjuvélar Rússar tilkynntu
stjórnvöldum komu véla sinna.
Fjármálaeft-
irlitið samþykkti
í gær umsókn
Byrs sparisjóðs
um breytingu
sparisjóðsins í
hlutafélag á
grundvelli 73. gr.
laga nr. 161/
2002, um fjár-
málafyrirtæki. Breytingin var jafn-
framt samþykkt á fundi stofnfjár-
eigenda hinn 27. ágúst síðastliðinn.
Breyting á félagaformi Byrs spari-
sjóðs hefur engin áhrif á starfsleyfi
sparisjóðsins, að því er fram kemur
í fréttatilkyningu frá Fjármálaeft-
irlitinu.
Byr breytist
í hlutafélag
Hvers konar jurt er repja?
Hún er sumar- eða vetrareinær, há-
vaxin káltegund með stólparót og
öflugan stöngul. Blómin eru skærgul
og eftir blómgun breytast þau í kúlu
sem geymir og þroskar fræin. Blöð
repjunnar eru stór, fjaðurstrengjótt
og stakstæð á stönglinum.
Hver er munurinn á afbrigðum?
Hér á landi eru notuð tvö afbrigði,
sumar- og vetrarrepja. Sumarrepjan
sprettur hratt, verður allt að hálfur
annar metri á hæð og fer að
blómstra eftir rúma tvo mánuði.
Vetrarrepjan sprettur mun hægar,
liggur í dvala yfir veturinn og
blómstrar að vori.
Til hvers er hún notuð?
Repja er notuð til að framleiða lífdí-
silolíu víða í Evrópu og í Bandaríkj-
unum. Jurtaolían er þá uppistaðan í
eldsneytinu. Einnig er matarolía gerð
úr henni.
Hér á landi hefur repja eingöngu ver-
ið ræktuð sem fóður fyrir mjólkurkýr
og lömb, eins og sjá má víða í sveit-
um þessa dagana. Er plantan beitt í
heilu lagi – oft nefnd fóðurkál.
S&S
„ÞETTA hefur gengið ágætlega. Ég er núna í stríði við gæsina. Hún sækir
mikið í þetta,“ segir Knútur Arnar Óskarsson, bóndi á Ósum á Vatnsnesi,
sem tekur þátt í repjurannsókn Siglingastofnunar og Landbúnaðarháskól-
ans. Myndin er frá Manitoba í Kanada þar sem repja er mikið ræktuð.
Sáð var á níu stöðum í landinu, í hálfan hektara af vetrarrepju og hálfan
hektara af vetrarrepju á hverjum stað. Knútur segir að plantan hafi komið
upp þrettán dögum eftir að henni var sáð og ræktunin gengið vel. Fram-
haldið fari svo eftir vetrinum.
Knútur hefur fylgst af áhuga með umræðu um framleiðslu á lífdísilolíu
og hafði strax áhuga á að taka þátt í ræktuninni. „Þetta er skemmtilegt
verkefni og gott ef hægt er að gera eitthvað nýtt í landbúnaðinum,“ segir
Knútur. Hann rekur ferðaþjónustu og fær oft bændur utan úr Evrópu í
heimsókn. Af þeim samtölum ræður hann að ræktunin skili ekki miklum
arði og telur að hún væri lítið stunduð án styrkja Evrópusambandsins.
Ljósmynd/Corbis
„Er í stríði við gæsina“